Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JUNÍ 1977. 8 Gerð óf rjó án vil ja og vitundar: Sáttatilboði hafnað málf lutningur í haust I fyn adag lauk i Borgardómi Reykjavikur yfirheyrslum í skaóabótamáli sein höfðað var gegn hekni og bæjarsjúkrahúsi á Norðurlandi vegna ófrjó- semisaðgerðar er gerð var á stúlku þar árið 1960 án vilja hennar og vitundar. Síðastur kotn fyrir dóm læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á stúlkunni. I fram- burði læknisins kom fram að vönunaraðgerðin var gerð sam- kvæmt beiðni konu, uppalanda stúlkunnar og inóður hennar. Telur læknirinn bæði stúlkuna og móður hennar vangefnar, þó ekki fullkomna fávita. Leyfis ekki leitað Hann viðurkenndi að til- skilins leyfis samkvæmt lögum hefði ekki verið leitað áður en aðgerðin var framkvætnd. Sér hefði yfirsézt að leita þess le.vfis og hann ekki munað eftir lagaákvæðum þar að lútandi. Samkvæmt lögum þarf að leita levfis landlæknis til aðgerða af þessu tagi, en skilyrði fyrir ievfisveitingúnni eru allmörg og ströng. Læknirinn sagði f.vrir réttin- um að hann væri þeirrar skoð- unar nú sem þá að skilyrði f.vrir aðgerðinni hefðu verið f.vrir hendi. Stúlkan væri vangefin og hefði lítið verksvit. Sitt mat væri að hún væri ófær um að ala upp börn og sjá fyrir sér sjáífstætt. Telur stúlkuna vangefna Tildrög þess að aðgerðin var gerð sagði læknirinn hafa verið þau að stúlkan hefði gengizt undir botnlangaskurð. Upp- alandi stúlkunnar og móður hennar hefði þá beiðzt þess af sér að stúlkan yrði gerð ófrjó. Hefði það verið sitt mat, án þess að hann hefði ráðfært sig við aðra þar um, að rétt væri að gera aðgerðina á stúlkunni. Hún hefði um þetta leyti verið farin að búa með manni úr ná- grannasveit'. Sá hefði verið talinn óreiðumaður og lítt gefinn fyrir vinnu. 1 litlum bæ, eins og þeim þar er þetta gerðist, þekktu allir alla og hefði það nánast valdið upp- námi i bænum er fréttist af búskap stúlkunnar og umrædds manns. Fólk hefði getað séð f.vrir sér að þau færu að eiga börn saman. Ekki hefur verið sannað, að meintur greindar- skortur stúlkunnar sé kyn- fylgja. Það kom og fram í framburði læknisins að konan, sem óskaði eftir þvi að aðgerðin væri gerð, er nú látin. Þau hefðu aðeins tvii rætt málið sín á milli, ekki aðrir. Hann hefði ekki talið sér fært að ræða við stúlkuna um möguleikana á aðgerðinni enda hefði hann ekki talið hana nægilega vel gefna til að það hefði þýðingu. Lœknaróð telur aðgerðina ólöglega Lögmaður stúlkunnar, Magnús Thorlacius hrl., mót- mælti framburði læknisins sem röngum og þýðingarlausum. Hefur frekari réttarhöldum í málinu nú verið frestað þar til í haust er munnlegur mál- flutningur fer fram. Eins og Dagblaðið hefur áður skýrt frá (13. 2. 1976) þá er málið var þingfest í janúar 1976, fjallaði læknaráð um málið að kröfu Magnúsar Thorlacius og tilhlutan land- læknis. Komst ráðið að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að gera aðgerðina og brjóti hún, eins og atvikum er háttað, i bága við siðareglur lækna. Stúlkan giftist fimm árum eftir aðgerðina en skildi tveimur árum síðar. Kom þá fram að hún taldi það sök mannsins að hún varð ekki barnshafandi. 10 tnilljón króna bótakrafa 1 milljón króna sóttatilboð 1969 giftist hún aftur og kom í ljós ekki löngu síðar, við rann- sókn og eftirgrennslan, hvers k.vns var. Leitaði hún þá, og núverandi eiginmaður hennar, aðstoðar lögmanns og var höfðað skaðabótamál á hendur lækninum og bæjarfélaginu sem á og rekur sjúkrahúsið þar sem aðgerðin var gerð. Er krafizt tíu milljón króna i skaðabætur ásamt 13% árs- vöxtum frá 1. desember 1960. Af hálfu verjenda var í síð- asta mánuði boðin sátt, einnar milljón króna skaðabætur með vöxtum i fjögur ár. Sáttatil- boðinu hefur verið hafnað, Verjandi læknisins Logi Guð- brandsson hrl., hefur og krafizt þess að til yrðu kvaddir mats- menn er skæru úr um hvort stúlkan teldist fáviti eða ekki. Voru kvaddir til sálfræðingur og læknir. Þegar til kom neitaði stúlkan að gangast undir rann- sóknina. Opin réttarhöld Við upphaf réttarhaldanna á þriðjudag krafðist lögmaður — leyfis til aðgerðar innarekki leitað la>knisins að þinghaldið færi fram fyrir luktum dyrum, þ.e að blm. DB yrði meinað af skýra frá yfirheyrslunni. Vísaði hann til lagaákvæða um nauð- syn þess að heyja þinghald fyrir luktum dyrum vegna hagsmuna aðilja. Hann taldi ástæðulaust að fjalla um mál þetta í blöðum, það væri við- kvæmt fyrir báða aðila og varðaði tvímælalaust starfs- heiður umbjóðanda síns. Lét Logi Guðbrandsson í ljós ótta um að frásagnir af dómsmálum í blöðutn leiddu til þess að menn væru dæmdir fyrirfram; lesendur leiddu gjarnan hjá sér að lesa dóminn, þegar þar aó kæmi, heldur aðeins frásögnina af meðferð málsins. Lögmaóur stefnanda — stúlkunnar — mótmælti kröf- unni um lokun réttarhaldanna og kvaðst vera á móti öllu pukri í dómsmálum. Sagðist Magnús Thorlacius enga ástæðu sjá til að hindra fréttaflutning af málinu á hvaða stigi sem væri. Hrafn Bragason borgardómi tók málið til úrskurðar og féll hann á þann veg að þinghaldið skyldi vera háð í heyrenda hljóði, enda ætti frekar í þessu sambandi að gæta hagsmuna stefnanda en stefnda í þessu tnáli. ÓV í sumarheimsókn í Njarðvíkunum: HÉR ER FRJÁLS- ARA EN í ÖL- GERÐARHVERFINU Úrval af bikini-baðfötum Verð kr. 2125.-, 2300.- og 5400.- Solpils á kr. 3330.- Sólkjölar á kr. 3650.- Verzlunin Brjóstahöldin frá Triumph og Abecita nýkomin inn. Glæsibæ — Sími 83210 „Okkur þykir alltaf gaman að koma heim til íslands, til pabba og öinmu sem eiga heima í Njarð- víkunum," sagði Jonna. 15 ára, sem við hittuin úti við Garðskaga- vita ásamt tveimur systkinuin hennar, Lísu 13 ára og Sveini Oskari 8 ára, þar sem þau teyguðu svalt og hressandi sjávarloftið, ,,hérna er svo miklu frjálsara en í KaupmannahöfnT í Valbvhverf- inu, þar sem Carlsberg- verksmiðjurnar standa," Þau systkinin áttu reyndar heima um sinn á íslandi og syst- urnar tala íslenzkuna vel. Sveinn skilur dálitið í málinu en er litt fáanlegur til að segja nokkuð nema á dönsku. Öll hafa þau komið hingað þegar fæn gafst, ymist á sjó eða loftleiðis. Lísa kom einu sinni með Gullfossi en þegar hún stóð við kalda borðið kom hnykkur á skipið og hún valt út í horn ásamt nauts- tungunni af borðinu. Nóbels- skáldið okkar var meðal farþega. Hann tók Lisu litlu í fangið og kom henni til móður hennar. Þótt Sveinn Oskar sé ekki hár í loftiriu hefur hann stundað sjóinn við úfnar Islandsstrendur, i tví- gang. í fvrravetur var hann í hcila viku á trolli en í vetur á nctum mcð föður sinum. Hann var óragur við að gliina við þorsk- inn á hvorum vciðiskapnum scm var — i)g sú glíma gat verið erfið. Eitt sinn var hann að rembast við að koma golþorski i stiu — en f'vlgdi siálfur óvart með: ,,Þá var ciiiuoi þorskinum flcira i kiis- inm,“ sagði Lísa og gaut hornauga lil Svcins sem til allrar hamingju skildi ckki s.vstur sina, að hin eldri sagði. Systkinunum þótti óskaplcga gaman 17. júní, — á hinni vcl heppnúðu hátíð Njarðvikinga, — að geta dansað og þambað gos- drykki, eins og pabbi le.vfði, til klukkan tólf á miðnætti og það var bjart úti. Þau sögðu okkur að skólinn hjá þeim byrjaði i ágúst en sú elzta, Jonna, vonaðist til að geta unnið eitthvað áður i veitingahúsi við Vesterbrogade. —krakkar þurfa vasapeninga i Danmörku eins og hér og kannski gæti hún unnið eitthvaö með námi í vetur. Síðan hlupu þau ofan i fjöruna og létu steina fleyta kerlingar á sjónum. als.cl i íslenzku umhverfi. emm mm V Jonna, Lísa og Sveinn Oskar njóta hér ómengaðs sjávarloftsins i fjörunni við Garðskagavtta. mvna emm

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.