Dagblaðið - 02.07.1977, Síða 13

Dagblaðið - 02.07.1977, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. JULl 1977. STRANDKJOLL SEM ER SÓLBAÐS- LAK í LEIÐINNI Hér kemur smellin hugmynd fyrir sólarlandafara, strand- kjóll sem er eins konar sólbaðs- lak í leiðinni. Frotté-efnin eru 90 cm breið og hægt að hafa „kjólinn" eins síðan og hver kýs með því að kaupa meira af efninu. Eins er hægt að nota venjuleg baðhandklæði. Ef efnið er notað verður að falda kantana. Klippt er úr miðju efninu fyrir höfuðið og hálsmálið faldað. Kjóliinn er ekki saumaður saman í hliðunum en haldið saman um mittið með snúru eða belti. Þegar nota á flíkina sem lak til þess að liggja á í sólbaðinu er hún tilbúin, aðeins lögð eftir endilöngu á heitan sandinn! -A.Bj. 18 Það er til líf eftir — segir þýzkur læknir eftir að hafa verið vitni að endurlífgun margra sjúklinga er írauninni voru látnir Þekktur þýzkur læknir, Paul Becker við St. Vincent sjúkra- húsið í Limberg í Vestur- Þýzkalandi, hefur rannsakað sjúklinga sem fengu ,,klíniskt“ andlát, en voru vaktir til lífsins á nýjan leik. Þegar sagt er að sjúklingur sé ,,klínískt“ látinn er átt við að hann sé látinn frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Þá er enginn hjartsláttur, enginn púls, enginn blóðþrýstingur og engin öndun allt upp í fimm mínútur. Þessir sjúklingar eru allir á sama máli um að þeim hafi liðið alveg dásamlega vel — Þeir halda því fram að þeir hafi „svifið" í lofti sjúkrastofunnar eða skurðstofunnar og horft á sjálfa sjg, hjúkrunarfólk og lækna í kringum sig. Þetta mun vera kallað „sálfarir" á islenzku og flutti Ævar Kvaran leikari fjölmörg erindi um þetta efni f útvarpinu f vetur. Eftir að þessir sjúklingar höfðu verið „lífgaðir við“ með hjartahnoði og öndunarvélum eru þeir allir á sama máli um að þeir hefðu heldur kosið að fá að vera áfram í dauðaástandinu. Flestir segja nákvæmlega sömu setninguna segir dr. Becker: „Hvers vegna léztu mig ekki vera í friði? Mér leið svo dæma- laust vel. Þetta var svo fagurt og allur sársauki var horfinn." Allir þessir sjúklingar staðhæfðu einnig að enginn ótti hefði gert vart við sig, heldur einhvers konar sælutilfinning. Þegar líkaminn var um það bil að lifna við aftur vissu sjúkling- arnir að nú áttu þeir að „snúa aftur" í þennan líkama, sem var kvalarstaður og þeir kviðu þvf. „Sumir voru reiðir yfir því að vera vaktir til lffsins á nýjan leik,“ sagði dr. Becker. Þessir sjúklingar hans eru á aldrinum frá 24 ára til 67, bæði konur og karlar. Þeir voru haldnir ýmsum sjúkdómum, krabbameini, innri blæðingum, hjartaáfalli og nokkrir voru meðvitundarlausir. Bæði dr. Becker og aðstoðar- fólk hans hafa sagt að' það sé mikil trúarleg reynsla að vera viðstaddur slfka „endur- vakningu til lífsins“. „Allir þessir sjúklingar voru á einu máli um að sálin hefði farið úr lfkamanum,“ sagði dr. Becker. „Nokkrir þeirra trúðu alls ekki á guð áður en þetta gerðist. En það gera þeir allir eftir þessa reynslu. Eftir að hata fýlgzt með þess- um sjúklingum og rætt við þá: eftir „endurlffgunina“ er ég' sannfærður um að það er ein- mitt það sem gerist við „dauðann" — að sálin fari úr líkamanum,“ segir dr. Becker. Hann hefur einnig viður- kennt að honum þótti frásagnir af svona atburðum næsta ótrú- legar áður en hann varð vitni að þeim sjálfur. „En nú trúi ég þessu," segir hann. „ Sannanirnar eru of miklar til þess að mótmæla þeim, — það er til líf eftir dauðann“.Þýtt og endursagt A.Bj Fluavélarnar gtra órós ó risaapann •fftir röð. SprangjuhriA rignir yfir oponn V Strókar, þið vtrðið að gaita að því að lóta hann ekki nó ykkur. Tœknimaðurinn tr við ^Tcnknimaður kallar Logan: Mtr líkar ekki hvtrnig hann lœtur., Þetta er ekki alveg eftir ^ Hvað trt þú Það er erffitt |[ eiginltga aö ^að ------------- tiga við ^ hann, hann } virðist vera S

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.