Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 3
DACJBLAÐIÐ. MANUDAC’.UK 15. AC’.UST 1977. Oánægja með Eddu- hótelið að Skógum Asta Gunnarsdóttir, Grettis- götu 31 a, hringdi: Við hjónin ætluðum að kanna nýjar slóðir og fórum því austur að Skógum undir Eyja- fjöllum. Þar ætluðum við að dvelja í 9 daga á Edduhótelinu og vorum búin að borga fyrir þennan tíma á Ferðaskrifstofu ríkisins. Innifalinn í verðinu var morgunverður. Við komum að Skógum 6. ágúst og fengum hótelstjóran- um nótuna frá Ferðaskrifstofu ríkisins og gult spjald, sem gilti sem afsláttarkort Þegar við fórum að tala um afslátt brást hótelstjórinn illur við og kvaðst ekkert vita hvort hann gilti fyrir okkur. Virtist hann helzt vilja vera með pappíra sína undir borði, en ég teygði mig yfir borðið og sá nafn mannsins míns og 15% afslátt. Jú, segir hann þá og við fengum lykil að herberginu með semingi. Herbergið var skítugt, sömuleiðis skápurinn og dauðar flugur undir rúmi. Salerni voru annað hvort uppi á næsta gangi eða í kjallara og þar var ekki skipt um hand- klæði. I sundlaugina kostaði 200 krónur. Er þetta eins og það á að vera, ég spyr? Þýzkir, spænskir og norskir ferðahópar, sem þarna voru, fóru í Vík í Mýrdal að borða. Af hverju? Einn karlinn úr þess- um ferðahópum bað um rak- vatn, en hótelstjórinn vísaði á klósettið. Snorra kokki færum við aftur á móti beztu þakkir. Hann vildi allt fyrir okkur gera, þó hann hefði ekki alltaf nóg fyrir framan hendurnar. Verð á heitri máltíð var frá krónum 900-2030. Tvær athuga- semdir Blindrafélagið Jón Gunnarsson hringdi vegna lesendabréfs 9. ágúst sl., en þar er talað um Blindra- félagið í Ingólfsstræti. Þetta er ekki rétt. Blindrafélagið er í Hamrahlíð, en í Ingólfsstræti er Blindravinafélagið. Rammagerðin og pokarnir Haukur Gunnarsson 1 Rammagerðinni benti á að Rammagerðin selur aldrei poka utan um vörur sínar. Hinn 9. þ.m. birtist mynd þar sem út- Iendur ferðamaður er með poka frá Rammagerðinni og spurt er hvort hann greiði fyrir umbúð- irnar. Ó sími, nefndu daginn þann Ólafur Jónsson hringdi: Ég bíð eftir þvi að síminn minn verði fluttur. Það var upphaflega tilkynnt að það yrði gert á þriðjudag. Það var því maður heima við allan daginn til að vera við þegar komið yrði. Enginn kom. I dag, miðviku- dag, hringdi ég aftur og þá var mér tilkynnt að þetta yrði gert einhvern tímann á næstunni. Ekki var hægt, að sögn viðmæl- anda míns, að tiltaka ákveðinn dag. Það kemur sér mjög illa því þá þarf alltaf að vera ein- hver heima ef ske kynni að símamennirnir kæmu. Er þetta hægt? BankastrœN 9 sími 11811 Spurning dagsins Hlakkarðutil aðbyrjaí skólanum? nms Guðlaug Jónsdóttir, verður 11 ára í þessum mánuði: Já, svona svolítið. Ég veit þó ekki. Það var dálítið gaman í skólanum í fyrra. Jóna Rán Ingadóttir 10 ára: Já, svolítið. Það var svolítið gaman í skólanum í fyrra og ég var hjá ágætum kennara. Katrin Vagnsdóttir 10 ára: Já, svolítið. Það var gaman í skólan- um í fyrra og ég var hjá góðum kennara. Jóna Kristfn Jóhannsdóttir: J$, það verður gaman i vetur. Það var líka alveg ágætt I fyrra. Hafdis Viggósdóttlr 10 ára: Já, já. Það var ágætt í fyrra. Kennarinn minn var ágætur þó hann öskraði stundum svolitið mikið. Sigurður Magnússon 10 ára: Nei, það er ég ekki. Það var ágætt i skólanum í f.vrra og ég hafði góðan kennara en núna á ég að skipta um skóla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.