Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 24
VIUA BANNA EINANGRUNAR- PLASTÍ Brunamalastofnun rikisins hefur lagt til að notkun einangrunarplasts verði tak- mörkuð mjög verulega og jafn- vel bönnuð í byggingariðnaði. Ástæðan er sú að við eldsvoða myndast baneitraðar loft- tegundir af völdum plastsins og eldhætta þykir talsvert meiri þar sem plast liggur að timbri og öðrum eldmat. Þessi tillaga — og margar fleiri — eru í reglugerðar drögum, sem nú eru til athugunar í félagsmálaráðu- neytinu. Reglugerðin er aðallega tekin saman af Bárði Daníelssyni brunamálastjóra. Hann. vildi í gær ekki ræða efni hennar við fréttamann blaðsins; sagði að enn væri óvíst hvort ráðuneytið sam- þykkti þessar tillögur og á meðan væri ástæðulaust að ræða efni þeirra í blöðum. Hallgrímur Dalberg, ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, færðist einnig undan að ræða efni reglugerðardraganna. „Þetta eru tillögur Brunamálastofnun- ar rikisins um reglugerð um brunavarnir og brunamál," sagði Hallgrímur. „Við fengum þetta upp úr miðjum maí og erum langt komnir með að athuga málið. Stjórn Bruna- málastofnunar ríkisins hefur þessar tillögur einnig til athugunar.“ Lög um brunavarnir voru sett 1969 og er nú orðið geysi- lega aðkallapdi að reglugerð verði sett um nánari fram- kvæmd þeirra, að sögn Hallgríms Dalbergs. Tillögur brunamálastjóra eru mjög ítarlegar, greinargerðin upp á 48 síður, sagði ráðuneytisstjórinn. Þróunin víða erlendis hefur verið í þá átt undanfarin ár og misseri að notkun iðnaði hefur verið mjög tak- einangrunarplasts í byggingar- mörkuð og jafnvel bönnud. -ÓV. Krakkarnir notfæra sér staflann af einangrunarplastinu. Kannskl verður sú raunin á að það efni verði ekki eins áberandi i byggingar- iðnaði og verið hefur undanfarin ár. fijáJst, áháð riagblað ÞEIR UNNU BRASSANA! Þetta eru strákarnir af Brúar- fossi sem stóðu sig svo glæsilega í alhliða iþróttakeppni sem efnt var til milli áhafna allra skipa sem lágu í höfninni í Norfolk í lok maí. Verðlaunin hlutu þeir fyrir að verða efstir i knattspyrnu og skotfimi. Sigruðu þeir m.a. Brasilíu, tvö eitt. Þeir hlutu önn- ur verðlaun í frjálsum íþróttum og þriðju verðlaun í boðhlaupi. Þeir heita, talið frá vinstri: Eggert Eggertsson bryti og „þjálf- ari“, Björgvin Arngrímsson, Vil- bergur Prebensson, Ingólfur Jóhannsson, Ólafur Prebensson og ívar Guðmundsson. (DB-mynd Bjarnleifur) Valinkunnir sérfræðingar kanna hér fiskiræktarmál Fulltrúar ríkisins höfnuðu samstarfi við Reykjavíkurborg um komu þeirra Innan fárra vikna er von á tveimur erlendum sérfræðing- um í fisksjúkdómum hingað lil lands og munu þeir reyna að kynna sér og komast að raun um ástæður fyrir fisksjúkdóm- um í fiskeldisstöðvum á Reykjavíkursvæðinu. Borgar- ráð samþykkti ályktun veiði- og íiskiræklarráðs um komu þess- ara sérfræðinga og mun borgin ein sianda undir koslnaði við tslandsfiir þeirra. Veiði- og fiskiræktarráð hafði áður haft forgiingu um að samtök yrðu um hingaðkomu slíkra sérfræðinga. Leitaði ráðið hófanna hjá Veiðimála- stofnun rikisins og fisksjúk- dómanefnd um slíkt. Þessir aðilar kváðust ekki hafa áhuga á slíkri samvinnu og fisksjúk- dómanefndin taldi að lítill ár- anguryrði af slikri skyndiheim- sókn. Þóttu fiskiræktarráðs- mönnum Reykjavikur það kald- ar kveðjur og stinga í stúf við þá skyndidóma sem sama nefnd kvað upp yfir fiskir;ekt Skúlaá Laxalóni. Davið Oddsson, varaform. fiskiræktarráðs, sagði DB að sérfræðingarnir 'myndu koma innan fárra vikna og væri koma þeirra skipulögð og undirbúin af Jakobi Hafstein fram- kvæmdastjóra ráðsins. í vor kom upp einhver veiki í eldisstöðinni við Elliðaár. Rannsókn leiddi i Ijós að ekki var um nýrnaveiki að ræða heldur veiki setn áður hefur t.d. einnig komið upp í eldisstöð Skúla. Ráðinu finnsl þvi full ástæða til að fá valinkunna sér- fræðinga til að kanna ástæður fyrir sjúkdómum í eldisfiski á borgarsvæðinu. Einnig er það skoðun ráðsins að stuðla beri að því að sérfræðingur á þessu sviði fáist til rannsókna hér og haldi uppi viðurkenndu eftirliti með fiskirækt. En þar sem veiðimálastjórn og fisksjúkdómanefnd hafnaði samstarfi er ólíklegt að t.d. Kollafjarðarstöðin muni vera skoðuð af sérfræðingum en hún mun heldur ekki hafa sloppið við sjúkdóma. -ASt. LAUGARDAGUR 2. JÚLl 1977, Löggæzlumálin á Seyðisfirði: Ráðuneytis- stjdrinn til Seyðis- fjarðar Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri dómsmálaráðuneytis, brá sér í ferð til Seyðisfjarð- ar á miðvikudag. Eins og fram hefur komið í frétta- greinum Dagblaðsins í byrj- un vikunnar ríkir leiðinda- ástand á staðnum hvað varð- ar almenna löggæzlu. í við- tölum við nokkra málsmet- andi borgara Seyðisfjarðar var ástandinu lýst, — fjöl- margar kærur á misyndis- menn en lítið að gert hjá löggæzlumönnum og dóm- ara. Koma ráðuneytisstjórans til Seyðisfjarðar vakti mikla athygli og vonir bæjarbúa að nú verði breyting á bæjar- bragnum til batnaðar. Baldur Möller ræddi við bæjarráð og bæjarstjórn og fleiri aðila á miðvikudag og fimmtudag og starfaði fram á kvöld. Nú er að vita hvaða ráðstafanir verða gerðar til að tryggja bæjarbúum þann frið og þá ró sem þeir óska eindregið eftir. -JBP- Falskt neyðarkall Laust fyrir hádegi í gær heyrðist ógreinilégt neyðar- kall á neyðarbylgju Far- stöðvaklúbbsins og heyrðu margir það samtimis. Hins, vegar var það mjög óskýrt og náði enginn hvaðan það kom nema hvað það mun hafa verið einhvers staðar á Suðurnesjum. Þar sem einhver gat hugs- anlega verið í nauðum stadd- ur leituðu lögreglumenn og FR-menn meðfram fjölda vega og Slysavarnafélag ís- lands var við öllu búið. Síð- degis í gær var það að frétta þaðan að menn hölluðust æ meir að því að um gabb væri að ræða og ekki stæði til að kalla út leitarflokka. Svipað atvik kom fyrir nýlega en endurtaki slíkt sig má búast við að á köllum sem þessum verði ekki tekið mark þótt neyð sé á ferðum. -G.S. Þrennt slasast í umferðar- slysi Mjög harður árekstur varð á Reykjanesbraut við gatnamót Þúfubarðs kl. 13.30 í gær. Þar skullu saman vörubíll og Cortina fólksbifreið. Vörubíllinn hafnaði utan vegar en fólks- bíllinn e.vðilagðist gjörsam- lega. Hjón með smábarn slösuðust mikið í fólksbíln- um og bílstjórinn mest. Fólkið var allt í aðgerð á Slysadeild er blaðið fór i prentun. Bilstjóri vörubílsins slapp ómeiddur. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.