Dagblaðið - 02.07.1977, Side 7

Dagblaðið - 02.07.1977, Side 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. JULÍ 1977. ^ " "" .... 7 Það þætti óstjóm hjá ríkisstjóminni —ef hún st jórnaði landinu eins og skapar- inn veðurfarinu, segir Regína fréttarítari DB á Eskifirði á ferð í höfuðborginni „Eg er hrædd um að það þætti óstjórn hjá þeirri ríkis- stjórn sem stjórnaði landinu á líkan hátt og skaparinn stjórn- ar veðurfarinu, allt að skrælna úr þurrki fyrir austan en alltof mikil væta hér syðra,“ sagði Regína Thorarensen, frétta- ritari DB á Eskifirði, Regína leit við hjá okkur á rit- stjórninni, en hún er á leið til sumardvalar á fornum slóðum að Gjögri á Ströndum. „Bændurnir fyrir austan eru búnir að bera á túnin í þeirri von að það komi væta, en þau sviðna undan áburðinum. Þar sem ekki er búið að bera á er aðeins kominn grænn litur en spretta er engin. Útlitið er mjög ískyggilegt ef ekki kemur rigning næstu daga. Tilbúni áburðurinn gufar upp í þurrkinum. . Og þó að það sé aðeins smágola að degin- um til er meiri gola á kvöldin og þar af leiðir að ekkert nátt- fall er, sem annars myndi hjálpa mikið.“ — Hvernig er með drykkjar- vatnið, er það á þrotum? „Nei, það er nægilegt drykkjarvatn bæði fyrir menn og skepnur. Satt að segja undr- ar það mig að bændurnir skuli ekki hreinlega vökva túnin hjá sér, með allan þennan vélakost sem þeir eiga,“ sagði Regína. — Hvernig eru vegirnir? „Þeir eru góðir nema hvað þeir eru mjög harðir. Það hefur ekki verið hægt að hefla þá vegna þurrkanna. Það er allt á kafi í ryki enda eru allir Aust- firðingar hásir.“ Eftirvinnubannið kom sér af- ar illa hjá okkur, sérstaklega fyrir hraðfrystihúsið, en það er mikil vinna framundan. Við eigum duglega og framsýna at- vinnurekendur, enda eru þeir ekki háskólagengnir og skilja flest íslenzk orð. Það hefur verið unnið af fullum krafti um helgar og langt fram á kvöld. Það eru mörg hús i byggingu, vantar aðeins smiði,“ sagði Regína. Regína verður á Gjögri í sumarbústað sínum næstu sex vikurnar. •A.Bj. DANSKUR FIMLEIKA- FLOKKUR Á ÍSLANDI — heldur hér þrjár sýningar en f lokkurinn er á vegum Gerplu úr Kópavogi Nú um helgina heimsækir fim- leikaflokkur frá Thisted í Dan- mörku ísland og heldur flokk- urinn hér 3 sýningar Fimleika- fíokkurinn kemur hingað á Það er eins og gott veður í Reykjavík auki á árekstra- fjöldann og verða þeir sjaldan fleiri og stærri en þegar sólin skin sem bjartast. I gær urðu 18 árekstrar á tímabilinu frá klukkan eitt til sex. vegum íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi en stjórnandi flokksins er Age Husum, heimsþekktur danskur fimleikamaður. Danska fimleikafólkið býr á saman svo úr urðu ótal högg, beyglur og brot. Allt þetta skeði við prýðisgóð akstursskilyrði en ökumenn virt- ust með hugann við annað en aksturinn. -ASt. heimilum félagsmanna Gerplu á meðan íslandsdvölin stendur en 9. júlí heldur flokkurinn utan aftur. Fyrsta sýning flokksins verður 4. júlí í Asgarði í Garðabæ kl. 21. Síðan verður haldið til Akureyrar og þar haldin sýning á miðvikudag kl. 21. Þriðja og síðasta sýning flokksins fer síðan fram í íþróttahúsinu Ásgarði föstudaginn 8. júlí og þá kl. 18. -h. halls. » Danir hafa á að skipa ýmsum ágætum fimleikamönnum. Hér svifa þrjár úr danska fimleika- fiokknum um loftin blá. Fjöldi árekstra í sól og góðúm akstursskilyrðum — stórt jón á bflum og fólki Á mótum Njarðargötu og Sóleyjargötu eyðilagðist Fíat-bfll. Var honum ekið niður Njarðar- götuna og rakleitt út yfir Sóleyjargötu og stöðvunar- skyldu ekki sinnt. Þar bar að al- menningsvagn og lenti hann á hlið Fiatsins og kastaði honum á stóran vöruflutningabíl. Stúlka í Fiatbílnum skarst á andliti en slapp vel miðað við skemmdir bílsins. Blazer bíl var ekið af Eyrar- landi inn á Bústaðaveg í gærdag. Lenti hann á Datsun-bifreið sem ók í fullum rétti austur Bústaða- veginn. Datsuninn valt og má teljast ónýtur eftir og miklar skemmdir urðu á Blazer-bílnum. Ökumaður Datsun-bílsins skarst og kvartaði um eymsli í hálsi. Hann fór í slysadeild. Á mótum Kringlumýrar- brautar og Hamrahlíðar stór- skemmdust þrír bílar en slys urðu ekki. Þar óku tveir bílar samsíða suður Kringlumýrar- brautina er hinn þriðji kom austur Hamrahliðina og var rak- leitt ekið út á umferðaræðina. Kastaði hann hinum tveimur Hringflug Flugfélag Islands hagar áætlunum sínum svo að þú getur farið flugleiðis fjórðunga á milli. Sparað þér þann tínia og fyrirhöfn, sem bílferð útheimtir og geymt kraftana til að skoða þig vel um á hverjum stað. Það má gista á hóteli, hjá vinum eða styðjast við tjaldið og svefnpokann. Lent er á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Höfn og í Reykjavík. Hringfluginu má ljúka á einni viku, en frjálst er að dveljast lengur á hverjum stað og-skemmta sér að vild. Jæja, nútímamaður, hringinn í sumar? hvernig væri að fljúga FLUCFÉLAG ÍSLANDS INNANLANDSFLUG

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.