Dagblaðið - 19.11.1977, Síða 15

Dagblaðið - 19.11.1977, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NDVFMBKR 1977. 15 JÁ, FYRR MÁ NÚ ALDEILIS FYRRVERA Nýjasta hljómplata Halla og Ladda var kynnt í veitingahúsinu Oðali síðastiiðinn þriðjudag,— einmitt sama dag og útgefandi plötunnar, Hljómplötuútgáfan hf. varð tveggja ára gömul. I tilefni af því boðaði Jón Ölafsson framkvæmdastjóri Hijómplötuútgáfunnar til blaðamannafundar. Jón var sá eini af aðaleigendunum sem var viðstaddur. Magnús Kjartansson var staddur á fiskiskipi út af Vestfjörðum og Vilhjálmur Viihjáimsson var í Kenya. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Haili og Laddi samankomnir ásamt nokkrum þeirra sem aðstoðuðu við gerð plötunnar. Upptökustjóri hennar var Tómas M. Tómasson, Björgvin Halldórsson söng miili- raddir með þeim bræðrum, Þórður Arnason sá um gítarleik og Sigurður Karisson barði bumbur. Það er Jón Ólafsson sem Halli heldur í járngreipum sínum. Plata þeirra bræðra, sem ber nafnið Fyrr má nú aldeiiis fyrrvera, kemur í verzlanir á mánudaginn. DB-mynd Arni Páll. Hve margar hljóm- plötur koma út fyrirjólin? Hversu mikill skyldi hann vera, samdrátturinn frá því í fyrra? Alkunna er, að útgáfa og saia á hljómplötum hefur dregizt saman frá því sem var í fyrra. Góðærið er liðið. Fyrir jólin í fyrra komu á markaðinn um þrjátíu stórar hljómplötur. 1 Dag- biaðinu á mánudaginn verða allar plöturnar taldar upp, sem fólki gefst kostur á að velja úr að þessu sinni. A undan- förnum þremur til fjórum árum hefur það færzt stórum í aukana að hljóm- plötur séu í jólapakkanum, svo að tilvalið er að semja óskaiistann sem fyrst. Gkki er ráð nema í tima sé tekið. Nýja ABBA- platan kemur fyrir jól Nýja stóra platan með ABBA kemur eftir allt saman út á jólamarkaðinn. Nýjustu áætl- anir eru miðaðar við að 12. des- ember komi hún í búðir í Sví- þjóð. Fyrri fréttir sögðu að plat- an yrði ekki tilbúin fyrr en í febrúar í fyrsta lagi og að hún ætti að vera tvöföld. Plata'n verður hips vegar einföld. Reynt var að ná sambandi við Stikkan Anderson fram- kvæmdastjóra ABBA-veldisins og afla upplýsinga hjá honum um nýju plötuna en hann var ekki við látinn. Einkaritari hans var hins vegar til í að segja það sem hún vissi. Hún var fyrst spurð að því hvort nýja platan væri hin dæmi- gerða ABBA-plata eða hvort einhverjar breytingar væru gerðar frá fyrri plötum. „Ja, hvað á maður að segja,“ svaraði hún. „Það er náttúr- lega auðheyrt að þarna eru ABBA á ferðinni. En það er líka auðheyrt að þau hafa þró- azt mikið frá þvi að síðasta plata, Arrival, var gerð.“ Ekki vissi einkaritarinn hversu margir stúdíótímar hefðu farið i að taka nýju plöt- una upp, en sagði að mörg lög og textar hefðu orðið til þar, svo að ekki hefði verið horft í þá. Hún var fremur treg til að segja frá því hve mikið upptak- an hefði kostað, — vissi ekki hvort hún mætti það. Að lokum viðurkenndi hún að heildar- upphæðin hgfðiverið um 150 þúsund sænskar krónur. Hljómplatan Arrival, sem kom út í fyrra, hlaut prýðis- góðar viðtökur víða um heim. í Svíþjóð einni seldust 700 þús- und eintök af henni og talan fyrir allan heiminn er einhvers Síðasta LP plata ABBA hlaut geysilega góðar viðtökur um allan heim. Hún seldist í milli fimm og sex miiijónum eintaka. Fróðlegt verður að sjá, hvort nýja platan hlýtur aðrar eins vinsældir. — DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. staðar á bilinu fimm og sex milljónir. Meðlimir Abba hyggjast halda að mestu leyti kyrru fyrir í Svíþjóð í vetur. Engin hljómleikaferðalög eru áætluð hvorki um Sviþjóð né aðra hluta heimsbyggðarinnar. - Ragnar Th. /AT - Bee Gees eru enn á ferðinni — komnir á topp tíu á báðum vinsældalistum How Deep Is Your Love nefn- ist nýjasta lag hljómsveitarinn- ar Bee Gees. Þessa vikuna kemst það inn á topp tiu bæði í Englandi og Bandaríkjunum. t Englandi er það i sjöunda sæti og því sjötta hinum megin við hafið. Að öðru leyti er enski vin- sældalistinn þessa vikuna blanda af formúlutónlist og öðrum, sem hægt er að flokka yfir meðallag músíklega séð. Þar ber að sjálfsögðu hæst lag hljómsveitarinnar Queen, We Are All Champions. Vert er að vekja athygli á laginu í níunda sæti í Englandi. Þar er á ferðirffii brezka hljóm- sveitin Showaddywaddy með lag sem nefnist Dancing Party. Showaddywaddy er bezt þekkt fyrir tónlist, sem kalla má satírurokk, það er háðslegar eftirlíkingar af tónlistinni, sem flutt var fyrir 1960. Meðlimir hljómsveitarinnar eru einir átta talsins og á sviði eru þeir klæddir samkvæmt tízkunni fyrir 15—20 árum, með brilljantín í hárinu og sviðs- framkomu í stíl. Bandarfski vinsældalistinn er einnig mjög blandaður, 'en öllu öðruvísi en sá enski. Þar er skiptingin grjóthörð soul/disco tónlist og síðan róleg, hugljúf sönglög. Tvö efstu lögin eru ágætt dæmi um þetta. Debbie Boone — dóttir Pats gamla Boone — er í fyrsta sæti með rólegt fallegt lag, You Light Up My Life. Enska soulhljómsveit- in Heatwave er síðan í öðru sæti með bezta lag sitt til þessa, Boogie Nights. íslenzkum sjón- varpsáhorfendum gafst kostur á að sjá Heatwave á skjánum fyrir nokkrum vikum. Ef litið er á vinsældalista annarra landa þá er Baccara í efsta sæti í V-Þýzkalandi með lagið Sorry, I’m A Lady. Þetta lag hefur notið mikilla vin- sælda þar um langt skeið. Hoi- lendingar eru þjóðlegir þessa vikuna. Þar er lagið Het Smurfenlied númer eitt. Flytj- endur eða flytjandi þess nefn- ist Vaderabraham. (Skyldi það þýða Faðirabraham á ís- lenzku?) I Hong Kong er Steve Milier Band í efsta sæti með Jungle Love. - AT- ENGLAND — Melody Maker 1. (1) NAME OF THE GAME 2. ( 4 ) ROCKIN' ALL OVER THE WORLD ABBA 3. ( 2 ) YOU'RE IN MY HEART 4. ( 3 ) 2-4-6-P MOTORWAY 5. ( 5 ) WE ARE THE CHAMPIONS 6. ( 6 ) YES SIR, 1 CAN BOOGIE ROD STEWART TOM ROBINSON 7. (13) HOW DEEP IS YOUR LOVE 8. ( 9 ) CALLING OCCUPANTS OF INTERPLANETARY CRAFT 9. (21) DANCING PARTY 10. (18) LIVE IN TROUBLE CARPENTERS SHOWADDYWADDY BANDARÍKIN — Cash Box 1. (1) YOU LIGHTUP MY LIFE 2. ( 3 ) BOOGIE NIGHTS DEBBY BOONE 3. ( 5 ) DON'T MAKE MY BROWN EYES BLUE 4. ( 2 ) NOBODY DOES IT BETTER CRYSTAL GAYLE CARLY SIMON 5. ( 6 j STAR WARS THEME MECO 6. (14) HOW DEEP IS YOUR LOVE BEEGEES 7. ( 8 j IT'S ECSTASY WHEN YOU LAY DOWN NEXT TO ME . 8. ( 9 ) HEAVEN ON THE SEVENT FLOOR BARRY WHITE 9. (11) BABY, WHAT A BIG SURPRISE CHICAGO 10. (10j JUST REMEMBER 1 LOVE YOU FIREFALL

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.