Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978.
Sverrir
Bergmann
læknir:
,,Af þeim málefnum sem mér
eru rík í huga og hef áhuga á að
vinna að eru efst á lista þau sem
snúa að öldruðum og sjúkum. Má
kannski segja það eðlilegt starfs
míns vegna," sagði Sverrir Berg-
mann læknir en hann tekur þátt i
prófkjöri til undirbúnings lista
Framsóknarflokksins til alþingis-
kosningá.
,,Eg mun láta málaflokka varð-
andi heilhrigðis , trygginga- og
menntamál mig meira skipta en
aðra. ekki beint vegna þess að þar
Heilbrigðis- og menntamál
X kUA! -“bætumbákniðsemvið
Clbl d UlaOI verðum að hafa
muni mér takast að gera neinar
byltingar en aftur á móti vil ég
vinna að framgahgi þeirra til-
lagna sem ég hef áður lagt fram í
þeim efnum.
Margt mætti nefna og margir
segjast vilja báknið burt. Sjálfur
er ég enginn sérstakur talsmaður
þess en tel mig skilja hvað menn
eru að fara með slíkum orðum.
Hið svokalíaða bákn er aftur á
móti það tæki sem við notum til
að vinna að sameiginlegum hags-
munamálum okkar. Auðvitað er
æskilegast að allir vinni að þeim
bæði vel og heiðarlega.
Lögin þurfa líka að vera þannig
bæði í orði og á borði að allir fái
þá þjónustu sem þeim ber og
greiði þá réttlátlega í hina sam-
eiginlegu sjóði.
Einnig verðum við að vera
minnug þess að til að vinna að
hinum stærri verkefnum, sem
nauðsynleg eru, komumst við
ekki hjá því að hafa einhvers
konar bákn.
Eg mun svo leitast við að
standa vörð um stefnu Fram-
sóknarflokksins, stefnu samvinnu
og félagshyggju sem við treystum
að geti skapað réttlátt og gott
þjóðfélag," sagði Sverrir Berg-
mann að lokum. - ÓG
Höfum taumhald á bákninu en
getum tæplega án þess verið,
segir Sverrir Bergmann læknir.
Kristján
Benedikts-
son:
,,Það gefur augaléið að þeir
sem starfað hafa i borgarstjórn
um nokkurn tíma hafa verið þar
með ýmis mál sem þeir vilja koma
fram. Af þeim málefnum. sem
ég vil nefna í stuttu spjalli. má
nefna endurbætur á stjórnkerfi
borgarinnar," sagði Kristján
Benediktsson borgarfulltrúi í við-
tali við DB. Hann býður sig fram í
prófkjöri Framsóknarflokksins til
undirbúnings borgarstjórnar-
kosningum i Reykjavik.
,,Eg bendi á að rekstrarkostn-
aður borgarinnar hefur aukizt
Valdimar K. Jónsson prófessor
við Háskóla tsiands.
Endurbætum stjórn
kerfi borgarinnar
ákaflega mikið á undanförnum
árum. Þar á verðbólgan auðvitað
sinn stóra hlut en ekki allan.
Þessari þróun verður að mæta
með betri skipulagningu og hag-
ræðingu, annars fer svo á endan-
um að meginhluti ráðstöfunarfjár
borgarinnar fer til reksturs
hennar og lítið verður eftir til
framkvæmda.
Eg hef því verið þess hvetjandi
að utanaðkomandi aðilar, sér-
hæfðir i hagræðingu, væru
fengnir til að kanna þessi mál og
gera tillögur til úrbóta um það
sem betur mætti fara.
Hingað til hefur borgar-
stjórnarmeirihlutinn ekki viljað
hafa nema lítil afskipti af at-
vinnumálum í þeirri von að allt
mundi blessast. Komið er í ljós að
svo hefur ekki farið. Undirstöðu-
atvinnugreinar eins og sjávarút-
vegur hafa farið halloka. Ur því
verður að bæta. Einnig má nefna
nauðsynlegar úrbætur í skipavið-
gerðum og hafnaraðstöðu.
Ef við getum bætt rekstur
borgarinnar og stutt atvinnulífið í
borginni til framfara þá eigum
Atvinnulífið hefur ekki gengið
nógu vel án afskipta borgar.vfir-
valda, segir Kristján Benedikts-
son borgarfulltrúi sem vill stuðn-
ing við undirstöðugreinarnar.
við jafnframt meira ráðstöfunar-
fé til að leggja í nauðsynlega hluti
eins og skóla, sjúkrahús og dag-
vistunarstofnanir.
Þá getum við einnig stutt betur
við bakið á frjálsri félagsstarf-
semi, eins og hjá skátum og
iþróttafélögum, einnig menn-
ingarmálum, tónlist og leiklist,
svo eitthvað sé nefnt," sagði
Kristján Benediktsson að lokum.
- ÓG
Einar Ágústsson ráðherra:
HEF EKKIÁHUGA Á AÐ VERA
LENGUR EN FÓLK VILL...
„Ég’tek þátt i þessu prófkjöri
vegna nokkurra áskorana," sagði
Einar Agústsson utanríkisráð-
herra í viðtalið við DB, en hann er
I framboði til prófkjörs fram-
sóknarmanna í Reykjavík vegna
alþingiskosninganna i vor. Próf-
kjörið fer fram núna um helgina.
„Eg geri það af því að ég tel
eðlilegt að framsóknarfólk fái að
vel ja þá menn sem eru i framboði
og ég hef ekki áhuga á því að vera
lengur í stjórnmálum en það fólk
vill."
Einar sagðist halda að tölu-
verður áhugi væri á prófkjöri
þessu en kvaðst sjálfur ekki verða
méð neina fundi.
„Eg veit að það eru átján
áhugasamir menn í framboði og
það ætti að skapa töluverðan
áhuga þeirra stuðningsmanna,"
sagði Einar ennfremur.
- HP
Einar Agústsson ráðherra.
m.vnd Bjarnleifur.
DB-
Valdimar K. Jónsson prófessor
AUKINN STUÐNINGUR VIÐ
FYRIRTÆKIN 0G EFLING
SKIPAIÐNAÐAR
„Sem verkfræðingur mun ég
beita mér á sviði framkvæmda- og
atvinnumála," sagði Valdimar Kr.
Jónsson prófessor sem er í fram-
boði til prófkjörs Framsóknar-
flokksins í Reykjavík vegna
borgarstjórnarkosninganna.
„Bæði vil ég kanna afkomu fyrir-
tækja borgarinnar og þeirra fyrir-
tækja sem fyrir eru, auk þess se'm
nauðsynlegt er að koma á fót ný-
iðnaði hér.“
Valdimar lýsti sig mjög óhress-
an með flótta fyrirtækja úr borg-
inni og taldi borgarstjóra alls ekki
ganga nógu langt til móts við
fyrirtækin i tillögum sínum.
„Við verðum að horfast i augu
við það að við töpum kannski á
þessu fyrstu árin en það skilar sér
þegar fyrirtækin ná sér á strik,"
sagði Valdimar. „Sem er erum við
algjörir eftirbátar nágranna-
byggðarlaganna hvað varðar að-
hlynningu fyrirtækja sem vilja
halda starfsemi sinni hér eða
þeirra sem stofnsetja vilja ný.“
„Ein er sú iðngrein sem við
verðum að veita miklu meiri at-
hygli, en það er skipaiðnaðurinn,"
sagði Valdimar ennfremur.
„Borgin á að verða stór hluíhafi í
skipasmíðaveri hér í borginni sem
sinnt gæti öllum flotanum og
tryggja með þátttöku fraktskipa-
flotans, að ekki sé hlaupið til út-
landa með viðhald og viðgerðir
eins og verið hefur.“
Eftir nám í verkfræði og stærð-
fræði í Danmörku og Bandaríkj-
unum varð Valdimar kennari við
tækniskóla í London. Árið 1972
varð hann prófessor i vélaverk-
fræði við Háskóla .tslands og
hefur starfað þar síðan. Hann
hefur gegnt ýmsum störfum fyrir
Framsóknarflokkinn, m.a. unnið
að samningu orkunefndarálits, en
þær tillögur hafa nú verið lagðar
fyrir Alþingi. - HP
Eiríkur
Tómasson:
„Húsnæðismál eru mér efst í
huga þegar ég er spurður um þau
málefni sem ég h.vggst beita mér
fyrir ef ég kemst til áhrifa í
borgarstjórn Reykjavíkur," sagði
Eiríkur Tómasson lögfræðingur í
viðtali við DB. Hann gefur kost á
sér í prófkjöri Framsóknarflokks-
ins til undirhúnings borgar-
stjórnarkosninga.
„Meðal annars má nefna nauð--
svn þess að nýta betur búsetu-
möguleika i eldri hverfum
Reykjavíkur. Við eigum að gera
ungu fólki kleift að húa á þessu
svæði. Aðgerðir i þá átt gefa bæða
Ungt fólk í gömlu hverfin
og hraðari byggingu nýrra
kost á betri nýtingu íbúðabygg-
inga, skóla og annarrar þjónustu
sem borgin þarf að veita þegnum
sínum.
Einnig er nauðsynlegt að hraða
uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í
nýju hverfunúm. Þörfin til þess
sést augljóslega á því að margir
eru um boðið þegar lóðir eru aug-
lýstar til umsóknar.
Eg mun ennfremur beita mér
l'yrir að bæta réttarstöðu þeirra
sem búa og þurfa að búa í leigu-
húsnæði. Þetta fólk þarfnast
aðstoðar ekki síður en aðrir því
oft er það fólkið sem lakast er sett
og minnst má sín í lífsbaráttunni.
Auðvitað eru það mörg önnur
málefni sem ég mun vinna að en í
svo stuttu spjalli er ekki tækifæri
til að fara nánar út í þau,“ sagði
Eiríkur Tómasson.
Hann var spurður hvers vegna
hann tæki þátt í prófkjörinu.
„Fyrst og fremst vegna þess að
ég hef áhuga á borgarmálefnum.
Áður en þetta var ákveðið hafði
ég verið í sambandi við ýmist
ungt fólk sem hvatti mig til
starfa. Eg má því teljast nokkurs
konar fulltrúi þess fólks. Einnig
hafa ýmsir eldri menn i Fram-
sóknarflokknum hvatt mig til
framboðs og finnst mér það ekki
minna um vert,“ sagði Eiríkur
Tómasson að lokum. - OG
„Við þurfum einnig að aðstoða þ
sem verða að leigja sér íbúðii
staða þeirra er oft lakari en ann
arra,“ segir Eiríkur Tómasson.