Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. AGUST 1977 .. 18 Mariene Dietrich „nostalgía” ^ ^ Marlene Dietrich er eitt þeirra nafna sem hvað hæst hefur risið í kvikmyndaheiminum. Enda er það svo að jafnvel gamlir smiðir uppi á Islandi vikna ef þeir sjá mynd af henni eða heyra um hana talað. Hún var ókrýnd drottning kvikmyndanna, ekki sem kyntákn, heldur sem stór- kostlegur persónuleiki sem skein alls staðar í gegn. Persónuleiki sem ekki var skapaður með sund- urgerð í klæðaburði eða þess hátt- ar aðferðum, heldur með töfrum þeim sem sameinuðust í þessari e'inu könu, röddinni, útlitinu og framkomunni. Allt þetta virtist sameinast á hinn fullkomnasta hátt i Marlene Dietrich. Blái engillinn, einhver fræg- asta kvikmynd allra tíma, stendur líka enn fyrir sínu, rúmum fjöru- tíu árum eftir að myndin var gerð. Sú mynd á alltaf jafnmikl- um vindælsum að fagna. Söngur Marlene Dietrich heillar líka margan, þvkir e.t.v. ekki beinlínis fagur, en þokkafullur. Lili Marlene, eins og hún var nefnd síðar, flúði nasismann og hélt til Bandaríkjanna. Þar starf- aði hún lengi að kvikmynda- framleiðslu sem jók enn á hróður hennar. Fræg varð hún fyrir að skemmta herjum bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni og varð þá einkum eitt lag með henni vinsælt, lagið Lili Marlene. I kringum Marlene Dietrich, eins og svo margt annað frá fjórða áratugnum, hefur skapazt einhvers konar „nostalgía". Enda er það ekki að ósekju, hæfileikar hennar eiga sér hvorki stað í tíma né rúmi. Marlene býr nú í Banda- ríkjunum í hárri elli og reynir að halda sér ungri með alls kyns aðgerðum og tilkostnaði. Var hún á sínum tíma nefnd fegursta amma í heimi eftir að barn hennar hafði getið af sér annað barn. „Hin guðdómlega" var sagt um Gretu Garbo, það á víst ekki síður við um hina kvikmyndadisína frá fiórða áratugnum, Marlene Dietrieh. r ... 1 Sími 40299 O&B INNRÉTTINGAR ; ^^—JTTuðbrekíu^^Kðpavogi 3 nýjar gerðir af eldhúsinnréttingum, fura, hnota og eik. Uppstilltar á staðnum. — 1-2 mán. afgreiðslufrestur. Landspítalalóð Tilboð óskast í að steypa upp byggingu við sjúkrainnkeyrslu, jarð- vinnu við gatnagerð og malbikun. Verkinu skal skila 31. des. 1977. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu, frá þriðjudeginum 16. ágúst 1977. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 26. ágúst 1977 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Bókvitið ekki alltaf látið íaskana: Þessir luku aldrei svo mikið sem barnaskólaprófi Því hefur löngum verið hald- ið fram að ef fólk lýkur ekki tilskildum prófum á meðan það er enn á unga aldri komist það ekki áfram í heiminum. For- eldrar brýna gjarnan börnin sín á því til þess að fá þau til þess að halda áfram skólagöngu og ljúka prófi. í dag er þó orðið algengt að fólk fari í fram- haldsskóla eftir að það er kom- ið á ,,efri“ ár og ljúki stúdents- prófi frá öldungadeildum. Þá eru líka til þeir sem halda því fram að skóli lífsins sé bezti skólinn, þótt lengi megi e.t.v. deila um það. Hér á eftir fer listi með nöfn- um tólf heimsþekktra manna sem aldrei luku neinu prófi, — ekki einu sinni barnaskóla- prófi. Þeim hefur engu að síður gengið vel að „koma sér áfram“ í heiminum. — Þeir sem á listanum eru eiga líklega það sameiginlegt að vera afburða- vel gefnir eða gæddir frábærum listamannshæfi- leikum 1. ANDREW CARNEGIE, bandariskur jftju- höldurog mannvinur. 2. CHARLES CHAPLIN, brezkur leikarí og leikstjóri. 3. WILLIAM „BUFFALO BILL" COTY. bandarísk sýningarstjama. 4. NOEL COWARD, brezkur leikarí, leikrite höfundur og tónskáld. 5. CHARLES DICKENS, brezkur ríthöfund- ur. 6. ISADORA DUNCAN, bandarískui dansarí. 7. THOMAS EDISON, bandarískur uppfinningamaöur. 8. MAKSIM GORKY, lússneskur rit höfundur. 9. CLAUDE MONET, franskur listmálarí. 10. SEAN O'CASEY, írskur leikrita- höfundur. 11. JOHN PHILIP SOUSA, bandarískur hljómsveitarstjóri og tónskáld. 12. MARK TWAIN, bandarískur háöfugl og rithöfundur. -A.Bj. c Vérzlun . 4 Verzlun Verzlun Bílasalan Chester Field Vandað, sigili sófasett, framleitt í leðri og plussi. Verð frá kr. 320.00.0.- Bólstrunin Laugarnesvegi 52, s. 32023.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.