Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 2
Fiskimjölsverksmiðjan á Kletti: „LÁTUM SKÍTALYKTINA VERA EN HÁVAÐIÁ NÓTTUNNI ER ÓÞOLANDI” Uni Hjálmarsson, Kleppsveg, hringdi: Við íbúarnir við Kleppsveg, sem búum I námunda við fiski- mjölsverksmiðjuna á Kletti, höfum af henni veruleg óþæg- indi á nóttunni vegna hávaða. Látum vera skítalykiina, sem þaðan berst, en þegar við þurf- um að ganga um vansvefta vegna skarkalans á nóttunni er ástandið orðið heldur hvimleitt. Svo oft er búið að kvarta vegna þessa hávaða að farið er að hvarfla að mér að verið sé að ögra okkur. Oft hef ég haft símasamband við forstjóra verksmiðjunnar og sagt að ekki sé ofgott að hann fái að vakna einnig. Forstjórinn er ávallt kurteisin uppmáluð og jafnvel er ómögulegt að æsa hann upp til rifrildis. Sömuleiðis hef ég kvartað við borgarfulltrúa en án sýnilegs árangurs. Mig langar nú eftir enn eina ónæðisnóttina (aðfaranótt siðastliðins miðvikudags) að leita til Dagblaðsins, ef það gæti frekar en við óbreyttir komið einhverri hreyfingu á málið. Jónas Jónsson framkvæmda- stjóri Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar hf. sagðist vera mjög leiður þegar hann heyrði um þetta mál. Hann sagði að hávaðinn stafaði af því að loðnu væri mokað upp úr málmkassa með krabba og þegar það tvennt rækist saman myndaðist hávaði. Þetta þyrfti alls ekki að vera svona og væri hann búinn að biðja kranamennina að sjá til þess að þetta kæmist i lag. Það hefði hins vegar ekki verið gert. Baðst Jónas afsökunar á þessu og kvaðst skilja fólkið ákaflega vel og mundi hann gera sitt bezta til þess að koma þessu í lag. H Turnlnn góði sem spýr bræðslufýlu um allt nágrennið. — DB-mynd Hörður. segir nábúi verksmiðjunnar íbúi við m y * m 1 H\ví ' | \ 1 ■l'; &W.J. ; ^ 1 DAGBLAÐIÐ MANUDAGUR 22. AGUST 1977. Meira popp Ein 14 ára skrifar: Mig langar til að vita eitt og það er hvort ekki væri hægt að fá nokkrar frægar popphljómsveitir hingað til lands. Ég veit um eina hljómsveit sem margir væru fegnir að fá hingað og það er hljómsveitin ABBA. Einnig mætti fá hingað hljómsveit- irnar Queen, Smokie, Boney M og Sailor og margar fleiri. Sagt er að þegar Slade og Led Zeppelin komu hingað til lands hafi frekar verið grætt en tapað. Og svo langar mig að þakka sjónvarpinu fyrir frábæran þátt með ABBA og það mættu vera fleiri svoleiðis þættir með t.d. Queen, Boney M, Smokie, Sailor, Donna SUmmer og Bay City Rollers. Þeir slðasttöldu eru góðir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.