Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 7
DAl'iBLAÐIÐ. FIMMTUDACUR 30. JUNÍ 1977. OLÍUVERÐ ÓBREYTT — Cartersegir hana ofdýra Yfirvöld í Bandarikjunum og einnig i Vestur-Þýzkalandi hafa lýst yfir mikilli ánægju sinni meó þá ákvöróun olíuútflutningsríkja að hækka ekki olíu þann 1. júlí eins og áætlað hafði verið. Þá var áætlað að olían hækkaði um 5%. Þrátt f.vrir að olian hækkaði ekki nú hefur Carter Bandarikja- forseti lýst því yfir að olíuverð sé allt of hátt. Akvörðun oliuútflutnings- ríkjanna OPEC hefur valdið þvi að dollarinn hefur fallið dálítið. Frá Bonn í Vestur-Þýzkalandi bárust þær fréttir að yfirvöld í landinu séu mjög ánægð með ákvörðun OPEC en það fylgdi yfirlýsingunni að olíuverðið væri allt of hátt og olíuríkin hafi ekki gert nema það rétta, með tilliti til framboðs á olíunni. Vance til Kína Cyrus Vance, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir I gær að Banda- ríkin myndu leitast við að bæta samskipti sín við Kína. Vance sagði einnig að styrkt yrðu þau bönd sem hefðu myndazt á siðustu árum við önnur Asíuríki. Utanríkisráðherrann lét þau orð falla í ræðu í New York að hann mundi fara til Peking innan sjö vikna. Hann sagðist eiga erfitt starf fyrir höndum og ekki væri auðvelt að halda sam- skiptum Bandarikjanna og Kína góðum. Það gerast engin kraftaverk i ferðinni til Kina, sagði Vance. Hann sagðist myndu ræða ýmis málefni við kínverska ráðamenn og á mjög breiðum grundvelli. Komið gæti til greina að Kínverjar beittu sér fyrir þvi að lausn fáist á málum Norður- og Suður-Kóreu. Þeir gætu miðlað málum og borið sátta- tillögur milli ríkjanna. Hann ræddi um þá stefnu Carter-stjórnarinnar að allir bandariskir hermenn hyrfu á brott frá Suður-Kóreu err sú ákvörðun sætti mikilli gagnrýni í bandarísku öldungadeildinni. Concordetil Washington Franska t'lugfélagið Air France hefur tilkynnt að það muni hefja daglegt flug til Washington í Banda- ríkjunum og nota hina umdeildu Concorde flugvél. Flugið mun hefjast þann 11. júli. Farþegar á leiðinni Paris- Washington voru um 20 þúsund en það var aðeins flogið þrisvar í viku. Flugyfirvöld í Frakklandi telja að þessi þjónusta muni stórauka farþegafjiildann á þessari leið. Skildi eftir sig sæði er hann lézt: KONA ÓFRÍSK17 MÁNUÐUM EFTIR LÁT MANNS SÍNS Kona á Nýja Sjálandi gengur nú með skilgetið barn manns síns — sem lézt fyrir sautján mánuðum, úr krabbameini! Konan, Kim Casali, sem fann. upp og semur þá margfrægu teiknimyndaseríu „Ást er...“, kenndi sín eftir gervifrjóvgun með sæði sem maður hennar, Roberto. skildi eftir sig í sæðis- banka. Brezka dagblaðið Daily Mirr- or skýrir frá þessari merkilegu þungun í dag. Blaðið hefur það eftir frú Casali að er þau hjónin giftu sig árið 1971 hefðu þau ákveðið að eignast fjögur börn. Er Roberto lézt af völdum ólæknandi krabbameins árið 1975 skildi hann eftir áig sæðis- frumur í sæðisbanka. Frú Casali á von á sér þá og þegar þessa dagana. Hún getur ennþá náð því marki sem þau hjónin settu sér á sínum tíma því að sæði Robertos getur geymzt í djúpfrysti í nokkur ár í viðbót án þess að gæði þess rýrni að nokkru marki. „Ást er...“ teiknimyndirnar urðu þannig til á sínum tíma að Kim Casali teiknaði fígúrurnar neðst á bréfin til Robertos, þeg- ar þau voru enn í tilhugalífinu. Hann sýndi þær eitt sinn bandarískum blaðamanni. Síð- an eru þær orðnar að milljóna- fyrirtæki. Bandaríska blaðið Los Angeles Times varð fyrst til að birta „Ást er...“ teikni- myndirnar. Þær má einnig finna á bolum, buddum, hringj- um og alls konar glingri. JESUS VAR EKKIÓDAUÐLEGUR —hann var maður eins og við Sjö virtir guðfræðingar í Bret- landi hafa látið frá sér fara bók þar sem segir að Jesús hafi ekki verið af Guði. Hann hafi verið maður en Guð hafi einungis bless- að hann. Hann hafi því ekki verið sonur Guðs. Guð valdi liann til þessa sérstaka starfs meðal mann- anna. Þessir guðfræðingar segja að skilningur rétttrúaðra kristinna manna um að Jesús hafi verið ódauðlegur sé aðeins þjóðsaga sem eigi að undirstrika mikilvægi hans fyrir okkur jarðarbörn. Útgefendur bókarinnar kalla hana mestu byltingu í guðfræði á þessari öld. Meðal höfunda eru prófessor Maurice Wiles í Oxfordháskóla, skólastjórinn í Emmanuelháskóla í Cambridge og Don Cuppitt sem er prestur. STARFIGHTER ÞOTUR RÁKUST Á í LOFTI Tvær Starfighterþotur frá japanska flughernum fórust í æfingaflugi í gær. Að sögn tals- manns varnarmálaráðuneytisins voru þoturnar á flugi yfir suður- Japan er slysið varð. Talið var fullvíst að þoturnar hafi rekizt saman í lofti og fallið siðan niður í sjó. Leit var þegar hafin að flugmönnunum. — Það telst varla frétt lengur þó að Starfighterþotur hrapi af völdum verksmiðjugalla — að minsta kosti ekki í Vestur-Þýzkalandi — en nú virðist um hreint og klárt, flugslys hafa verið að ræða. Starfighter þotur eru fram- leiddar af Lockheed flugvélaverk- smiðjunum. Starfighter á lofti. Þessi þota erreyndar í norska flughernum. Bandaríkin: Lögfræðingar auglýsa þjönustu sína Nú geta higtrieðingar Bandaríkjunum farið að aug lýsa starfsemi sína i bliiðum útvarpi og sjónvarpi. Það vai Hæstiréltur Bandarikjann sem ákvað þetta. Það voru tveir liigfr.eðingar i Arizona, sem brutu gainla hefð og auglýstu starfsemi sína. Það munaði saint mjóu að þetta leyfi fengist ekki. Atkvieði féllu þannig að fjmm voru ineð því að leyfið fengist en fjórir á móti. Þeir sem voru með þvi að levfa auglýsingar beitlu þoirri grein i stjórnar- skránni sem tr.vggir iniinmnn málfrelsi. Þetla verður til þess að um 400 þúsund lögfr.oöingar, víðs vegar um Bandaríkin. geta nú auglýsl t.d. hvað það kostar fvrir fólk að skilja eða hvað liigfræöiþjónusta sú kostar sem er |)ví samlara ;ið .eltl(‘iða barn. Þar til nú liafa lögfræðingar litið svo á að það væri langt f.vrir neöan þeirra virðingu að auglýsa starfsemi sina. Þeir se.m voru á móti því að le.vfa liigfneðingum að auglýsa starfsemi sina siigðu að auglýs- ingin g;eti gefið í sk.vn að viss þjónusta v;eri það ódýr að það hefði efni á henni. Þegaf.svo til kastanna kæini v;eri alll annað verð setl upp. Erlendar fréttir ást er... ... að leyfa honum að leika við börnin. TM R#g. U.S. Pal. Off.-AII rlghla rasanrad © 1977 Loa Angaiaa Tlmaa S-25 LEYLANDOG RENAULT TAKA UPP SAMVINNU Brezkir og franskir bíla- framleiðendur hafa ákveðið að taka upp samvinnu sín á milli. Það eru Leyland og Renault verksmiðjurnar sem ætla að hefja þessa samvinnu. Þessi fyrirtæki ætla að hafa samvinnu á tæknilegu sviði og starfs- menn fyrirtækjanna munu skiptast á þekkingu. Ekki gáfu fyrirtækin yfirlýsingu um neinaB breytingar á framleiðslu sinni, en svo getur farið þegar fram líða tímar og ef sg.mvinna þessara aðila tekst vel. Fjöflsviðsmælar Amper-tangir MVbúðin Suðurlandsbraut 12 Sími 85052 Fatamarkaðurinn Ármúla 5 Kjólar frá 500 kr, litlar stærðir. Kápur frá 1000 kr, litlar stærðir. Peysur, jakkar.gallafatnaður og inargt fleira á ótrúlega lágu verði. Opið á inorgun, föstudag, frá 2-6, síðasti dagur. Fatamarkaðurinn Ármúla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.