Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ MANUDAGUR 22. ÁGUST 1977.
Tugmilljónatjón út-
gerðar í Ólafsvík
Mikili eldur kom upp í vélar-
rúmi vélbátsins Ingibjargar
SH-142 frá Ölafsvík um kl. 8.30
í gærmorgun þegar báturinn
var að veiðum skammt út af
öndverðarnesi.
Bátarnir Þorlákur AR-5 og
Gunnar Bjarnason SH-25 voru
skammt undan og komu fljót-
—
lega til hjálpar. Hófu skipverj-
ar bátanna þegar slökkvistarf,
fyrst með kvoðutækjum en
síðan með sjó. Rénaði eldurinn
fljótlega en gaus upp aftur
skömmu síðar. Fóru skipverjar
þá frá borði i gúmmíbát vegna
mikillar sprengihættu.
Var slökkvistarfi haldið
áfram og tókst að ráða niðurlög-
um eldsins eftir um tvær
klukkustundir. Tókst síðan að
koma dráttartaug í Ingibjörgu
úr Þorláki og komu bátarnir til
Ölafsvíkur um kl. 14.30 í gær.
Báturinn er mjög mikið
brunninn. Stýrishús, káeta og
öll tæki eru ónýt. Er ljóst að
orðið hefur tugmilljónatjón,
þótt það sé enn ekki fullkann-
að. Eldsupptök eru ókunn en að
sögn vélstjóra Ingibjargar, Sól-
bjarts Júlíussonar, varð eldsins
fyrst vart í vélarrúmi. Enginn
var þar niðri og urðu ekki slys á
mönnum sem allir voru á dekki
þegar eldurinn kom upp.
Bátur
brennur
íhafi
Ingibjörg SH er 58 tonn og
hefur verið á trollveiðum frá
Ólafsvík að undanförnu. Eig-
andi er Sigurður Haraldsson,
útgerðarmaður I Ólafsvík, en
skipstjóri Jakob Daníelsson frá
Reykjavík.
-ÖV/BJ, Ölafsvík.
Góðir hluthafar.
Nú höldum við aðalfund Dag-
hlaðsins fyrir árið 1976, og er
það fyrsta heila starfsár fyrir-
tækisins. Aðalfundurinn, sem
haldinn var hér á þessum stað
fyrir liðlega ári, fjallaði aðeins
um reikninga frá stofnun
félagsins hinn 7. september
1975 og til næstu áramóta og
var þess sérstaklega getið í
ræðu minni þá að við gætum
tæplega vænst betri útkomu en
raun varð á og óþarfi er að
endurtaka nú. f ræðu minni á
síðasta fundi var fjallað nokkuð
um rekstur blaðsins fyrstu
mánuði ársins 1976, þar sem
stormasamt var þá mjög í kring-
um blaðið og aðstandendur
þess, og þótti mér ástæða til að
rekja nokkuð gang þeirra mála
og geta helstu atriða sem þá
voru á döfinni. Kannski má
með nokkrum sanni segja að
síðan hafi óveðrinu heldur
slotað, en eftir eru venju-
bundnir brotsjóir hins íslenska
athafnalífs og er þá síður en
svo sama hvernig árunum er
beitt.
Eins og ég gat um á sfðasta
aðalfundi hefur það óumdeilan-
lega verið gæfa Dagblaðsins að
starfsmenn þess skuli flestir
vera í hópi eigenda fyrirtækis-
ins, svo og að njóta svo almenns
trausts meðal almennings sem
hið dreifða hlutafé sýnir. Það
er sannfæring mín að framtíð
Dagblaðsins byggist á þvf að
stjórnendur þess og starfsmenn
séu trúir þvf fyrirheiti er gefið
var lesendum blaðsins við
stofnun þess, þ.e. að vera frjálst
og óháð blað. A þetta atriði
mun að sjálfsögðu vryna mjög
nú á næstu mánuðum er kosn-
ingar fara f hönd og verðum við
þá að sýna lesendum svo ekki
verið um villst að okkur var og
er alvara með að halda þeirri
stefnu sem í upphafi var mörk-
uð. Mér þykir rétt f þessu sam-
bandi að fram komi að ég vænti
þess að allir aðilar, bæði starfs-
menn og lesendur, geri sér ljóst
að með frjálsri blaðamennsku
er að sjálfsögðu ekki átt við að
á sfðum blaðsins sé skylt að
birta hvað sem er fyrir hvern
sem er. Hér verður auðvitað að
Dagblaðið frjálst og
öháð í kosningunum
Ræða Björns Þórhallssonar, st jórnarformanns Dagblaðsins, á aðalf undi
þess síðastliðinn f immtudag
draga mörk almenns siðgæðis
og gæta þess að skrif séu ekki
þess eðlis að þau brjóti f bága
við almennt velsæmi. A þetta
atriði hafa stjórnendur blaðsins
reynt að leggja áherslu og það
verða lesendur að skilja og þeir
sem einhverju vilja koma á
framfæri að sætta sig við.
Trúmennska
við lesendur
Hitt er svo annað mál að oft
getur það reynst býsna erfitt
við val á fréttum að gera svo
öllum líki og ætti það að vera
augljóst. Það er skoðun mfn að
við slíkar aðstæður verði að
meta hagsmuni lesenda blaðs-
iris er eiga heimtingu á að það
geri þeim skilmerkilega grein
fyrir öllum almennum fréttum,
ofar hagsmunum ýmissa aðila.
Hinn gullni meðalvegur f þessu
efni er vitanlega vandrataður
og sýnist gjarnan sitt hverjum.
Það er hins vegar trú mfn að
starfsmenn blaðsins hafi reynt
að rækja sitt starf af fyllstu
trúmennsku við lesendur sína
og fyrir það ber að þakka þeim
sérstaklega, enda sýnir hin
mikla útbreiðsla blaðsins að
viðleitni starfsmannanna hefur
borið ríkulegan ávöxt. Ég tel að
sá sem helgar sig blaðamennsk-
unni og gerist með þvi virkur
þátttakandi f því að lýsa lífinu,
hann verði fyrst og fremst að
reyna að sjá hlutina með berum
augum. Hann má ekki láta
gamlár venjur villa sér sýn né
heldur nýjar venjur, eða tísku
eða einhvers konar lensku.
Hann má ekki vera bundinn á
klafa neins stjórnmálaflokks
eða trúmálaflokks. Hann má
heldur ekki gerast postuli og
taka upp á því að færa skrif sfn
í búning prédikarans. Þetta
veit ég af reynslu að blaðamenn
Dagblaðsins hafa varast.
Astæðan fyrir því að ég geri
mér tfðrætt um þetta atriði er
að sjálfsögðu sú að nokkuð
hefur borið á því upp á sfðkast-
ið að flokksblöðin hafa reynt að
koma þeim stimpli á Dagblaðið
að við fréttaval þess sé ekki
gætt hófs. Aðstandendur þeirra
blaða, sem hæst hafa látið i sér
heyra f þessu sambandi, vilja að
sjálfsögðu ekki gera sér ljósan
muninn á fjölmiðli sem telur
sig hafa skyldum að gegna við
hinn almenna lesanda sinn og
þeim fjölmiðlum sem aðeins
teija sig þurfa að þjóna þröng-
um flokkshagsmunum. Slík
blöð geta að sjálfsögðu hrópað
út um torgin að þau séu upp
yfir almennan fréttaflutning
hafin og sótt sfðan halla sinn í
greipar ríkissjóðs og þar með
hins almenna borgara.
Hefði orðið 5 milljónum
meira með ríkisstyrk
Skal nú vikið að niðurstöðu
ársreikningsins fyrir árið 1976
en framkvæmdastjóri mun
sfðan lesa reikninginn upp í.
heild sinni. Heildargjöld námu
krónum 268.911.514 en heildar-
tekjur krónum
270.266.604. Hagnaður af
rekstri fyrirtækisins varð
þannig kr. 1.355.090, en þess
skal og getið að með rekstrar-
gjöldum eru taldar afskriftir
upp á kr. 7.110.538. Hefur
rekstrarfjárstaða fyrirtækisins
þannig batnað um 8.5 millj.
króna á þessu fyrsta heila
starfsári þess. Ég þarf víst ekki
að gera því skóna að hluthafar
muni ekki vera ánægðir' með
þessa útkomu fyrirtækisins
enda mun það tæpast vera al-
gengt að dagblað sé stofnað og
komi út með hagnaði á sfnu
fyrsta heila starfsári.
Það ætti að vera hluthöfum
Dagblaðsins hf. nokkuð um-
hugsunarefni að fyrirtækið
hefði getað komið út með
rúmum 5 milljónum meira í
rekstrarhagnað ef þeginn hefði
verið ríkisstyrkur sá er hin dag-
blöðin taka með fulltingi hins
háa Alþingis. Það er ekki frá-
leitt að ætla að sú spurning.
sæki á ýmsa skattgreiðendur
þessa lands hvort hér sé rétt
með fjármuni þeirra farið er
fyrirtæki skila e.t.v. arði með
aðstoð rfkisstyrks og nota síðan
þann sama arð til að auka ,
eignir sínar. Við hér verðum að
játa það að þetta fyrirkomulag
samrýmist ekki alveg sjónar-
miðum okkar um rétta ráðstöf-
Björn Þórhallsson
un fjár sem tekið er af skatt-
píndum almenningi til þarfa
ríkins. Þetta er hins vegar eitt
þeirra mála sem öll önnur blöð
hafa reynt að þegja í hel.
Framtíðarhúsnœði
Það kom fram á síðasta aðal-
fundi að Dagblaðið hefði keypt
húseignina Þverholt 11 fyrir
rekstrardeildir sfnar en þá
hafði afhending hússins dregist
nokkuð. Við fengum sfðan
húsið afhent sl. haust og höfum
nú flutt í það alla starfsemi
rekstrardeilda nema afgreiðsl-
una. Unnið er að því að ljúka
nauðsynlegum lagfæringum á
húsinu til að hægt sé að taka
það allt í notkun. Verður þ*í
væntanlega lokið í september
næstkomandi og allar áður-
nefndar deildir þá komnar
undir sama þak. Húseignin
Þverholt 2 hefur nú verið seld
og verður tilbúin til afhend-
ingar hinum nýju eigendum
eigi síðar en hinn 1. október nk.
Verður að telja að skipan mála
hafi þarna farið svo sem
best mátti vænta er við getum
haldið áfram þeirri starfsemi
blaðsins er hér um ræðir á svo
til sama punkti og byrjað var á f
upphafi. Verðum við sfðan að
vona að fyrirtækinu vaxi svo
fiskur um hrygg að hægt verði f
náinni framtíð að hefja fram-
kvæmdir við framtíðarhúsnæði
blaðsins á lóð þess við Þverholt,
þannig að allar deildir verði
reknar undir sama þaki.
Verður þá að sjálfsögðu stefnt
að því að eign blaðsins við
Laugaveg 42 verði nýtt sem
best í því skyni að gagnist til
notkunar fyrir blaðið sjálft og
starfsemi þess. A ég þá við að
hægt verði að nota söluandvirði
eignarinnar til uppbyggingar á
nauðsynlegri aðstöðu fyrir
starfsemina. Ég þarf víst ekki
að fjölyrða frekar nú um
aðstöðuleysi ritstjórnarinnar,
það hefur verið gert áður og er
flestum okkar hér kunnugt.
Sem betur fer hefur þó verið
unnt að gera þar nokkuð til
úrbóta og verður síðan vonandi,
eins og áður sagði, hægt að
leysa þau mál endanlega.
Ég mun svo ekki hafa þessi
orð öllu fleiri að sinni en vil
nota tækifærið til að þakka öllu
starfsfólki blaðsins fyrir frá-
bærlega vel unnin störf, svo og
meðstjórnendum mlnum öllum.