Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIt). MÁNUDAGUR 15. ÁGUST 1977.
$
I
íþróttir
Iþróttir
róttir
Iþróttir
Uverpool og Man. Utd.
skildu jöfh á Wembley
— Evrópu- og Englandsmeistarar Liverpool og bikar
meistarar Manchester United skildu jafnir 0-0 á Wembiey
Evrópumeistarar meistaraliða
og Englandsmeistarar Liverpool
léku á laugardag við bikarmeist-
ara Manchester United í svoköll-
uðum Charity Shield leik — góð-
gerðarleik. Liðin skildu jöfn, 0-0,
á Wembley leikvanginum.
Leikurinn var skemmtilegur
þrátt fyrir engin mörk en hinir 82
þúsund áhorfendur vildu sjá
mörk — sem létu á sér standa.
.Kenny Dalglish, sem Liverpool
keypti frá Celtic fyrir 400 þúsund
sterlingspund — eða sem svarar
um 150 milljónum króna, var
sannfærandi í leik sínum, var
mikið í knettinum og skapaði með
góðum sendingum sínum tvö ágæt
marktækifæri á upphafsmínútun-
um.
Leikurinn var jafn. Manehester
United Iék þarna sinn fyrsta
keppnisleik á Englandi undir
stjórn Dave Sexton. Manchester
United skapaði sér betri mark-
tækifæri — þannig átti David
McCreery skot i þverslá og Stuart
Pearson fylgdi vel eftir en Kay
Clemence varði mjög vel.
Liverpool skapaði sér einnig
góð tækifæri — þannig átti Terry
McDermott skot í stöng eftir send-
ingu frá Dalglish. Á lokamínútum
sótti Liverpool mjög — pressaði
stíft. En vörn United var sterk og
Liverpool var heppið að fá ekki
dæmda á sig vítaspyrnu er Emlyn
Hughes felldi David McCreery
innan vítateigs í einni af örfáum
sóknum United í lokin. En dómari
leiksins veifaði áfram — og jafn-
tefli var staðreynd: 0-0.
Charity Shield -bikarnum
deila því félögin og er það í fyrsta
sinn í 10 ár að ekki fæst sigur í
Charity Shield-leik.
En það var ekki einungis leikið
á Wembley heldur var fyrsta um-
ferð deildabikarsins leikin. Urslit
leikja þar urðu:
Aldershot — Clachestor 1-1
Brantford — Crystal Palace 2-1
Brístol Rovers — Walsall 1 -2
Bumloy — Choster 2-0
Bury — Crewe 3-0
Cambrídge — Bríghton
Chesterfield — Bamsley
Dariington — Scunthorpe
Exeter — Plymouth
Gillingham — Wimbledon
Grímsby — Hartlepool
Gereford — Boumemouth
Huddersfield — Cariisle
Mansfield — Lincoln
Oríent — Fulham
Oxford — Shrewsbury
Peterboro — Bradford
Portsmouth — Newport
Port Vale — Preston
Rochdalo — Halifax
Rotherham — York
Sheff. Wed. — Doncaster
Swansoa — Swindon
Tranmore — Southport
Watford — Reading
Wrexham — Stockport
Southend — Northampton
Torquay — Cardiff
0-0
4-1
0-0
2-2
1-1
3-0
2-0
1-1
0-1
2-0
3- 0
4- 1
3-1
2-1
1-1
3-0
5- 2
1- 3
0-1
2- 1
1-0
2-3
1-0
Sex neðstu lið 2. deildar — svo
og lið 3. og 4. deildar — taka þátt í
1. umferð deildabikarsins. Þá má
nefna úrslit í keppni skozkra og
enskra liða, en þar urðu úrslit:
Blackpool — Bolton
Shoffiold Utd. — Notts County
Cholsoa — Norwich
Hull — Oldham
0-1
4-5
2-2
1-1
Fallið er ekki úr
sögunni hjá Fram
Breiðablik sigraði Fram 4-1 í Laugardal
Fram er ennþá í fallhættu og 2.
deildin gæti orðið hlutskipti
þeirra næsta ár. Frammistaða
liðsins i gærkvöldi í leik á móti
Breiðabliki á Laugardalsvellin-
um fyllti áhangendur liðsins ekki
mikilli hrifningu.
Eftir að hafa haft yfir i hálfleik
1-0 eftir fremur tíðindalítinn leik
hrundi allt og lokatölurnar urðu
4-1 Breiðablik í hag.
En baráttan um fallið heldur
sem sagt áfram og eftir jafntefli
FH gegn Valsmönnum í gær eru
það gömlu Reykjavíkurliðin Fram
og KR sem þar eigast við.
KR stendur þó sýnu verr að
vígi, verður að vinna bæði FH og
Fram til að ná aukaleik við Fram.
Fram á eftir að leika við Val og
KR og nægir liðinu eitt stig til að
halda sætinu í 1. deildinni.
Leikurinn í gær fór fram á aðal-
vellinum í Laugardal og var
vindur þvert á völlinn.
Rétt í byrjun leiksins skapaðist
hætta við Frammarkið þegar
Sigurbergur gaf lausa sendingu
til Árna í markinu. Gísli Sigurðs-
son Breiðabliki komst á milli en
Árni bjargaði.
Gísli Sigurðsson átti gott færi á
30. mínútu, skaut af vítateigslínu
en knötturinn fór fram hjá.
Mark Framara kom síðan á 40.
mínútu. Sumarliði sendi knöttinn
fyrir markið þar sem Kristinn
Jörundsson var fyrir. Hann tók
vel á móti og skaut nær viðstöðu-
laust rétt innan við vitateig óverj-
andi í vinstra horn.
Þannig var staðan í hálfleik 1-0
fyrir Fram.
Blikarnir voru sýnu hressari I
seinni hálfleiknum og á 3. mínútu
bjargaði Arni Stefánsson naum-
lega þegar Ölafur Friðriksson
komst einn inn fyrir.
Tveim mínútum síðar jafnaði
Ölafur fyrir Breiðablik með
þrumuskoti af 18 metra færi.
Knötturinn lenti í vinstra horn-
inu niðri og Arni í Frammarkinu
átti ekki möguleika á að verja.
Sókn Breiðabliks á 10. mínútu
lauk með því að Þó- Hreiðarsson
sendi inn á miðjuna til Sigurjóns
Randverssonar sem skaut beint á
mark og 1 netinu lá knötturinn.
2-1 Breiðablik í hag.
Þriðja mark Breiðabliks kom
eftir skot frá Ölafi Friðrikssyni
en knötturinn lenti á höfði Ágústs
Atlasonar og þaðan í netið án þess
að markmaður fengi að gert.
Fjórða markið varð eftir
varnarmistök Framara. Jón Orri
var einn og óvaldaður á markteigi
og fékk knöttinn þar og gat í
rólegheitum skallað yfir Arna
Stefánsson.
Lókatöluruar urðu því 4-1
Breiðablik í vil og möguleikarnir
á aukaleik milli Fram og KR
um sæti í 1. deild að ári hafa enn
aukizt.
- ÖG
Ekki sannfærandi tilburðir hjá Sigurbergi Sigsteinssyni varnarmanninum sterka hjá Fram og þeir
Simon Kristjánsson og Jón Orri fylgjasl með.
Kenny Dalglish átti góðan dag gegn United.
KA og Þróttur ná
góðri forustu!
— í2. deild íslandsmótsins í knattspymu.
Haukar töpuðu sínum fyrsta leik
Akureyri er nú þegar búin að
missa fulltrúa sinn í 1. deild ís-
landsmótsins í knattspyrnu —
Þór er þegar faliinn í 2. deild —
en höfuðstaður Norðurlands eign-
ast væntanlega annan fulltrúa i
stað Þórs í 1. deild. KA stefnir nú
hraðbyri í 1. deild. Hið unga lið
Jóhannesar Atlasonar er nú á
þröskuldi 1. deildar — um helg-
ina vann KA stórsigur á Selfossi,
8-1. KA hefur þvi hlotið 21 stig úr
13 leikjum og tapað 5 stigum.
Þróttur fylgir fast á eftir en tals-
vert bil er í lið Hauka og Ar-
manns, 4 stig.
KA — Selfoss 8-1
Nú, svo við snúum okkur fyrst
að leik KA og Selfoss, þá var fyrri
hálfleikur ákaflega daufur og
hinir 540 áhorfendur á Akureyri
voru lítið hrifnir af spili heima-
manna.
Gunnar Blöndal færði KA for-
ustu á 30. mínútu. Stefán Larsen
jafnaði fyrir Selfoss á 39. mínútu.
KA náði síðan forustu fyrir leik-*
hlé — Sigurbjörn Gunnarsson
einlék upp vallarhelming Selfoss
og þaðan inn í vítateig Selfoss og
skoraði með góðu skoti, 2-1
Jóhannes Atlason hefur heldur
en ekki haldið lestur yfir sínum
mönnum í leikhléi því leikmenn
KA komu tvíefldir til siðari hálf-
leiks og þegar á 2. mínútu jók
Gunnar Blöndal forustu KA í 3-1.
Gunnar fékk knöttinn á miðjum
vellinum, hljóp vörn Selfoss af
sér og vippaði knettinum yfir
markvörð Selfoss.
Á 9. mínútu jók Jóhann Jakobs-
son forustu KA í 4-1 og eftir
skemmtilega samvinnu Sigur-
björns, Gunnars og Ármanns
skoraði Ármann Sverrisson af
stuttu færi á 17. mínútu, 5-1.
Og fleira fylgdi: Gunnar
Blöndal skoraði sjötta mark KA á
sömu mínútu, nánast endurtekn-
ing á þriðja marki KA. Aðeins
þremur mínútum síðar kom 7-1 —
enn Gunnar Blöndal og nú með
þrumuskoti af 25 metra færi.
Og síðasta orðið átti nýliðinn
Sverrir Þórisson, tslandsmeistar-
inn í billiard, er hann skoraði á
42. mínútu. Stórsigur KA — 1.
deildin nú í sjónmáli — en ekkert
nema fall í 3. deild virðist blasa
við liði Selfoss.
JEG
Völsungur — Haukar 2-0
Völsungar tóku nýjan grasvöll í
notknn á laugardag er þeir fengu
Hauka í heimsókn, eina ósigraða
liðið f tveimur efstu deildunum.
Haukar færðu heimamönnum
blóm fyrir þennan áfanga og Völs-
ungar þökkuðu pent fyrir sig og
sigruðu Hauka 2-0, fyrsti ósigur
Hauka í sumar 1 2. deild var
orðinn staðreynd.
Leikur Völsunga einkenndist
af leikgleði — og ánægju af nýj-
um velli. Völsungar sýndu einn
sinn bezta leik í sumar — en þrátt
fyrir það var fyrri hálfleikur
ákaflega jafn. Völsungar höfðu þó
undirtökin. Staðan í hálfleik var
0-0 en í síðari hálfleik mættu
Völsungar ákveðnir og Hafþór
Helgason náði forustu fyrir þá á
25. mínútu með góðu marki eftir
þunga sókn heimamanna, 1-0.
Aðeins 5 mínútum síðar var
Hafþór aftur á ferð, skaut föStu
skoti, en markvörður Hauka
varði. Knötturinn féll fyrir fætur
Hafþórs sem skoraði 2-0.
Fyrsti sigur Völsunga síðan á
Arskógsströnd var þvl staðreynd
— og hinir fjölmörgu áhorfendur
á Húsavík fóru ánægðir heim í
blíðunni.
- JEG
Þróttur N — Ármann 0-1
Ármann heldur enn í von um
sæti i 1. deild með góðum sigri á
Neskaupstað, 1-0. En leikurinn
var ákaflega slakur — Egill Stein-
þórsson náði forustu fyrir Ár-
mann fljótlega í fyrri hálfleik —
og þar við sat. Hvorugt lið náði að
skapa sér tækifæri — en réttlát
úrslit hefðu ef til vill verið jafn-
tefli. Það eru mörkin sem gilda —
og Ármann fór til Reykjavíkur
með 2 stig.
- SG
Þróttur — Reynir Ár. 4-1
Þróttur Reykjavík fylgir fast á
hæia KA — sigraði Reyni Ár-
skógsströnd 4-1 í Laugardal. Hinn
ungi miðherji Þróttar, Páll Ólafs-
son, skoraði þrjú mörk og er lang-
markahæstur í 2. deild, mikið efni
þar. Daði Arason skoraði fjórða
mark Þróttar en staðan í leikhléi
var 2-0 Þrótti í vil.
ísafjörður — Reynir S 2-1
ísfirðingar þokuðu sér upp
fyrir Re.vni i 2. deild íslandsmóts-
ins með sigri, 2-1. Sigur ísfirðinga
var verðskuldaður en staðan i
leikhléi var 2-0. Omar Torfason
skoraði bæði mörk Isfirðinga en
Revnir náði að svara í lokin.
- KK