Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 3
.3
\
DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. AGUST 1977.
........................................ .............................
Bítlana í sjónvarpið
Bítlaaðdáandi skrifar:
Mig langar að koma beiðni
minni til sjónvarpsmanna um
hvort þeir geti ekki endursýnt
gamlar myndir með Bitlunum,
t.d. Hard day’s night og Help.
Það var fyrir nokkrum árum að
þeir sýndu þessar myndir.
Svo langar mig að vita hvort
þeir geta fengið myndina Let it
be með Bítlunum. Ég er alveg
viss um að fólk hér á landi
myndi fagna því ef sjónvarpið
sýndi þessar myndir og einnig
ef það sýndi þátt með Bítlunum
einu sinni í viku, likt og í þætt-
inum Ugla sat á kvisti 1974.
Með fyrirfram þökk.
Raddir
lesenda
The Beatles sem gengið hafa undið nafninu Bítlarnir á Islandi þrátt fyrir að nafn hljómsveitarinnar
þýði einfaldlega bjöllurnar.
Verðið á eggjunum
Kona úr Kópavogi hringdi:
Mig langar að koma á fram-
færi örlitlum pósti um eggja-
kaup min. Um daginn fór ég út
i verzlun hér í Kópavogi og
þurfti m.a. að kaupa egg. Ég
spurði afgreiðslumann að þvi
Hríngið
ísíma
83322
kl. 13-15
eðaskrifíð
Dagskrár-
þulir—eða
dauð skilti
Að undanförnu hafa verið
nokkur skrif í bréfadálkum
dagblaðanna um dagskrárþuli
sjónvarpsins. Hafa sumir bréf-
ritara talið þá óþarfa og látið i
ljós þá skoðun að sjónvarpið
gæti betur vandað til dagskrár
en nú er með þvi fé sem myndi
sparast ef hætt væri að nota
dagskrárþuli.
Frá þvi hefur verið skýrt að
fastráðnir starfsmenn sjón-
varpsins annast förðun og hár-
greiðslu. Þessir starfsmenn
vinna vaktavinnu og eru þvi
ávallt til staðar á vinnutima.
Enginn þulanna notar hárkollu
og fatnað greiða þeir sjálfir.
Dagskrárþulir eru ekki fast-
ráðnir og fá aðeins greitt kaup
fyrir þann tfma sem þeir eru að
störfum.
Erlendis tiðkast sums staðar
að dagskrá sjónvarps sé kynnt
með skiltum. Reynslan hefur
sýnt að þessi aðferð er dýrari,
með því að ráða verður starfslið
og kaupa efni til skiltagerðar.
Ymsar sjónvarpsstöðvar hafa
horfið frá dagskrárkynningu
með skiltum og ráðið dagskrár-
þuli að nýju.
Loks er þess að geta að skilti
geta ekki komið i stað þula
þegar koma þarf á framfæri
áríðandi tilkynningum eða
meiriháttar fréttum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Björn Baldursson
dagskrárritstjóri
hvað kilóið kostaði. 560 krónur
sagði hann. Ég keypti þá tvo
bakka með 6 eggjum I hvorum.
En þegar ég kom heim og fór að
athuga málin nánar sá ég að
bakkarnir höfðu kostað 280 og
290 krónur. 12 egg kostuðu
þannig 570 krónur. Yfirleitt
eru um það bil 18 egg i kflói
svo allir sjá að þarna hlýtur
verðið að vera mun meira en
560 krónur. Lauslega reiknað
virðist það vera rúmlega 800
krónur. Að visu voru eggin í
pappabökkum en þeir eru mjög
léttir, báðir vógu þeir minna en
eitt egg.
Ég hringdi í veðlagsskrifstof-
una og sagði mönnum þar frá
þessu. Mér var sagt að við þessu
væri þvi miður ekkert hægt að
gera. Engar reglur væru til um
hámarksverð eggja og að kaup-
menn lékju þennan leik oft á
tiðum án sekta. Þeir gefa mönn-
um upp annað kilóverð en þeir
selja á í þeirri trú að neytand-
inn athugi ekki málið nánar.
Mér finnst full þörf á þvi að
fólk athugi sinn gang og láti
ekki selja sér vöru á þessum
kjörum.
aí stjíja á rétCu hnappana
- enda aiðvelt mð oiiuetti skólaritvélinni
oliuetti
Skrifstofutækni hf.
Tryggvagötu 121 Reykjavík
Box 454 - Síml 28511
Syrgirðu Elvis
Presley?
Hjördfs Sigurðardóttir nemi: Nei,
ekki get ég nú sagt það. Hins
vegar sakna ég hans svolitið. Ég
hlusta talsvert oft á þær fáu
plötur sem ég á með honum.
Helena Jóhannesdóttir húsmóðlr
með meiru: Nei, það geri ég ekki.
Ég sakna hans ekki þó hann sé
dauður. Hins vegar hlusta ég tals-
vert á hann.
Una Sigurðardóttir húsmóðir:
Nei, ég finn voða litið fyrir því.
Ég hlusta stundum á plöturnar
hans en að öðru leyti þekki ég
hann ekki neitt.
Inga Oddsdóttir aðstoðarstúlka
tannleknis: Nei, en ég sakna
hans pinulitið en ekki mikið.
Maður kemst ekki hjó þvi að
heyra oft f honum.
Berglind Jónsdóttir nemi: Ég veit
ekki. Ég hlusta stundum á hann
en ég á engar plötur með honum.
Sigrfður Kristinsdóttir af-
greiðslustúlka: Já, frekar geri ég
það nú. Hann er að vissu leyti
uppáhald hjá mér og ég hlusta
mikið á hann.