Dagblaðið - 02.07.1977, Síða 10

Dagblaðið - 02.07.1977, Síða 10
10 MMNIADIB frjálst,áháð dagblað lítgafandi DagbtaftiA hf. * fr—hwmdsBtjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fréttastiórí: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Halgason. Skrífstofustjórí rítstjómar: Jóhamas Raykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AðstoAarfréttastjórí: Atli Stainarsson. Safn: Jón 5avar Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Maðamann: Anna Bjarnason. Ásgair Tómasson. Bragi Sigurðsson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur Sigurðsaoo. Hallur Hallsson, Halgi Pétursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmymfir: Bjamlaifur Bj^rnlaifsson, Hðrður Vilhjálmsson, Svainn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Éyjólfsson. Gjaldkarí: Þráinn Þoríaifsson. Draifingarstjórí: Már E.M. Ritstýóm Slðumúla 12. Afgrsiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þvarholti 11. AðalBÍmi blaðsins 27022 (10 linur). Áskríft 1300 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 70 kr. aántakáð. Sstning og umbrot: Dagblaðið og Steindóréprant hf. Ármúla 5. Myndaog plötugarð: Hilmirhf. Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Fáránleiki íhásæti Fáránleikinn í þjóðfélagsmynd- inni kann að fara fram hjá mörg- um. Menn vilja verða samdauna, eins og það var einu sinni kallað. Stjórnmálamennirnir segja, að svona eigi þjóðfélag að vera upp byggt. En getur það verið? Lítum á dæmi, sem var tekið í frétt Dagblaðsins á fimmtudag um útflutningsuppbætur. Fram kom, að við kynnum á árinu að greiða 2,4 milljarða króna með útfluttum landbúnaðar- vörum. Þetta miðar við, að ríkissjóður greiði í uppbætur 10 prósent af öllu verðmæti land- búnaðarvara, sem eru framleiddar í landinu, en þar hafa mörkin verið sett. Nú á hinn almenni borgari erfitt með að átta sig á, hvort 2,4 milljarðar er mikið eða lítið. Framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins taldi þetta ekki svo háa upphæð. En þetta er svo sannarlega há upphæð, sem sést, ef hún er borin saman við aðrar, svo að menn skilji betur. Allur tekjuskattur, sem ríkið leggur í ár á félögin, það er að segja fyrirtækin í landinu, á að nema um tveimur milljörðum króna eða 0,4 milljörðum lægri fjárhæð en útflutningsupp- bæturnar. Með öðrum orðum nægir tekjutkatt- ur félaga ekki til að veita ríkissjóði það fé, sem þarf til að standa undir meðgjöfinni með út- fluttum búvörum. Þetta er há fjárhæð. Allur eignarskatturinn, sem ríkið leggur á einstaklinga í ár, á að nema um 600 milljónum eða aðeins einum fjórða hluta af því, sem fara skal í útflutningsuppbætur. Allur eignarskatt- ur félaga til ríkisins nemur 575 milljónum. Með öðrum orðum þarf ríkið bæði tekjuskatt- inn og eignarskattinn á félögin, fyrirtækin, í landinu til að geta greitt þessar uppbætur. Allur eignarskatturinn, sem rennur til ríkis- ins, nemur í ár rúmlega 1,2 milljörðum eða aðeins helmingi þess, sem fer í útflutningsupp- bæturnar. Allir svonefndir persónuskattar, sem ganga til ríkisins, nema í ár um 2,9 milljörðum eða aðeins hálfum milljarði meira en uppbæturnar. Þessi dæmi sýna, að 2,4 milljarðar eru býsna há upphæð, sem verja mætti til annarra þarfa, þar sem hún kæmi að gagni í stað þessarar fásinnu. Hér er aðeins talaó um útflutningsuppbætur af landbúnaðarvörum en ekki niðurgreiðslur og hvers konar aðrar opinberar gjafir til land- búnaðarins. í frétt Dagblaðsins var sagt, ao iagnað hefði verið samningi um síldarsölu til Sovétríkjanna fyrir 900 milljónir og öðrum til Finnlands fyrir 500 milljónir. Verðmæti hinnar útfluttu síldar til þessara landa veróur því 1,4 milljarð- ar, meðan útflutningsuppbætur á búvörur eru milljarói meiri. Þetta dæmi og önnur, sem hér eru tekin, sýna, að margir strita mikið, til þess að bændur geti losnað við þá óarðbæru fram- leiðslu, sem þarna er á ferðinni. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. JÓLl 1977. ....... Fangelsisvist in er luxus '..... —Mitchell fyrrum dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna afplánarnú dóm sinn vegna aðildarað Watergate Mennirnir sem viðriðnir voru Watergatehneykslið í Banda- ríkjunum, sem varð til þess að Nixon forseti varð að segja af sér, eins og frægt er orðið, eru nú á ný í sviðsljósinu. Þeim er fylgt af fréttamönnum og ljós- myndurum langleiðina inn í þau fangelsi þar sem þeir eiga að afplána dóma sína. Æðstu ráðamenn Bandaríkj- anna Jilutu dóma vegna aðildar : •. ■ í - ' m y wí ;r- L . ypljp HHE..-.v*l0ÉMfett$M-:;:;-;tt-;HBHHff^3HII John Mitchell fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á leið í fangelsið þar sem hann verður að minnsta kosti næstu tvö árin vegna aðildar sinnar að Watergate-hneykslinu. f Launadans og stríðsskaðabætur Þótt tslendingar séu meðal þeirra fáu þjóða, sem ekki hafa iðkað vopnaburð að ráði i nokkra mannsaldra, hafa þeir þó tekið ástfóstri við eins konar „borgarastyrjöld“, sem háð er í landinu með nokkuð jöfnu millibili. Þetta er borgarastyrj- öldin milli launþega og at- vinnurekenda og rikisvaldsins, með öðrum orðum hinn al- menni borgari gegn sjálfum sér. Einni slíkri styrjöld er nú lokið, að nafninu til. í slíkri styrjöld, sem háð er milli lands- manna, kemur enginn út sem sigurvegari heldur lýkur henni með samkomulagi um eins kon- ar sjálfspyntingarstefnu um ákveðinn tíma eða þar til næsta borgarastyrjöld hefsl. Það er látið heita svo að þess- ar árvissu styrjaldir snúist um launa- og kjaramál en það er opinbert leyndarmál og liggur raunar í augum uppi að í landi eins og tslandi sem í reynd hef- ur enga möguleika á aukinni framleiðni er beinlínis nauð- synlegt fyrir ríkisvaldið ekki síður en fyrir forystu launþeg- anna að efna til „borgarastyrj- aldar" um launa- og kjaramál með ákveðnu millibili. Slíkar styrjaldir gegna tvenns konar hlutverki. Annars vegar hjálpa þær stjórnvöldum að réttlæta vesæla afkomu þjóðarbúsins og útþenslu ríkis- báknsins, hins vegar réttlæta slikar st.vrjaldir tilveru forystu- liðs launþegasamtakanna. sem ná til alls vinnandi fólks meðal þjóðarinnar og fá hinn almenna launþega til þess að trúa þvi að fyrir tilstilli forystuliðs þeirra hafi náðst fratn kjarabætur sem annars hefði verið von; laust að ná, og því verði að heyja slíkar styrjaldir með vissu millibili! Og þess vegna er það að slík- ar borgarastyrjaldir, sem háðar eru hérlendis um laun og kjör, enda aldrei með sigri eins eða annars, eins og gerist oft í ai- vöru-styrjöldum, — heldur með samkomulagi! — og að stríðs- skaðabætur skuli greiddar. Hitt er sjaldnast minnzt á hverjir greiði stríðsskaðabæturnar, nefnilega launþegarnir, hinn almenni borgari, sem stendur nákvæmlega í sömu sporum og f.vrir borgarastyrjöldina. Það samkomulag sem gert er að slíkum styrjöldum loknum er m.a. um það að næst verði að standa öðruvísi að málum og fara þurfi nýjar leiðir, án þess að frekar sé minnzt á hverjar

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.