Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. JÚLl 1977. Hvar fær gamla fólkið mjólkina? ^ Cá Gömul kona skrifar: Illa er farið með gamla fólkið í Stórholti og nágrenni. Nú er lögð niður mjólkurbúðin í Stór- holti. Því var lýst yfir, þegar Mjólkursamsalan hætti að reka smásöluverzlanir, að bættur skyldi allur skaði. Kaupmenn skyldu taka við mjólkursölunni svo að enginn biði tjón af. En raunin verður önnur fyrir allt gamla fólkið sem býr við Stórholt og þar í grennd. Þarna eru mjög margir aldraðir og þeim er nú ætlað að fara langar leiðir eftir mjólkinni. % Það munar um hvert skrefið sem tölta þarf eftii' mjólkinni þegar maður er kominn á þenn- an aldur. Raddir lesenda Umsjón: Dóra Stefánsdóttir Eru íþróttir ekkert nema fótbolti, Bjami Felixson? — Iþróttaþættir útvarpsins bera af þeim ísjónvarpinu Anna skrifar: Fróðlegt væri að vita hvort íþróttafréttamaður sjónvarps- ins sé hreinlega á móti öllum íþróttum nema fótbolta og hvort hann reyni aldrei að afla innlendra fréttamynda af öðr- um íþróttaviðburðum en fót- bolta. Það er engu líkara en að hann birti ekki aðrar filmur í íþróttaþættinum en þær sem honum berast upp í hendurnar og er þá mjög áberandi hvað Svíar hafa verið rausnarlegir, a.m.k. upp á siðkastið. Eg er ekki neinn sérstakur unnandi íþrótta yfirleitt en svo hefur viljað til að ég hef hafnað í sjónvarpsstólnum mínum nokkur undanfarin mánudags- kvöld og því er nú að ég sting niður penna. Mér finnst þetta í hæsta máta undarlegir íþróttaþættir. Sumir fótboltaleikirnir eru fyrst sýnd- ir í heild á laugardegi og síðan aftur kaflar úr þeim á mánu- degi. Mér finnst þetta einum of mikið. Maður var dálítið spenntur að sjá mynd frá frjáls íþróttamótinu í Kaupmanna- höfn, sem búið var að auglýsa, en sú mynd kom ekki. Iþróttaþættirnir í útvarpinu undir stjórn Hermanns Gunn- arssonar eru aftur á móti bráð- skemmtilegir. Þótt hann sé sjálfur „gömul“ fótboltahetja lætur hann ekki fótboltann sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum íþróttagreinum. Hermann er stórkostlega góður. Ekki myndi heldur saka að fá hann á skjáinn því maður- ínn er dæmalaust huggulegur, fynr utan að hann hefur þægi- lega rödd og það skilst vel sem hann segir. Er leyfilegt að jórtra tyggi- gúmmí í matvöruverzlunum? Kona i Keflavík hringdi: Ég fór hér út í matvöruverzl- un um daginn eins og oft áður. Kr þella ekki svolílið sóðalegl? Á kassanum var ung stúlka sem tuggði tyggigúmmí í svo mikl- um ákafa að hún mátti varla vera að öðru, hún tuggði eins og hún ætti lífið að leysa. Þegar ég var að borga blés hún stærðar kúlu sem sprakk nærri því frainan í mig. Hún baðst ekki einu sinni afsökunar. Eg segi frá þessu því mig langar til að vita hvort þetta er le.vfilegt. I frystihúsum og víða annars staðar þar sem unnið et með mat er slíkt bannað og eins ætti auðvitað að vera í verzlun- um sem hafa mat á boðstólum. Af jórtri tyggjós er mikill sóða- skapur fyrir nú utan hvað það er hviinleiður vani. Er ekkert íþróttir nema fótbolti? spyr Anna. Myndin var tekin í leik Víkings og ÍBV. Spurning dagsins Skrífarðuoft sendibréf? Hermann Sigurðsson nemi: Nei, ég skrifa lítið af bréfum, hef t.d„ aldrei átt neinn pennavin, svo kemur fyrir að maður sendi póst- kort við og við. Hallgrímur Glslason: Aldrei, ég skrifa ekki bréf og geri lítið af þvi að senda kort, þó kemur það stundum fyrir. Þórhildur Egilsdottir menntskælingur: Neij ég geri nú lítið af því, þegar aílt kemur tU alls, þá geri ég það sennilega ekkert. Jóhannes Frank Jóhannesson, starfs. Kaupf. Dýrfirðinga: Já, já, ég skrifa stundum, þá skrifa ég suður til afa og ömmu, einnig sendi ég stundum kort. Friðbert Jón Kristj ánsson, 'vlunur hjá hreppnum: Nehei, það geri ég aldrei. auk þess á ég enga penna- vini og þarf sjaldan að skrifa kort. Kristján Gunnarsson bifvéla- virki: Nei, ég geri það nú ekki en þó kemur stundum fyrir að maður skrifi einhverjum póstkort.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.