Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGUST 1977. 27.
[ l Utvarp Sjónvarp }]
Útvarp íkvöld kl. 22.15:
Er hægt að breyta verðmynd-
unargrundvelli kindakjöts?
„Ég mun nú aðallega tala um
sauðfjárafurðir, þróunina í fram-
leiðslu sauðfjárafurða og sölu
þeirra,“ sagði Jón Björnsson hjá
Framleiðsluráði landbúnaðarins
er hann var inntur eftir þvi hvað
hann hygðist ræða í búnaðarþætt-
inum sem er á dagskrá útvarpsins
eftir fréttir og veðurfregnir kl. 22
í kvöld.
Einnig mun Jón ræða söluhorf-
ur á afurðum sauðkindarinnar,
söluna eins og hún er nú og við
hverju megi búast f náinni
framtíð.
Jón mun koma inn á verðlags-
kerfi það sem nú gildir um sölu
landbúnaðarafurða, þar sem
verðið er nokkuð fast en framboð
og eftirspurn hafa lítið að segja.
Verður hann með nokkrar hug-
leiðingar um þetta mál og hvaða
möguleikar séu fyrir hendi á því
að breyta þessum verðmyndunar-
grundvelli, þá e.t.v. þar sem
meira tillit yrði tekið til framboðs
og eftirspurnar.
BH
Jón Björnsson landbúnaðar-
kandídat sem mun tala í búnaðar-
þættinum í kvöld.
(DB-mynd RTS)
Útvarp íkvöld kl. 20.30:
Mannréttindadóm-
stóll Evrópuráðsins
— í f lokknum Á ég að gæta bróður míns?
„Ég mun segja frá mannrétt-
indasáttmála Evrópu og starf-
semi Mannréttindadómstóls-
ins,“ sagði Gaukur Jörundsson
prófessor í viðtali við DB. Hann
mun flytja í útvarpið í kvöld
erindi um mannréttindamál í
Evrópu. Er það enn einn
þátturinn I þáttaröðinni sem
verið hefur á dagskrá ríkisút-
varpsins á mánudögum í sumar
og borið heitið Á ég að gæta
bróður míns?
Gaukur Jörundsson hefur
starfað við Mannréttindadóm-
stól Evrópuráðsins í Strassburg
undanfarin þrjú ár og gjör-
þekkir því þá starfsemi sem þar
fer fram. Meðal mála, sem
komið hafa fyrir dómstólinn,
má nefna þegar hundavinir á
íslandi kærðu það að hunda-
hald skyldi ekki leyft í Reykja-
vík, það teldist til brota á mann-
réttindum. Var máli þessu
vísað frá dómstólnum fyrir
u.þ.b. einu ári. BH
Sjónvarp
r
I
kvöld
kl.
21.55:
Ástir og
framhjáhald
— íbrezku
sjónvarps-
leikriti ílit
Brezkt sjónvarpsleíkrit blrtist á
skjánum í kvöld, eins og svo oft
áður, og að þessu sinni er það
eftir Harold Pinter. Harold þessi
Pinter er íslenzkum sjónvarps-
áhorfendum að góðu kunnur því
hann hefur samið nokkpr þeirra
leikrita sem Ríkisútvarpið sjón-
varp hefur haft á boðstólum áður.
Efni leikritsins er sígilt, á bak
við hina fögru framhlið hjóna-
bandsins, sem að umheiminum
snýr, er eitthvað rotið, þó svo hið
rotna nái ekki að gægjast upp á
yfirborðið. Sjálfsblekkingin og
flóttinn frá veruleikanum er það
sem þetta fólk kýs.
Á meðfylgjandi mynd sjáum
við aðalleikarana í leikritinu
Elskhuganum.
BH
Vandinn er leystur með sjálfvirkri
sorptunnufærslu!
STÁLTÆKI sf. - Sími27510
Allir sem búa ífjölbýlishiísum kannast
við þetta VANDAMÁL...