Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 13
DAC.BLAÐIÐ. KIMMTUDAGUR 30. JUNÍ 1977. 13 Rólegur spæjari sem hún er séð og er hún þó allnokkuð að sjá. Skemmtileg tilbreyting að sjá hana í öðru en hlutverki góðu stúlkunnar. Einn aukaleikara tel ég ástæðu til að minnast á. Hann heitir Liam Dunn, nafn sem ég kannast ekki við. Hann er alveg sprenghlægilegur í því litla hlutverki sem hann leikur. Myndin í heild er vel virði fimmhundruðkalls og tveggja tíma kyrrsetu inni i góðu veðri. n.s. — sama hvað á gengur Nýja bio: Spæjarinn, framleiðendur Irwin Winkler og Robert Chartoff, leikstjóri Peter Hyams, tónlist Keith Laumer, aðalleikarar Michael Caine og Natalie Wood. „Ný létt og gamansöm leyni- lögreglumynd'' stendur í aug- lýsingunni. Samt segir mér fróður maður um margt að hún hafi verið sýnd hér áður fyrir líklega 3 árum síðan. Hvað um það, myndin stendur undir öðru sem lofað er. Söguþráðurinn er í mjög grófum dráttum þannig: Leslie Tucker er brezkur leynilögreglumaður sem flutzt hefur til guðs eigin lands til að afla sér frægðar og fjár. Honuin verður lítið ágengt í þeirri leit þangað til inn á skrifstofuna rr--— c Kvik myndir v_______/ Dóra Stefánsdóttir hjá honum dettur maður sem er að leita að dóttur sinni sem hann kom fyrir á munaðarleys- ingjahæli fyrir 29 árum. Stúlk- an var skömmu síðar ættleidd en nú vill pabbi gamli hafa uppi á henni og arfleiða hana að miklu fé. Tucker tekur að sér að finna hana. Hann kemst á slóð sem leiðir hann til ríkrar fjölskyidu, sem í éru tvíburar, kvenkyns. Tucker grunar óðar að önnur þeirra sé hin ættleidda stúlka og það reynist rétt vera, en hvor? Við að komast að því lendir Tucker í lífshættulegum en um leið mjög spaugilegum æfintýrum. Michael Caine leikur Tucker og b.vggist myndin fyrst og fremst á frábærum leik hans og Natalíu Wood sem leikur annan tvíburann. Eg fæ alltaf meira og meira álit á Caine í hvert sinn sem ég sé hann leika. Hlut- verk Tuckers leikur í höndum hans. Mjög spaugilegt er hversu rólegur Tucker á að véra sama á hverju gengur, t.d. þegar bófarnir þyrpast að hon- um úr öllum áttum þá segir hann brandara eins og ekkert sé. Natalía Wood er alveg ágæt sem koria sem er ekki öll þar A þessum tveimur, Natalie Wood og Michael Caine, byggist Spæjarinn að verulegu leyti. d Kjallarinn Halldór Pjetursson Svo koma til gróðasjónarmið. Heyrzt hefur að fyrir Suðvest- urlandi eigi menn eyjar þar sem máfur er friðhelgur. Sama er að segja um fjalllendi í Esj- unni og víðar. Þar gildir hinn heilagi eignarréttur og gangi einhver þar um garða og hirði egg undan veiðibjöllu, standa til hæstaréttarmál. Svo er það blessaður bjarg- fuglinn okkar, sem á þó ekki skylt við illfygli, en síðan hætt var að síga til eggja og fugls fjölgar honum ískyggilega. Enginn getur reiknað út hvaða áhrif það hefur á fiskistofnana. Viðhorf okkar mannanna til lífsins er sannarlega undarlegt. öll þjóðfélagsmein hefur frá alda öðli átt að lækna með þvl að menn dræpu hverjir aðra og hefur þótt síður en svo athuga- vert. Atómsprengjum, eiturgasi og alls konar eiturbrasi hefur verið stráð yfir heil landsvæði til að eyða öllu lifandi og jafnt mönnum, dýrum og gróðri og slíkt hefur þótt guðsþakkar- vert. En eigi að eyða hér rándýr- um og illfygli, ganga hrópin um að slíkt megi ekki. Einstaka hrafn geti fallið eða örn og menn sem eiga máfahlíðar, geti orðið fyrir tjóni. Hitt skiptir minna máli um æðarfuglinn og aðrar fuglateg- undir sem eru til yndis og arðs og skítt með veiðina i vötnum og ám, illfyglið og eignarréttur- inn skal ráða ferðinni. Kannski er það sérstiik tegund af heimsku að vera að vasast í því sem ég hef drepið á í þessari grein. Við eigum kannski aldrei of margar afætur. Halldór Pjetursson rithöfundur. Shelltox FLUGNA' FÆLAN Hafið þér ónæði af flugum? Við kunnum ráð við því Á afgreiðslustöðum okkar seljum við SHELL flugnafæluspjaldið. Spjaldið er sett upp og engar flugur í því herbergi næstu 3 mánuðina. Spjaldið er lyktarlaust, og fæst í tveim stærðum. Olíufélagið Skeljungur hf Shell MMHAÐIÐ er smáauglýsingablaðið PIONER SKAGFJÖRÐ HF Hólmsgata 4, Box 906, •Imi 24120, Raykjavtk haimaatmi aolumanna 11387. rdir frá7fetum uppii 16fet tilafgreidslustrax ORUGG EN ODÝR á tréverk í garói og húsi.CUPRINOL viöarvörn þrengir sér inn í viðinn og ver hann rotnun og fúa. É v?!) Slippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og 33414

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.