Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ MANUDAGUR 22. AGUST 1977.
(t
Iþróttir
Eþrottir
iþróttir
Iþróttir
Dalglish fór vel af stað með
Evrópumeisturum Uverpool
Englendingar flykktust aftur
á knattspyrnuvellina á laugar-
dag er 1. umferð ensku deilda-
keppninnar fór fram — erfið-
ustu deildakeppni í heimi. Eins
og ávallt í upphafi keppnis-
tímabils ríkti mikil eftirvænt-
ing, sér i iagi hjá þeim liðum
sem spáð er velgengni í vetur.
Kenny Dalglish, nýi leikmaður-
inn hjá Liverpool, skoraði
þegar á 6. minútu fyrir Liver-
pool en Mike Channon, enski
iandsiiðsmaðurinn sem Man-
chester City keypti frá South-
ampton, náði sér ekki á strik
gegn Leicester. Bikarmeistarar
Manchester United unnu stór-
sigur í Birmingham, 4-1, og þar
var Lou Macari maðurinn á bak
við sigur United, skoraði þrjú
mörk.
Já, Englendingar flykktust
aftur á vellina og í 1. deild voru
skoruð 36 mörk. Þau tvö lið,
sem spáð hefur verið mestri
velgengni í vetur á Englandi,
urðu að sætta sig við jafntefli.
Manchester City og Evrópu-
meistarar Liverpool — einu
jafnteflisleikir 1. deildar.
Kenny Dalglish fékk sann-
kallaða óskabyrjun í sínum
fyrsta leik með Evrópumeistur-
um Liverpool — eftir aðeins 6
mínútur fékk hann sendingu
frá Terry McDermott í gegnum
vörn Middlesbrough og lék
skemmtilega á Jim Platt, mark-
vörð Middlesbrough, og renndi
síðan knettinum í netið. „Þetta
minnti á þegar Jimmy Greaves
var upp á sitt bezta,* sagði
Dennis Law, hinn kunni Skoti
er gerði garðinn frægan með
Manchester United, í BBC.
Og Liverpool virtist hafa
leikinn í hendi sér, að vísu virt-
ust leikmenn Liverpool aldrei
ná sér fyllilega á strik. Middles-
brough kom síðan inn í mynd-
ina og ungur nýliði, Woolf, fór
tvívegis illa með tækifæri fyrir
leikslok. Á 4. mínútu síðari
hálfleiks urðu Terry McDer-
mott á slæm mistök, hann
ætlaði að senda til Ray Clem-
ence, markvarðar sins, en Dave
Armstrong komst í sendingu
hans og skoraði fram hjá Clem-
ence, 1-1. Og það sem eftir var
leiks þurftu leikmenn Liver-
pool að verjast. Terry Cooper,
bakvörður Middlesbrough,
skapaði mikla hættu er hann
lék upp vinstri kantinn og Ray
Clemence varð að taka á honum
stóra sínum eftir mikið
einstaklingsframtak Coopers —
en jafntefli var staðreynd, 1-1.
Á Maine Road í Manchester
fylgdust 46 þúsund áhorfendur
með viðureign City og Leicester
undir stjórn Frank McLintock
og Mike Channon veifaði til
áhorfenda áður en leikurinn
hófst. Þrátt fyri að City sækti
mjög allan leikinn tókst þeim
ekki að finna leiðina í mark
Leicester. Channon náði sér
aldrei á strik. Royale átti skalla
fram hjá úr góðu færi og Mike
Wallington, markvörður
Leicester, varði tvívegis vel frá
Hartford og Watson í lokin, en í
heild olli leikur City vonbrigð-
Mike Channon. Honum gekk ekki eins vel með sinu nýja félagi,
Manchester City, og Daiglish.
um. Við svo miklu er búizt af
liðinu í vetur.
Það fór hins vegar aldrei á
milli mála hvort liðið var
sterkara á St. Andrews í Birm-
ingham er Birmingham City
fékk bikarmeistara Manchester
United í heimsókn. United
hafði öll tök á leiknum og
hættulegar sóknir United bók-
staflega tættu vörn Birming-
ham í sundur. Þegar á 5.
mínútu þurfti Jim Mont-
gomery, hinn kunni mark-
vörður Birmingham, að hirða
knöttinn úr netmöskvum sínum
er Lou Macari skoraði og síðan
aftur á 23. mínútu, 0-2.
Birmingham, er keypt hefur
þrjá kunna kappa undanfarið,
náði þó að minnka muninn á 53.
mínútu er Terry Hibbitt
skoraði. Það var hins vegar
skammgóður vermir, Gordon
Hill jók forustu United á 75.
mínútu og Lou Macari full-
komnaði þrennu sína á 82. mín-
útu. Leikmenn United voru
sannarlega góðir og enginn
betri en hinn litli og knái fram-
vörður, Skotinn Lou Macari.
Brian Clough fór með nýliða
sína, Nottingham Forest, til
Goodison Park í Birmingham
og mætti Everton. Flestir spáðu
Everton, er í vikunni keypti tvo
kunna kappa, markvörðinn
Woods frá Blackpool og Dave
Thomas frá QPR, sigri. En
Forest var á annarri skoðun —
þeir Withe og Robertson
skoruðu tvö mörk fyrir leikhlé
og þrátt fyrir að Roger Kenyon
næði að minnka muninn á 45.
mínútu dugði það skammt —
O’Neil, n-írski landsliðsmaður-
inn skoraði þriðja mark Forest
og sanngjarn sigur var í höfn.
En lítum á úrslit leikja á
Englandi á laugardag:
1. deild
Birmingham — Man. Utd. 1-4
Brístol City — Wolves 2-3
Coventry — Dorby 3-1
Everton — Nottm. Forest 1-3
Ipswich — Arsenal 1 -0
Man. City — Leicester 0-0
Middlesbrough — Liverpool 1-1
Newcastle — Leeds 3-2
QPR — Aston Villa 1 -2
WBA — Chelsea 3-0
West Ham — Norwich 1 -3
2. deild
Blackpool — Oldham 1 -1
Bumley — Bolton 0-1
Cardiff — Brístol Rovers 1 -1
Fulham — Chariton 1-1
Hull — Sunderiand 3-0
Luton — Orient 1 -0
Mansfield — Stoke 2-1
Millvall — Crystal Palace 0-3
Notts County — Blackbum , 1 -1
Southampton — Bríghton 1 -1
Tottenham — Sheff. Utd. 4-2
3. deild
Bradford — Cambridge 4-0
Bury — Lincoln 1-0
Chester ■— Hereford 4-1
Gillingham — Colchester 1-3
Oxford — Rotherham 2-3
Peterboro — Portsmouth 0-0
Plymouth — Preston 0-0
Port Vale — Chosterfield 1-3
Sheff. Wed. — Swindon 1 -1
Shrewsbury — Wrexham 2-1
Tranmere — Cariisle 3.2
Walsall — Exeter
4. deild
Bamsley — Rochdale 44)
Brentford — Northampton 3-0
Doncaster — Newport 2-2
Grímsby — Daríington 2-0
Hartlepool — Torquay 1 -2
Huddersfield — Swansea 0-0
Reading — Southend 0-1
Stockport — Watford 1 -3
Wimbledon — Halifax 3-3
York — Aldershot 1 -2
Dómarinn í leik Bristol City
og Wolves var í sviðsljósinu,
Ron Crabb, fangavörður,
Dalglish fór vel af stað með Liverpooi gegn Middlesbrough, skoraði
þegar á 6. mínútu!
dæmdi fjórar vítaspyrnur —
tvær á hvort lið. Og Ulfarnir
fengu sigur. Willie Carr, Alan
Sunderland og Alan Patching
skoruðu mörk Ulfanna en
Cormack skoraði bæði mörk
City úr vítaspyrnum.
Það bar til tiðinda í leik Ips-
wich og Arsenal að dómarinn
flautaði leikinn af i 12 mínútur
vegna úrhellisrigningar —
völlurinn breyttist nánast í
sundlaug — en Ipswich sigraði
með eina markinu í leiknum,
David Geddis skoraði fram hjá
Jennings. Jimmy Rimmer stóð í
marki Aston Villa á Loftus
Road í Lundúnum og án Andy
Gray hafði Villa sigur gegn
QPR, 2-1. John Deehan og
sjálfsmark QPR sáu um mörk
Villa en Peter Estoe svaraði
fyrir QPR í lokin. A Upton
Park í Lundúnum lék West
Ham við Norwich sem flestir
spá falli í 2. deild. En Norwich
átti ekki i vandræðum með
West Ham, David Jones 2 og
Jim Ryan sáu um mörk Nor-
wich en Pop Robson svai;,áði
fyrir West Ham úr víti.
Fyrsti dagur 1. deildar var
því ekki dagur Lundúnalið-
anna, fjórða Lundúnaliðið í 1.
deild, Chelsea, varð einnig að
sætta sig við ósigur gegn WBA,
0-3, í Miðlöndunum. Tony
Brown skoraði tvö marka WBA
og David Cross bætti hinu
þriðja við. Derby hafði 1-0 yfir
gegn Coventry í leikhléi með
marki David Nish en Coventry
skoraði þrívegis i siðari hálfleik
Ferguson 2 og Wallace skoruðu
mörk Coventry. Newcastle
sigraði Leeds 3-2, og Mickey
Burns 2, Alan Kennedy
skoruðu mörk Newcastle en
Ray Hankin sem skoraði sitt
fyrsta mark fyrir Leeds, og
Peter Dorimer svöruðu fyrir
Leeds.
í 2. deild kom stórsigur Hull
City gegn Sunderland mest á,
övart en Tottenham sigraði
Sheffield United örugglega.
„Chico" Hamilton náði forustu
fyrir United en John Duncan
jafnaði fyrir Tottenham. Chris
Jones náði síðan forustu og
Kith Osgood skoraði tvlvegis^—
bæði úr vitaspyrnu. KeithíkL
wards skoraði annað mark
United.
Southampton náði aðeins
jafntefli gegn nýliðum
Brighton. Alan Ball skoraði
fyrir Southampton á 40. mínútu
fyrri hálfleiks. Brighton réð
síðan mestu í síðari hálfleik án
þess að ógna verulega. En síðan
lét Soutpampton aftur til sín
taka og það kom verulega á
óvart þegar varamaðurinn,
Rigiero, jafnaði.
Crystal Palace vann öruggan
en óvæntan sigur á Millvall í
Lundúnum, nýliðarnir í 2. deild
sigruðu 3-0 með mörkum
Evans, Flairs og Chattertons.
Nýliðarnir 1 deildakeppn-
inni, Wimbledon, léku sinn
fyrsta leik á laugardag og jafn-
tefli varð gegn Halifax, 3-3.
• h halls.
......
—hann skoraði þegar á 6. mínútu fyrir Liverpool í 1 -1
jafntefli gegn Middlesbrough. Channon gekk ekki
eins vel með Manchester City—en Lou litli Macari
varð maður dagsins á Englandi, skoraði þrjú mörk
14-1 sigri Manchester United