Dagblaðið - 19.11.1977, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977.
11
UMÞOR
MAGNÚSAR
bera nokkurn keim af kristnum
sið, jafnvel þótt höfundum
þeirra hafi ekki sjálfum verið
það ljóst. Bent hefur verið á,
svo eitthvað sé nefnt að hofa-
lýsingar í fornritum séu mjög
smitaðar af iýsingum kirkna,
enda er beinlínis vitnað til
kirkju á einum stað, þar sem
söguhöfundur lýsir útbyggingu
úr hofi, ,,í þá líking, sem nú er
sönghús í kirkjum". Eins mætti
ætla, að sé um trúarbrögðin
sjálf og trúarathafnir, að
lýsingar þeirra hafi ekki
geymzt óbrenglaðar í ritum
hinna kristnu höfunda heldur
hafi þær litazt af lýsingum á
kristnu helgihaldi.
Tújkun fornminja
Öðru máli gegnir um forn-
leifarnar, þar hafa menn
áþreifanlega hluti, sem hinir
gömlu hafa skilið eftir sig. En
þar kemur einnig til vandinn að
túlka þær rétt. Oft á tíðum eru
einstakar fornminjar slitnar úr
tengslum við heildina, aðeins
lítil brot af því, sem einu sinni
var til, og þótt menn hafi undir
höndum fáein forn goðalíkn-
eski, sem menn eru ekki í vafa
um hvers eðlis séu, er hitt
augljóst, að erfitt getur verið
út frá líkneskinu einu að gera
sér grein fyrir trúarathöfnum
þeim, sem hafðar voru í
frammi. Fornfræðingum er
stundum legið á hálsi fyrir það
að túlka ýmsa vandskýrða
fundi sem hluti til helgiathafna
eða sem helgistaði, á þeirri
forsendu að eðlilegri skýringar
skorti. Getur enda verið vara-
samt að skýra vandskýrða hluti
á þann einfalda hátt.
Þótt Magnús Magnússon hafi
víðast í þessari bók fetað
troðnar slóðir hvað snertir
skýringar myndar og mynd-
tákna fornaldar þá eru nokkrar
skýringar í bókinni sem ég
minnist ekki að hafa séð áður.
Til dæmis er svo um dýrin á
Úrneskirkju í Sogni, sem
Urnesstíllinn dregur nafn af.
Höf. telur, að hér sé askur
Yggdrasils og stærsta dýrið og
það, sem mest er áberandi, sé
hjörtur á beit í laufskrúði
asksins. Þetta er nokkuð
hæpin skýring. Dýrin þarna
eru mörg og þessi slöngulaga
dýr eru alþekkt í heiðni, þótt
þau séu afsprengi hins gamla
víkingastíls.
Miðgarðsormur
Eins er um eylenzku næluna,
sem mynd er af á bls. 50 í
bókinni. Ormurinn, sem þar er
sýndur, gæti svosem átt að
tákna Miðgarðsorm, en það er
allsendis óvíst að sá, sem
næluna gerði, hafi haft
Miðgarðgorm sérstaklega í
huga. Hann er allavega ekki
sýndur þarna svo stórkostlegur
og ógnvekjandi sem lýsingar
sýna hann í Eddu og spurning-
in er, hvort hér er ekki aðeins
um venjulegan orm eða slöngu
að ræða. Á sama hátt má draga í
efa, að myndin á bls. 54—55 af
þeim þremur stóru mönnum,
sem birtast á veggtjaldinu frá
Skógskirkju í Helsingjalandi í
Svíþjóð, sýni þá Óðin, Þór og
Frey, þótt sumir fræðimenn
hafi viljað halda svo. Dregið
hefur verið I efa eftir nákvæma
rannsókn á tjaldinu, að veran,
í ÖNDVEGI
viðurkenndu meðalhegðun —
hinni sígildu hugsjón hinna
smáu.
1 annan stað hefur sá grunur
læðst að þessum alþingis-
mönnum, að virðing þeirra
meðal þjóðarinnar þverfi
óðum, svo jafnvel tilskipanir
um að virða alþingismenn
mikils, sem lesnar hafa verið
upp á hátíðastundum, séu ekki
lengur teknar gildar. Menn
hlusti á boðskapinn ráðnir í að
hafa hann að engu. Jafnvel
hafi verið gengið svo langt að
fullyrða, að nafn upplesara
tilskipunarinnar breyti ekki
staðreyndum. Þessum afar-
kostum almenningsálitsins
vildi þessi ellefu manna „þing-
flokkur" ekki. una. Þingflokks-
menn gripu þvi til þess eina
haldreipis, sem þeir töldu sig
eiga til þess að auka virðingu
sína — kröfunnar um upptöku
setunnar á ný í íslenskt ritmál.
Þannig átti að stefna að því að
vera, en ekki sýnast. En draum-
sjónin er eitt, veruleikinn
Kjallarinn
Auðunn Hlíðar
Einarsson
annað, því miður. Snjallræðið
reyndist glapræði. Almenningi
fannst, að ellefumenningarnir
spiluðu á setufiðlur sínar
meðan Rómaborg manndóms
þeirra var að brenna. Það er
ekki neitt áhlaupaverk að vekja
upp dauða virðingu. Kannski
verður hin gamla úrelta aðferð
eina ráðið til þess að afla sér
hennar á ný: að vinna sér hana
inn með verkum sínum og
framkomu í stað tilskipana.
Magnús Kjartansson boraði
gat á þingsályktunartillögu
setuþingflokksins með viðauka-
tillögu sinni. Þjóðskáld „þing-
flokksins" og Helgimynd
horfðu skelfdum augum
gegnum gatið. Hlátrasköll al-
þjóðar kváðu við, þar sem þeir
hímdu undir krossi setu-
velsæmisins. Nú glyniur þeim
klukka háðsins meðan þeir
paufast, mjúkir af vellífi, niður
sem þá ætti að vera Óðinn, hafi
verið eineygð í upphafi, heldur
hafi annað augað raknað úr og
þá er aðalröksemdin fallin fyrir
því, að hér geti að líta Óðin og
þá hina aðalguði heiðninnar í
átökum við hinn nýja sið.
Hins vegar má segja, að
maður sakni nokkurra mynda
af Asum eða af atburðum, sem
skýrt er frá í Eddu og til eru.
Þannig er t.d. um myndina af
Loka Laufeyjarsyni, sem sést á
aflsteininum frá Snapttum í
Danmörku og óumdeilanlega
sýnir Loka. Eins er um hina
stórkostlegu mynd, Sigurðar-
ristuna á Ramsundsberginu í
Svíþjóð, sem reyndar er
alkunn. En vandi er að velja og
hafna og er höfundi sízt láandi,
þótt hann hafi orðjð að ganga
fram hjá miklu myndefni, sem
öðrum finnst að hefði átt að
koma hér með.
Hrífandi frósögn
Þetta er ekki fræðirit, heldur
er reynt á einfaldan og mjög
aðgengilegan hátt að opna hinn
forna trúarbragða- og goðsagna-
heim öllum almenningi, bæði á
myndrænan hátt og með frá-
sögum. Víða eru endursagðar
sögur úr Eddu og tekin upp
einstök erindi úr eddukvæðum.
Frásögnin er víða mjög hríf-
andi og fer ekki milli mála, að
hér heldur sá á penna, sem
kann að fanga hugi lesenda.
Þekking höfundar á efninu er
mikil og þarf það ekki að undra
þegar höfð er í 'huga hin gríðar-
víðfeðma þekking Magnúsar
Magnússonar á íslenzkri sögu,
forsögu Norðurlanda og
norrænni menningarsögu. Enn-
fremur kemur hér glöggt í ljós
hin mikla leikni hans að taka
efnið þeim tökum, sem hann
veit að lesandanum kemur bezt
að fá það tilreitt. Hann þekkir
lesendur sína.
Eitt aðalgildi bókarinnar er
hið góða samræmi milli mynda
og texta. Litmyndir Werners
Forman eru hreint frábærar og
þær skýra textann oft á sama
hátt og textinn skýrir þær. Fá-
ir þeir, sem ekki þekkja tií
efnisins fyrirfram, myndu ætla,
að slíkur grúi sé í nágranna-
löndunum af myndskreyttri
Eddu, ekki skráðri, heldur
varðveittri í formi mynda-
blaðs. Hér birtast okkur hasar-
myndir þess tíma. Ætti þetta að
ljúka upp augum manna fyrir
því, að Edda hefur verið þekkt
víða um nálæg lönd, sögurnar
og kvæðin, en myndskreyting-
arnar orðið eftir ytra í heim-
kynnum sínum þótt textinn
yrði að lokum aðeins varð-
veittur hér úti á Islandi. Og
þessar sögur hafa orðið lista-
mönnum þeirra landa óþrotleg
náma myndefnis.
Þegar maður fær þessa bók
í hendur dettur manni í hug
skartgripur út góðmálmum
skreyttur eðalsteinum. Allt
ytra útlit bókarinnar er með
miklum glæsibrag, prentun og
frágangur einkarvandaður og
fallegur, enda er þessi íslenzka
útgáfa unnin nákvæmlega eftir
hinni ensku og mynda-
prentunin gerð samtímis fyrir
báðar útgáfurnar.
Þýðing Dags Þorleifssonar er
með miklum ágætum, lipur og
skýr, og kemur hann vel til
skila léttleika höfundar sem
svo víða birtist í írásögninni.
Þór Magnússon,
þjóðminjavörður
"B\
á hina skuggalausu flatneskju
borgaralegra makinda.
Einn þingflokksbróðirinn er
einnig útgerðarmaður og
kommissar. Af jötunefldum
íturmóði hóf hann þessa
„menningarhandkurru“ í þjóð-
lífinu, mærður af þjóðskáldinu
fyrir ágæti í máli og stíl.
Þannig reisti Islandsbersinn
menningarforhlið útgerðar
sinnar með hjálp þjóðskáldsins.
Héðanaf verður ellefu-
menningununvekki bjargað frá
því að eignast sinn aðhláturs-
stað í sögunni. Þeir eru þegar
þinglýstir eigendur hans. Hvað
er þá til bragðs? Helst er að
vænta hjálpar gleymskunnar,
Megi þögnin og gleymskan
veita tillögu ellefumenning-
anna nábjargirnar, en þeim þá
líkn að lifa dauða hennar af.
Auðunn Hlíðar Einarsson
handavinnukennari