Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 14
I DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1977. „Anægöir meðan við skrimtum” Rætt við Jónatan Garðarsson formann Jazzvakningar „Þegar viö stofnuðum Jazzkvakningu í október 1975 má segja að öll lifandi starf- semi í kringum jazztónlistina hafi legið niðri um tiu ára skeið. Við settum okkur það mark að blása í glæðurnar og jafnvel kynda undir. Árangur- inn hefur svo sannarlega farið fram úr öllum vonum.“ Þetta hafði Jónatan Garðars- son formaður Jazzvakningar að segja um tildrögin að stofnun klúbbsins. Frá upphafi hefur Jazzvakning staðið fyrir sextán tónleikum og jafnframt kynnt jazztónlist i skólum, haldið tón- listarkvöld í samráði við Menningarstofnun Bandarikj- anna og Klúbb 32. — I sumar ætlar Jazzvakning að starfa áfram af krafti. Klúbburinn hefur fengið inni í kjallaranum að Fríkirkjuvegi 11. Þessi staður fær á hverju mánudags- kvöldi nafnið Jazzkjallarinn og þangað geta þeir sem áhuga hafa komið og hlustað á betri tónlist en þá sem tröllríður öllum danshúsum um hverja helgi, eins og Jónatan komst að orði. „1 Jazzkjallaranum ætlum við að hafa sögu jazztónlistar- innar sem fastan lið og fá auk þess tónlistarmenn og hljóm- sveitir til þess að koma fram,“ sagði Jónatan. ,,Ég vil benda á, að ef einhverjir telja sig hafa eitthvað tónlistarkyns fram að færa, þá er þeim óhætt að hafa samband við okkur. Það skiptir ekki máli, þó að tónlist- in flokkist ekki undir jazz. Við vitum það að fjöldi fólks fæst við að leika alls konar tón- list heima hjá sér fyrir sjálft sig og fáa útvalda,“ hélt Jónatan áfram. „Eg get nefnt sem gott dæmi að borgarstjór- inn, Birgir ísleifur, leikur jazz og blues heima hjá sér.“ Salur Æskulýðsráðs að Frí- kirkjuvegi 11 er ekki stór. Þó má með góðu móti koma þar fyrir um eitt hundrað áheyrendum. Jónatan var að því spurður hvers vegna þessi salur hafi einmitt orðið fyrir valinu. „Við leituðum til Æskulýðs- ráðs um aðstoð og fengum frjáls afnot af þessum sal,“ svaraði hann. „Ég hef trú á því að hér sé hægt að ná upp góðri stemmningu, þó að húsnæðið sé ekki eins stórt og við höfðum í vetur." Húsnæði það, sem Jónatan minntist á, er Veitingahúsið í Glæsibæ. — „Veitingamaður- inn þar, Halldór Júlíusson, hefur sýnt okkur mikinn skiln- ing og skotið yfir okkur skjóls- húsi í vetur,“ sagði hann. „Þeir DBHnynd Hörðuf eru í raun og veru aðeins tveir, veitingamennirnir, sem eitt- hvað gera fyrir tónlist á hærra plani en drykkju- og diskótek- tónlistina. Það eru Halldór og Sigursæll í Tjarnarbúð." Svo sem sjá má af orðum Jónatans er hann ánægður með hvernig málin í kringum Jazz- vakningu hafa þróazt. En hafa þá ekki safnazt upp stórir sjóðir? Hyggst Jazzvakning ekki kaupa sinn eigin sal, eða jafnvel byggja. „Nei,“ svarar Jónatan og hlær við. „Við berjumst í bokkunum. Ef stjórnin ynni ekki alla undirbúningsvinnu launalaust þá gengi klúbburinn ekki. Starfsemin hjá okkur er svipuð og hjá íþróttafélögun- um. Við vinnum allt i sjálfboða- vinnu, — en við fáum. enga opinbera styrki eins og Iþrótta- félögin. Þá höldum við aðgangs- eyrinum niðri eins og frekast er unnt. Starfsemi Jazzvakningar byggist þannig ekki upp é gróða. Á meðan við skrimtum erum við ánægðir“. Þá var Jónatan Garðarsson inntur eftir raunverulegum árangri af starfsemi Jazzvakn- ingar. Höfðu til dæmis ein- hverjir nýir tónlistarmenn verið uppgötvaðir. „Já, það eru svona fimm til tíu ungir tónlistarmenn sem við höfum sérstaklega tekið eftir og gefa góðar vonir,“ svaraði formaðurinn. „Vegna þessara manna er í rauninni nauðsyn- legt að starfsemin haldi áfram. Þá má benda á hljómsveitina Pnin, sem við bindum miklar vonir við.“ Þá bætti Jónatan því við, að hugmyndir væru meðal stjórn- armanna um að gangast fyrir útihljómleikum I sumar ef veður leyfði. Þá er væntanlegur í haust Nordjazz kv^rtettinn, — Islendingslaus, en með fulltrúa frá hinum Norðurlöndunum. Hann sagði ennfremur að sænskir tónlistarmenn hefðu sýnt áhuga á að koma til Islands og leika og eins ein hljómsveit frá Færeyjum. „Til slíkrar starfsemi skortir okkur hins vegar fé,“ sagði Jónatan. ^jOg meðan stjórnvöíd greiða ekki fyrir starfseminni hjá okkur með fjárstyrk þá getum við ekki staðið í slíku.‘-‘ AT. f Verzlun Verzlun Verzlun J Bílasalan u;+, SPYRNAN$imH?Z9330ogÍ933Í Skyndihjálp efspríngur Puncture Pilot Sprautað í hjólið og ekið strax áfram með fullum loftþrýstingi. Uppl. á íslenzku fáan- legar með hverjum brúsa. Smyrill Ármúla 7 — Sími 84450. Psoriasis og Exem PHYRIS snyrtivörur fyrir viökvæma og ofnnmishúA. — Arulone sápa — A/uleno Cream — A/ulene Lotion — Kollagen Cream — Body Lotion — Cream Bath (FurunálabaA 4- Shampoo) PHYRIS er húAsnyrting og hörundsfegrun meA hjálp blóma og jurtaseyAa. PHYRIS fyrir allar húAgerAir. Fnst í helrtu snyrtivöruverrlunum og apótekum. BIABIÐ Allar gerðir rafsuðuvéla frá „HOBART“ í USA og Hollandi. Með „HOBART“ hefst að vinna verkin. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Armúla 32. Simi 37700. ALTERNATORAR 6/ 12/ 24 VOLT VERÐ FRÁ KR. 10.800.- Amerisk úrvalsvara, viðgerða- þjónusta. BÍLARAF HF. BORGARTÚNI 19, SlMI 24700. 3 MAFIU sí'Mjur MAFIAN BtióaHAH fiJTíHUvS MSAíVÍVUtíU Svarta kótiguió'm Kókain í Bcírut Eíturiyt aft auNtan AiH spdnnMvti Irásagní* *f sp<ta*>ny<;)i. c<iiuriyf.k;m fnaniKjfápiím. icíniinum. vnpfiasmygli. vamdi <ifi KHisnum fcíifnmúiníiii á V<í»liifiönfiiim. S k c m im i 1 t-ga r krossgáiur og bi a n (Ia r a i M'J \» KS.0SS« MTDI8 FAST r I ÖLLUM BÓKA- VERZLUNUM 0G KVÖLD- SÖLUSTÖÐUNI UM ALLT LAND STJÖRNUGRÓF 18 SlMI 84550 ViÓ bjóðum: Dmandi Birki skiautrunna Og limgetóispjöntur Kynnið ykkur skrif borðs- stólana vinsælu f ra' Stáliðjunni SSSZé vinnustööum sem heimHum. 11 mismunandi tegundir. 1 ársábyrgö Krómhúsgögn Smiðjuvegi 5 Kóp. Sími43211 tryggir gæóin Ýmis efni frá Glasurit verk- smiöjunum í V-Þýskalandi voru hér á markaöinum fyrir nokkrum árum og áttu þaö flest sameiginlegt aö vera viöurkennd fyrir frábær gæöi. Núna býöur Glasurit nýtt og endingarbetra bilalakk - GLASSODUR 21 sem er t.d. notaö á V.W.. AUDI. B.M.W. o.fl: bifreiöar. Viö getum blandaö flesta liti nánast allar tegundir bifreiöa. Remoco hf. Skeljabrekku 4. Kópavogi, sími 44200.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.