Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JUNÍ 1977. Hemil eða ekki hemil við Hitaveituna? Hemilslausir framsögumenn - fundarmenn máttu vart mæla Eins og margsinnis hefur komið fram í Dagblaðsgreinum, stendur nokkur styr um það á Suðurnesjum hvort selja beri vath til húsahitunar gegnum hemil eða mæli og sýnist þar sitt hverjum. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja ákvað að nota hemilinn en síðan hafa margar óánægjuraddir látið I sér heyra og telja þann kostinn órétt- látan. Mælir sem sýnir það magn sem notað er i hverri íbUð sé hins vegar það eina rétta. Áhugamenn um hitaveitumál á Suðurnesjum boðuðu til fund- ar í BarnaskólahUsinu í Sandgerði, fyrir skömmu og var hann mjög fjölsóttur, — yfir 100 manns þegar flest var, en framsögumenn höfðu svo litinn „hemil“ á málgleði sinni að fundarmenn máttu vart „mæla“. Sótti því bæði leiði og svefn á menn vegna lang- dreginna ræðna þeirra og yfir- gáfu því margir fundarsalinn fyrr en ella. Frummælandi var Alfreð Alfreðsson, sveitastjóri í Sand- gerði og stjórnarmaður í HS. Studdist hann í ræðu sinni við ýmis gögn frá HS, vitnaði í skýrslur, tímarit og blöð, ekki sízt Dagblaðið. Beitti Alfreð miklum sannfæringarkrafti til að sýna mönnum fram á að hemlagjaldið væri heppilegasta greiðslufyrirkomulagið. Mál- flutningur hans tók um eina klukkustund og notaði liann óspart krítina á skóla- töfluna og minnti stundum á reikningsundrið hollenzka, Willem Klein, „manninn með 10 þUsund punda heilann," sem Dagblaði birti grein og myndir af um daginn. Var taflan Ut- skrifuð, tölum, lítrum, gráðum, krónum og metrum í mis- munandi veldi þegar Alfreð lauk framsöguræðunni. Pískraði einhver 1 gamni að hann væri „maðurinn með 10 þUs. lítra heilann." I enda máls síns benti Alfreð fundarmönnum á að hitaveitan þyrfti vissa upphæð til rekstursins, — hUn væri eign fólksins og tekjuafgangurinn, ef einhver yrði, deildist á milli sveitarfélaganna. „Það er hægt að leika sér með tölur, alla vega,“ sagði Alfreð og lyfti báðum höndunum. „En ég byggi mál mitt á þeim gögnum, sem ég hef í höndunum og þeirri reynslu sem fengin er af hitaveitunni í Grindavík, þar sem hemillinn hefur verið not- aður. Við skulum taka hérna sem dæmi eitt hUs....“ Alfreð rýndi síðan í skýrslu frá HS, las upp nafn eiganda og hUsnUmer og ekki ætti skýrslan að vera ósönn. Þessu mótmælti kona ein 1 salnum. Kvaðst hUn einmitt eiga heima í nefndu hUsi, en ekki sá sem upplesinn var og þar að auki sagðist hUn vera á móti hemlinum. Hafi einhver „mælamanna" verið farinn að efast í hjarta sínu má fullvíst telja, að tvö seinustu atriðin hafi snUið honum til sama lands, —talnasann- leikurinn og nUmeraskekkjan í HS skýrslunni. Sigþór Jóhannesson verk- fræðingur HS tók næstur til máls. Reyndi hann að færa rök fyrir hvers vegna hemillinn væri heppilegri en mælirinn, — minni stofnkostnaður, sparnaðarhvati, ódýrari i upp- setningu og verði en mælar, endingarbetri og innheimtu- kerfið einfaldara í sniðum. Að seinustu lagði hann á ræðu- pUltið sjálft þrætueplið, hemilinn í sinni fullkomnu mynd. Fyrir leikmenn gátu rörin, téin, hnén', lokarnir, kUlurnar og belgirnir, allt tengt saman, alveg eins og llkan af geimstöð sem fyrirhugað er að senda á braut umhverfis hörðu, eins og einhver tregðutæki á vatnsrennsli í heimaæð á íbUðarhUsi. Sigþór hefði því getað sparað sér langt mál og svæfandi. Eftir þetta voru leyfðar frjálsar umræður og fyrir- spurnir en ekki urðu þær eins líflegar og bUast mátti við, enda farið að nálgast miðnætti. Björn Jóhannsson tók fyrst til máls. Fannst honum að f ljós hefði komið að hemillinn ylli meiri eyðslu þeirrar orku sem ekki væri ótæmandi 1 iðrum jarðar. Mælar væru því það sem nota ætti. Ölafur Jónasson reyndi með tölum að sanna að mælirinn væri heppilegri og réttlátari og lenti hann í bein- um rökræðum við Sigþór verk- fræðing. Mátti varla á milli sjá hvor gekk með sigur af hólmi Ur viðureigninni. Eyþór Þórðarson sagðist ekki, tímans vegna, ætla að bera fram fyrir- spurnir en þakkaði fundar- boðendum framtakið og vonaðist jafnframt til þess að þetta væri upphafið að meiri fundarhöldum um almenn mál- efni. Eyþór taldi að stjórn HS, ætti að fara að óskum fólksins, kanna hvort heldur menn vildu hemil eða mæla og fara eftir þeim niðurstöðum. Jóhann Ein- varðsson bæjarstjóri og form. hitaveitunefndar upplýsti ýmis atriði varðandi hitaveituna, sem fundarmenn höfðu spurt um. Vmislegt fleira blandaðist inn í umræður, s.s. kaldavatns- magnið á Reykjanesskaganum og ryð í hreinlætistækjum, þar sem heitavatnið rennur um. Ekki var hægt að fjalla um kalda vatnið, þar vantaði kunnuga, en upplýst var að bUið er að stemma stigu við vágestinum, ryðinu í hrein- lætistækjunum með sóda, að þvf er Sigþór tjáði. „Eitur- sóda,“ gall við í salnum, „merktum með hauskUpu". Einhver bætti við, „það er nU bara bæjarmerki". Flogið hafði fyrir að ein holan í Svartsengi væri að lokast, en Sigþór taldi það ekki rétt. Við vissan rennslishraða myndaðist „tappi“ í holunni. Atvik sem væri ekkert vandamál að leysa, þegar bUið væri að kynna sér hegðun „tappans." Slíkt væri — Magnús Gíslason segirfráheitum hitaveitufundi íSandgerði ekkert einsdæmi f jarðvarma nýtingu. Samantekið Ur þvf sem fram kom á fundinum, má vel ætla að hemillinn sé ódýrari þegar á heildina er litið, en ekki fyíli- lega réttlátur fyrir kaupendur sem vilja greiða eftir þvf magni sem þeir nota. Sá misskilningur virðist rfkjandi hjá fundar- mönnum að orkueyðslan yrði óþarflega mikil með þvf að kaupa varmann í gegnum hemil , miðað við ákveðið hámark. Menn ætluðu að þann- ig yrðu þeir að láta umbeðið magn renna vetur og sumar I gegnum miðstöðvarkerfi hUsa sinna burt séð frá þörfinni. Ein- hvern veginn hefur alveg gleymzt að benda fólki á að hitastillar, annaðlivort á veggj- um eða á ofnum, stjórna þörfinni, sem er vitanlega mis- munandi mikil eftir veðurfari. I Ijósi þeirra staðreynda má ætla að fólk setti sig ekki eins mikið upp á móti hemlinum. t fundarlok var borin upp ályktun þar sem lýst var ein- dreginni andstöðu við sölufyrir- komulag HS með hemlinum. Einnig var þess óskað að HS seldi heita vatnið eftir mæli. Hlaut ályktunin 23 atkvæði en 6 voru á móti. Margir höfðu yfirgefið fundarsalinn þegar at- kvæðagreiðslan fór fram, en ekki er Ut í hött að ætla að atkv. gefi rétta mynd af vilja fundar- manna þegar flest var f salnum. Fundarstjóri var Jón JUlíus- son, —svolftiðhlutdrægur.emm. Bygging þjóðveldisbæjarins stóð í 3 ár og kostaði 41,5 milljónir NU hefur opnazt nýr moguleiki fyrir þá sem langar að bregða undir sig betri fætinum og skreppa í smábíltUr sunnanlands. NU er hægt að heimsækja þjóðveldisbærinn á Sámsstaða- mUla, sem opnaður var al- menningi á föstudaginn. Þá er hægt að taka sundfötin með, því skammt frá er.sundlaug sem Landsvirkjun lét gera fyrir sitt fólk og almenningi er heimill aðgangur að. Þjóðveldisbærinn er hinn reisulegastt og feliur svo vet inn í landslagið að hann er varla sýni- legur berum augum fyrr en kom- ið er næstum því upp að honum. Hann er skammt frá BUrfells- virkjun og auðvelt að.rata þangað. Bærinn er allur hinn reisuleg- asti og var bærinn að Stöng, sem þarna er skammt frá, hafður sem fyrirm.vnd. Hörður ÁgUstson list- málari hefur séð um allar tcikningar af bænum og hafði hann umsjón með verkinu. Allir innviðir bæjarins *eru gefnir af norskum skógareigendum en unnir af Bjarna Ólafssyni og syni hans, Gunnari, með sams konar verkfærum og notuð voru á söguöld. Listilega gerðar vegg- hleðslur eru í bænum. Þær eru gerðar af Stefáni Friðrikssyni og Stefáni Stefánssyni Ur Skagafirði og Gunnari Tómassyni, Laugarási. Veggirnir eru upp undir tveir metrar á þykkt. Allar vistarverur bæjarins nema bUrið og kamarinn eru þiljaðar með viðnum, en þar fær hleðslan Bærinn er listilega fallegur og fellur svo vei inn í umhverfið að hann sést varla með berum augum fyrr en komið er í næsta nágrenni við hann. Bfla-ogbúvélasalan Arnbergi við Selfoss Sfmi 99-1888 Opið alla daga frá kl. 2-10 Sýnishorn úrsöluskrá: Ford Mustang Ford Mustang Fíat 127 Fíat 132 1600 Fíat 125, pólskur Fiat 128 Fíat 128 Moskvitch Moskvitch Station Opel Rekord 1700 Saab 96 Saab 96 Saab 96 Saab 96 Teg. Skoda Pardus 58,000 m 67,000 m 40,000 km 45,000 km 43,000 km 60,000 90,000 29,000 135,000 10.000 110,000 64,000 26,000 10,000 km Ekinn 23,000 km km km km km km km km km 1971 1969 1973 1974 1975 1973 1970 1973 1972 1972 1971! 1972 1973 1974 Arg. 1973 Nýupptekin Gipsy disilvél VW 1200, góð vél Sjálfskipting í Chevrolet DUal Hedromodik 350, nýupptekin. Land Rover gírkassi, er Ur árg. '63, nýupp tekinn. FAlllcbílfir Toyota Corolla 54,000 km 1972 rOIKSDIiar Toyota Crown 75,000 km 1972 Teg. Ekinn Arg. Taunus 74,000 km 1971 Benz 8,000 ktn Volvo 144 De Luxe 79.000 km 1972 Chrysler New Yorker 65,000 m 1973 VW 1302 83,000 km 1971 Chrysler, franskur 65,000 km 1971 VW 1300 75,000 km 1972 Camaro 70,000 m 1970 VW Variant 70,000 km 1971 Chevrolet Nova 54,000 km 1974 VW Fastback 90,000 km 1972 Chevrolet Malibu 100,000 km 1973 Pontiac Le Mans 60,000 km 1971 Chevrolet Malibu 90,000 km 1973 Chevrolet Vega 30,000 km 1974 Jeppar Mercury Comet 84,000 km 1972 Teg. Ekinn Arg. Citroen GS 1220 9,000 km 1976 Willys Overland 1955 Citroén Ami 64.000 km 1971 Willys 140,000 km 1949 Citroén Station D.S. 57,000 km 1974 Land Rover 130,000 km 1970 Citroén Station G.S. 36,000 km 1974 Land Rover 80,000 km 1972 Cortina 1300 1967 Land Rover disil 1973 Cortina 1600 92,000 km 1970 Land Rover, disil 55,000 km 1974 Cortina 1600 90,000 kra 1972 Land Rover 85,000 km 1975 Cortina 1300 95,000 km 1969 Ford Bronco 40,000 km 1974 Simca 1100 30,000 km 1973 Blazer K5 60,000 km 1973 Teg. Kkinn Arg. Wagoneer 75,000 km 1973 Dodge 100 sendib. 69,000 km 1968 Datsun 1200 111,000 km 1971 Bilvelar og skiptmqar Dodge Dart 140,000 km 1970 Nýuppgerð Perkins dísilvél. P4-108 4 c.vl. Ford Torinó GT 79,000 m 1971 lilhUin i Willvs. Teg. Ekinn Arg. Honda SS 50 6,000 km 1975 Honda SS50 1,500 km 1974 Honda SS 50 11,000 km 1974 Suzuki 550 10,500 km 1974 Suzuki 400 14,000 km 1974 Vörubílar Scania Vabis 55, 6 hjóla 1960 Man 650 260,000 km 1968 Ford L8000 92,000 km 1974 Trader7 T 140,000 knt 1966 Gröfur og fleira Djan Dixe,traktorsgrafa 1967 Pælador Massey Ferguson 1971 Pælador Hugh 1953 Jarðýta, DT 14, Inlernational 1959 Höfum ennfremur mikið Urval af traktorum og vinnuvélum, ýmiss konar. Skipti— Lánskjör — Staðgreiðsla Höfum kaupendur að þessum tækjum Huma. rakstravél Keðju-haugd reifara Heybtnuivél Heyblásarar. bæði f.vrir reimar og drif. Urtaki. Ur traktor Heyhleðsluvagni. Hjóla-rakstraryél Farmal Kup traktor Heyþyrla, stterri og ininni gerð. Gjörið svo vel og revnið viðskiptin. 0PIÐ ALLA DAGA FRA KL. 2-10 DB-myndir Ragnar TH. að njóta sín. BUrið er rUmgott með þremur stórum ámum og er sU stærsta grafin 35 cm niður i gólfið. HUn er um 140 cm í þver- mál. Bygging bæjarins kostaði 41,5 milljónir, og hófust framkvæmdir' árið 1974. Þjóðveldisbærinn verður opinn til sýnis fyrir allan almenning alla daga kl. 2-5. -A.Bj. Margt manna var viðstatt á föstudaginn þegar bærinn var formlega afhentur forsætis- ráðherra. Meðai gesta var Birgir ísleifur Gunnarsson og kona hans, Sonja Bachmann. Þau sátu á bekknum með tvíburadætur sínar. sex ára gamlar. í fanginu meðan á athöfninni stóð. Hiirður AgUstsson listmálari á allan „veg og vanda" af byggingu þjððveldisbæjarins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.