Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 2
2 r DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. JULÍ 1977. ORKA...ORKA...ORKA Á þessum síðustu og verstu tímum er orkan mikið til umræðu. Rætt er um orku, orkuþörf, orkusparnað, orku- nýtingu og svo mætti lengi telja. En hefur það nokkurn tíma verið reiknað út tölulega, hversu mikil orka fer til íþrótta og annarrar hreyfingar mann- skepnunnar? Allir vita, að sú orka sem einn maður notar í knattspyrnuleik er alveg gífur- leg, hvað þá liðin tvö, eða tuttugu ogtveir menn, fara með í einum landsíeik. Hvað skyldi vera hægt að knýja einn meðal- bfl langa vegalengd á slfkri orku? Það væri nógu gaman ef einhver reikningsfróður „fræðingurinn“ vildi setjast niður og reikna það út. Allir sem fylgzt hafa með þeim skákeinvígjum sem farið hafa fram á tslandi á undan- förnum árum vita að keppend- urnir hafa lagt mjög mikla á- herzlu á líkamlega þjálfun sína. Hún er ekki talin minna virði en andlega þjálfunin. Spassky stundaði leikfimi og tennis og Fischer stundaði sund og tennis. Vafalaust hafa þeir líka báðir notfært sér morgunleik- fimina hans Valdimars. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig menn eins og Mick Jagger, sá frægi rollingur, fer að þvi að halda úti slfkum kon- sertum sem raun ber vitni. Það er ekki lltil orka sem hann eyðir á hverjum hljómleikum. Hann stekkur og hoppar á sviðinu. Hann klifrar upp kaðla og sveiflar sér i þeim langt út yfir áhorfendaskarann, en jafn- framt syngur hann eins og ekk- ert sé sjálfsagðara. Þegar poppsérfræðingur Dagblaðsins var spurður að því hvernig maður á þessum aldri (34 ára) færi að þvi að standa sig svona vel, svaraði hann þvf til að Jagger stundaði tennis til að halda sér í formi og ennfremur léki hann golf. Annar heims- frægur poppari, Alice Cooper, stundar einnig golf og svo mætti lengi telja. -rl. ' ...... Fátæktin á lífsins leið - Vísur og vísnaspjall Jón Gunnar Jónsson Björn Þorleifsson Hólabiskup var ekki, að sagt var, fyllilega ánægður með Passíusálma Hallgríms Péturssonar. En fyrr á tímum og jafnvel fram á okkar daga hafa biskupar og háttsettir kenni- menn fett fingur út í sálmakveðskap skálda, einkum þegar ný kirkjusöngbók hefur verið í undirbúningi. Ekki hafa þessar breytingatillögur biskups varðveist, en eitthvað hefur hann viljað bera blak af Júdasi sáluga, ef marka má skætingsvísur, sem til eru um þessar breytingatillögur. En prestar, sem stóðu með Hallgrímsgerð, ortu: Júdas stcndur ekki einn uppi meðan Björns er von. Aldrei vissi’ eg annan neinn afsaka þann djöfulsson. Fyrst aö Júdas forsvarsmann fann á þessum dögum, einhver máski andskotann afsakar mcð lögum. Ef þeim háðum betri stað Birni tækist veita, meisiarastykki mætti það og mestu undur heita. Guðmundur á Miðengi í Grímsnesi var dugnaðarbóndi og efnaður. Hann var inanna rólyndastur. En kvenhollur var hann lalinn. Einu sinni kom kona hans að honum i óþægilegu standi með vinnu- konu á heimilinu. Varð hún þá hvassyrt við hónda, cins og von var. — Þá varð Guömundi að orði: Ekki iná nú mikið á Miðengi. — Um þetta var kveðiö. Lítið gaman Mundi má á Miðenginu leyfa sér, kella hans er komin á stjá ef hvatir eðlis hre.vfa sér. Flestir kannast við þessa gömlu þorra- visu og hefur hún verið ýmsum eignuð: Þegar vantar varmaföng, vist og heyjaforðann, þorradægur þykja löng þegar hann blæs á norðan. 1 Þjóðvinafélagsalmanaki 1914 segir að Sveinbjörn Egilsson rektor, d. 1852, hafi ort fyrri hlutann en séra Eiríkur Hallsson í Höfða, d. 1888, hafi botnað. Latur maður lá í skut, latur var hann þegar hann sat, latur fékk oft litinn hlut, latur þetta kveöið gat. Þetta er alkunn vísa. I Þjóðvinafélags- almanaki 1914 er hún eignuð Steindóri Finnssyni i Krossnesi í E.vrarsveit, d. 1734, og sögð ort um sjálfan hann. Sam- kvæmt sömu heimild er eftirfarandi leti- vísa eftir séra Gunnar Pálsson, d. 1791. Viljugan að halda hund hundrað ár er skárra en latan mann um stutta stund, stundar hann gagnið fárra. Félag vestfirðinga gaf úl ársritið Gest Vcstfirðing 1847-55. I f.vrsta árgangi er æviminning. Þar segir m.a.: Bjarni hét maður Þórðarson, f. 1761 og d. 1848. Hann l)jó lengst í Siglu- nesi við Breiðafjiirð, stundaði þar búskap og hafði útræði. Hann var sigldur maður oe hafði numið sútun og skinnklæðagerð, greindarmaour og dugnaðarforkur. Hann orti for- mannavisur um þá sem reru úr Odd- bjarnarskeri árin 1776-82. Sumarið 1817 fékk Guðmundur Scheving útgerðar- maður í Flatey Bjarna til þess að vera á fiskiskútu fyrir sig. Ekki geðjaðist hon- um að háttalagi skipsmanna, þótti þeir einráðir, munaðarlífir og óhúsbónda- hollir, eins og þar segir. Gekk hann því af skútunni. Hann orti. Á jaktinni eyddist flest efnin purl'ti ao nata nvur, en guðsóttinn entist best, því aldrei var hann brúkaður. Bjarni Jónsson frá Gröf í Húnavatns sýslu orti. Ég hef átt mér yndi dátt, ergja fátt mig kunni. Hjá flóðum sáttur þráði þrátt að þjóna náttúrunni. Og þessi er eftir Berg Strandalín. í hiinnaríki er hópur stór, í hinum staðnum fleira. Hvort heldur hann faðir minn fór fáið þið síðar að he.vra. Þegar Leirulækjar Fúsi kom i kirkju með koppinn sinn: Koppurinn situr hátt á herðum. hallast ekki iná, fagurt þing með fjórum gerðum, Fúsi karlinn á. Þeua er gömul vísa, veit ekki hver ort hefur: Einn ég þræði leið um lönd láni og gæðum fjarri. Köld er bæði kinn og hönd, hver er mæðan stærri. Mannlýsing, vestfirsk, birt í ísafold 24. feb. 1912, þá á að giska 30-40 ára gömul, höfundur þá látinn, en sá sem um var ort enn á lífi. Særir, ergir, lýtum lýgur og löstum upp á aðra. Ærumerg úr ýtum sýgur eitruð sveitarnaðra. Fátækur maður missti einu kúna sína sama daginn og konan hans ól siöonda harnið beirra. Frá þessu segir í aunnudagsblaði Alþýðunlaösins 25. okt, 1938 og þessi visa Dirt, sem maðurinn orti: Bág mér þvkir bre.vtni sú af buðlung sólarranna, að fá mér ungbarn fyrir kú, fátæKustum manna. Er hún ekki ósköp íslendingsleg þessi berorða Hafnarvísa? Hún mun vera frá f.vrsta eða öðrum tug aldarinnar. Fátækin á lífsins leið l.vstisemdir bannar. Þó hef ég fengið reið og reið. rétt eins og hver annar. J.G.J. — S. 41046.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.