Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 13
DACBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGUST 1977.
I
íþróttir
Iþróttir
Síðasti vonameisti KR
slokknaði gegn FH
— Meö jaf ntef li 2-2 gegn FH féll KR í 2. deild í fyrsta sinn
ísögufélagsins
KR — Knattspyrnufélag
Reykjavikur — er fallið I 2. delld.
KR gerði á laugardag jafntefli
við FH, 2-2. KR getur því ekki
bjargað sér frá falli i 2. deild og
hlutskipti KR verður því að leika
í fyrsta sinn i sögu félagsins í 2.
deild.
Já, KR er fallið — stolt vestur-
bæjar. KR hefur oftast borið
sigur úr býtum I 1. deild, alls
tuttugu sinnum. KR varð siðast
Islandsmeistari 1968 en síðan þá
hefur saga KR verið sifellt hnfg-
andi, sífellt verið að berjast við
fall í 2. deild — iðulega hefur
munað litlu og þar kom að KR
féll.
Vissulega stolt saga en reisn
KR í ár er ekki mikil. Að vísu
hefur lánið ekki leikið við KR í
sumar — raunar virðist lánið
aldrei leika við falllið. Þannig
missti KR Magnús Guðmundsson,
markvörð sinn, hann hefur verið
frá vegna meiðsla meirihluta
keppnistfmabilsins. Magnús lék á
laugardag en var borinn af leik-
velli og með honum brustu vonir
KR.
KR hefur að margra dómi efni-
legt lið en veikir hlekkir eru of
margir og engin keðja er sterkari
en veikasti hlekkurinn. Þannig
hefur markvarzla KR verið liðinu
höfuðverkur í fjarveru Magnúsar
en ekki er hægt að kenna mark-
vörzlu einni saman um ófarirnar.
KR hefur leikið nokkuð sterkan
varnarleik með þá Ottó
Guðmundsson, Börk Ingvason,
Guðjón Hilmarsson og Sigurð
Indriðason í hjarta varnarinnar
en miðjan hefur verið veiki
hlekkurinn í liði KR. Þar hefur
KR skort afgerandi leikmenn,
leikmenn er geta stjórnað spili
liðsins.
örn Öskarsson gekk í raðir KR
sfðastliðið vor og hann og Vilhelm
(Fredriksen eru sterkir fram-
herjar. En þá hefur vantað allan
stuðning — til að leggja upp
marktækifærin.
Því er KR fallið í 2. deild — en
vfst er að dvölin þar verður ekki
iöng ef að líkum lætur. Þannig
varð það hlutskipti Akraness og
Fram að falla í 2. deild og þau
komu upp tvíefld — eftir að hafa
stokkað upp sin spil.
KR hefur síðustu ár haldið sér
á floti með dæmalausri baráttu en
slíku hefur ekki verið til að dreif a
1 sumar. KR náði tveggja marka
forustu á laugardag gegn FH með
mörkum Sverris Herbertssonar
og Barkar Ingvason í fyrri hálf-
leik en ekki tókst KR að verja
fengið forskot. Ásbjörn Arin-
bjarnarson minnkaði muninn i 1-
2 eftir að Janus Guðlaugsson
hafði skallað í þverslá. Og á 30.
fnínútu jafnaði FH — þá var
Gunnar Bjarnason að verki — og
KR i 2. deild.
Ertu enn að hugsa um Svíþjóð?
Lfttuþá
á þetta!
26” Tandberg litsjónvarp, nýtt og með
fjarstýringu.
Verð 180 þiísund, útborgun 20 þúsund,
eftirstöðvar lánaoar til 3ja ára.
Aha - viltu vita meira?
Eitt símtal til okkar og við veitum allar
upplýsingar.
AÐSTOÐ Malmö Sverige
Kantatgatan 32 — 214-70 Malmö.
Sími040-216175
Breiðablik og Víkingur
skildu jöfn í Kópavogi
— í 1. deild íslandsmótsins, 1-1
Breiðablik og Víkingur skiidu
jöfn í Kópavogi á laugardag, 1-1, í
1. deild íslandsmótsins i knatt-
spyrnu, sanngjörn úrslit —
Víkingur er þvi i f jórða sæti með
19 stig, stigi meira en Breiðablik.
Víkingar voru meira með
knöttinn f leiknum en þar kom'
ávallt að sama agnúanum er hrjáð
hefur liðið í allt sumar, bitlaus
sóknarleikur. Breiðablik náði
forustu á 37. mínútu fyrri hálf-
leiks er Ólafur Friðriksson
skallaði í netið af stuttu færi,
fram hjá Diðriki Olafssyni, ágæt-
um markverði Vikings.
Víkingar sóttu meira í sfðari
hálfleik, það er upp að vítateig
Blikanna, en ógnun I leik þeirra
var sáralitil. Þó komst Hannes
Lárusson einn inn fyrir. vörn
Blikanna en tókst ekki að nýta sér
tækifærið. En Víkingar náðu að
jafna á 37. mínútu síðari hálf-
leiks. Jóhannes Bárðarson sendi
fasta sendingu fyrir mark Breiða-
bliks, engin hætta virtist á
ferðum, en knötturinn fór í hönd
Magnúsar Steinþórssonar og
Hrinrik Lárusson átti einskis
annars úrskoti en að dæma víti.
Eiríkur Þorsteinsson skoraði
örugglega úr vítinu, 1-1.
Blikarnir gáfu eftir miðju
vallarsins — buggðu því meir á
skyndisóknum. Fyrir vikið var
Vikingur meira með knöttinn en
þeir Valdimar Valdimarsson og
Einar Þórhallsson voru traustir í
vörn Blikanna — og Ólafur
Friðriksson sívinnandi
Víkingar tóku sitt 19. stig. Þeir
yoru lengi með í baráttunni um
Islandsmeistaratitilinn en tap i
Itveimur leikjum bundu enda á
vonir Víkings. Þrátt fyrir það
geta Víkingar vel við unað —
mikil meiðsli hafa hrjáð liðið f
sumar og þannig hafa Víkingar
aldrei getað stillt upp sinu sterk-
asta liði í allt sumar, ávallt ein-
hver meiðsli. Eirikur Þorsteins-
son var færður fjam í miðherja og
Helgi Helgason tengilið. Eirikur
I kom vel út frá hiutverki sinu.
Diðrik Ölafsson átti skfnandi leik
— verðskuldar sæti í landsliðs-
hópnum — og Róbert Agnarsson
| var sterkur i vörninni.
Tómas skoraði þrennu
gegn Þór á Akureyri
— í 4-0 sigri ÍBV gegn Þér í 1. deild íslandsmótsins
Eyjamenn unnu yfirburðasigur
yfir niðurbrotnu liði Þórs í 1.
deild íslandsmótsins i knatt-
spyrnu á laugardag. Þór er og var
fyrir leikinn á laugardag fallinn i
2. deild og leikmenn hafa því
fyrir litlu að berjast. Eyjamenn
sundurspiluðu Þórsara og mörkin
hefðu í raun getað orðið fleiri.
I leikhléi var hringt frá Eyjum
og spurt hve mörg mörk Sigurlás
Þorleifsson hefði skorað — ekki
hvernig staðan var, einungis hve
mörg mörk Sigurlás hefði skorað.
Hinn mikil markaskorari Eyja-
manna hafði þá, Eyjamönnum til
sárra vonbrigða, aldrei náð að
senda knöttinn í netmöskva Þórs
— nei, leikurinn var fyrst og
sfðast leikur Tómasar Pálssonar,
hins sivinnandi miðherja ÍBV.
Þegar í ieikhléi hafði Tómas sent
knöttinn þrivegis í netmöskvana
að baki Ragnars Þorvaldssonar
markvarðar Þórs.
Tómas Pálsson byrjaði þegar á
6. mínútu að skora: undan
norðangolu fékk Tómas sendingu
frá Karli Sveinssyni og lék á
markvörð Þórs, Ragnar Þorvalds-
son, og renndi knettinum i autt
markið. 0-1.
Aðeins fjórum mínútum siðar
skoraðiTómas aflur, þá aí' sluttu
færi eftir hornspyrnu Einars
Friðþjófssonar. Staðan var þegar
2- 0 og á 27. minútu bætti Tómas
við sínu þriðja marki — jafn-
framt þriðja marki ÍBV. Karl
Sveinsson skaut föstu skoti að
marki Þórs, Ragnar varði en hélt
ekki knettinum og Tómas fylgdi i
vel eftir og skoraði af stuttu færi,
3- 0.
Staðan i leikhléi var þvf 3-0
jBV í vil. Þegar á 6. minútu síðari
hálfleiks þakkaði Tómas félaga
sinum, Karli Sveinssyni, sending-
árnar tvær er gáfu mörk f fyrri
hálfleik: Tómas lagði alveg upp
fjórða mark ÍBV og Karl Sveins-
son skoraði með góðu skoti, 4-0.
Eyjamenn hefðu í raun átt að
bæta við fleiri mörkum.
Tækifærin voru þeirra, aðeins
einu sinni varð Sigurður Haralds-
son, markvörður IBV, að taka á
honum stóra sinum er hann varði
glæsilegt skot frá Arna Gunnars-
syni. En lið Þórs án máttar-
stólpanna Sævars Jónatanssonar,
Samúels Jóhannssonar, Péturs
Sigurðssonar og Gunnars Aust-
fjörð hafði ekkert fram að færa
— sigrað lið, fallið lið.
IBV verður vart dæmt af leikn-
um á Akureyri, yfirburðir voru
algjörir en mótstaðan að sama
skapi lftil. Tómas Pálsson var án
nokkurs vafa maður leiksins og
Karl Sveinsson fylgdi honum fast
eftir. En sem heild kom IBV fram
sem lið — ein heild.
Flautuglaður dómari var
Magnús Pétursson.
-St.A.
Essó-bikarinn
íLeirunni
— einn fór holu f höggi
I gær og fyrradag fór fram á
Hólmsvelli í Leiru keppni Golf-
klúbbs Suðrnesja um Essó-
bikarinn. Hrslit urðu þessi:
högg
1. Magnús Jónsson 142
2. Sigurður Þorkelsson 146
3. Páll Ketilsson 148
(þetta eru nettó skor).
I gær fór Arni R. Arnason holu
i höggi í þessu móti. Það skeði á 3.
braut. Arni sló með þrjú-járni en
brautin er 155 metrar. Ekki hefur
áður verið slegin hola í höggi á
þessari braut eftir breytingu sem
gerð var á henni f vor en þá var
tekið í notkun nýtt „green" og nýr
teigur.
rl.
Ritarí
Staða ritara I hjá Vita- og hafnamála-
skrifstofu er laus til umsóknar.
Áskilin er góð kunnátta í vélritun,
íslenzku og 1-2 erlendum tungumálum
Umsóknir sendist skrifstofunni, Selja-
vegi 32, fyrir 10. sept. nk.
HESTAMENN
Með einu símtali er áskrift tryggó
IE13FAX1
SÍMAR
28867-85111
Húsavík
Umboðsmann vantará Húsavík.
UppL í síma 22078, Reykjavík
mmum
Útgerðarmenn
Höfum mjög f jársterkan kaupanda að
góðum bát, 90-120 tonna, einnig
kaupanda að 150-300 tonna bát.
Eignaval
Suðurlandsbraut 10,
Sími 85650