Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3Ö. JÚNl 1977. 18. skoðanakönnun Dagblaðsins: Finnst yður of vel eða illa gert við námsmenn? Refsing fyrir vinnu? Fimmta hverjum Islendingí finnst námsfólkið hafa of mikla styrki og lán frá hinu opinbera. „Þessir styrkir gera krakkana bara kæru- lausa. Þeir hugsa ekki um þjóðarhaginn leng- ur, þegar þeir koma loksins úr þægilegu náminu.“ (Karl á Akureyri). „Það er aldrei nógu vel gert við náms- menn.“ (Kona á Akranesi). „Það þyrfti að fækka námsmönnum og gera betur við þá, sem raunverulega stunda námið.“ (Karl á Akureyri). „Námsfólk ætti að sjá um sig sjálft.“ (Kona á Reyðarfirði). „Það á að styrkja þá, sem sýna árangur í námi. Hinir eiga ekki að fá krónu.“ (Karl á Reykjavíkursvæðinul „Ég tel að iðnnemar séu afskiptir með námslán og styrki. Hinir ættu að sanna að þeir þurfi í rauninni á lánum að halda.“ (Kona á Reykjavíkursvæðinu). „Það er óréttlátt, hvernig gert er við náms- fólk. Því er til dæmis refsað, ef það vinnur.“ (Kona í sveit). „Sjaldan launar kálfur ofeldið, en ég er ekki á móti, að vel sé gert við námsfólk.“ (Karl í sveit). „Námslánin eru misnotuð stórlega.“ (Kona á Akureyri). „Námsmenn úr dreifbýli eru ekki styrktir nóg.“ (Karl í Vestmannaeyjum). Undarieg náttúruvemd „Það á að launa námsmenn eins og verka- menn, í hlutfalli við árangur og afköst.“ (Karl á Reykjavíkursvæðinu). Þetta eru nokkur dæmi um svör fólks við spurningunni um, hvernig hið opinbera geri við námsfólk. Oft berst talið að námsmönnum, þegar fólk kem- ur saman og rabbar, og þá er gjarnan einhver, sem segir, að alltof mikið sé fyrir þá gert. DB þótti rétt að kanna, hvað al- menningi finnist í rauninni um þetta. Konur velviljaðri námsmönnum Flestir töldu, að aðstoðin við námsfólk væri mátuleg eins og hún nú er, en gjarnan skutu, menn því inn í svarið, að ýmsu mætti þó breyta. Einkum var algengt, að fólk segði, að skuss- arnir kæmu of vel út úr dæm- inu. Konur reyndust mun velvilj- aðri námsfólki en karlar, ef miðað er við afstöðu til þessar- ar spurningar. Af 150 körlum, sem voru spurðir, töldu 32 að of vel væri nú gert við námsmenn. Af 150 konum töldu hins vegar aðeins 18, að of vel væri gert við námsfólk. Það voru einkum karlar á Reykjavíkursvæðinu, sem töldu of mikið fyrir námsfólkið gert. Samt voru þeir jafnvel í þeim hópi fleiri, sem töldu of illa gert við námsmenn. Þegar þeir óákveðnu eru ekki taldir með, kemur út, að um fimmti hver íslendingur telur námsmenn fá of mikið frá hinu opinbera. Eins og í öðrum skoðana- könnunum Dagblaðsins voru 300 spurðir, helmingurinn kon- ur og helmingurinn á höfuð-: borgarsvæðinu. Hringt var á! númer á ákveðnum stöðum í hverri opnu í símaskránni. Slík könnun á að gefa réttar niður- stöður, svo að ekki skakki nema örfáum prósentum. -HH Jafnhliða því sem okkur hef- ur tekizt að koma þessu svokall- aða föðurlandi okkar fyrir sem skotmarki er galað um gróður- og náttúruvernd, sem eru að sjálfsögðu mjög göfug málefni, en gætum nú þess hvernig að þessu er unnið. Það er talað um ofbeit af völdum sauðskepn- unnar og kann það að fela í sér eitthvert sannleikskorn, en hvað er svo gert við þessu? Jú, það er sprautað einhverju fræi úr flugvélum yfir holt og hæðir og skal slíkt ekki lastað en jafnhliða því hleypa bændur því óðar til, svo að hægt sé að gefa ríkum þjóðum kjöt, eða því sem næst. Væri nú ekki sniðugra að gefa hungruðum heimi þetta kjöt því að eins og verzlun þessari er háttað mun- ar okkur það sára litlu, aðeins smápi dll í skottið á Skjónu. En hér er fleira en sauðkind- in á ferðinni. Á landinu munu gaddhestar skipta þúsuudum. Gömlum sveitamanni ein' og mér er ekki ókunnugt um þau landspjöll sem þeir valda. Því er ekki saman likjandi að dýr bíti gras á auðri jörð og hinu að hún sé rótflegin að vetrarlagi. Með vorinu tekur svo uppblást- urinn við flaginu. Hreindýrin að verða landplága Mér þykir vænt um gæsir og hreindýr en verri skaðvalda veit ég ekki í gróðri. Gæsir kroppa svo næmt að stórir blettir sýnast eins og sviðnir og í votlendi rífur hún kólfinn upp. Fjölgun hennar er eins og sandur á sjávarströnd og bráð- nauðsynlegt að fækka henni. Hreindýrin, þessi tígulegu og göfugu dýr, eru að verða landplága. Þar sem þau ganga í hópum eru stór flög sem upp- blásturinn tekur við. Þau eru nú að mestu búin að yfirgefa öræfin, sem trúlega liggur í þvi að þar er ekki fengs von lengur. Á Austurlandi, þar sem ég þekki bezt til, hópast þau nær byggðinni strax á haustin og ganga þar innan um búsmala. Þau eru fljót að kynnast mönn- um og hræðast þá lítt, enda allir hættir að ofsækja þau. Ég hef frétt til þeirra í húsagörð- um á Hornafirði og Egilsstöð- um í nær hverri vík á Austur- landi og í eyðifjörðum, þar sem þau ganga í hópum. Talningu á þeim sem gefin er upp met ég að litlu og fækkun, sem fara á fram er ekki framkvæmd. Hún er orðin svo dýr að sum sveitar- félög geta ekki tekið á sig þann kostnað sem henni fylgir. ‘ Hér þarf á að ósi að stemma og helzt hefði ég viljað fella hreindýrin alveg. Komi hörð ár, hljóta þau að falla í hrönnum og þá fellur nú ljóminn af. Er þjóðin ekki búin að fá nóg af hordauða manna og fénaðar á liðnum öldum eða eigum við að fara að hafa hann sem hvert annað sport? Hreindýrin eru alltaf að leggja undir sig ný og ný land- svæði og hvað sem líður fegurð þessara dýra, sem fáir njóta, þá verðum við að verja gróður landsins til þess að geta sjálfir lifað mannsæmandi lifi. Má ekki eyða rándýrum og illfylgi? Þá eru það refurinn, minkur inn, veiðibjallan og fleiri máfa- tegundir, hrafninn og bjarg- fuglinn. A þessum timum tækni og framfara aukast þessir stofn- ar og margfaldast. Nú hafa all- ar þessar tegundir nóg æti til uppeldis frá fiskiskipum og verksmiðjum. Aður féll mikið af ungviðinu en nú kemst allt til þroska, svo að til vændræða horfir. Á ferð um landið hef ég séð hrafnahreiður svo að segja í túnjöðrum. Mörgum er sárt um krumma en hann er skaðvaldur ásamt öðrum rándýrum i fugli sem fegrar og prýðir umhverfið og hrafni mætti fækka að mun. Þá er það refurinn sem mjög hefur bætt afkomu sína og hef- ur nú hreppa og hálfar sýslur til umráða. Minkurinn er þó enn verri því að hann gengur næst manninum um dráp. Hann er eitt af því sem átti að hressa upp á lifsbaráttu okkar. Segja má að hann sé á góðri leið með að eyða silungi úr ám og vötn- um, einnig bæði smáfugli og mófugli. Hann er einnig stærsti hluthafi í æyðingu varps og unga. Eg veit dæmi þess að hann hefur haldið til í fjárhús- um, enda sumt af honum nokk- urs konar húsdýr. Hér er átt við mink sem sloppið hefur úr búr- um. Það mun ekki seinna vænna að vara fólk við að skilja ungbörn eftir úti við þar sem minkur kynni að vera. Meira að segja fullorðið fólk mundi ekki vinna sigur á mink sem kæmist á háls þess. Hver veit nema öllum mink verði sleppt lausum ef rekstur- inn gengur illa? Það ku sem sé hafa komið á daginn að minkar sem sloppið hafa úr búrum og lagzt úr fá eitthvert extra hár- bragð, sem er mjög verðmætt. Peningavitið mundi vísa mönn- um leiðina til að hagnýta sér þetta. Hverjum hrýs ekki hugur við að sjá veiðibjölluna hakka í sig lifandi æðarunga og minkinn bana móðurinni? Æðarfuglinn, þessi elskulegi og arðsami fugl, mun á skömm- um tíma falla fyrir róða, ef ekk- ert er aðhafzt. Mörgum er spurn, hvernig standi á því að ekkert sé gert í þessu efni. Því er fljótsvarað. Fjöldi ráðandi manna er á móti því að skerða stofna eyðingarvaldanna eða eyða þeim. Með allri nútíma tækni hlýt- ur að vera hægt að koma mein- semd í þessa stofna og eyða þeim. Þá er hrópáð að stærri illfygli væru þá í hættu. Niðurstöður þessar: skoðanakönnunarinnar urou Of vel gert við námsmenn Of illa gert Mátulega Óákveðnir 50 eða 16%% 84 eða 28% 101 eða 33%% 65 eða 21%% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Of vel Of illa Mátulega . 21,3% 35,8% 42,9%

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.