Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 11
At'.l ST 1!)77. DAv.MI.Ai>m MANl'DACI'li 22 Bandaríkjunum og fangelsis- dómar felldir niður, þó að lític magn finnist á einhverjum. Forsetinn hlýtur að hafa fengið staðgóðar upplýsingar um þetta efni og áhrif þess á líkamann, hann vill ekki gera stóran hluta bandariskra unglinga aó aumingjum, eða hvað? Hvað er maðurinn eiginlega að fara, ef marijúana er svo skaðlegt eins og af er látið? Refsingin fyrir að hafa um 30 gr. af marijúana í fórum sin- um hefur verið 1 árs fangelsi. Þetta er að vísu þyngsta refs- ingin, en alla vega er fólk sektað fyrir að hafa ögn af þessu efni í fórum sínum, um 5 þúsund dollara. Carter vill breyta þessu og segir að þessi refsing geti unnið viðkomandi mikið tjón, miklu meira en nokkurn tima þó hann fengi sér að reykja marijúana. Talið er að um 35 milljónir manna í USA hafi reykt marijúana Carter hefur aldrei farið dult með það að synir hans hafa reykt marijúana. Það hafa einnig um 35 milljónir annarra Bandaríkjamanna. Ætli allt þetta fólk sé svona fáfrótt um hver áhrifin eru af marijúana? Það er algengt að ungt fólk segist ekki nenna að standa i brennivínsþambi og þjást af timburmönnum á eftir. Vinið fer einnig mjög misjafnlega í menn og algengt er að ung- lingar verði veikir af drykkj- unni. Svo daginn eftir, þá eru margir óstarfhæfir. Þá sé heldur munur á því að reykja marijúana eða hass. Fólk setjist niður í rólegheitunum og fái sér i pípu. Því líður vel, og oft sé það svo að þegar það hefur reykt, þá þolir það ekki «C Teikning af kannabispiontunni. Það eru biöð hennar sem eru kölluð marijúana, hassið er unnið úr stöngiinum. lætin og hamaganginn í fylli- körlum, sem eiga allan heim- inn. Bezta við þetta allt saman er að það hefur engin eftirköst í för íneð sér að reykja marijú- ana, það verður enginn timbr- aður daginn eftir. Um 35 þúsund Bandarikja- menn hafa reynt marijúana- reykinear. Carter vill miklu vœgari refsingu Eins og komið hetur fram vill Carter forseti miklu vægari refsingu við því að hafa lítið magn af marijúana í fórum sín- um. Hann vill að fmgelsis- dómur verði afnuminn fyrir þetta og fjársektir lækkaðar stórlega. Ný refsilög hafa verið I endurskoðun í nefndi mörg ár. I þeim er ákvæði þar sem sekt'- in er lækkuð úr 5 þúsund doll- urum í eitt hundrað dali. En þingmenn hafa verið hræddir við að segja álit sitt á þessu frumvarpi, enda hefur það þvælzt um í ein fimm ár. Aðal- ástæðan fyrir þessu er hræðsl- an við almenningsálitið. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum hafa allar sýnt sömu niðurstöðuna: Meirihluti bandarískra þegna er viss um að marijúana hafi skaðleg áhrif á líkama og sál. Fólk segir einnig að neyzla þess leiði til neyzlu annarra sterkra efna. Þessari staðreynd eiga þing- menn erfitt með að ganga fram hjá. Þeir hafa ekki þorað að ganga fram hjá þessu og hreyfa þessu máli í mörg ár. Carter forseti bendir hins vegar á að fangelsisvist geti skaðað unglingana miklu meira en marijúana, þar segir hann sannleikann, en það þorði bara enginn að riða á vaðið og opin- hera hann. Marijúana hefur verið rannsakað í tíu ór Almenníhg'ur er hræddur um að marijúana hafi skaðleg áhrif á líkamann og einnig á sálarlif- ið. Þetta hefur ekki verið sann- að enn, þrátt fyrir að efnið og áhrif þess á fólk hafi verið rannsakað i ein tíu ár. Talið var að marijúana gæti valdið skemmdum á heila, breytingu á persónuleikanum, ófrjósemi karla, minni mótstöðu gegn sjúkdómum og einnig átti efnið að hafa mjög skaðleg áhrif á hjartað. Ekkert af þessum at- riðum hefur verið hægt að sanna í þau tíu ár sem efnið og áhrif þess hafa verið könnuð (heimild Time 15. ágúst). Þvert á móti hefur fundizt í mari- júanaplöntunni efnið ThC, en það hefur verið m.a. notað til að lækna fólk af asma og öðrum sjúkdómum. Þrátt fyrir allar rannsóknir og þær skoðanir á efninu sem fólk hefur, bæði jákvæðar og neikvæðar, þá breytir það ekki því að Carter forseti Bandaríkj- anna hefur gengið fram fyrir skjöldu og lýst sig fylgjandi að refsing verði létt til muna fyrir að neyta og hafa 1 fórum sin- um litið magn af efninu. Hann hefur einnig tekið það fram að það verði ekki tekið vægar á þeim sem selja efni betta til að græða á því. Kjallarinn BrynleifurH. Steingrímsson hæfileikar verði leiknir í því að greina aðalatriði í hinni marg- brotnu mynd sem sjúkdómur getur tekið á sig, að hugsa í orsök og afleiðingu en fleyta ekki kellingar á einkennum og afbrigðilegu útliti. Þetta er mönnum misvel gefið en með góðri menntun er hægt að rækta með sér og þroska. Grundvöllinn að þessu eiga skólarnir og kennararnir að leggja. Til þess að læknir leysi þau verkefni, sem vandamál einstaklinga og þjóðfélagsins krefjast að úr verði bætt, þarf hann að vera í eðlilegri snert- ingu við verkefnin, hugsa sem hluti þjóðfélagsins en ekki sem einstaklingur einnar stéttar. Menntun hans á að markast af vandamálum fólksins. Háleil vísindaleg afrek verða aldrei nema hlutskipti fárra. Er lœknisstarfið köllun? Það væri að blekkja sjálfan sig og aðra að halda því fram að stúdentar sæki, nema í mjög litlum mæli, til inntöku i læknadeild vegna köllunar og löngunar til að fórna sér fyrir aðra. Læknisstarfið er þeim eftir- sóknarvert fyrst og fremst vegna eigin metnaðar og framavonar. Það sem einkennir nútima menntun lækna er hin mikla samkeppni sem ríkir meðal þeirra. Frægðin og framinn, vera mestur og beztur I augum fólksins, er sá spori sem rekur þá af mestum kráfti til mennta og þekkingar. En það sem vand- anum veldur i þessu kapp- hlaupi er að læknirinn leitar nú þekkingar á stöðugt þrengra sviði og vill um leið einoka þá þekkingu.sem hann hefir aflað sér, með þvi að skapa sér sér- aðstöðu, fá vernd stjórnvalda með viðurkenningu á sérþekk- ingu sinni o.s.frv. Þessi þróun síaukinnar sérhæfingar hefir leitt til þess að fáir vita nú mikið um litið en færri margt um flest. Þó hefir það sýnt sig að þeir sem sérhæfa sig mikið þurfa fyrst og fremst á starfsreynslu að halda. Almenn menntun er þessum mönnum oft að litlu gagni til þess að leysa þau verkefni sem þeir hafa helgað sér en engu að síður nauðsyn ef starf þeirra á ekki að slitna úr samhengi. En það er margra manna mál að við jaðri nú á dögum sérhæfingarinnar að hér sé brestur á. Lœknadeild Hóskóla íslands Eftir höfðinu dansa limirnir. Háborg læknislistarinnar verður læknadeildin að teljast. öllum þorra manna mun óljós skipan þar og þó sérstak- lega það sem þar gerist innan veggja. En það er á þessum vettvangi, í þessu musteri and- ans, sem ráðunum er ráðið og þarfir heilbrigðisþjónustunnar hvað menntun heilbrigðisstétta varðar metnar og vegnar. Það er þ.ví nauðsynlegt til þess að fá innsýn í heil- brigðismálin að skyggnast aðeins inn fyrir dyr þessa must- eris en hyggilegt held ég öllum að fara þó að heilræðum Háva- mála: „Gáttir allar, áðr gangi fram, um skoðask skyli, um skyggnast skyli, því at óvíst er at vita, hVar óvinir sitja á fleti fyrir.“ Það orð fer af lækna- deild Háskóla Islands að þar gerist veður stundum válynd, flokkadrættir séu miklir með mönnum og áróður rekinn eins og hann gerist verstur i prest- kosningum eða prófkjöri stjórnmálaflokka. Svo að aug- sýnilegt er að mennskir og breyzkir eru prófessorar, dósentar, lektorar og adjunktar ekki síður en annað fólk. En hví skyldi slikur andi ríkja í háborg læknavísindanna sem svo að segja geymir f jöregg þjóðarinnar, heilsuna sjálfa, stofnun sem á að þjóna há- leitum takmörkum vísinda og mennta? Astæðurnar tel ég vera einkum tvær: 1) læknadeildin er úr tengslum við þjóðlífið. 2) kennarar deildarinnar lenda í þeirri sjálfheldu, sem frami og eigin metnaður setur þá í, og rembast margir eins og rjúpa við staur við vfsindaiðk- anir sem margar hverjar eru léttvægar eða einskis virði en þjóna þó einu takmarki, það er því að færa þá einu þrepi ofar í metorðastiganum. Félagslœkningar Það er með eindæmum að ekki skuli fara fram kennsla I deildinni í félagslækningum, jafnvel þó að öllum hljóti að vera ljóst að lækni starfandi meðal borgaranna hlýtur að vera nauðsynleg þekking á þessari hlið læknisfræðinnar, svo að hann skilji það þjóðfélag sem hann á að þjóna. Þessir sjálfseignarbændur læknis- listarinnar í læknadeildinni eiga erfitt með að átta sig á svona einföldum hlut því að þeir vilja allir vera meiri vísindamenn en læknar. Og þessi afstaða þeirra setur að sjálfsögðu mark sitt á hinn nýbakaða lækni sem svo verður að bíta í það súra epli að mest af því sem hann lærði í deild- inni kemur honum að sáralitl- um notum við það starf sem hann á að inna af höndum. Og þá er það starfið sjálft sem verður hans kennari. En þó að reynslan sé alltaf bezti kennar- inn tekur það lækninn oft langan tíma að átta sig en tími og vinna glatast. Um metorða- og framabraut lækna væri nauðsynlegt að ræða á opnum vettvangi því að fáránlegra mat á hæfni manna mun hvergi finnanlegt en ein- mitt það sem dregur til prófessorsata og doeentúra. A meðan á sjálfu læknis- náminu stendur fara fram próf um hæfni eins og við aðra skóla en eftir það tekur við mat sjálfseignarstofnunarinnar í læknisfræði. læknadeildar. Ef einhvers staðar er að finna geð- þóttaákvarðanir um hæfni manna þá er það einmitt i læknadeildinni. Þar er manna á meðal ákaflega mikið rætt um það hvort maður sé góður eða vondur, sem í eðli sínu þýðir: passar, passar ekki. Eftir að potið byrjar hjá læknum eftir próf er að sjálfsögðu mjög mikið atriði að lenda i góða hópnum. Og hér er alvara á ferð. Það mun vera til dæmi um það núna i þpssari háttvirtu deild að kennarar deildarinnar hafa hótað að hætta kennslu ef samkennari þeirra einn verður látinn halda áfram, þar sem hann hafði leyft sér að gagn- rýna samkennara sinn og því hefir hann nú lent í hópnum: passar ekki. Mér þætti eðlilegt að mun hlutlægara mat yrði látið ráða við mat á mönnum en nú er gert. Það er til dæmis furðulegt að háskólapróf, einkunnirnar sjálfar, ráða i dag engu um það hvort maður telst hæfur til háskólakennslu eða ekki. Það er látið lönd og leið sem á hlutlægan hátt er hægt að segja að sýni hvort maður er góðum eða litlum gáfum gæddur, prófin sjálf, en ritgerðir látnar ráða sem oft og einatt eru ekki nema að hluta til unnar af lækninum sjálfum. Oftast hefir vinnuaðstaða hans við stofnun- ina meir og minna matað við- komandi á þessu. Hversu mikil eða litil hjálp hefir verið veitt við gerð slíkra ritgerða er aldrei hægt að sannreyna. Rit- verkið gæti meir að segja verið fengið að láni. Afkastamiklir vísindamenn hjálpa að sjálf- sögðu aðstoðarmönnum sinum. Lokaorð Það er greinilegt að tengja þarf læknadeildina mun betur þjóðlífinu sjálfu og verkefnum þess. Opna þarf deildina til al- mennrar umræðu og eru það vinsamleg tilmæli til þeirra. sem dyranna gæta við þessa stofnun, að þeir gefi út fundar- gerðir deildarinnar. og væri Læknablaðið ágætur vett- vangur slíks fróðleiks. Sjálfur hefi ég undir höndum eitt slikt afrit sem ég veit að venjulegum sveitaoddvita þætti fróðlegt plagg. Brynleifur H. Steingrimsson héraðslæknir, Selfossi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.