Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 15. AGUST 1977. Síamskettlingunum er sama hvort þeir eru hjá mömmu sinni eða labradortíkinni — á dýrasýningunni íHöllinni þar sem safnað var fyrir Allir sem búa í f jölbýlishúsum kannast VANDAMÁL... hunda af ýmsum tegundum, auk þess voru þarna kettir, hamstrar, naggrísir, kanínur, dverghænsni, hláturdúfur, stéldúfur, kanarí- fuglar, finkur, páfagaukar og skjaldbökur. Nokkir hestar voru á útisvæði og fengu börn að koma á bak smástund. Langmesta athygli vöktu hundarnir og er greinilegt að borgaryfirvöld neyðast til þess að taka nýja afstöðu gegn banninu við hundahaldi. Það eru greini- lega miklu fleiri sem hafa áhuga á hundahaldi heldur en yfirvöld hafa viljað kannast við. Töframaðurinn Baldur Brjáns- son skemmti og vakti það mikla kátínu þegar ein af dúfunum hans flaug úr höndum töfra- mannsins og út í sal. Henni var þó fljótlega bjargað af tveimur litl- um snáðum sem skiluðu henni aftur til föðurhúsanna. Kynnir var Gunnar Eyjólfsson leikari. Fyrst á dagskránni var smá- hundasýning og gat þar að líta margan fallegan hundinn. Þarna voru púðlar, peking-hundar og aðrar tegundir sem blm. kann varla að nefna eins og t.d. chiavava. Var sá langminnstur af þeim hundum sem fram komu, ekki meira en 15-20 cm á lengd. Var þetta fullvaxta tík og einhver hvíslaði því í eyra blaðamannsins að hún ætti meira að segja von á sér. En þegar átti að ræða við „móður“ pínu-tíkarinnar voru þær á bak og burt en þær komu frá Grindavík. Við náðum tali af tveimur púðla-,,mæðrum“ sem voru greinilega stoltar af dýrunum sín- um, Ronnie sjö ára úr Garðabæ og „vinkonu" hans Prinsessu tveggja ára og dótturinnar Perlu sem fæddist 23. marz en slagaði þó hátt upp í foreldra sína að stáerð. Mæðgurnar eru búsettar í Reykjavík og af skiljanlegum ástæðum er ekki vert að tilgreina það neitt nánar. Fram kom að púðlarnir eru ein- hverjir gáfuðustu smáhundar í heimi en dálítið matvandir, vilja helzt hrátt nautakjöt, grillaða lif- ur og steiktan fisk. Púðlana þarf að klippa af og til, bæði neglur og hár. Það gerir Sigfrið dýra- hjúkrunarkona. Annars kom púðla-,,mæðrunum“ saman um að hér bráðvantaði hundasnyrti- stofu. Púðlahunda á að baða einu sinni í mánuði með hunda- sjampói. Ef það fæst ekki er hægt að nota barnasjampó. Þarna voru Baltasar listmálari og Kristín kona hans með for- k,unnarfagurt labrador-par, ljós- dýraspítalann Vandinn er leystur með sjálfvirkri sorptunnufærslu! STÁLTÆKI sf. - Sími27510 Tanya, sem er síberískur hundur, er níu ára og þrjátíu „barna móðir. Með henni er Ragnheiður, tíu ára, sem á Tanyu með foreldrum sfnum og á heima i vesturbænum. Því var hvislað að þessi Iitla fröken vænti sín. Hún er af chiavavakyni og er ekki nema 15-20 cm á lengd. Brjósthaldarasett HUIT8 Höfum fengið aftur velour- sloppana frá Abecita Verzlunin PÓStsendum Ullarna'rfiil úr sko/.ku eingirni i úlileguna. Glæsibæ — Sími 83210 Itikini með inill- isbiixuin. Verð 3.800.- Baldur galdramaður missti dúfuna sína út í sal en henni var skilað aftur. Það var engu likara en hand- boltalandsleikur væri í Laugar- dalshöll eða einhver skák- snillingurinn væri að verja heims- meistaratitil sinn, svo mikil mannþröng var og örtröð af bílum við höllina í gærdag. Það var þó ekki svo, heldur voru það heimilisdýrin, — eða kannski öllu heldur hundurinn, sem dró að sér alla þessa áhorfendur. Það var haldin dýrasýning — eða hunda- sýning — í höllinni i gærdag til ágóða fyrir dýraspítalann. Á sýningunni gat að líta um fjörutíu Gullfallcg colli-tík, Týra að nafni, með Sigfríð Þórisdóttur dýra- hjúkrunarkonu. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Efnalaugavélar Af sérstökum ástæðum seljast mjög ódýrt allar vélar og áhöld úr starfandi efnalaug.— Tilvalið tækifæri til að skapa eigin rekstur. — Uppl. í síma 36040 kl. 1-3 virka daga. — Má greiðast með góðum bil.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.