Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 6
6 t DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. JULÍ 1977. ' 1 ........... ....... ...... Sundf ólk í heimsklassa — keppir i átta landa keppninni sem hefst í Laugardalslaug ídag Bezta sundfólk átta þjóða, íslands, Noregs, Skotlands, Wales, Belgíu, Sviss, Israels og Spánar, verður í sviðsljósinu í Laugardalslaug í dag og á morgun. Þá fer fram átta landa keppnin í sundi, sem ísland hefur tekið þátt í síðan 1971. í fyrsta skipti, sem keppnin er háð hér á landi — og forráða- menn íslenzka sundsam- bandsins hafa staðið í stór- ræðum til að láta enda ná saman i sambandi við þetta mikla fyrirtæki En þeir telja það ekki eftir sér — og vona að keppnin veiti fslenzkum áhorf- endum og keppendum mikla gleði. Keppnin hefst kl. þrjú í dag í Laugardalslauginni — en á morgun, sunnudag, hefst keppnin kl. 9.30 með langsund- um, en síðan í öðrum greinum kl. 1.30. í íslenzka landsliðinu er ungt> fólk, sem samt hefur mikla reynslu, flest, í keppni. Sig- urður Ólafsson er elztur, 22ja ára, Axel Alfreðsson og Vilborg Sverrisdóttir: tvítug, Árni Eyþórsson 19 ára, Bjarni Her- mannsson og Hermann Alfreðs-1 son 17 ára, Hafliði Halldórsson, og Þórunn Alfreðsdóttir 16 ára, Ólöf Eggertsdóttir 15 ára, Guðný Guðjónsdóttir og Sonja Hreiðarsdóttir 14 ára og Hulda Jónsdóttir aðeins 13 ára. Keppt verður í 26 sundgrein- um í keppninni og má búast við ýmsum góðum afrekum. í fyrra í Cardiff sigruðu Norðmenn og þeir unnu einnig í Palma 1975. Skotland sigraði i keppninni 1972 og 1973 en Spánn árin tvö þar á undan. 1» íslenzka landsliðsfólkið i sund- inu sem keppir í átta landa keppninni. Frá vinstri: Hulda, Guðný, Bjarni, Sonja, Hafliði, Hermann, Árni, Sigurður, Axel, Vilborg og Þórunn. DB- mynd Bjarnleifur. Hvenær eru karlar beztir? þegar þeir eru saddir, örlítið hýrir, heitirog nýbaðaðir „Hvenær eru karlar beztir — þegar þeir eru saddir, örlítið hýrir, heitir og nýbaðaðir. Hver kona, sem náð hefur líkams- og sálarþroska, þarf fleiri en einn slíkan.“ Þessa setningu má lesa í ársriti Kvenréttindafélags íslands, 19. júní. Eru konur farnar að færa sig upp á skaftið — það er að það sé stefna kven- réttindakvenna að fara fram á fleiri en einn? Þá nýbaðaðan, saddan, heitan og örlítið hýran? Sjálfsagt ekki — en í 19. júní, sem þekktur er að íhaldssemi fremur en hitt, má finna greinar eftir fimm konur á aldrinum 35- 60 ára. Þessar konur, ónafn- greindar, flestar fráskildar, greina frá viðhorfum sínum til kynferðismála og reynslu sinni. Lilja Ólafsdóttir skrifar dulítinn formála að greinum kvennanna fimm og ræðir meðal annars um þær bábiljur er tröllriðið hafa umræðum um kynferðismál. Margt athyglisvert kemur fram ef viðtölin fimm eru skoðuð sem heild. Þar er þá fyrst að nefna að í uppvexti var það nokkurn veginn segin saga að ekki mátti minnast á kynferðismál. Þannig segirein kvennanna að eitt sinn hafi borizt inn á heimili hennar bók um takmörkun barn- eigna. Eitt sinn kom móðir hennar að henni ásamt systrum hennar að fletta bókinni. Móðirin þreif bókina og kastaði henni á eldinn. Þeir fordómar er ríkt hafi á heimili hennar hafi beinlínis orðið til þess að hún hafi verið mjög óörugg og beinlinis álitið kynlíf ósiðlegt. Já, ósiðlegt — af svörum kvennanna kom fram að kynlífið hafi verið uppmálað ósiðlegt i æsku þeirra. Konan væri til þess að þjóna karlmanninum án þess að hugsa um eigin ánægju. Það að sofa hjá strák var hneisa fyrir sómakæra stúlku, að ekki væri talað um ef stúlkan yrði ófrísk. Hins vegar hafa strákarnir stært sig af því að sofa hjá sem flestum. Þarna finnst konunum, eðlilega, mikil tvöfeldni í uppeldi. Veganestið var því að kynlíf væri ósiðlegt en konurnar lærðu af eigin reynslu, lærðu að meta kynlífið rétt. „Kynlífið er krydd lifsins" er yfirskrift fyrstu greinarinnar. Þar ber meðal annars á góma að tal um kynferðismál og getnaðar- varnir hafi á síðustu árum einungis leitt lil þess að stúlkur taki að lifa kynlífi mun fyrr en ella. Þetta álítur greinarhöfundur að sé alrangt og líkir því við manninn er sagði: „ef þessi berklaskoðun hefði ekki farið fram þá væri ég ekki á hælinu.“ Með öðrum orðum — ekki þýði að loka augunum fyrir gangi lífsiris með þögninni. „Að bíða eða taka“ er fyrirsögn annarrar greinarinnar. Þar ráðleggur greinarhöfundur konum að sitja ekki aðgerðar- lausar girnist þær karlmann. Vilji þær einhvern tiltekinn karlmann eigi þær ekki að bíða — heldur „ná í“ karlmanninn. Og hún bætir við — „í meir en tvö ár var ég þátttakandi í gömlu rútinunni. Beið með öndina í hálsinum eftir að þeim karlmönnum, sem mér leizt vel á í það og það skiptið, þóknaðist að líta á mig — og vera síðan — ef þeir ekki gerðu það — með þessum eina góða, gamla, sem við þekkjum og notum í hallæri." Þr.iðja greinin ber yfirskriftina „Rósir og vín, kynhvötin minnkar ekki með árunum, — hún vex.“ Þar skiptir greinarhöfundur stúlkunum í þorpinu, þar sem hún ólst upp, í tvo flokka. Annars vegar eru þær sem voru metnaðargjarnar og vildu mennta sig meira. Þær sváfu ekki hjá strákum. Hins vegar voru þær er ætluðu sér að verða húsmæður. Þær voru ekki svo mjög hræddar við kynlíf. „Þær þóttust oft ,,negla“ stráka og krækja 1 þá með því að sofa hjá þeim og jafnvel verða ófrískar", • eins og segir orðrétt. Fjórða greinin ber fyrir- sögnina: „Svona var pukrið míkið“..giftar konur áttu fremur að hafa mök við menn sína af skyldu en anægju. Könan sem skrifar er sextug og segir að er hún var að alast upp hafi ekki mátt tala um kynlíf. Stúlkur ólust upp við að það væri ljótt og ósiðlegt — kynlífið. En konan hrósar happi að móðir hennar var öðruvísi en mæður vinkvenna hennar. Hún fræddi hana um kynlíf. Þegar hún aftur sagði vinkonum sínum frá því er móðir hennar sagði henni hneyksluðust vinkonurnar — já, slíkt var pukrið, segir hún. Konan segir að hún hafi reynt að ala upp börn sín upplýst um kynferðismál, og eins og hún segir í greininni, „mér finnst ég auðugri fyrir að hafa haft svo náið samband við börnin mín og finna að þau hafa leitað til mín og trúað mér fyrir vanda- málum án þess að óttast að ég svaraði þeim út úr eða hrinti þeim frá mér með fordómafullu viðhorfi eða eigin feitnni." Loks er það fimmta og síðasta greinin en fyrirsiign hennar hljóðar „Aldrei neitt stórmál". Konan segist hafa búið á af- skekktuin sveitabæ og vani/.t þvi að sjá að æxlun væri eðlilegt fyrir- bæri. Siðan, er hún spurði móður sína um kynferðismál, var svarið einfalt. Rétt eins og hjá dýrunum. Rétt svona — einfalt, blátt áfram og engin vandamál. Hins vegar hafi hún síðan farið í heimavistarskóla og þá var alls ekkert rætt um kynferðismál. Strákar og stelpur hafi vissulega verið skotin hvert í öðru en létu standa við kossaflens og vanga- dans. Slðan bætir hún við að þær konur er mest gagnrýna þær stúlkur, er barn hafa átt i lausa- leik og þótt léttar á bárunni, hefðu áður fyrr verið búnar að bergja meira en góðu hófi gegndi af lífsbikarnum sjálfar. Þær hafi síðan komizt í hjónaband. Gagn- rýni þessara kvenna telur hún að stafi af sektarkennd af að hafa ekki farið eftir hinum ströngu reglum samfélagsins. Þær reyni því að þvo af sér fyrra líferni með því að auglýsa „heiðvirt" viðhorf sitt. Og hún heldur áfram: — „en á síðustu árum hefur orðið bylting 1 umræðum um kynferðismál. Byltingar eru óæskilegar því þær slíta menningarlegar rætur. Áður fyrr mátti ekki nefna kynlíf — nú snýst allt um kvnlíf. Unglingar verða að geta sannað fyrir sjálf- um sér og öðrum að þeir séu engir gamaldags bjánar, sem hika við að vera með hverjum sem er.“ Og hún bætir síðar við — „fólki verður að þykja vænt hvoru um annað til að kynlíf sé gott og fallegt og veiti virkilega ánægju. Já, mér finnst hálfóeðlilegt hvað kynlífið er orðið mikil tízka.“ Já, ef til vill rétt — það er skammt öfganna á milli. En greinar kvennanna fimm eru mjög athyglisverðar og spegla vel viðhorf kvenna til kynlífs, annars vegar það viðhorf er ríkti frá 1930-55 og hins vegar nú. -h. halls. Yfir 60 þúsund bflfarmar af sorpi fóru á haugana Á síðastliðnu ári var 60102 bílförmum af sorpi ekið frá Reykjavík á sorphaugana og i sorpeyðingarstöð Reykjavíkur- borgar. Þetta magn er áætlað 340 þúsund rúmmetrar og um 54 þúsund tonn. Þar að auki losuðu utanbæjarsorpbílar 2355 bilfarma á haugana eða ca 10.570 torin, að þvi er segir i ársskýrslu gatnamálastjóra. Valtækni hf. sá um móttöku á haugunum. Var lokið við að setja 3 metra lag ofan á eldri hluta tippsins. Þá var einnig girt af viðbótarsvæði við haug- ana og er tekinn upp úr því jarðvegur og fyllt í með sorpi. Er nú verið að byrja á þriðja laginu og er áætlað að það taki 2-3 ár að ljúka við það. Sorpe.vðingarstöðin tók við 1353 bílförmum af sorpi eða um 6600 tonnum. Urgangurinn frá stöðinni varð um 3300 tonn og var fluttur á haugana. Framleiðsla á skarna var 6284 rúmmetrar. Seldist 2871 rúmmetri af þvi og 1400 pokar. Borgarstofnanir notuðu rnegin- hlutann af skarnafram- leiðslunni, en einkaaðilar litið magn. Nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær. Seltjarnarnes og Bessastaða-. Mosfellssveitar- og Kjalarneshreppur hafa gert samning um sorpmóttöku. Enn- fremur hafa bæirnir austan- fjalls fengið leyfi til að losa sorp á haugana um óákveðinn tima. -ÁSt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.