Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 1
Iriálst, danblað 3. ARG. - - LAUGARDAGUR 2. JÚLl 1977 — 139. TBL. JaitSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, ÁUGLÝSINGAR ÞVpRHOLTI 11, AFGREIЧLA ÞVERHOLTI 2 —: Al>ALSÍMÍ~27Ö2Í . . . • •- ’ • Hvar er „sigurinn íiandhelgismálinu”? Utlendingar geta hirt hér 500 tonn á sólarhring Það er ekkert smáræði sem útlendingar geta enn veitt inn- an landhelgismarkanna, þótt talað sé um að við höfum „unn- ið fullan sigur í landhelgismál- inu". Erlendu skipin innan 200 mílna gætu veitt um 500 tonn á sólarhring. Samkvæmt samningum geta veitt hér 45 norsk skip og álíka mörg færeysk, 20 þýzk og 20 belgísk. Þétta gerir 130 skip. í einu gætu verið hér um það bil eitt hundrað erlend skip að veiðum. Ekki væri mikið þótt þessi skip veiddu að meðaltali fimm tonn hvert á sólarhring. Útkoman úr dæminu yrði þá 500 tonrná sólarhring fyrir 100 skip. Margir telja að afli sá, sem upp er gefinn hjá erlendu skip- unum, sé alltof lágt talinn. Þau veiði í rauninni miklu meira en reiknað er með í opinberum skýrslum. Sjávarútvegsráðherra hefur lýst þvi yfir að samningunum við Norðmenn, Belgíumenn og Færeyinga verði ekki sagt upp nú. Því verða skip þeirra enn. að veiðum um næstu áramót innan 200 mílnanna. HH FRAMTIÐARMENN IFRAMTIÐAR FISKIÞ0RPI Þessir ungu menn tilheyra framtíðarvonum Djúpavogs. um á amerískum dollaragrinum. Strákarnir heita annars Eiríkur' Björnsson, 6 ára, Brynjólfur Reynisson, 6 ára og kotroskinn mjög og loks Brynjólfur Sigurðs- son, 5 ára. DB-mynd R.Th.Sig. Skúrir í dag og regn á morgun Bærinn þeirra hefur gengið í gegnum margar raunir á siðustu áratugum en nú er þar í gangi mikil uppbygging á flestum sviðum. Strákarnir bruna eftir malbikuðum götum Djúpavogs á nýju „tryllitækjunum" sínum. Eldri árgangar þeysa siðar á skellinöðrum og jafnvel kraft- miklum mótorhjólum, og loksins komast þeir í alvöruklassann, aka Austlæg átt verður á landinu um helgina að sögn Markúsar Einarssonar veðurfræðings. Á Suðurlandi má reikna með ein- hverri úrkomu, sennilega skúraveðri í dag og jafnvel sam- felldri úrkomu við suður- og suðausturströndina á sunnudag. í öðrum lands- hlutum verður þurrt. Bezta veðrið verður um miðbik Vesturlands og í innsveitum á norðvestanverðu landinu. Það má því gera ráð fyrir dæmigerðu sumarveðri sunnan- lands, rigningu og súld. En íbúar fyrir vestan og norðanl ættu að geta farið í sunnudags- bíltúrinn að öllu forfallalausu. Það verður því vart hægt að fara annað en styttri ferðir þar sem búast má við að fjölskyldan geti lítið sem ekki farið út úr bílnum. -JH. íslenzkar kven- réttindakonur: Vilja vera meðíkyn- lífsmálum — bls. 6 Verður ein- angrunar- plastið gert baksíða FRIÐRIK MÆTIR HEIMS- MEISTARANUM í H0LLANDI „Eg veit ekki annað en ég verði með á þessu móti,“ sagði Friðrik Olafsson stórmeistari i gær um sterkt skákmót sem verður í Tilburg í Hollandi 22. september til 6. október. Þar verður einnig heimsmeistarinn Karpov. Auk þeirra eru væntanlegir á motio 'l'al og . Balasjov Sovét- ríkjunum, Horl Tékköslövakiu, Miles Englandi, Oligoric Júgóslaviu, Banda- ríkjamaðurinn Kavalek, Svíinn Andersson, Vestur-Þjóðverjinn Hubner og Timman og Sosonko Hollandi. Þetta verður því geysisterkt mót. Erlend blöð hafa sagt að stofnaður hafi verið félags- skapur stórmeistara og séu þar í stjórn Friðrik, Húbner og Keene. Friðrik sagði í gær að þetta hefði verið rætt en stofn- un ekki farið fram. Tilgangur félagsins ætti að verða að sam- ræma þær aðstæður sem stór- meistarar ættu við að búa á stórmeistaramótum. Karpov hefur oft verið sagður „ósigrandi" en svo var ekki á nýbyrjuðu móti í Lenin- grad. Þar tapaði heims- meistarinn í 1. umferð fyrir landa sinum, Taimanov, en báðir eru þeir frá Leningrad. Þetta er fjórða tapskák Karpovs, síðan hann varð heimsmeistari. Hann hafði áður tapað fyrir Andersson, Svíþjóð, Torre frá Filippseyjum og landa sínum, Geller. -HH. Alvarlegt slysá Reykjanes- Eriðrik Olafsson hefur verið mikið umtalaður bæðj fyrr og siðar. — baksíða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.