Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 15
15 DACBLAÐIÐ. MAN.UDACUK 15. AUUST 11177 Iþróttir íþróttir róttir : fleiri skraut- á Rvk-leikana ‘ír bættust við um helgina ö.54. Þá koraa þeir Mike Solomon frá Trinidad, frábær hlaupari, og Kenyabúinn Joysi Kimeto, sem mun taka þátt í 5000 metra hlaup- inu, en Mike Solomon hleypur í 1500 og 3000 metra hlaupunum. Þór fallinn KR lifir ennþá Þór frá Akureyri féll í 2. deild islandsmótsins í knattspyrnu á laugardag er Þór tapaði fyrir öðrum fallkandídat, KR, 2-3. KR lifir jþví enn — heldur enn í von um að forðast fall, von sem nánast er aðeins til á pappírnum, von sem nánast er hið ómögulega. Leikur Þórs og KR var ákaflega slakur — bar öll merki liða sem eru á leið í 2. deild — knattspyrna eins og hún gerist í 2. deild. KR byrjaði vel — Vilhelm Fredriksen skoraði fyrir KR á 10. mínútu og Wilhelm var aftur á ferðinni á 23. mínútu — 2-0. En leikmenn Þórs vöknuðu af dvala á 36. mínútu er Arni Gunn- arsson skoraði óvænt beint úr aukáspyrnu, 1-2. Við markið efld- ust Þórsarar og Sigþór Ólafsson jafnaði á 14. mínútu síðari hálf- leiks eftir mikil mistök Magnúsar Guðmundssonar markvarðar KR. En KR hafði ekki sagt sitt síð: asta orð — Sverrir Herbertsson skoraði sigurmark KR á 26. mínútu. Þór er því fallið í 2. deild — og KR lifir enn. - St.A. 1 veggja metra vöðvafjall, Terry Aibritton, skekur hönd formanns FRÍ, Arnar Eiðssonar. Svei mér þá ef örn grettir sig ekki, sagði fréttamaður okkar, emm, er hann tók myndina af Albritton og Erni á Keflavíkurflugvelli. Magnús Bergs kom Val til bjargar á elleftu stundu —og Valur tók stig í Krikanum, 1-1. Magnús skoraði á 89. mínútu Valsmenn misstu eilitinn spón úr aski sínum í gærkvöld þegar þeir heimsóttu Kaplakrika í Hafnarfirði og léku við heimalið- ið FH. Að sönnu sóttu Valsmenn mun betur og meira í fyrri hálf- leik þegar þeir nutu meðbyrsins. En það var sama hvað skotið var, hvaðan skotið var eða hvern- ig. Boltinn vildi ekki í markið hjá Þorvaldi, hinum unga og efnilega markverði FH. I seinni háifleik snerist dæmið við að nokkru leyti. FH sótti nú talsvert meira en fyrr enda þótt Valsmenn sýndu í sér tennurnar öðru hvoru. Hins vegar verður það að segjast um þennan leik að Hafnarfjarðarliðið sýndi mun já- kvæðari leik en Valur í mörgu tilliti. Til dæmis hélt það oft bolt- anum betur niðri meðan Vals- menn voru í stórbrotnum kýling- um sem vindurinn gleypti jafnóð- um. Bæði liðin áttu tækifæri í fyrrr hálfleik en þó voru tækifæri Vals- manna mun betri. En það var eins og þeir ætluðu sér um of, ekkert tókst. Og til búningsherbergja héldu liðin án þess að skora, FH- ingar þó ánægðir með að hafa varizt bezta knattspyrnuliði landsins sem hafði að auki svo hentugan vind í bakið. Seinni hálfleikurinn leið og var komið fram yfir miðjan hálfleik þegar örlagaríkt atvik gerðist við mark Vals. Hinn öruggi Jafntefli á Park Head hjá Celtic Celtic náði ekki að knýja fram sigur í 1. umferð skozku úrvais- deiidarinnar á iaugardag, gerði jafntefli við Dundee United, 0-0, á Park Head í Glasgow. í þeim fimm leikjum er fóru fram tókst aðeins Aberdeen að knýja fram sigur og það var gegn Glasgow- risanum, Rangers, 3-1 í Aber- deen. Öðrum leikjum iyktaði með jafntefli. ,,Við sóttum mjög gegn Dundee United," sagði Jóhannes Eðvalds- son eftir leikinn gegn Dundee United. „Við sóttum þegar frá upphafi stíft og sköpuðum okkur í byrjun góð marktækifæri en þeg- ar knötturinn skilaði sér ekki í netið var rétt eins og panik gripi um sig. Þá var gæfan okkur ekki hlið- holl, knötturinn small í stöng og síðan í slá, en inn viidi hann ekki. Þá meiddist Alfie Conn illa og verður sennilega að gangast undir uppskurð. Pat Stanton varð einnig að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Ég hóf leikinn sem fremri tengiliður en við meiðsli þeirra Stantons og Conns, fór ég í öftustu vörn. Við fengum nokkur kjörin tækifæri, þannig misnotuðu þeir Glavin og Craig góð færi og bjarg- að var á línu eftir skot frá mér. En þrátt fyrir þetta er engin ástæða til að örvænta, við fengum stig og Rangers tapaði í Aber- deen. Þá hjálpaði það okkur að allir leikir nema Aberdeen — Rangers enduðu með jafntefli," sagði Jóhannes Eðvaldsson uih leik Celtic og Dundee United. Én lítum á úrslitin í úrvals- deildinni skozku: Aberdeen — Rangers 3-1 Celtic — Dundee United 0-0 Hibernian — Motherwell 0-0 Partick — Ayr 2-2 St. Mirren — Clydebank 1-1 Leikur Aberdeen og Rangers á Pittodrie í Aberdeen var jafn, staðan eftir rúmlega 60 mínútna leik var 1-1. Hugh Jarvie hafði skorað fyrir Aberdeen og Robertson fyrir Ranger þegar tvö mörk Aberdeen komu á sömu mínútunni, Jarvie og Joe Harper skoruðu, og sigur- inn var liðsins frá olíuborginni á austurströnd Skotlands. t 1. deild vann Dundee öruggan sigur heima gegn Airdrie, 3-0, og Hearts, sem Willie Ozmond stýrir nú, gerði jafntefli við Dumbarton úti, 2-2. markvörður Vals, Sigurður Dags- son, ætlaði að spyrna frá marki og var kominn út undir vítateigslínu. Hann stakk niður boltanum, en sjá! Boltinn skoppaði frá honum og hinn eldingarsnari framherji Hafnfirðinganna, Ólafur Dani- valsson, var ekki lengi að nota sér slíkt tækifæri. Hann átti bókstaf- lega opna leið að tómu markinu til að tryggja FH-ingum mark. Valsmenn voru að því er virtist ekki líklegir til að skora. Þeir þreifuðu fyrir sér en rákust marg- faldlega á varnarvegg FH, harðan sem stein. En Valsmenn voru þó ekki á því að gefa eftir bæði stigin, enda súrt í broti að fara suður eftir til að tapa báðum og gefa Akurnes- ingum þannig auknar vonir um íslandsmeistaratitilinn í ár. Geysihröð og góð sókn upp vinstri vænginn varð til þess að boltinn kom fljúgandi út fyrir vítateiginn til Magnúsar Bergs sem var ekkert að tvinóna en skaut hörkuskoti af um 25 metra færi efst í markhornið. Við það gat markvörður FH naumast ráðið, 1-1, og aðeins örfáar sek- úndur til leiksloka. Þannig fór leikurinn, að mörgu leyti góður leikur miðað við að- stæður. Liðin virtust oft ná góðum samleiksköflum og enginn vafi er á því að ísienzk knatt- spyrna hefur batnað mjög undan- farin ár. Verst að í þeirri íþrótt verður inælistiku ekki brugðió á getu leikmanna, né hún mæld á skeiðklukku. Valsliðið var greini- lega sterkari aðilinn en það nægði þó ekki til að klekkja á heima- mönnunum, eitilhörðum, ungum mönnum, sem hafa vaxið mjög í sumar og eiga örugglega framtíð- ina fyrir sér. - JBP- Fjögur mörk Mullersog Bayern er efst Bayern Múnchen tók forustu í Bundesiigunni — þýzku 1. deild- inni — eftir 4-2 sigur gegn nvlið- unum fráHamborg, St. Pauli. Gerd Mulier var þá heidur betur á skot- skónum, þessi mesti markaskor- ari, er kembt hefur velli Evrópu, skoraði fjögur mörk og hefur þá skorað 6 mörk í tveimur fyrstu umferðunum í Þýzkalandi, sex mörk af 7 mörkum Bayern. En sigur Bayern var ekki sann- færandi gegn nýliðunum. Bayern komst í 3-0 — að sjálfsögðu með þremur mörkum Mullers — á fyrstu 37 mínútum leiksins. St. Pauli skoraði tvívegis fyrir leik- hlé og í síðari hálfleik var sem lið Bayern væri í rúst en klaufaskap- ur nýliðanna kom í veg fyrir fleiri mörk St. Pauli. En Muller kom til bjargar og skoraði fjórða mark Bayern á 80. minútu. En lítum á úrslitin í Þýzkalandi um helgina, 2. umferð í Bundes- ligunni. Borussia Mönchengladbach — Hertha 2-1 Bayern Miinchen — St. Pauli 4-2 Saarbrucken — Kaiserslautern 3- 3 Hamburger — Múnchen 1860 3-0 Eintracht Brunswich — Stuttgart 3-1 FC Köln — Bochum 2-0 Mikil rigning var i norðanverðu Þýzkalandi á laugardag og fresta varð leik Duisburg og Dortmund. Þrjú lið eru nú efst í 1. deild — Bayern Múnchen, Kaisersiautern, Schalke 04 og Borussia Mönchen- gladbach. Guðgeir heldur í kvöld til Schalke þar sem hann mun æfa með liðinu með hugsanlegan samning fyrir augum. Nýliðarnir í Bundesligunni, 1860 Múnchen og St. Pauli, eru um miðja deild — St. Pauli, sem er frá Hamborg, hefur hlotið 2 stig en 1860 Múnch- en, sem að sjálfsögðu er frá Múnchen og var 1965 í úrslitum við West Ham í Evrópukeppni bikarhafa, er með 1 stig að lokn- um tveimur leikjum. 'ólafur Danivalsson hefur átt mjög góða leiki undanfarið og þarna býr hann sig undir að leika á fyrrum félaga sinn í FH, Dýra Guðmundsson. DB-mynd Bjarnleifur. Wadkins sigraði ÍPGA Lanny Wadkins sigraði í PGA- mótinu i Bandaríkjunum — bandaríska meistaramótinu fyrir atvinnumenn. Lanny sigraði Gene Littier í bráðabana — en þeir léku holurnar 72 á 282 högg- um, sex undir pari. En Littler getur engum nema sjálfum sér kennt um ósigur sinn — hann hafði 5 högg yfir næsta mann þegar kom að síðustu umferðinni. En varðræði Littlers, sem fyrir fimm árum varð næstum að hætta keppni vegna krabba, byrjuðu á 10. holu og Littler virtist missa einbeitni sína og sjálfstraust. Þegar þrjár holur voru eftir voru þeir jafnir Littier. Wadkins og Nicklaus — en „Gullbirnin-, um“ mistókst illa á 17. holu og þeir Littler og Wadkins fóru i bráðabana. En þegar á 1. holu virtist sem Littler ætlaði að vinna sína fyrstu stóru keppni frá 1961 — en Wadkins púttaði af 20 feta færi — og á þriðju holu missti Littler 12 feta pútt — en Wadkins pútt- aði af 5 feta færi og stökk í loft upp — hann hafði sigrað. En eftir á sagði Wadkins: „Ég vorkenni Littler, hann er stórkostlegur fé- lagi og ég sagði við hann að ég vonaði að hann ynni þegar við fórum síðustu umferðina."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.