Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 27. JUNÍ 1977. frjálst, nháð datfblað Útgefandi Dagblaöiö hf. Framkvaamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. iþróttir: Hallur Símonarspn. AÖstoöarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sasvar Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pélssort. Bléöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurÖsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, HÖröur Vilhjálmsson, Svoinn Þormóösson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siöumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11 Aöalsími bleösins 27022 (10 linur). Áskríft 1300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakiö. t Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerö: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Lognið fyrír storminn Skyndilega er orðið tíðindalítið í þjóðlífinu. Erfitt er orðið að ná sambandi við menn í atvinnulíf- inu og í opinberum stofnunum. Sumarleyfin eru farin að setja losaralegan blæ á margar skrif- stofur og aðra vinnustaði. Þetta má hafa til marks um, að sumarið sé raunveru- lega komið. Lognið kom um leið og skrifað hafði verið undir heildarsamningana um launakjör í land- inu. Þá storknaði síðasta blekið í þjóðmálum vetrarins. Framundan er friösamur tími, sem líklega endist fram í október, þegar alþingi á að koma saman að nýju. Fram að því er varla unnt að búast við miklum tíðindum af stjórnmálum. Ríkisstjórnin þarf að sjálfsögðu að glíma við verðbólguna þessa fjóra sumar- og haust- mánuði. Á þessum tíma veröa vandamálin samt varla hrikalegri en svo, að ríkisstjórninni takist að velta þeim á undan sér meó gamalkunnum aðferðum. Ráðherrar munu varla finna hjá sér óviðráðanlega hvöt til að hlaupa frá vandanum þessa mánuði. Hugleiðingar um haustkosningar ættu því að vera tómt mál. Flest bendir til, að kosningar verði ekki fyrr en á næsta ári. Hins vegar geta þær orðið nokkuð snemma á næsta ári, því að sveitarstjórnarkosningar verða fyrir mitt árið. Líklegt er, að forustumenn Sjálfstæðis- flokksins vilji hafa þingkosningar að baki, þegar kosningabaráttan hefst að marki í Reykjavík og öðrum meirihlutastöðum flokks- ins. Það er ekki víst, að Framsóknarflokkurinn verði fyrri til í þetta sinn, enda líður flokknum vel í helmingaskiptafélaginu. Hið tvöfalda kosningaár mun vafalítið valda stormum í þjóðmálum næsta vetrar eftir logn sumarsins. Stjórnmálaflokkarnir hafa mánuðum saman staðið höllum fæti í hugum kjósenda og stjórnarandstaðan mun vafalaust reyna eftir getu að hagnast á óvinsældum ríkis- stjórnarinnar. Næsti vetur ætti því í stjórnmálunum að vera ólíkur síöasta vetri, sem var með friðsam- asta móti. Þá var langt til kosninga og duglítil stjórn með mikinn þingmeirihluta stóð and- spænis daufri stjórnarandstöðu. Vonin um ný fylgishlutföll ætti að geta vakið stjórnarand- stöðuna af dvala á öndverðum næsta vetri. í sumarlogninu fyrir þennan storm er lítil hætta á skúrum. Líklegt er, að ýmsir fámennir hópar, sem ekki fylgdu með í heildarsamning- unum um launakjör, vilji rjúfa ramma lág- launastefnunnar í sínum samningum. Ef þetta kemur í ljós, munu fáir álasa ríkisstjórninni, þótt hún lögfesti ramma heildarsamninganna fyrir þjóðfélagið í heild. Slíkar skúraleiöingar ættu ekki að þurfa að hindra menn í að njóta sumarsins og lognsins fyrir storminn á næsta vetri. Dagens Nyheter: HEIMSMET í VERÐBÓLGU - OG FORSÆTISRAÐ- HERRANN RÍKASTUR í sænska blaðinu Dagens. Nyheter frá því 21. júní er stór grein um tsland. Blaðamaður blaðsins var hér á landi og segir frá efnahagsástandinu í landinu. Atti hann m.a. viðtal við Björn Jónsson forseta ASÍ Hann segir frá samningaþrefi Iaunþega og vinnuveitenda og að kröfur ASÍ séu 50% kauphækkun. Ruku í bankann ogtóku út Dagens Nyheter segir frá þeirr, miklu verðbólgu sem hefur geisað hér á landi sl. ár. Á árunum 1974-75 var verðbólgan um 40% og þá ruku allir upp til handa og fóta og tóku peninga sína út úr bankanum og reyndu að fjár- festa í t.d. íbúðum, bílum, sjón- varpstækjum og frystikistum. Tekið er dæmi um að Björn Jónsson hafi keypt sér Volvobíl í desember 1973. Þrátt fyrir mikla notkun getur hann selt hann í dag fyrir um tvær milljónir króna. Jón Sigurðsson hjá Þjóðhags- stofnun svarar spurningunni: Hvers vegna er Island orðið að mesta verðbólgulandi í heimin- um, fyrir utan ríki í Suður- Ameríku? Hann svarar eitthvað á þessa leið: Efnahagslíf íslendinga er nær eingöngu byggt upp af fiskveiðum. Þegar vel veiðist og gott verð fæst fyrir fiskinn er- lendis eru uppgangstímar og verðmæti erlendis frá streyma inn í landið. Eftir þvi sem betur gengur fá sjómenn á Islandi hærri laun. Þeir fá greitt eftir aflaverðmætum, þess vegna hækkar kaupið mjög þegar vel gengur. Þá krefjast aðrir launþegar kauphækkunar í samræmi við það. En það er bara ekki góð veiði á hverju ári og ekki er hægt að lækka launin. Þegar illa gengur fer því svo að vöruskiptin verða mjög óhagstæð við útlönd. Þá er gripið til gengislækkunar. Nú hefur verið gripið til þess ráðs, segir blaðið, að hækka innlánsvexti í bönkum verulega og nú eru þeir allt upp í 22%. En það dugir bara ekki til og fólk heldur áfram að fjárfesta og fer í bankana til að reyna að fálán. Talið er að með nýjum kjara- samningum fáist einhver lausn á verðbólguvandanum og þeir verði til hagsbóta fyrir þá lægst launuðu. Forsœtisróðherrann ríkasti maðurinn ó Íslandi Blaðamaður Dagens Nyheter kemur með nokkrar vanga- veltur um það hver eigi fjár- magnið hér á landi. Hann segir að það séu ekki nein fjölþjóða- fyrirtæki sem eigi meiri- hlutann hér í fyrirtækjum. Hann tekur sem dæmi olíu- félagið Esso. Þar segir hann að Sambandið eigi stærstan hlut. Það hefur yfir að ráða þriðj- ungi verzlunar og eins á Sam- bandið stærstu verksmiðjurnar hér. Esso og Sambandið falla í skuggann af öðru máli sem varla nokkur íslendingur þorir að tala um opinberlega. Það eru nefnilega forsætisráðherrann, Geir Hallgrímsson og fjölskylda hans, sem eiga stærstan hlut í xdíufélaginu Shell. Ef Islendingur er spurður að því hver sé ríkasti maðurinn á landinu muldrar fólk að það sé forsætisráðherra landsins. Hann og hans fjölskylda eiga stór innflutningsfyrirtæki, m.a. það sem hefur umboð fyrir Mercedes-Benz. Einnig á hann stóran hlut í stærsta morgun- blaðinu og einnig á hann hlut í flugfélögunum, Loftleiðum og Flugfélagi íslands, sem nú hafa verið sameinuð og heita Flug- leiðir. Hann á stærstu súkkulaðiverksmiðju á landinu og þess ber að geta að inn- flutningur á þeirri vöru er tak- markaður af stjórnvöldum. Enginn þorir að ræða um þetta mál en það er víst að svona nokkuð mundi ekki þekkjast í neinu öðru vestrænu lýðræðisríki, hefur blaðið eftir háttsettum ríkisstarfsmanni. -KP. UMSKIPTINGURINN Lög um alm. bókasöfn nr. 50/1976 hafa verið í gildi eitt ár. Fer vel á því að afmælisins sé minnst þó fátt hafiafmælis- barnið unnið sér til frægðar — og muni vart gera síðar. Fyrst skal vikið að fæðingu þessa undrabarns, eða öllu heldur umskiptings. Fór fram á alþingi og varð afturfóta- fæðing. Skal nú rifja upp í kort- leika hvernig fyrirbærið kom í heiminn. — Vilhjálmur menntamálaráð- herra lagði loks fram frv. í apríl 1974 „til skoðunar" eins og þeir segja í þinginu. Sagði m.a. að almenningsbókasöfnin hafi sífellt þýðingarmeira hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. Ríkið átti að bera W kostnaðar, sveitarfélög %. Þá skyldi ríkið greiða helming kostnaóar við bókhlöður, eftir því sem fé væri veitt á fjárlögum. Fyrsta þætti lokið. Tjaldið. Annar þáttur. Fyrsti starfs- dagur alþingis 15. okt. 1975, 7. mál. Frv. lagt fram óbreytt. 60—70 milj. kr. til almennings- safna eftir þrjú ár. Nokkrir þingmenn mæla ákveðið með frv. m.a. Gylfi Þ., Gils, Friðjón Þórðarson, Magnús Torfi og Sverrir Hermannsson. — En 7 virðist ekki vera heillatala Vil- hjálmsráðherra. Intermezzo — millispit — Matthíasar á kassanum. Reikni- meistarar hans reiknuðu 500 miljónir úr ríkissjóði á sveitar- sjóði. Þetta var „bandormur- inn". Fjárvana sveitarfélög skyldu bera allan kostnað af bókasöfnum. Ekki króna úr ríkissjóði til bókasafnabygg- inga, en danshúsin fá sinn skerf ríflegan. — Svo er látið heita að peningar úr Jöfnunar- sjóði eigi að koma i stað ríkis- framlags til safnanna. Hverjir hafa eftirlit með því? Tveir sveitarstjórnarmenn á þingi vörðu mjög bandorminn: Gunnlaugur Finnsson og Ólafur G. Einarsson, íhalds- maður af gamla skólanum. klifuðu mjög á því að ekki væri úr háum söðli að detta fyrir söfnin, ríkisféð hefði verið skammarlega lítið. En hverjum til skammar? Háttvirtu alþingi! Páll Líndal, sem í 6. hefti Sveitarstjórnarmála fann band- orminum allt til foráttu, hefur í 1. h. sama rits 1977 tekið undir með þeim kumpánum, segir að framlög ríkisins hafi verið hégóminn einn. Bókasafnslögin frá 1955, sett að frumkvæði Bjarna Benediktssonar þáv. mennta- málaráðherra, er mesti og merkasti stuðningur við alm. bókasöfnin i landinu. Það er ómaklegt að vanþakka það framtak. En þeir sem sömdu lögin sáu ekki fyrir þá óðaverð- bólgu sem verst hefur leikið verk þeirra. Þá er það klár blekking Páls Líndals og Co. að framlag ríkis skv. frumvarpi V. H. 1975/76 hafi átt að vera 20 milj. kr. Þetta voru 60 miljónir eftir tvö ár. Sveitarfélögin munar víst ekki um svoddan smápening. Þriðji þáttur (V.H.) Frum- varpið um bókasöfnin lagt fram og nú svipur hjá sjón. Það sem áður þótti allra meina bót var nú orðið litilræði! Viðurkennt, að á „ótrúlega mörgum stöðum eru málefhi safnanna i hinum megnasta ólestri." Þá var ráðið, að láta þau ekki hafa neitt aðhald! Engin trygging fyrir því, að Jöfnunarsjóðsgjaldið renni til safnanna. Samband sveitarfél. sendi þau boð til þingsins, „að löggjafanum beri ekki að setja sveitarfélögunum takmörk um framlög til einstakra málaflokka sem þau sjá um að öllu leyti. Minnihluti menntamála- nefndar n.d. Svava Jakobs- dóttir og Magnús Torfi tóku fram, að meginstoð væri kippt undan frv. „með hinni flausturslegu og vanhugsuðu breytingu á verkefnum sveitar- félaga", sem gerð var i des. 75. Lögðu þau til, að frv. yrði sam- þykkt í upphaflegu formi. Meiri hluti nefndarinnar var í stökustu vandræðum með umskipting sinn, voru að krukka í hann, en drögnuðust svo með af þægð. Þeir fengu þó lögfest, að sveitarstjórnir gætu ákveðið annað lágmarksfram- lag en lögin scgja, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Þær verða varla vandfundnar. Um Jöfnunarsjóðsframlagið sagði Helgi Seljan við 1. umræðu í e.d.: „Það var langt frá því að öll sveitarfélögin stæðu þá (fjár- hagsáætlun 1976. HG) við þá ótvíræðu skyldu að nota fram- lagið úr Jöfnunarsjóði til þess að hækka framlögin til bóka- safnanna." — Lokaþáttur — appendix — umræðu um afleiðingar band- ormslaganna á alþ. i mars 1977 (niðurfelling ríkisstyrks til byggingar elliheimila). Gils lýs'ti enn flumbruhættin- um við þá lagasmíð og sagði meðal annars. „Ég á hér ekki aðeins við dvalarheimilismálin, heldur mörg önnur, til að mynda þá forsmán eins og farið hefur verið með almennings- bókasöfnin, sem ég vil nota þetta tækifæri eins og hver önnur til að lýsa yfir að er alþingi og ríkisstjórn þeirri, sem ábyrgð ber á því, til hinnar mestu vansæmdar." Að. sækja vit til útlanda. Það hefur verið mikill siður að fara i smiðjur á Norðurlöndum þegar talið var þurfa að búa til lög á islandi, sbr. skólabáknið nýja með útlenda nafninu (grunnskoleri). Hinsvegar þótti best að vita sem minnst, eða látast ekki vita hvernig skandinavar reka alrnenningsbókasöfn, en þeir telja bókasöfn menningarstofn- anir og veita ríflega til þeirra af ríkisfé. — Bókasafnslögum dana var breytt 1975 i það horf, að rikið veitir „ráðstöfunarfé", um 2,6

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.