Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. AGUST 1977. Friðsamleg mótmæli við sovézka sendiráðið I gær efndu Samtök herstöðva- andstæðinga til mótmælastöðu við sovézka sendiráðið vegna þess að níu ár eru liðin frá innrás Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu. Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Haukur Jóhannsson verkfræðing- ur fluttu ávörp. Að lokinni stöð- unni átti að afhenda ávarp fundarins sendiráðsstarfsmönn- um en enginn þeirra var viðlátinn þannig að ávarpið mun verða póstsent sendiherranum. Fundur- inn fór friðsamlega fram og laus- lega áætlað hafa fundarmenn verið um eitt hundrað. - JH Hluti fundarmanna við sovézka sendiráðið í gær. Vésteinn Ólason lcktor knúði árangursiaust dyra í sendiráðinu með ályktun fundarins. SkúliáLaxalóni: — Stafar af of háu sýrustigi vatns Skúli Pálsson á Laxalóni kom að máli við Dagblaðið og sagðist ekki neita því að sjúkdómur hefði fundizt í stöðinni en hins vegar neitaði hann því alger- lega að sjúkdómurinn væri smitandi, eins og haldið hefur verið fram, m.a. af fisksjúk- dómanefnd. Mat Skúla á sjúkdómnum er það að hér sé um að ræða sýk- ingu vegna of hás sýrustigs vatnsins. Máli sínu til stuðnings lagði Skúli fram tvö fræðirit, annað eftir Tore Hastein og hitt eftir N.O. Christensen, þar sem segir að fiskur lifi ekki í vatni sé sýrustigið undir 5.5 pH eða yfir 9.0 pH. Heppilegasta sýru- stig vatns sé á milli 6.5 og 8 pH. I sýni, sem tekið var 2. maí sl. í fiskeldisstöðinni að Laxalóni af Rannsóknastofnun iðnaðar- ins, kom í ljós að sýrustig vatns, sem tekið var úr lind, mældist 9.55 pH og vatn, sem hafði runnið í gegnum eldishús hafði sýrustigið 9.13 pH. Sýnin eru sem sagt bæði yfir dauðamörk- um og þetta telur Skúli ástæðu sjúkdómsins og þar með að hann sé ekki smitandi. - JH KVAimiILU KLÚBBURIIVN Sandspymu- keppni Sunnudaginn 4. sept. næstkomandi mun Kvartmíluklúbburinn halda sandspyrnukeppni við Hraun í Ölfusi. Væntanlegir keppendur tilkynni þátt- töku í síma 30782 dagana 22., 23.og 24. ágúst milli kl. 18 og 22. Stjórnin. Lögreglufréttir helgarinnar Hvarer skraut- búningur —Ómarsí Pelikan? Það fór heldur illa fyrir !)mari Óskarssyni, leiðtoga hljómsveitarinnar Pelikan, sem sótt hefur íslendinga heim frá Danmörku, þegar dansleik hljómsveitarinnar var lokið í Stapa í Njarðvík aðfaranótt laugardagsins. Hann týndi þar lítilli, brúnni ferðatösku sehi fylgt hefur honum á ferðalögum hans um landið og víðar. 1 töskunni var skrautbúningur Ömars — hvítar buxur, rauð skyrta og hvit peysa frá Marokkó, auk' snyrtivara og gamals skófatn- aðar. Omar er nær óhuggandi og hefur óskað þess að finnandi töskunnar komi henni beina leiðtil lögreglunnar í Keflavík. -ÓV Áreksturvið Brimkló Geitháls —talsverðslys á mönnum í fyrrinótt varð hörku- árekstur á Geithálsvegi rétt ofan við Hólm. Þar skullu saman 2 bíiar. Töluverð meiðsli uróu á 4 mönnum og voru þrír þeirra fluttir á slysadeild. Ölvun og 13 í steininn Óvenjumikil ölvun var um helgina á Akranesi. Gistu 13 manns fangageymsluna í nótt og er það sérlega mikið. Það 'voru aðallega unglingar sem' stóðu fyrir ólátum. UnV sjö- leytið á laugardag valt svo bíll rétt fyrir utan bæinn. Það var litill Fiat og mun hann gjör- ónýtur eftir veltuna en engin slys urðu þó á þeim tveim mönnum sem i honum voru. íheimsókn — mikil ölvun Hljómsvettin Brimklo asamt Halla og Ladda gisti um helgina Húsavík og skemmti heima- mörínum. Hvort sem það var af þeirri ástæðu eða ekki var öiv- un sérlega mikil þar í bæ um helgina. Engin slys urðu þó á mönnúm en lögreglan stóð í ströngu vegna óláta unglinga. Piltur hljóp fyrir bíl —fyrirutan Sigtún Aðfaranótt laugardagsins hljóp piltur, er var á slangri fyrir utan skemmtistaðinn' Sigtún, i veg fyrir bil sem þar átti leið um. Pilturinn fótbrotn- aði og kjálkabrotnaði. Að öðru leyti var tíðindalaust í lögreglu- málum í borginni yfir helgina. SJÚKDÓMUR FYR- IR HENDIEN EKKISMITANDI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.