Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 02.07.1977, Blaðsíða 15
DAC.BLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. JULl 1977. Ólafur, Július, Jón, Sören. Masnús og Oniar. Uti á Amager í Kaupmanna- höfn er hús eitt, sem sker sig nokkuð úr umhverfinu. Aður hafði það verið í algjörri niður- níðslu, en fyrir ca tveimur ár- um tóku nokkrir Danir sér fyrir hendur að hressa upp á útlit þess, jafnt utan sem innan. Þar er nú starfandi félagsbú .(kommúna) með rúmlega tíu manns. Það telst ekki til neinna tið- inda þótt fólk velji sér aðra sambýlishætti en kjarnafjöl- skylduna, heldur það að í kjall- ara hússins er æfingastaður nokkurra kunnra tónlistar- manna sem hafa starfað í hljómsveitum er hafa verið i fremstu víglínu i íslenzkum popptónlistarheimi. Þar sem islenzkir iþrótta- menii hafa nánast fengið for- síðufréttir af högum sínum er- lendis, með ítarlegum upplýs- ingum um hvernig þeir hafi það nú í ristinni eða úlnliðnum, eða að einhver hlaupagikkur- inn hafi verið fyrstur eða annar í smábæjarkeppni einhvers staðar í Skandinavíu. þá væri allt eins gaman að segja lítil- lega frá högum „útlaganna" Pelikan. Flestir sem að einhverju marki fylgjast með poppskrif- um dagblaðanna muna eftir endalokum Pelican hér heima. í stuttu máli, -hljómsveitar- menn dreifðust í ýmsar áttir. en ein aðaldriffjöður hennar, Ómar Óskarsson, hélt utan. Honum f.vlgdi Július Agnars- son, góðvinur þeirra og sam- starfsmaður á mörgum sviðum. Júlíus hafði áður verið í hljóm- sveitum svo sem Scream og Andrew. Þeim tveimur bættist síðan liðsauki sem voru þeir Ölafur Sigurðsson (Pops, Eik o.fl.) og síðar Jón Ólafsson (Töturum, Pelican, Cabaret o.fl.) Fyrir nokkru gengu þeir Magnús Magnússon (Tatarar, Trúbrot o.fl.) og Sören Larsen siðan i Pelikan. Það er annars af Magnúsi að frétta að hann hef- ur undanfarin ár stundað sál- fræðinám i Kaupmannahöfn, en hressir sig nú með því að sjá um ýmis ásláttarhljóðfæri með þefm félögum. Gaman er til þess.að vita að menn geti sinnt áhugamálum sínum jafnframt námi af þessu tagi. Sören Larsen er hressilegur náungi sem maður tekur ósjálf- rátt fyrir Grænlending en svo er þó ekki heldur rekur hann kyn sitt til Austurlanda. Hann spilar á fiðlu, er reyndar þriðji fiðluleikarinn á ferli Pelikan, og jafnframt sá eini þeirra sem býr í áðurnefndu félagsbúi. Utgáfuf.vrirtækið Polydor MEÐKai tók upp tveggja laga plötu með Pelikan. Bar hún heitið Say Dayó, en að henni stóðu þeir Ómar, Júlíus og Ólafur. Dayó var annars frasi, sem gekk eins og eldur í sinu ytra, fólk notaði orðið þegar það hittist á götum úti sem annars staðar. Og ekki eingöngu úti í Danmörku, . heldur hefur dayó heyrzt hróp- að af miklum krafti á ýmsum krummaskuðum hér á Fróni. Hvað sem því líður þá hafa litl- ar sögur farið af þessari plötu (hvernig sem á því stendur). Það er nokkuð útbreiddur misskilningur að popphljóm- listarmenn, sem halda til dval- ar erlendis geri garðinn frægan á sem næst einni nóttu. Þetta hefur sýnt sig, enda taka þeir félagar lifinu með ró án þess þó að hafa ekki eitthvað til að stefna að. Líkur eru á að þeir komi fram í danska sjónvarp- inu um mánaðamótin júní/júli. Pelikan hefur ekki spilað á ýkja mörgum stöðum, en því þekktari. Svo að dæmi séu nefnd, fyrir þá sem við kann- ast, mætti nefna: Saltlageret, In Joy (Kisulóra sáluga), Musik Café (venjulega nefnt ,,Huset“) og staði eins og Elektrik Ladyland og Loppen í Kristjaníu. Því miður veit undJ irritaður ekki hvar hljómsveit- in kemur til með að spila á næstunni, en sjálfsagt hefðu einhverjir Frónverjar á ferð til Kaupmannahafnar gaman af að heyra og sjá ..útlagana" Pelikan. ■Gunter. Sjðustu fréttir af Pelikan herma, að hljómsveitin sé vænt- anleg hingað trl lands 25. júli næstkomandi. — Nánar verður sagt frá því við fyrstu hentug- leika. Hl jómsveitir fá enn á ný inni íTónabæ — en aðeins á þriðjudagskvöldum út ágústmánuð Það sem mesta athygli vekur á nýútkominni sumardagskrá Tónabæjar er að hljómsveitir fá nú enn á ný að leika opinber- lega í húsinu, — en aðeins í sumar. Ekki munu þær þó leika fyrir dansi, heldur er ætlunin að reyna að skapa þar nokkurs konar hljómleikastemmningu. Þriðjudagskvöld urðu fyrir valinu fyrir þessar skemmt- anir. „Við vildum gefa unga fólkinu tækifæri til að heyra í hljömsveitunum á sviði," sagði Pétur Maack forstöðumaður Tónabæjar. Hvergi í Reykjavík gefst ungu fólki undir átján ára aldri nú tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitir á skemmti- stöðum. Pétur kvað fyrsta tónleika- kvöldið verða á næsta þriðju- dagskvöld. Þar koma fram Visens venner (Vísnavinir). Eins og nafn flokksins gefur til kynna hefur hann vísnalög á dagskrá sinni. Húsið verður opnað- klukkan átta og lýkur skemmtuninni klukkan ellefu. Aðgangseyririnn verður 600 krónur. Þriðjudaginn 12. júli kemur hljómsveitin Tívolí fram og Fress viku síðar. Þann 26. leikur Eik. Um svipað leyti kemur ný LP plata út með hljómsveitinni og verður kvöldið væntanlega notað til að kynna lög af henni. Þá bætti Pétur Maack því við að búið væri að ákveða að Brimkló skemmti þriðjudaginn 23. ágúst. Hljómsveitin Cobra leikur síðan þriðjudaginn þar á undan. Einnig verður haldið tónleikakvöld með Viðari Alfreðssyni og Jazzmönnum. Þessi þriðjudagshljómleika- kvöld Tónabæjar verða haldin út ágúst en þá gengur ný dag- skrá í gildi. — Pétur Maack var að því spurður hvort komið hefði til tals, að hljómsveitir lékju á dansleikjum í húsinu á vetri komanda. Hann sagði hljóðfæraleikara hafa verið þá einu sem hefðu haft orð á því. „Það sýnir sig eftir veturinn, að mun betri mæting var hjá okkur um helgar en veturinn þar á undan," sagði Pétur. „Það sem því ræður fyrst og fremst er lægri aðgangseyrir en áður, er hljómsveitirnar léku. At. Björgvin Gíslason tekur sóló Sólóplata Björgvins Gisla- sonar er komin á markaðinn eftir einn hinn lengsta með- göngutíma sem þekkist hér- lendis. A plötunni eru ellefu lög, öll eflir Björgvin. Alhert lcefield hefur gerl texta við álta laganna, — hin eru textalaus. Kjöldi hljóðfæraleikara kemur við sögu á pliitunni. Sigurður Arnason hassaleik- ari og Ásgeir Oskarsson Eik- artrommari eru með í flest- mn liigunum. Sigurður er jafnframt (æknimaður plöl- unnar. Utgefandi er SG- hljóinplötur og fór upptak- an fram i stúdiói TónLekni hf. Björgvin hefur lílt verið þekktur f.vrir siing i gegnum tiðina. Hann svngur þó eitt laganna sjálfur. Jóhann G. Jóhannsson, Finnur Jó- hannsson, Jóhann Helgason, Pétur Kristjánsson og texta- hiifundurinn Albert Ieefield sjá um söng i hinum lögun- um. Jafnframt slæddist inn hópur músikanta eitt kvöld- ið á leið út úr Klúbhnum. Hópurinn syngur undir- raddir í tveim lögum. -AT- mmj TÓNABÆR Living Next Door To Alice...............Smokie Look Out, I’m Coming.................5000 Volts Ma Baker/Have You Ever Seen The Rain .......................................Boney M. Don't Leave Me This Way........Thelma Houston Horoscope/Rock’n Roll Clown .............Harpo The Things We Do For Love.................lOcc I Remember Yesterday’Love Is Unkind .................................Donna Summer Ain’t Gonna Bump No More...............Joe Tex Uptown Festival.......................Shalamar Shame And Scandal In The Family.....S’tylistics Dancin' Man ................................ Q You To Me Are Everything.............Real Thing Good MorningJudge ........................10 cc A Woman Can’t Change A Man................Boney M. Inky Dinky Wang Dang Doo...............Shalamar 1. ( 1 ) 2. ( 3 ) 3. (6) 4. ( 2 ) 5. ( 5 ) G. ( 4 ) 7. ( 7 ) 8. ( 9 ) 9. ( 8 ) 10. ( - ) 11. (10) 12. (-) 13. (-) 14. ( - ) 15. ( - ) KLÚBBURINN 1. ( 4 ) Ma Baker/A Woman Can’t Change A Man ...............................................Boney M. 2. ( 2 ) Uptown Festival..........................Shaiamar 3. ( 1 ) Ain’t Gonna Bump No More ..................Joe Tex 4. ( 9 ) Couldn’t Get It Right...........Climax Blues Band 5. ( 5 ) Love Is Unkind/I Feel Love.........Donna Summer 6. (13) DiscoCarmen....................Grammophone Revival 7. ( 3 ) Classically Elise ...................Dino Solera And The Munic Machine 8. ( 6 ) Do What You Wanna Do.................T. Connection 9. ( 7 ) I'm Your Boogie Man ............................KC And The Sunshine Band 10. (11) N.Y. You Got Me Dancing ...............................Andrea True Connection 11. (6) Living Thing ...............Electric Light Orchestta 12. (10) Black Is Black.............................Cerrone 13. (15) I Gotta Keep Dancing.........................Carrie 14. (19) Renezvous.................................... Tina Charles 15. (12) Twenty Four Hours A Day .................Barbara Pennington 16. (14) Tattoo Man..................................Denise McCann 17. (16) If You’re Gonna Do It...............People’s Choice 18. ( - ) Inky Dinky Wang Dang Do .................Shalamar 19. (18) Mannelska Maja/Eva ........................Brimkló 20. (- ) Dreams ..............................Fleetwood Mac Vegna mistaka birtist viku gamall vinsældalisti frá Klúbbnum á síðasta laugardag. Til þess að fá eitthvert vit í röðina kemur hér listinn sem átti að vera í siðustu viku. 1. (1) Ain't Gonna Bump No Mora ......................Joo Ta* 2. ( 3 ) Uptown Festival ............................Shalamar 3. ( 2 ) Classically Elisa ........Dino Solera & The IWIunic Machine 4. (13) Ma Baker / A Woman Can't Change A Man.......Boney M. 5. ( 8 ) Love Is Unkind/Black Lady/I Feel Love...Donna Summer 6. ( 4 ) Oo What Vou Wanna Do ....................T. Connection 7. ( 5 ) l'm Your Boogie Man/ Keep It Coming Love.KC And The Sunshine Band; 8. ( 6 ) Living Thing .....................Electric Light Orchestra 9. ( - ) Couldn't Get It Right. ..............Climax Blues Band 10. ( 7 ) Biack Is Btack/Love In C Minor...............Cerrone 11. (14) NY. You Got Me Dancing ...........Andrea Trua Conpection 12. (11) Twenty Four Hours A Day...............Barbara Pennington 13. ( - ) Disco Carmen .......................Gramophone Revival 14. ( 9 ) Tatto Man..............................Denise McCann 15. (15) Gotta Keep Dancing.............................Carrie SESAR 1. ( 1 ) Ma Baker.................................Boney M. 2. ( 4 ) Classically Elise................Dino Soiera & co. 3. ( 2 ) Don’t Leave Me This Way ..........Thelma Houston 4. ( 5 ) The Pride...............................Isley Bros 5. ( 6 ) Going Up In Smoke ................Eddie Kendricks 6. ( 9 ) I Got It................................N.Y.P.A. 7. ( 3 ) Uptown festival.........................Shalamar 8. (14) DiscoCarmen...................Gramaphone Revival 9. (13) Too Hot To Handle .......................Heatwave 10. ( 7 ) Do What You Wanna Do................T. Connection 11. (8) Biack Is Black..............................Cerrone 12. (16) I Feel Love.........................Donna Summer 13. (11) It Ain’t Reggae ......................Instant Funk 14. (12) Disconcerto ....................Philharmonic 2000 15. (17) Life Is Music ....„..................Ritchie familv 16. (10) Tattoo Man......f...................Denise McCann 17. (20) Spy For The Brotherhood ...................Miracles 18. (19) Shame & Scandal In The Family.............Stylistics 19. (18) Can We Come Together......................Trammps 20. (- ) Travelink At The Speed Of Thought........The O’Jays

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.