Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 4
—segir í stórskemmtilegri og furðulegri auglýsingu í erlendu sælkerablaði DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚNl 1977. ' < • <Í*W VOPNAÐIR MENN GÆTA MNGVALLAMURTUNNAR Niðursuðuverksmiðjan Ora i Kópavogi leggur niður í dósir murtu úr Þingvallavatni. Murtan er bæði seld innanlands og flutt til Bandaríkjanna. Er ekki nokkur vafi að i auglýsingunni er átt við þá framleiðslu. Nokkuð hefur vcrið vel smurt á murtuna þegar hún kemur í hendur neytenda i Bandaríkjunum. 1 auglýsingunni segir að 30 stk. af „pínusilungi" kosti 25 dali auk 4 dala sendingarkostn., sem er um 5800 kr. I hverri dós eru 5-6 fiskar, þannig að hér er um 5 dósir að ræða. í verzlun hér kostar dósin kr. 267, þannig að 5 dósir kosta 1335 kr. DB-mynd Árni Páll. Þegar búið er að veiða hinn fræga „pínusilung“ er hann fluttur með mikilli leynd til Kópavogs þar sem hann er hreinsaður mjög nákvæmlega. Silungurinn er síðan látinn í sérstaklega hannaðar tindósir og fær enginn að koma þar nærri nema INNFÆDDIR KÖPAVOGSBÚAR. Þeir eru þeir einu sem fengið hafa að koma nálæet hreinsun og pökk- un „pinusilungsins" áratugi. Kópavogsbúarnir nota sér- staka og aldagamla aðferð við pökkunina, þannig að ekki þarf að nota utanaðkomandi rotvarnarefni. Það er því engin furða þótt frægustu hótel og veitingahús heims berjist um að fá sinn hlut af þessum óspillta ísvatnsfiski og hafi gert í mörg ár. Heims- frægir matreiðslumenn vilja næstum þvi leggja allt í söl- urnar til þess að fá þennan herramannsmat í eldhús sín. Loks er tekið fram í aug- lýsingunni að hægt sé að panta þennan heimsfræga silung, en vegna hins takmarkaða afla og mikillar eftirspurnar sé aðeins hægt að afgreiða 30 silunga til hvers viðskiptavinar. Er slikt boðið á hinum mestu kostakjör- um, 25$, auk 4$. sendingar- kostnaðar (um5800kr. ísl.). gumað sé af því að Þingvalla- vatn sé tærasta, kaldasta og hreinasta stöðuvatn i heimi — óspillt og gjörsamlega, ómengað. Það er því ekki að undra að úr því komi einhver ; alverðmætasti fiskur í heimi, — hinn frægi „pínusilungur úr ísvatninu". Silungur þessi er aldrei leneri en eitt fet (30,48 cm), þegar hann er fullvaxinn og þykir slík -gæðafæða að eftir honum er sótzt af sælkerum um víða veröld. Silungurinn er svo eftirsóttur og verðmætur að íslenzku fiskimennirnir hafa vopnaðan her sem gætir þessa ómengaða heimskautavatns i 24 stundir á sólarhring! Því er haldið áfram að vatnsins sé gætt betur en islenzku fali- byssubátarnir gæta sjálfrar landhelginnar! í auglýsingunni segir að Þingvallavatn sé eina vatnið í heimi þar sem þessi „pínu- silungur" hrygni og vaxi. Uppeldi silungsins er undir ströngu eftirliti færustu sér- fræðinga á sviði fiskiræktar. Veiðar eru aðeins leyfðar einu sinni á ári í fjórar vikur, þegar fiskurinn bragðast allra bezt. Þennan forláta silung mega aðeins þeir veiða sem eiga land er liggur að vatninu. Enginn utanaðkomandi getur fengið leyfi til þess að spilla tærleik Þingvallavatns. Fiskinn má aðeins veiða á handfæri og bátarnir mega ekki vera stærri en eins eða tveggja manna, til þess að koma i veg f.vrir mengun vatnsins. 4€ Veiðitími Þingvallavatnsmurt unnar er aöeihs ö4 vikúr á ári. Hún er veidd í net sem vitjað er um á litium bátum. Veiði mennirnir eru iandeigendur. Okkur rekur oft í rogastanz yfir þeim hugmyndum sem útlendingar hafa um landið okkar. Þær geta sannarlega verið hinar furðulegustu. Ástæðan fyrir þeim getur verið ofur skiljanleg, þegar við sjáum auglýsingu eins og DB hefur borizt í hendur. Auglýsingin er frá Sælkeraklúbbi og er send félagsmönnum og einnig þeim sem liklegir væru til þess að gerast félagsmenn. í auglýsingunni er sagt frá forkunnargóðum „pínusilung" úr Þingvallavatni og er hægt að panta hann eftir auglýsing- unni. Þarna er birt mynd frá Þing- vallavatni, en heldur er kulda- legt um að litast. En myndin er greinilega frá Grænlandi þar sem borgarísjakar fljóta á sjónum. Þarna er einnig mynd af íslenzkum sjómanni við trollið sitt fullt af þorski. í auglýsingunni segir m.a. að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.