Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JUNÍ 1»77.
2
Jafnréttisráð hefur hlaupið á sig
SUS skrifar:
Geir E. Andersen skrifar í
kjallara Dagblaösins 16. júní sl.
ágæta grein um stöðu jafnrétt-
isráðs og stöðu kynjanna i ný-
settum reglum um auglýsingar
eftir ,,starfskröftum“. Ég fæ
ekki betur séð en að jafnréttis-
ráði hafi heldur betur orðið á í
messunni og flýtt áér um of í
samningu þessara laga. Dæmi:
Starfskraftur sendir inn um-
Raddir
lesenda
Hringið
ísúna
83322
kl. 13-15
eðaskrifið
sókn um ákveðið starf og kvitt-
ar fyrir með nafni sínu. Sést þá
í flestum tilfellum hvers kyns
umsækjandinn er.
tslenzkufræðingar mega nú
fara að leggja höfuðið í bleyti
og athuga hvernig megi breyta
íslenzkum kvenna- og karl-
mannsnöfnum í hvorugkyns-
orð, svo öllu réttlæti sé nú full-
nægt og auglýsendur geti ineð
engu móti áttað sig á kyninu.
Þá veit ég ekki hvort nógu
greinileg ákvæði eru i ,,jafn-
réttislögunum" þannig að
ókleift sé að fara i kringum
þau með t.d. svona klausu í
auglýsingu: Starfskraftur sem
hefur kraft til að lyfta 100 kg
eða meira óskast, eða starfs-
kraftur með litla og netta putta
óskast til vélritunarstarfa.
Þá hljóta ,,jafnréttislögin“ að
koma illa við þá sem auglýsa
eftir starfskrafti með hjóna-
band fyrir augum. Hætt er við
að einhverjir gætu orðið
hvekktir ef það kemur ekki í
ljós fyrr en i bólinu að starfs-
krafturinn passar ekki.
Mottóið virðist vera að breyta
öllu í hvorugkyn. Virðumst við
vera koinnir heilt ljósár á und-
an ýmsum öðrum þjóðum í
þróuninni, ef marka má t.d.
„Starfskraftur með netta putta...“ Mynd Ragnar Th.
kennslubók Páls Sveinssonar í kynferði nafnorða sé tvenns enda kunni frönsku kynin að
frakknesku en þar stendur að konar, kvenkyn og karlkyn, meta hvort annað.
ÚR EINU
Sveinn Sigurjónsson Keflavík
skrifar:
Nú stendur fyrir dyrum að
utanríkisráðherra fari til
Bandaríkjanna á næstunni og
mun þá bera á góma hersetu
Bandaríkjanna á vegum NATO,
hér. Ætti ráðherra þá að gera
þeim það skiljanlegt að ef þessi
stefna á að vera ríkjandi hér
framvegis ber NATO að aðstoða
íslendinga með fjárframlögum
til að ráða bóta á aðkallandi
vanda í vega-, hafna og flug-
vallaframkvæmdum. Við sem
höldum þessu fram erum
ekkert á móti aðild að NATO
eða viljum að öðru leyti amast
við Bandaríkjamönnum hér. En
að þeir séu hér sem gustuka-
menn, sem fá allt tollfrjálst
sem þeir þurfa til sinnar veru
og ferðast um vegi landsins án
nokkurs gjalds, finnst okkur
ekki sainrýmast þeimhugsana-
gangi sem þessi vestræna sam-
vinna byggist á: að minnsta og
fátækasta þjóðin skuli ekkert
bera úr býtum fyrir að láta í té
aðstiiðu. þá beztu sem völ er á,
samkvæmt umsögn fram-
í ANNAÐ
kvæmdastjóra NATO. Slíkt
teljum við ekki þjóna okkar
hagsmunum þar sem við erum
peninga þurfi og sokknir upp
að mitti í það skuldafen sem
þessi ríkisstjórn hefur fært
okkur í og mun þaó hennar
mesta afrek og hennar verður
lengi minnzt sem mestu betli-
kerlingar þessa lands. Ég hef
ekki trú á því að komandi kyn-
slóðir, sem vcrða að borga
fimmtu hverja krónu af þeim
gjaldeyri sem þær afla til
greiðslu erlendra skulda, telji
þessa menn neina framúr-
skarandi fjármálasnillinga sem
bæri að krossa við, nema síður
sé, og væri bezt fyrir þá sjálfa
að þeir gle.vmdust sem fvrst.
Þó mikið sé alið upp af lang-
menntuðum mönnum virðast
þeir að einhverju leyti hálfvan-
gefnir þegar þeir fá verkefni 1
hendurnar sem gerir kröfu til
raunhæfari þekkingar en fæst
á skólabekk sem lesning úr
bókum. Nægir að nefna Kröflu
ævintýrið sem er af þessum
sökum óstöðvandi hít sem
enginn veit hvenær hægt
verður að seðja. Þörunga-
vinnslan á Reykhólum virðist
ekki hafa staðizt sína próf-
raun, einhver villa þar. Er það
þannig að verkfræðingar og
aðrir með þá sérmenntun, sem
talið er að þurfi til slíkra fram-
kvæmda, geti att ríkisstjórn og
Alþingi út i hvaða forað sem
þeim kemur saman um að halda
fram. án þess þeir beri neina
ábyrgð á sínum framburði eða
verkum þegar til framkvæmda
kemur og útkoman verður
neikvæð.
Hinn almenni skattborgari er
búinn að fá nóg af svona axar-
skaftavinnubrögðum og væri
ráð fyrir Alþ. og ríkisstjórn að
vanda betur val á þeim
mönnum sem eiga að sjá um
stórframkvæmdir eftirleiðis.
Enda er svo komið af áður
nefndum ástæðum að ekki er
hægt að greiða fólki, sem
vinnur við aðalframleiðslu
þjóðarinnar, og öðru láglauna-
fólki þau laun að það geti lifað
af þeim, ömurleg stjórn það.
Alþingismenn vinna aðeins
hálft árið og spurning hvort til
þjóðþrifa sé og þeir skammta
sér kaup sjálfir. Hinum
tímanum geta þeir eytt af eigin
vild á fullu kaupi, þó við
nefnum ekki sjálfa dýrlingana,
Látum þá borga fyrir að vera hér.
NATO-dátana, sem þessir fyrr-
nefndu alþingismenn mega
ekki heyra nefnt að greiði fyrir
aðstöðu slna hér, heldur skal
láglaunamaðurinn skera allt
sitt lífsviðurværi við nögl en
gengið sé að réttmætum
kröfum okkar til NATO.
SIS svarar frétt í Dagblaðinu
DB hefur fengið eftirfarandi
bréf frá Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga.
Vegna greinar er birtist í
Degi á Akureyri hinn 17. maí
sl., og nokkru síðar í Dag-
blaðinu, um flutninga og sölu á
fóðurbæti til Kaupfélags Lang-
nesinga á Þórshöfn, óskar Sam-
band ísl. samvinnufélaga að
koma á framfæri eftirfarandi
athugasemdum.
Umræddur fóðurbætir var
upphaflega skráður til
flutninga með ms.Helgafelii frá
Svendborg. Hins vegar kom í
Ijós að veruleg bið yrði á komu
þess skips til Svendborgar
vegna ófyrirsjáanlegra tafa, er
urðu á losun skipsins í
Póllandi, og var þvi ákveðiö að
leita eftir leigu á skipi til að,
f|ýta heimflutningi fóður-
bætisins.
Samið var við eigendur m s.
Svealilh um leigu á skipinu til
islandsferðar og fór skipið frá
Svendborg hinn 5. inai en hafði
viðkomu í Noregi þar sem
lestaöar voru aðrar vörursem
mikið lá á lil siiinu hafna og
fóðurbælirinn. 1 skipinu voru
fööurvörur til Palroksfjarðar,
Ísafjarðar, Norðfjarðar, Reyð-
arfjarðar og Þórshafnar.
Þegar lestun fóðurbætisins
fór fram var vitað um yfirvof-
andi fóðurþurrð á Isafirði og
var lestun því hagað þannig að
skipið losaði fyrst á
Vestfjörðum. Nokkru siðar
kom svo í ljós að einnig var
yfirvofandi fóðurskortur á
Norðfirði og Reyðarfirði, ef
skipið losaði þar ekki áður en
haldið væri til Vestfjarða. Gegn
verulegu aukagjaldi, sem Sam-
bandið tók á sig, tókst að fá
samningum við eigendur
skipsins breytt þannig, að hluti
farmsins á Norðfjörð og
Reyðarfjörð yrði losaður fyrst
en vegna hleðslu skipsins
reyndist þó ekki unnt að losa þá
allt magn á þessum stöðum. Af
þeim ástæðum var heldur ekki
hægt að losa fóðrið á Þórshöfn,
áður en haldið var til Vest-
fjarða og auk þess var skipið
enn of mikið hlaðið til að kom-
ast inn á Þórshöfn.
Afgreiðsla skipsins tafðist
mikið vegna yfirvinnubannsins
og reyndist losunartími meira
en tviifaldur iniðað við venju-
legt ástand. Einnig vildi það
öhapp til að skipið tók niðri á
Patreksfirði sem tafði það enn.
Vegna þess vanda er
skapaðist á Þórshöfn af völdum
fóðurskorts var gripið til þess
ráðs að senda fóður frá Reykja-
vík. Eins og flestum mun kunn-
ugt hefur verið óvenjumikil
fóðurnotkun nú í vor og var
þess vegna ekki unnt að af-
greiða þá fóðurtegund sem
helzt hefði verið á kosið. Kaup-
félag Langnesinga á Þórshöfn
hefur nær eingöngu haft
danskt fóður á boðstólum að
undanförnu og var þvi ekki tal-
ið ráðlegt að afgreiða þangað
íslenzka fóðurblöndu sem
hefur aðra samsetningu.
Skortur var orðinn á danska
fóðrinu en á hinn bóginn voru
nægar birgðir af íslenzku
blöndunni. Samkomulag náðist
milli Sambandsins og Kaup-
félags Langnesinga um verð á
þessari dönsku blöndu og var
það i samræmi við gæði
fóðursins.
Auk ofangreinds var reynt að
fá fóður frá Húsavík en þar
voru menn ekki aflögufærir.
Hjá Kaupfélagi Eyfiröinga
re.vndist unnt að fá fóður og
híjóp varðskip undir bagga með
að fl.vtja þaö til Þórshafnar.
Loks var flutt fóður á kostnað
Sambandsins landleiðina frá
Kópaskeri. Þannig verður að
telja að gerðar hafi verið allar
hugsanlegar ráðstafanir til að
brúa bilið fram að þeiip tima er
skipið með fóðurblönduna
komst loksins til Þórshafnar.
SIS átalið fyrir
svikin loforð og
svikna vöru
— af böfldisem
telur Þingeyinga
ekki svo tama Reyk javikurvaldinu ai þeir taki sliku þegjandi
Fynr nokkru birtist I Degt
vikublaði framsöknarmanna i
Akureyn bréf fr* Óla Halldörs-
syni bönda * Gunnarsstööum I
Þistilfiröi þar sem hann deildi
* það að skip Sambands
Islenzkra samvmnufélaga. sem
koma itti um miðjan aprll með
föður var þa enn ökomið 1
bréfinu segir Oli meðal annars.
,.Nú I vetur hafa forraðamenn
SlS komið þannig fram við
okkur I þessu héraði að það er
ekki haegt að ætlast til þess að
þingeyskir haendur séu orðnir
svo tamir undir Reykjavlkur-
valdið að þeir taki sllku
þegjandi
Föðurblönduskipi var lofað
hingað beint fra Otlöndum um
miðjan aprtl með 140 tonn. Það
var svikið og skipinu lofað um
manaðamöt aprll-mal Það var
svikið. Þa var skipinu lofað 7.
mal Það var einnig svikið
Vegna þessa heíur orðið að
flytja föðurblöndu I slöttum
með strandferðaskipum fr*
Reykjavlk og fra StS 1 fyrstu
sendingunni sem kom stöð a
pokunum Kögglað kúaföður
En I pokunum reyndist vera
rúst blönduð ömöluðum
mals. Sem sagt. svikin vara.
Nú varð slðast að flytja fra
Akureyn 20 tonn af föður-
blöndu með varðskipi Lofaða
skipið er enn ökomið."
DB hafðt I gær samband við
óla og spurði um föðurskipið.
Hann sagði að það vch loksins
komið. kom hinn fyrsta júnl.
Það voru þvl naerri þv| 6 vikur
sem liðu fra þvl að skipinu var
fyrst lofað og þar til það kom.
Oli sagði einnig að engin
störvandraeði hefðu af þessu
hlotizl vegna slattanna sem
komu I millitlðinni Hitt vaen
annað mil að frammistaða StS
vaeri mjög slaem Stefna sam -
vinnuhreyfingarinnar vaen göð
og gild og henni kvaðst óli
fylgja en framkvaemdir vaeru
oft minni en efni staeðu til
Hann sagðist telja það stafa af
þvl að forraðamenn StS heíðu
ekki heildaryfirsýn yfir svo
stört fyhrtaeki og undirmenn
fengju að gera alls konar mis-
tök öatalið.
DS.
V