Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 14
DACBLAÐIÐ. MÁNUDAGUK 15. ÁGUST 1977. Sþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Ótrúlegir yfirburðir A- Þjóðverja A-Þjóðver.jar halda sínu striki í frjálsum íþróttum — unnu Evrópukeppni landsliða bæði í karla- og kvennaflokki. A-þýzku konurnar unnu 11 greinar af 15 í kvennakeppninni, hreint ótrú- legt. Og heimsmetin féllu fyrir þeim. Karin Rossley setti heims- met í 400 metra grindahlaupi, hljóp á 55.63, og Rosie Acker- mann stökk 1.97 í hástökki, nýtt heimsmet. En þrátt fyrir að keppendur A-Þýzkalands hafi verið ráðandi á Olympíuleikvanginum í Helsinki eiga ýmsir beztu keppendur Evrópu enn möguleika á að kom- ast í heimskeppnina í Dusseldorf. Urval Evrópu verður valið og þar verður margt kunnra kappa. Já, yfirburðir A-Þjóðverja voru miklir, a-þýzkir keppendur unnu 19 af 35 greinum í Helsinki. A- þýzku karlmennirnir hlutu 123 stig — í öðru sæti urðu V- Þjóðverjar með 110 stig. Sovét- menn, er muna mega sinn fífil fegri í frjálsíþróttum, höfnuðu í þriðja sæti með 99 stig. Þá komu Bretar með 93 stig, Pólverjar 91 stig, Finnar 82 stig, Frakkar 68 stig og loks Italir með 52 stig. Yfirburðir a-þýzku kvennanna voru enn meiri, þær hlutu 114 stig, sovézku stallsystur þeirra hlutu 93 stig, þá komu þær brezku með 67. V-þýzku stúlkurnar höfn- uðu í fjórða sæti með 67 stig, þá kom Pólland með 57 stig, Rúm- enía 54, Búlgaría 52 og finnsku stúlkurnar hlutu 35 stig. A-Þjóðverjinn Thomas Munkell náði beztum heimstlma í 110 metra grind, er hann hljóp á 13,37, og hinn 20 ára gamli Eugen Rau sigraði i 200 metra hlaupinu á 20.86. Finnar fögnuðu innilega Markku Tuokko sem vann kringlukastið, kastaði 67.06. Nick Rose sigraði í 5000 m hlaupinu, hljóp á 13:27.84. Irena Szewinska sigraði í 200 metra hlaupinu, sennilega mesta íþróttakona allra tíma, en hún fékk tímann 22.72. En Helsinki tilheyrði a-þýzka íþróttafólkinu og hin 20 milljón manna þjóð er nú án nokkurs vafa fremsta íþróttaþjóð í heimi. I raun verður fróðlegt að sjá hvern- ig a-þýzku keppendunum vegnar í Dusseldorf — það virðast engin takmörk fyrir getu a-þýzka íþróttafólksins. Leonard er fljótastur Kúbumaðurinn Silvio Leonard sannaði áftur að hann er nú fljót- asti maðiirinn í heimi. Hann náði hreint ótrúlegum tíma í 200 metra hlaupinu á Pan-Am leikun- um í Guardalajara i Mexíkó. Hann hljóp 200 metrana á 20.08 eftir að hafa hlaupið 100 metra á 9.98 — beztum tíma sem náðst hefur á rafmagnstímatöku. Kúba vann 13 af 30 grelnum en Banda- ríkin voru ekki með. Sigur Leonards var hans annar yfir Olympíumeistaranum Don Quarrie frá Jamaica. íran sigraði Það urðu ákaflega óvænt úrslit i undankeppni heimsmeistara- keppninnar þegar fran sigraði Astralíu 1-0 í Molbourne um helg- ina. Ástralíubúar höfðu gert sér góðar vonir um að komast í úrslit rétt eins og i siðustu heims- meistarakeppni — en þær vonir brugðust að verulegu leyti í Mel- bourne. Astralía sótti stanzlaust allan leikinn — fékk vítaspyrnu er var misnotuð. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Iran náði forustu á 70. mínútu — og leikmenn fran stukku hæð sína af gleði. Gífurleg gleði greip um sig í fran — allar út- varpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar hættu útsendingu til að skýra frá gleðitíðindunum frá Melbourne. Með þessum sigri á fran mestar vonir með að komast í úrslit HM í Argcntínu á næsta ári. fslandsmeistarar Vals — Valur hefur átt mikilli velgengni að fagna í handknattleiknum undanfarin misseri. Þeir sigruðu Víking 23-16 í úrslitum í gær. Valur varði Islands- Sífelli fjaðrir — þl Stöðugt fleiri skrautfjaðrir bætast nú á Reykjavíkurleikana í frjálsum iþróttum. Margir heims- frægir kappar munu koma á leik- ana — og þrír frægir kappar bætt- ust við um helgina. Þrír frægir kappar bættust i hópinn um helgina: innanhúss- meistarinn í stangarstökki á bandaríska meistaramótinu, Larrv Jessey, en þar stökk hann FH sigraði Leikni meistaratitil sinn! —sigraði Víking í úrslitum 23-16 Valur varði fslandsmeistaratit- il sinn í fslandsmótinu utanhúss er sterkir Valsmenn sigruðu Vík- ing örugglega i úrsiitaleik í gær, 23-16. Leikur liðanna var harður — og það var fyrst og síðast ákaf- lega slæmur kafli Víkinga i lok fyrri hálfleiks er tryggði Val sig- ur — verðskuldaðan sigur. Mikill fjöldi áhorfenda var mættur í porti Austurbæjarskól- ans í gær er Reykjavíkurrisarnir Valur og Víkingur börðust um Islandsmeistaratignina. Víkingar fengu óskabyrjun — skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins og sýnd- ust mun sterkara liðið í byrjun. En Valsmenn náðu sér á strik, jöfnuðu 5-5, og þá fylgdi í kjölfar- ið ákaflega slæmur kafli Víkings. Valsmenn skoruðu hvert markið á fætur öðru og staðan í leikhléi var orðin 13-6, vinningsstaða. Víkingar léku þennan leikkafla afleitlega — virkuðu nánast sem sjö einstaklingar á vellinum. Vals- menn léku á hinn bóginn sem sterk liðsheild. Þá munaði ekki litlu að nýliði í marki Vals, Hákon Arnþórsson varði stórvel en Hákon gekk í raðir Vals í sumar úr ÍR. Hins vegar var markvarzl- an afleit hjá Víkingi — nánast virtist á löngum köflum nóg að hitta markið. Valsmenn höfðu því vinnings- stöðu í leikhléi — Vikingar byrj- uðu síðari hálfleik af krafti — skoruðu þrjú fyrstu mörk hálf- leiksins, 13-9, og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 17-14, en þeir höfðu ætlað sér of mikið. Valsmenn létu engan bilbug á sér finna — léku skynsamlega og sigu' aftur fram úr í lokin, öruggur sigur 23-16. Verðskuldaður sigur — en heldur leiðinlegan svip setti á leikinn ákaflega slök dómgæzla þeirra Grétars Vilmundarsonar og Öla Ólsen. Þeir voru ákaflega ósamkvæmir sjálfum sér — og við það varð leikurinn á köflum ákaf- lega harður á malbikinu — en ekki var þó að dómgæzla þeirra bitnaði fremur á öðru liðinu. En leikur þessara handknatt- leiksrisa var allan tímann skemmtilegur og í lokin voru Valsmenn hylltir sigurvegarar og Víkingar gengu í röð og óskuðu þeim til hamingju. Mörk Vals skoruðu Jón Pétur Jónsson, sem átti stórleik, 11, Björn Björnsson Og Jón Karlsson 3 mörk hvor, Þorbjörn Jensson og Gísli Blöndal skoruðu 2 mörk, Stefán Gunnarsson og Þorbjörn Guðmundsson 1 mark hvor. Ölafur Einarsson var marka- hæstur Víkinga með 8 mörk, Viggó Sigurðsson, Björgvin Björgvinsson og Þorbergur Aðal- steinsson skoruðu 2 mörk hver. Páll Björgvinsson og Magnús Guðmundsson skoruðu eitt mark hvor. Valur varði því meistaratitil sinn — og þeir fóru því vel af stað, Gunnsteinn Skúlason og Þórarinn Eyþórsson, þjálfarar Vals. Víkingar voru undir stjórn annars kunns kappa, Arna Ind- riðasonar. Fram hafnaði í þriðja sæti, án þess að tapa leik, sigraði Hauka 22-18. „Þetta var eitt bezta unglinga- mót sem ég man eftir og speglar! ljóslega mikla grósku í Leikni og FH í frjálsíþróttum. Þeir eiga miklar þakkir skildar, þeir Hall- dór Magnússon og Sigvaldi Ingi- marsson, fyrir mikið og fórnfúst starf,“ sagði Ölafur Unnsteins- son, þjálfarinn góðkunni, eftir vel heppnað unglingamót FH og Leiknis sem fram fór i Hafnar- firði um helgina. „Rut Ölafsdóttir er eitt mesta hlauparaefni sem ég hef komizt í kynni við á minum þjálfaraferli,“ sagði Ölafur ennfremur. Og það er ekki að ástæðulausu — Rut hljóp 100 metrana á 12.3, sem er þriðji bezti tími í greininni, en Rut, sem er aðeins 13 ára, fær telpnamet sitt ekki staðfest þar sem meðvindur var of mikill. Þá hljóp Rut 200 metra hiaup gegn strekkingsvindi á 26.8 — og 400 metrana á 61.8. Þá stökk Rut tæpa 5 metra i langstökki og 1.45 í hástökki. Annað mikið efni er Guðrún Árnadóttir er vakti mikla athygli á meistaramóti tslands ásamt Rut — hún hljóp 1500 metrana á 5:22.0 og 800 metrana á 2:42.0. Leiknir sigraði i stigakeppn- inni — hlaut 67 stig í piltaflokki gegn 49 stigum Leiknis. Þá hlutu FH-stúlkurnar 75 stig gegn 40 stigum Leiknis. Rokleikur í Eyjum —10 vind stig á Stdrhðfða er IBV vann — IBV sigraði Keflavík 3-2 íhörku rokleik í Eyjum Það var sannkallaður rokieikur í Eyjum í gær þegar Keflvíkingar heimsóttu Eyjamenn í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Það var sannarlega hvasst og vindmælirinn á Stórhöfða sýndi 10 vindstig. Svo nærri má geta hvort veðurskilyrði hafi verið góð til knattspyrnuiðkana á grasvell- inum við Hástein. Veðrið setti því óneitanlega stóran svip á leikinn. Leikurinn var, þrátt fyrir veður- gnýinn, mjög spennandi frá upp- hafi til enda og iögðu bæði lið allt í sölurnar fyrir sigur í ieikqum. Eyjamenn höfðu sigur, 3-2. Eyjamenn höfðu vindinn í bakið í fyrri hálfleik og byrjuðu með stórsókn, þegar á 2. mínútu átti Sigurlás Þorleifsson gott tækifæri en var aðeins of seinn á sér. A 10. mínútu björguðu Kefl- vikingar á línu skoti frá Karli Sveinssyni. Þremur mínútum siðar skoraði Sigurlás fyrsta mark leiksins eftir slæm mistök Þor- steins Bjarnasonar, markvarðar IBK. Sigurlás var vel staðsettur eins og oft áður og átti ekki í erfiðleikum með að renna knett- inum í netið, 1-0. En leikmenn IBK voru ekki á þvi að gefast upp og í fyrstu hættulegu sóknarlotu þeirra, á 19. mínútu, og raunar í fyrsta sinn er þeir komust fram yfir miðju, skoruðu þeir sitt fyrsta mark. ‘ Kári Gunnlaugsson, hinn snöggi leikmaður ÍBK, fékk góða send- ingu frá Ölafi Júlíussyni. Hann háði mikla baráttu um knöttinn við Ölaf Sigurvinsson, Ölafur felldi Kára innan vítateigs og Þor- varður Björnsson dæmdi umsvifa- laust vítaspyrnu. Ölafur Júlíus- son skoraði af öryggi, 1-1. ÍBK hafði því óvænt jafnað metin, en Eyiamenn pressuðu stíft að marki IBK. Á 25. mínútu átti Tómas Pálsson hörkuskalla en Þorsteinn varði naumlega. Á 29. mínútu tókst Eyjamönnum að rjúfa varnarmúr ÍBK þegar Sveinn Sveinsson skoraði af stuttu færi. Eyjamenn reyndu allt hvað þeir gátu til að auka forskot sitt og hvað eftir annað skali hurð nærri hælum við mark IBK. En allt kom fyrir ekki, annað hvort hittu heimamenn ekki markið eða sterk viirn tBK, með Þorstein Bjarnason markvörð sem bezta mann, bægði hættunni frá. Staðan í leikhléi var 2-1 og heimamenn voru ekki of bjart- sýnir á að forskotið dygði gegn rokinu. Ekki lyftist á þeim brúnin þegar ÍBK jafnaði metin þegar á 2. mínútu. Þá var að verki Einar Ölafsson bakvörður, einn ungu leikmannanna i liði IBK. Hann sneri laglega á varnarmenn og skaut góðu skoti, óverjandi fyrir .Sigurð Haraldsson markvörð. 2-2. Eyjamenn tvíefldust og léku enn betur en í fyrri hálfleik þó gegn rokinu væri að sækja. En Þorsteinn Bjarnason átti stórleik í marki ÍBK, en það hlaut að koma að því að Eyjamönnum tækist að skora. Það var á 25. mínútu þegar Tómas Pálsson lék laglega á varnarmenn IBK og sendi laglega sendingu á Karl Sveinsson, sem skoraði með góðu skoti án þess að Þorsteinn ætti möguleika að verja, 3-2. Eftir markið var eins og Eyja- inenn gæfu eftir og Keflvíkingar sæktu í sig veðrið. Þannig átti Hilmar Hjálmarsson þrumuskot sem Sigurður Haraldsson varði vel. Gífurleg harka var koniin í leikinn og átti Þorvarður í erfið- leikutn með að stilla til friðar. hann hefði gjarnan mátt lyfta .gula spjaldinu. Það sem eftir lifði sóttu Keflvíkingar öllu meir og tveimur mínútum fyrir leikslok átti Kári hörkuskot en beint I fang Sigurðar. Þar með fór síðasta von IBK um stig í leiknum.Sigur IBV var verðskuldaður, liðið lék betur mestan hluta leiksins og átti fleiri hættuleg færi. Lið IBK er hins vegar harð- skeytt og þar er baráttan i fyrir- rúmi. I liði ÍBV var Sveinn Sveinsson beztur, geysileg yfir- ferð og gafst aldrei upp. Þá átti Tómas Pálsson skemmtilegar rispur. Þá voru Ölafur Sigurvins- son, Þórður Hallgrímsson og Karl Sveinsson góðir. Hjá tBK var Þorsteinn Bjarna- son maður dagsins og bezti maður vallarins. Þeir Hilmar Hjálmars- son, Gísli Torfason og Kári Gunn- laugsson voru sterkir. Dómarinn. Þorvarður Björns- son, átti erfiðan dag en var sjálf- um sér samkvæmur. Hann hefði þó að ósekju mátt l.vfta gula spjaldinu. Ahorfendur voru 470. FÖV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.