Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 15
14 Í DACBLAÐIÐ. FIMMTUDACUR 30. JÚNf 1977. Iþróttir Iþróttir iþróttir iþróttir Iþróttir Leikið f ram ánóttá Fáskrúðsf irði í gærkvöld mættust Leiknir trá Fáskrúðsfirði og Einherji frá Vopnafirði í bikarkeppni KSÍ. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 1-1. Vopnfirðingar skoruðu fIjótlega 2 mörk í framlengingu — Leiknir svaraði 2-3 — en tvö síðustu inörkin aerðu Einherjar sem nt^ mæta Þrötti fra Nes- kaupstaö. Mörk Leiknis skoruðu Stefán Garðarsson 2o en fyrir Einhverja skoruðu Kristján Davíðsson 3, B^ld-ur Kjartansson 1 og Aðalbjörn Björnsson 1. Lejknum- í gærkvöld laiik ekki fyrr en klukkan var kortér gengin í eitt — sann- kaliaður miðnæturleikur. t leikhléf í landsleik islendinga og Norð- manna í kvöld verður dregið um hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum en þá koma inn lið 1. deildar í kepþninnar. Núverandi bikarmeistarar eru Íslands- meistarar. Vals en þeir sigruðu Skagamenn í úrslitum síðastliðið haust. Bikarkeppnin hef- ur undanfarfð farið fram víða um land og á þriðjudagskvöldiö mættust tsfirðingar og Selfyssingar á ísafirði. Jafnt var að venjuleg- um leiktíma loknum — 1-1. Örnólfur Odds- son kftm Ísfirðingum vfir — en Guðjón Arngrímsson svaraði fyrir Selfyssinga. Rétt eins og í leik liðanna í 2. dcild helgina áður voru ísfirðingar mun atkvæðameiri og áttu að sigra. En Selfyssingar sigruðu síðan í vitaspyrnukeppni, 5-4. Þá þurfti einnig vítaspyrnukeppni í viður- eign Reynis frá Arskógsströnd og Völsungs. Reynir sigraði 4-'3. Þróttur Reykjavík mætti Víði úr Garðinum — og Reykjavikurliðið sigraði örugglega 4-0. Sama tala kom upp í leik Armanns og Fylkis — 4-0. Fyrir norðan mætti KA liði Tindastóls frá Sauðárkróki. KA sigraði örugglega 3-1. Fjögur mörk á sex míniítum! Danskir atvinnumenn eru margir — flestir i V-Þýzkalandi en einnig eru leik- menn frá Danmörku i Belgiu, Hollandi og á1 Spáni. Um helgina léku atvinnumennirnir við Köge — í tilefni 50 ára afmælis danska liðsins. Atvinnuinennirnir unnu 5-1 — en þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leikn- um var staðan 1-1. Þá fór Alan Simonsen hins vegar í gang, sem alltaf verður þeim íslenzku knattspyrnuunnendum minnisstæður er sáu landslelk fslands og Danmerkur 1972 — en þá skoraði þessi frábæri leikmaður Borussia Mönchengladbach tvö mörk á Laugardals- vellinum í 5-2, sjgri Dana. Simonsen skoraði þrennu — þar af eitt víti, eitt mark með skemmtilegri hælspyrnu og eitt með þrumu- skoti. Fleming Lund og Preben Elkjær Lar- sen, er skoraði bæði mörk í sigri Dana í Helsinki í síðustu viku, bættu við tveimur mörkum fyrir atvinnumennina. Kunnir kappar skipta um félög Ýmsir kunnir kappar hafa skipt um felag á Englandi — eða eru líklegir til að skipta um félag á næstunni. Coventry City, sem svo naumlega slapp við fall í 2. deild, keypti útherjann Ray Graydon frá Aston Villa fyrir 40 þúsund pund. Hinn nýi framkvæmda- stjóri Leicestcr — Frank McLintock hafði mikinn hug á að kaupa Graydon en ekki gekk saman með þeim köppum. Graydon vildi fá ineiri laun en Leicester var tilhúið að greiða. Þá seldi Aston Villa annan leikmann — fyrirliða sinn og n-írska landsliðsmanninn Chris Nicholl — til Southampton f.vrir 80 þúsund pund. Aston Villa re.vndi að kaupa miðvörð Everton — McNaught — en ekki hefur þeim tekist það enn að minnsta kosti. Þó er greiniiegt aö Ron Saunders, fram- kvæmdastjóri Everton, hyggur á að kaupa leikmann í stað Nicholl. Mjög liklegt er að Southampton selji kunnasta leikmann sinn — Mike Channon. Nokkur félög hafa sýnt Channon inikinn áhuga — þeirra á meðal Anderlecht og Man- chester City. Channon fór nýlega til Man- chester til viðræðna við Tony Book, fram- kvæmdastjóra City, en Channon hefur enn ekki skrifað undir samning við City — hvað sem veröur. Þá hefur City einnig sýnt mik- inn áhuga að fá Charlie George i sínar raðir. Stoke, sem féll i 2. deild, keypti á dögun- um Paul Richardsson frá Chester fyrir 40 þúsund pund en Richardsson var áöur leik- maður með Nottingham Forest. Annað 2. deildarliö — Orient — sem svo naumlega slapp við fall í 3. deild keypti leikmann frá Dóncaster, Kitchen, en hann hefur skorað mikið fyrir Yorkshireliöiö — kaupverðið var um 10 þúsund pund. íslenzkur sigur senni- leg úrslit í Reykjavík —norsku blöðin eru svartsýn fyrir leikinn í Reykjavík—telja íslenzkan sigur sennilegust úrslit í kvöld ísland hefur aila möguleika á sigri gegn Noregi í Reykjavík, skrifar norska Dagblaðið um landsieik íslendinga og Norðmanna í kvold á Laugardals- vellinuin. Norska landsliðið hefur ekki átt velgengni að fagna í leikjum sínuih í sumar, heldur DB áfram. Liðið' er án sigurs eftir 9 tíma knattspyrnu — hefur skorað 5 mörk en fengið á sig 13. Urslit í leikjum norska landsliðsins í leikjunum í vor og sumar hafa verið; gegn IFK Götaborg í Svíþjóð 1-1, gegn landsliði ítala, u-21, 0-2, gegn FC Haag frá Hollandi 3-3, gegn Sviþjóð 0-1 gegn Danmörk 0-2. Landslið Sloregs hefur þvi misst þann neista sem þarf til að sigra. Likur eru á því að lið Ton.v Knapp sigri Noreg i Reykjavik. Sér i lagi ef litið er til sigurs íslands gegn N-Írlandi, 1-0, sagói norska DB að lokum. Já, ísland hefur alla möguleika á að sigra Norðmenn í kvöld á Laugardalsvellinum — og í bltðunni i kvöld er víst að ísland verður ákaft hvatt af þúsundum áhorfenda. Liðið verður undir íþróttir Tony Knapp — leiðir hann ís lenzka liðið til sigurs í kvöld? ■stjórn Jóhannesar Eðvaldssonar og í raun þarf ekki mikla ímyndun til að sjá fyrir liðið í kvöld. Aðeins spurning um hver komi í stað Ásgeirs Sigurvins- sonar, sem nú er í Belgíu. Þar er skarð f.vrir skildi þar sem Ásgeir er ekki — en hann skoraði ein- mitt sigurmark tslands í Osló í f.vrra. Ljóst er að Sigurður Dagsson ver mark íslands og landsliðsbak- verðir verða þeir Ólafur Sigur- vinsson og Janus Guðlaugsson FH. Olafur hefur að vísu ekki getað dvalið með liðinu á Laugar- vatni vegna vinnu sinnar, en ef litið er til leiksins gegn N-írum er Olafur sjálfsagður — leikmaður er alltaf hefur staðið fyrir sínu. Miðverðir verða sjálfsagt Mar- teinn Geirsson og Jóhannes Eðvaldsson. Þó er hugsanlegt að Tony Knapp landsliðsþjálfari færi Jóhannes framar — og láti Gísla Torfason leika miðvörð. Einnig er hugsanlegur möguleiki að Jón Gunnlaugsson komi inn — og Knapp láti þá Jóhannes og Gísla leika sem tengiliði. En lík- legast er að Jóhannes leiki við hlið Marteins. Guðgeir Leifsson, Gísli Torfa- son og Atli Eðvaldsson, eða Árni Sveinsson verða ltklegir tengiliðir og í framlínunni verða þeir Ingi Björn Albertsson, Teitur Þórðar- son og Matthias Hallgrímsson. Vissulega áhugavert lið — og synd að Ásgeir skuli ekki geta leikið með en hann hefði vissu- lega skapað mikla festu á miðju vallarins. Landsleikur tslands og Noregs í kvöld verður hinn 19. í röðinni. ísland hefur aðeins borið hærri hlut fjórum sinnum - Noregur 13 sinnum og einu sinni hefur orðið jafntefli. Það var einmitt í Reykjavík 1975 — 1-1. Æft og skotið í mark í Leirdal — Það eru æfingar hjá okkur þrisvar í viku á æfingasvæði félagsins i Leirdal í Grafar- holtinu, sagði Steinar Einarsson, formaður haglabyssunefndar Skotfélags Reyjavíkur, þegar við inntum hann eftir starfsemi félagsins. Reglulegar æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum kl. sjö — ög sérstakar æfingar fyrir byrjendur á laugardögum frá 11- 1. Þar geta allir mætt sem vilja. Kostar ekkert — en þátttakendur eiga kost á að kaupa bækling með ýmsum leiðbeiningum, sagði Steinar ennfremur. Við höfum mót mánaðarlega. Fyrsta keppnin í sumar var 3. júní og þar sigraði Jóhann Halldórsson. Keppendur um 15. Næsta keppnt telagsins verður 4. júlí og hin 3ja 1. ágúst. Keppt um farandstyttu. 25 skota skífu- keppni, sem er góð æfing fyrir rjúpna- og gæsaskyttur. Skotfélag Reykjavíkur hefur starfað mörg undanfarin ár með góðum árangri — þótt skipzt hafi á skin og skúrir í starfsemi félagsins. Núverandi formaður er Vilhjálmur ívar Sigurjónsson og allir eru velkomnir að mæta á æfingar félagsins, þar sem leiðbeint er um meðferð skot- vopna og skotið í mark. Dagana 27.-28. ágúst verður aðalkeppni félagsins, 100 skota keppni, og þá má búast við, að margt verði um manninn i Leirdal, sagði Steinar að lokum. Tony Knapp ásamt landsliðsmönnunum Gísla Torfasyni, Atla Eðvaldssyni, Inga Birni Albertssyni og Guðgeiri Leifss.vni áður en haldio var til Laugarvatns. DB-mynd Bjarnieitur. I DAGBLADID. FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1977. 15 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir 1 WÆ fsi' Þrjár góðar — þrjár norrænar. íslenzk-ættaða stúlkan Lóa Ólafsson í forustu i 1500 metra hlaupinu en fast á hæla hennar fylgja þær Gréta Waitz frá Noregi og Lilja Guðmundsdóttir. Meistarinn frá í fyrra féll Frá 110 metra grindahlaupinu í Kaupmannahöfn — Daninn Jesper Törring og Portúgalinn Jose Carvahlo berjast um fyrsta sætið en Jón Sævar Þórðarson er á myndinni i þriðja sæti. Carvahlo sigraði í hlaupinu. Vilmundur sjöundi — Lilja hafnaði fjörða —á Helsinki leiknum ígærkvöld — Hreinn Halldórsson keppir íkvöld íkúluvarpinu Þau Lilja Guðmundsdóttir og Vilmundur Vilhjálmsson voru í sviðsljósinu í gærkvöld á heims- leikunum í Heisinki. Lilja keppti í 1500 inetra hlaupinu — Vil- mundur í 100 metra hlaupi. Lilja hafnaði í fjórða sæti í 1500 metra hlaupinu, Vilmundur i sjöunda sæti i 100 metra hlaupinu eftir að hafa tryggt sér sæti í úrslita- hlaupinu. í úrslitahlaupinu hlaut Vil- mundur tímann 10.4 en tíminn varð handtekinn. Sigurvegari í 100 metra hlaupi varð Kúbu- maðurinn Silvio Leonard á 10.0. Annar var Guy Abrahams frá Panama á 10.1, Charlie Wells frá Bandaríkjunum fékk tímann 10.1. Fjórði var síðan olympíumeistar- inn Hasely Crawford einnig á 10.1. Osvaldo Lara frá Kúbu fékk tímann 10.2 og John Mwebi frá Kenya fékk tímann 10.4. Lilja Guðmundsdóttir hlaut tímann 4:26.5 en sigurvegari varð finnska stúlkan Sinikka Tyvnelae á 4:13.5. Aila Virkberg einnig frá Finnlandi hafnaði í öðru sæti á 4:15.9 — Penny Werthner frá Kanada varð þriðja á 4:16.1. Siðan kom Lilja í fjórða sæti og Charlotte Bradley frá Mexikó varð fimmta á 4:31.3. Hreinn Halldórsson keppti ekki í gærkvöld — kúluvarpið fer fram í kvöld. Það voru mikil vonbrigði í gærkvöld er Alberto Juantorena dró sig í hlé í 800 metra hlaupinu. Olympíumeistarinn ætlar þess i stað að einbeita sér að 400 metra hlaupinu. Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir einvígi þeirra Juantorena og Mike Boit frá Kenya. Þess í stað hljóp Boit frá Kenya í 800 metra hlaupinu — án mikillar keppni. Hann sigraði örugglega — á 1:44.6. Annar varð Seymour Newman frá Jamaica á 1:45.2. Nýsjáiendingurinn Dick Quax náði beztum heimstíma í ár í 5000 metra hlaupinu. Hann hljóp á 13:19.4 — Bretinn Ian Stewart varð annar á 13/23.3. Beztan tíma átti Tanzaníumaðurinn Sulemain Niainbui en hann var 13:19.59. Bandaríski hástökkvarinn Dwight Stone varð að gera sér annað sætið að góðu í hástökkinu. Sigurvegari varð Gennady Belkov frá Sovét en hann stökk 2:21. Stone stökk 2:18. Olympíumeist- arinn i kringlukastinu — Mac Wilkins varð að gera sér að góðu fjórða sætið í kringlukastinu. Hann kastaði 62,90 en sigurvegari varð Finninn Markku Toukko. Hann kastaði 64:74. Annar varð John Powell frá USA en hann kastaði 64.24. Tom Andrews frá Bandaríkjun- um sigraði í 400 metra grinda- hlaupinu á 49:6. Landi hans Henry March sigraði í 300 metra hindrunarhlaupinu á 8:27.9. — Chris Evett meistari frá ífyrra féll fyrir brezku stúlkunni Virginia Wade Airdrie — unglingaliðið frá Skotlandi. með verðlaunabikara sína. DB-m.vnd Sveinn Þormóðsson. Það hafa sannarlega orðið óvænt úrslit á Wimbledon keppn- inni, sem nú fer fram í Lundún- um — hinni óopinberu heims- meistarakeppni í tennis. Eins og við skýrðum frá hefur 18 ára gamall Bandaríkjamaður — McEnroe tryggt sér sæti í und- anúrslitum Wimbledon keppn- innar. McEnroe er áhugamaður — og má því ekki taka við pen- ingaverðlaunum þeim er þvi fylg- ir að komast í undanúrslit. McEnroe mætir frægasta tennis- lcikara heims í undanúrslitum — landa sínum, Jimmy Connors. Meistarinn frá í fyrra — Svíinn SR-keppnin á Akranesi SR-keppnin í golfi fer fram á Akranesi um næstu helgi. A iaug- ardag leika 2. og 3. flokkur 18 holur með og án forgjafar. A sunnudag leika 1. flokkur og meistaraflokkur. Fvrri 18 holurn- ar með forgjiif en seinni 18 án forgjafar. Seinni 18 holurnar leika meistaraflokksmenn og þeir I. flokksmenn sem hezla skori ná og vilja halda áfram. Þeir sem leika 36 holur leika um stigin sem gefin eru lil iandsliðs í þessu inóli. rl. Björn Borg er einnig í undanúr- slitum eftir góðan sigur gegn Rúmenanum skapheita, Ilie Nastase. Sigur Borg var hreint ótrúlega auðveldur — og i undan- úrslitum mætir hann Victor Guiralaites. Það stefnir þvi í draumaúrslit — einvígi tveggja fremstu tennis- leikara heims — Bandaríkja- mannsins Jimmy Connors og Sví- ans Björn Borg. Fremsta tenniskona heims — Chris Evett frá Bandaríkjunum — meistarinn frá í fyrra, tapaði mjög óvænt fyrir brezku stúlk- unni Virginíu Wade í undanúr-* slitum. Wade sigraði 6-2, 4-6, 6-1 og var í banastuði. Wade hefur lengi verið meðal fremstu tennis- kvenna heims — en aldrei unnið Wimbledon keppnina, draum hvers tennisleikara. Þ;er Evett og Wade höfðu áður mætzt 28 sinnum — og aðeins fimm sinnum hafði Wade borið hærri hlut. Því komu úrslit í ga'r injiig á óvart — og hinir 16 þús- und áhorfendur á Wimbledon h.vlltu hetju sína innilega. Virginía Wade mætir því hol- lenzku stúlkunni Bett.v Stovett í úrslituin. Stovett sigraði aðra brezka stúlku í undanúrslitum — Sue Barker. Því r;ettist ekki drauinur Breta — einmitt tvter brezkar stúlkur í úrslitum. Dagana 29.-júni-8. júli er væntanlegt á veguin Knattspyrnu- deildar Vals. skozkt unglingalið Airdrie F.C. 17-18 ára. Hefur velgengni þessa liðs vakið athygli og hefur það ineðal annars unnið síðastliðin tvö ár Inedi skozka bikarinn og deildabikarinn auk fjölda annarra titla. Mun liðið leika hér fjöra leiki. F.vrsti leikurinn er gegn gest- gjöfunum Val. föstudaginn 1. júli kl. 7.30 á Laugardalsvelli. Annar leikurinn verður kl. 3. laugar- dagitin 2. júli. . gegn unglinga- landsliðinu á Kaplakrikavelli. Þriðji leikurinn er gegn Breiða- blik. sem liefur á að skipa einu sterkasta 2. fl. liði hér. Sá leikur er á mánudag og liefst kl. S á grasinti i Kópavogi. Siðan er ráðgerl að fara með liðið til Vesi- maniiaevja og leika þar við heiniaitionn á þriðjudag. Þjálfarar piltanna eru Billy Wilson. leikmaður með Airdrieog Jim Wilson. sem lék með og var fyrirliði skozka áhugamanna- liðsins í 4 ár. Siðan lék liaiin með Albiiin Rovers og Qtieens Park. 3 piltanna iiafa leikið með skozka tinglingalands'liðinu eru það James Bett nr. 8. Jolin Weir nr. 10 og John Kerr nr. 9. Aðgangur að leikjunum er ókeypis.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.