Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 13
DACiHLAÐIÐ. MANUDACUH 15. AClUST 1977. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir 13 I Björgvin varði íslands- meistaratitilinn sinn! Gífurleg spenna var í úrslita- keppni meistaraflokks karla á landsmótinu í golfi í gær. I svids- ljósinu voru þeir Björgvin Þor- steinsson og Ragnar Ölafsson en Björgvin átti eitt högg til góða þegar þeir lögðu af stað í síðustu 18 holurnar, þá var staðan 227 högg á móti 228. Eftir fjórar holur voru þeir orðnir jafnir. Þegar þeir komu á fimmtu braut lenti teighögg Björgvins vel á braut en teighögg Ragnars Ölafssonar fór út fyrir. Annað högg Ragnars tókst ekki betur en svo að boltinn lenti aftur út af og þar lá hann ósláanleg- legur, enda tók Ragnar á sig víti og stillti boltanum upp. En það átti ekki af Ragnari að ganga. Fjórða högg hans lenti einnig utan brautar og enn mátti hann taka víti. Ragnar lauk hol- unni á átta höggum, en Björgvin á fjórum. Sjötta brautin, sem er par 3, reyndist Ragnari einnig erfið, hana fór hann á 5 höggum en Björgvin á fjórum. Þegar hér var komið sögu átti Björgvin 4 högg til góða. Einhver hefði misst móð- inn í Ragnars sporum en i gær sannaði hann ennþá einu sinni hversu frábær keppnismaður hann er. Með afburða góðri spila- mennsku tókst honum að saxa á forskot Björgvins og komast einu höggi undir. En Björgvin er ekki síðri keppnismaður en Ragnar og hann sýndi það í gær. Þegar kapparnir komu á 18. braut átti Björgvin eitt högg til góða og þetta högg nægði honum þar sem þeir fóru brautina báðir á fjórum höggum. Keppnin um þriðja sætið var einnig mjög spennandi en mest- allan tímann á síðustu 18 holun- um börðust þeir Óttar Yngvason og Sigurður Thorarensen um það sæti. En Sigurður lék siðustu hol- urnar af miklu öryggi og var fjór- um höggum betri en Öttar þegar keppni lauk. En hinn kornungi kylfingur, Sveinn Sigurbergsson, lenti í fjórða til fimmta sætinu ásamt Óttari. Keppni var einnig spennandi í öðrum flokkum en úrslit urðu þessi: Meistaraflokkur karla: 1. Björgvin Þorsteinsson GA 306 2. Ragnar Ólafsson GR 307 3. Sigurður Thorarensen GK 314 4. -5. Sveinn Sigurbergsson GK318 4.-5. Óttar Yngvason GR 318 6.-7. Jóhann Benediktsson GS 323 6.-7. Jóhann Ó. Guðmundsson NK 323 8.-9. Jón Haukur Guðlaugsson NK 324 8.-9. Þorbjörn Kjærbo GS 324 Hrólfur Hjaltason, einn af keppendum á landsmótinu í golfi, fór holu i höggi á Grafarholtsvell- inum. Hrólfur var á 16. braut en hún er par 3. Eins og aðrir kylf- Meistaraflokkur kvenna: 1. Jóhanna Ingólfsdóttir GR 343 2. Kristín Pálsdóttir GK 351 3. Jakobína Guðlaugsdóttir GV 351 1. fl. kvenna 1. Ágústa Dúa Jónsdóttir GR 395 2. Hanna Gabríels GR 406 3. Guðrún Eiríksdóttir GR 411 1. fl. karla 1. Helgi Hólm GS 334 2. Gylfi Kristinsson GS 339 3. Halldór B. Kristjánsson GR 344 2. fl. karla 1. Karl Jóhannessori GR 365 2. Georg V. Hannah GS 371 3. Sæmundur Knútsson GK 371 3. fl. karla 1. Guðmundur Hafliðason GR 340 2. Július Ingason GJ 349 3. Ólafur Þorvaldsson GOS 352 226 keppendur tóku þátt í móinu sem er fjölmennasta lands- mót til þessa. - rl. ingar, sem fara holu í höggi í mótum hérlendis, fékk Hrólfur Omega gullúr frá Sveini Björns- syni og co. - rl. Hola í höggi á landsmótinu — Ragnar Ólafsson veitti honum gffurlega keppni en Björgvin vann meðeinuhöggi Ahorfendur þyrptust að Björgvin að loknum sigri hans til að óska honum til hamingju. Hér gengur hann brekkuna upp að skálanum, studdur af eiginkonu sinni. Framar fer bróðir Björgvins, Viðar Þor- steinsson. DB-mynd rl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.