Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGiLR 3Í). JÚNÍ 1977. Utvarp Útvarp íkvöld kl. 20.30: 27 I Sjónvarp Leikrit vikunnar vakti Útvarpsleikritiö í kvöld er á dagskránni kl. 20.30. Nefnist það Bonny Weston og er eftir brezka rithöfundinn Luciu Turnbull. Þýðandi er Sigurjón Guðjónsson. Benedikt Arnason er leikstjóri. Myndin af stúlkunni Ijúfar endurminningar Um efni leikritsins er það að segja að gamall maður kemur á prestssetur tii að stilla hljóð- færi. Þar sér hann mynd af stúlku sem hann var kunnugur á yngri árum. Hann hafði verið mjög ■hrifinn af stúlkunni, Bonny Weston, sem var prestsdóttir. Prestinum leizt ekki vel á háttalag hans og af því hljótast margvísleg vandræði. Með hlutverkin í leikritinu fara Sigurður Skúlason, Lilja Þóris- dóttir, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Valur Gislason, Þorsteinn ö. Stephensen og Jón Aðils. Þetta er fyrsta leikrit höfundarins, Luciu Turnbull, sem flutt er hér á landi, en hún hefur skrifað mörg leikrit fyrir brezka útvarpið. Flutningstími leikritsins er ein klukkustund. A.Bj. Leikendur íútvarpinu íkvöld Þorsteinn Ö. Stephensen við upp- töku á útvarpsleikriti. Jón Aðils í hlutverki Tot í Það er kominn gestur eftir István Örkény, sem sýnt var í Iðnó 1970. Sigurður Skúlason er fastráðinn leikari hjá Þjóðieikhúsinu. Náttúrufegurðin á Snæfellsjökii er rómuð og þar verður fólk gjarnan fyrir duiarfullri reynsiu. Útvarp íkvöld kl. 19.40: Fjöllin okkar Snæfellsjökull er ein af út- sýnisperlum höf uðborgarinnar Snæfellsjökull er ein af perlunum á útsýnisskífu höfuðborgarbúa á góðviðris- dögum. Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur talar um hann í kvöld í þættinum Fjöllin okkar, sem er á dagskrá útvarpsins kl. 19.40. Jökullinn er yzt á Snæfellsnesi og gnæfir 1446 m yfir sjávarmáli. Hann er reglulega löguð eldkeila og er toppgígur hennar hulinn jökli. Hann er talinn með form- fegurri jöklum landsins. Hlíðar fjallsins eru huldar hraunstraum- um sem streymt hafa í sjó fram á nær allri strandlengjunni frá Arnarstapa til Hellissands. Fjöldi gamalla eldvarpa er umhverfis jökulinn eins og Purkhólar, Hóla- hólar og öndverðarneshólar og víðáttumikil hraun eru í kring. Snæfellsjökull er á undanhaldi eins og aðrir jökiar landsins. Hann var 22 ferkílómetrar að stærð um aldamótin en er nú 11 ferkílómetrar. * Margir hafa gengið á jökulinn og er hann auðveldastur uppgöngu frá Stapa. Er talinn vera fjögurra stunda gangur á hæsta tindinn. Nefnist hann Þúfur og sést greinilega frá Reykjavík í góðu skyggni. Utsýni af tindinum er mjög rómað. Dulspeki hefur oftlega verið nefnd í sambandi við Snæfells- jökul og þykir sem einhverjir óút- skýranlegir straumar séu alit í kringum jökulinn. Jökuliinn hlaut heimsfrægð á sínum tíma þegar Jules Werne skrifaði skáldsöguna um ferðina inn í jarðarmiðju, en hann lét vísindaleiðangurinn fara niður um gíg Snæfeilsjökuls. í vetur var bandaríska kvikmyndin sem gerð var eftir sögunni sýnd í sjón varpinu. Bílasmiðirog bflamálarar Viljum raóa serti tyrst bílasmið eós maiin vanan réttingum og bílamálara — Mikil vinna. — Bílasmiðjan Kyndil Súðarvogi 36 Sími 35051 Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Valur Gíslason í hlutverkum sinum í Föðurnum eftir Strindberg, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1958. mH Lilja Þórisdóttir dansaði mjög skemmuiega I siðasta áramótaskaupl sjónvarpsins. , . Sími 40299 0&B INNRÉTTINGAR | ^JTuðbrekk^^TKópavogi 3 nýjar gerðir at eldhúsinnréttingum, fura, hnota og eik. Uppstilltar á staðnum. — 1-2 mán. afgreiðslufrestur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.