Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 32
r Færeyjan Stöðug vandræði af drukknum fslendingum Svo virðist sem hluti þeirra íslendinga, sem heimsækja Fære.vjar, geri það í þeim til- gangi einum að haga sér eins og skepnur og verða sjálfum sér og landi sinu til skammar. Svo segir m.a. í frétt í færeyska blaðinu ,,14. september" um miðjan mánuðinn. Dagblaðið hefur áður nokkr- um sinnum birt viðlíka fréttir af framkomu íslendinga meðal frænda okkar í Færeyjum. Aðfaranótt mánudagsins 13. júní varð lögreglan í Þórs- höfn í Færeyjum þrisvar sinnum að hafa afskipti af drukknum tslendingum, sem voru með óspektir og hama- gang. Þrir þeirra voru færðir í fangageymslur lögreglunnar og margir yfirheyrðir af lögreglu daginn eftir. Lögreglan i Þórshöfn skýrði „14. september" svo frá, að Islendingar væru einu útlend- ingarnir sem hún hefði ama af. Er nú fyrirhugað að vísa nokkrum jieirra burt frá Færeyjum. Getur það varla talizt sómi fyrir þá eða ættingja þeirra hér heima, svo ekki sé minnzt á tslendinga yfirleitt. GAMALL OG GÓÐUR - í HÁTÍÐASKAPI Billinn sá arna, Lincoln ’47 var í hátíðabúningi í gær þegar Hörður ljósmyndari DB gekk fram á hann við Tjörnina. Það var heldur ekki að ástæðulausu að Lincolninn var svo skrautbúinn — hann ferjaði ung brúðhjón, Önnu Elísabetu Borg og Magnús Gylfa Þorsteinsson. Fáðir brúðgumans, Þorsteinn Baldursson framkvæmdastjóri, er eigandi bílsins. Gott útlit bílsins er ekki að þakka laghentum bif- vélavirkja heldur góðri meðferð, bíllinn er ekinn tæpa 35 þúsund kílómetra. ■ÖV. Aðalatriðiðað kunna eitthvað fyrirsérí pípulögn eða múrverki: Röddin skiptir öllu minna máli Þeir sem eru að fjargviðrast vegna mikils byggingar- kostnaðar á íslandi ættu bara að ræða við karlakórsfélagana í Keflavík og heyra í þeim hljóðið. Þegar við áttum leið um Vesturbrautina í Keflavík eitt kvöldið sáum við hátt i tvo tugi manna við húsbyggingu þar. Við eftirgrennslan kom i ljós að Karlakór Keflavíkur er að byggja þar félagsheimili, — eða öllu heldur kórheimili — þar semtvö.hundruð átta tíu og fimm geta hlýtt á söng og leik. Keflavíkurbær gaf þeim lóð og á henni eru þeir staðráðnir í að byggja — fyrir ekki neitt — er það ekki kraftaverk? Og það eru þeir þegar komnir vel á veg með að gera. Búið er að steypa sökkul og slá upp fyrir fordyri og þeir voru einmitt að ljúka við þann áfanga þegar okkur bar þar að — rafvirkjarnir að leggja seinustu hönd á sitt verk áður en steypunni verður hellt i mótin. Vinnulaunakostnaður? Enginn, ekki eyrir. Tekjur? Allt frjáls samskot sem félags- menn afla. Efniskostnaður? Spurðu Gunnar kaupfélags- stjóra. Vinna kórfélagar allt við bygginguna, fagvinnu líka?'„Já aill ,en hingað eru allir vel- komnir sem vilja ljá okkur lið. Vantar ykkur menn i kórinn? Já, en þeir verða að kunna eitt- hvað fyrir sér. í múrverki og, pípuiögnum. þá skiptir röddin minna máli. Ef þeir hafa ekkert af þessu er nóg að þeir geti haldið á pensli. Hvenær gerið þið fokhelt? í haust ef framlög; Íeyfa. Já, þeir eru hreint ekki að syngja sitt seinasta í Karla- kór Keflavíkur og Suðurnesja- menn ættu að gefa þeim gaum og styrkja þá i að koma yfir sig þaki. emm fijálst, nháð dnghlað MANUDAGUR 27. JÚNt 1977. Snjóföl nið- ur úr þok- unni í miði- um hlíðum Það var kuldalegt á Akureyri i morgun og bregður mörgum í brún frá hitabylgju fyrri daga. Þoka var niður í miðjar hlíðar fjallanna umhverfis Akur- eyri og í Hlíðárfjalli teygði snjóföl sig niður undan þokunni við hótelið. Klukkan 6 í morgun var 3,5 stiga hiti á mælunum á lög- reglustöðinni en þar er veðurathugunarstöð Akur- eyrar. Minnsti hiti í nótt á Akureyri var 3,2 stig. -ASt. Viðeyjar- ferð íboði íkvöld I kvöld gefst tækifæri á Viðeyjarferð með Útivist. Þessar ferðir hafa hlotið fádæma vinsældir og þátt- takendur skipt hundruðum. Sigurður Líndal og Örlygur Hálfdánarson fræða gesti um sögu eyjarinnar. Einnig verður gengið um fjörur, rusl tínt saman og brennt og má því búast við eins konar varðeldum í eynni í kvöld. Farið verður frá Sundahöfn kl. 8. 'ASt. Læknargera strandhögg fskák- heiminum Fyrir nokkru tefldu læknar Landspítalans við starfsmenn Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen og sigruðu með 58. v. gegn 17. t síðustu viku tefldu tiu læknar og einn vaktmaður þeirra við starfsmenn Lands- bankans, en Landsbankamenn hafa verið taldir til stórvelda í skákheiminum hér. Keppninni var hagað þannig að tefldar voru fimm mínútna skákir, samtals átta umferðir og fóru leikar svo að Landspítalamenn sigruðu með 49H vinningi gegn 38'/i. Lið Landspítalans var sem hér segir: Sæmundur Kjartans- son, Grétar Ólafsson, Bjarni Þjóðleifsson, Ingólfur Hjalta- lín, Sverrir Bergmann, Hjalti Þórarinsson, Guðjón Sigur- björnsson, Ragnar Konráðsson, Þórður Harðarson, Gestur Þor- geirsson. Af einskærri heppni komst upp um þessar keppnir og var íöluvert erfitt að afla fullra heimilda og kostaði mörg símtöl en smátt og smátt tókst að þrengja hringinn og leggja saman tvo og tvo svo út kæmu fjórir. Kannski var þetta vegna þagnarsk.vldu læknanna sem leitað var til eða þá að um hrað- minnkandi vixlakaup yrði að ræða hjá Landsbankanum við Landspítalamenn, eða kannskí einhver hafi ekki viljað fá neinn óskapnað ef verið var að teikna hús hjá Sigurði Thoroddsen. Hver veit?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.