Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 3
DAOBLAÐIÐ. KIMMTUDACUR 30. JUNÍ 1977. Lof í stað lasts Steinsrimur Ingvarsson um- dæmisverkfræðingur VR á Selfossi skrifar: Vegna greinarkorns eftir Margréti K. Sigurðardóttur ieiðsögukonu sein birtist í DB 7. júní sl.. þar sem hún f erir Olafi Ketilssvni sérleyfishafasérstak- ar þakkir f.vrir eitt hilhlass af inöl sem hann setti i þjóðveginn við Brúarhlöð 23. inaí, langar inig að biðja DB að hirta eftir- farandi: Þann 12. inaí gengu i gildi þungatakinarkanir á umrædd- um vegi, þar sem frost var að fara úr jörðu og aurbleyta í veguin. Var öxulþungi tak- markaður við 7 tonn. Því miður virða ýmsir vegfarendur ekki þessar takmarkanir. Afleiðing- ar þessara brota létu heldur ekki á sér standa og lýsir Mar- grét þeim í greinarkorni sinu. Meðal spellvirkjanna i þessu tilfelli var bill frá Ólafi Ketilssyni. Snert af samvizku- biti hlýtur Ólafur að hafa fengið, því skömmu síðar lét hann eitt bílhlass af inöl í foraðið. Síðan var gert við þetta eins fljótt og fært þótti af Vega- gerðinni og þurfti fjölda bíl- hlassa af möl til að lagfæra skemmdirnar. Þeim óþægind- um sem þessi brot á þungatak- mörkunum hafa valdið vegfar- endum er ágætlega lýst í grein Margrétar. En orsök þess að ég geri athugasemd við grein þessa er sá hugsunarháttur sem þar kemur fram, þ.e. að lofa skuli spellvirkjann í stað þess að lasta. Hugsum okkur að hópur pörupilta kæmi að sumarbústað og bryti í honum allar rúður og færi siðan frá. Siðan sneri einn piltanna aftur og setti eina nýja rúðu í. Aurbleyta í vegum getur verið erfið viðfangs. Myndi þá Margrét senda DB greinarstúf til að lofa piltinn? Enn sem komið er eru það aðeins konur sem fá fæðingarorlof á islandi. í Sviþjóð ráða foreldrarnir aftur á móti hvort þeirra tekur fríið eða hvort þau skipta því á milli sín. Kannski kemur það einhvern tímann hcr. Laun maka eiga ekki að hafa áhrif á fæðingaroriof Guðbjörg Sveinsdóttir hringdi til að vekja athygli lesenda á því að ný lög um fæðingarorlof hafa tekið gildi. í þeim felst að tekjur maka hafa engin áhrif á upphæð orlofs- fjárins. Hún sagðist vilja benda á þetta þar sem hún hefur sjálf lent í því nýlega að vera neitað um bætur sem hún átti að fá á þeirri forsendu að maður henn- ar hefði það mikil laun. Það var hjá verkalýðsfélaginu Iðju og báru frammámenn þar því við eftir á að þeir hefðu ekki vitað um nýju lögin. Guðbjörgu fannst þvi full þörf á að benda þeim og ýmsum öðrum á þetta. Harmóníkuspil íútvarpið og ekkert múður Björn Sigtryggsson hringdi: Ekki var Björn þar ánægður með útvarpsdagsskrána. Hvað á Það að þýða að hafa þessi árans bítlaiög á sunnudagsmorgnum? Dagskráin samanstendur af poppi og sinfóníum. Það kemur varla fyrir að maður heyri í harmóniku. Það er að vísu eitt- hvað af harmóníkumúsík á þriðjudagskvöldum en þá eru flestir ærlegir menn gengnir til náða. Björn vildi beina því til Svav- ars Gests að gleyma ekki nikk- unni. því margir væru hrifnir af því hljóðfæri og það væri hollt gömlum hjörtum að yngj- ast uin stund og hverfa aftur í tímann ineð nikkunni. Björn sagðist borga sín út- varpsgjöld strax og hann ætti því heimtingu á þvi að þeir hinir frómu menn sem þeirri ágætu stofnun stjórna sinntu honum ekki síður en popp- og sinfóníuunnendum. Raddir lesenda Umsjdn: Ddra Stefánsdóttir efni bréfsins —en skrifaði það ekki Hrafnkatla Einarsdóttir hri'ngdi og bað DB að taka fram að það hefði ekki verið hún sem skrifaði lesendabréf um sjón- varpsþátt frá 10. júni þar sem borin var fram spurning um hvers vegna Andrea Þórðar- dóttir hefði einungis verið hiifð upp á punt. Bréf þetta var birt mánudaginn 27. júní með und- irskriftinni „Hrafnkatla", sem var reyndar dulnefni hiifundar liréfsins. Hrafnkatla Einars- dóttir sagðist aftur á móti vera sammála tiréfrítara. Hrafnkatla sá ást:eðu til að taka þetta fram þar sem hún hélt að hún væri eina konan í landinu með þessu nafni. ,3 Spurning dagsins Hvað finnst þér um bíla- íþróttir? Jón Simon Kristjánsson vélamaður i Sigöldu: Þær geta verið ágætar fyrir ungt fólk en ekki fyrir menn á mínum aldri. Ég er kominn yfir biladellima sem ég hafði. Gunnar Dal'I fríi: Ég hef aldrei ekið bíl á ævinni svo ég veit ékkert um þessi mál. Hins vegar finnst mér sjálfsagt að menn geri það sem þeir hafa gaman af. Menn hafa alltaf haft gaman af þvi sem er einskis virði. Geir Björnsson rafvirkjameistari: Mér finnst allt í lagi með þær. Þær eru hreint ekki verri en annað sport. Élsa Arnadóttir kennari: Eg veit iú ósköp lítið um þær. Mér finnst ió sniðugt það sem ég hef lesið og éð í sjónvarpi. Eg mundi gjarnan vilja horfa á svona íþróttir þó ég tæki kannski ekki þátt i þeim. Ingileif Thorlacius sendill: Þau- eru leiðinlegar. Mér finnst þetta vitle.vsa og hef því litið kynnt mér þær. Asdis Matthíasdóttir. vinnur á Kópavogshælinu: Eg veit ekki. Eg fylgist litið með svoleiðis og hef ekkert uin þær að segja.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.