Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978. 3 Töpuðu öllum gjald- * *** fararstjorarog eyri á Kanaríeyjum bjargáði málinu Mig Iangar að segja hér ferðasögu úr sólarlandaferð, sem kannski gæti orðið öðrum tslendingum til viðvörunar á ferðalögum. Við hjónin höfum undanfarin ár reynt að komast til sólarlanda eins oft og efni hafa leyft. Ég er með einhvern stirðleika í liðamótum, sem batnar mjög mikið við sól og sjóböð og búum við að svona ferðum í marga mánuði. Þetta var okkar 4. sólarlandaferð, enda orðin fullorðin. Við höfum alltaf farið með Utsýn áður og þurfum ekki undan þvi að kvarta. En nú fórum við með hinni ungu ferðaskrifstofu, Samvinnuferðum. Svo leggjum við af stað alsæl í 3 vikna sólarlandaferð til Kanaríeyja. Allt gengur að ósk- um, við fáum góða 2 herb. íbúð með öllum þægindum og góðri strönd rétt við. Við erum á ströndinni og í sjónum fyrstu dagana, notum enga peninga nema sem við fengum með okkur (3.000 ptas). Farar- stjórarnir Gunnar Gunnars- son og Maria Perelló, spönsk stúlka sem talar mjög vel íslenzku, voru búin að sýna okkur alla þá vinsemd sem hægt er og hittu okkur á hverj- um degi. Við ákveðum að fara Mörgum íslendingum sem þjást af ýmsum kvillum verður gott af sólinni og sjóböðunum á Kanarieyjum. ekkert gert nema labbað burtu, búin að tapa aleigunni í byrj- un sólarlandaferðar. En þess skal getið sem gert var. Við fórum nú til fararstjóranna Gunnars’ og Maríu. Þau voru bæði við þó þau væru hætt að vinna og brugðu mjög fljótt við og gerðu allt sem hægt var að gera, en lögregla og aðrir standa varnar- lausir fyrir þessum glæpalýð. Siðan keyrðu þau okkur heim. Eftir vökunótt og umræður um aðstöðu okkar ákveðum við að fara heim með næstu ferð eftir tvo daga. Konan var með nokkur hundruð ptas í sínu veski svo við ákveðum daginn eftir að fara niður í borg að reyna að hitta Islendinga. A Bronse Mar hittum við fyrir hjón og mann, sem var að tala við þau. Þetta kemur náttúr- lega til tals en þau alveg þver- tóku fyrir að við færum heim. Þau vildu gera allt sem þau gætu og tala við mann sem þekkti annan. Og brátt birti 1 hugum okkar. Eftir tvo tíma kemur Gunnar með peninga sem svarar gjald- eyri fyrir annað okkar hjónanna, þetta hafði María fararstjóri lánað okkur sjálf. Ég þurfti ekki að kvitta fyrir, það eru til góðir Spánverjar ekki síður en annað gott fólk. Eftir þetta lék gæfan við okkur. Fyrrnefnd hjón voru alltaf að bjóða okkur heim á Bronse Mar i mat og fóru með Og nú kemur sorgarsagan Við ákveðum að fara í strætó. A stoppistöðinni var mikið af fólki sem beið. Skömmu síðar koma 3 vagnar i einu. Eg tek fram að þá hélt ég um veskið, en þegar ég ætla að stíga upp í vagninn hef ég tekið höndina úr vasanum, rétt á eftir, þá finn ég að vasinn er tómur. Mér brá mjög og kalla Polis-Polis en Innfæddir bjóða ferðamönnum upp á margs konar vörur á sólar- ströndum á misjöfnu verði og gæðin eru líka misjöfn á því sem fram er boðið. Myndin er frá Kanaríeýjum. okkur til Las Palmas. Maðurinn bauð okkur út í mat á nætur- klúbb og stjanaði við okkur. Ég veit ekki hvort þetta góða fólk vill að ég nefni nöfn þess, ég hugsa ekki, en þau eru fyrir hendi ef óskað er. Þegar þessi ágætu hjón fóru heim, létu hjónin okkur fá peninga fyrir tollinum heima og maðurinn sagðist vera búinn að spara við sig svo hann gæti lánað okkur 5.000 ptas. Þetta var okkur algjörlega vanda- laust fólk! En því miður fréttum við og sáum líka aðrar hliðar á Islendingum, sem ég vil ekki tala um, en eru þjóð okkar til vansæmdar. Ég vil gefa íslendingum nokkur heilræði eftir þessa ferð, ef einhver vill fara eftir. 1. Hafið aldrei mikla peninga á ykkur. 2. Verið ekki með þá í venjulegu veski. 3. Skiptið ekki ferðatékkum fyrr en jafnóðum og þeir eru notaðir. Að endingu biðjum við farar- |stjórann afsökunar á þessari fyrirhöfn sem við óviljandi ollum þeim og Maríu Perelló þökkum við frábæra farar- stjórn, vinsamlegt viðmót og persónulegan góðvilja. Sam- vinnuferðum þökkum við fyrir annars dásamlega ferð. Með þökk fyrir birtinguna. 5867-5318. að skoða borgina, fórum í banka og skiptum öllum okkar ferðatékkum, því við búum smáspöl frá borginni, þar sem við urðum fyrir því óhappi í síðustu ferð okkar að tekið vari seðlaveski konunnar úr hand- tösku með rennilás með 3.000.-' ptas á útimarkaði á Costai Brava. Þá stóð ég við hliðina á henni. Hvernig þetta er hægt skilur enginn nema þessir lista- menn í glæpum, sem við köllum vasa- eða veskisþjóf Ég ákveð þvi að vera með alla peninga í minu veski því ég þóttist öruggur að ekkert kæmi fyrir mig. Ég hafði veskið ekki í rassvasa heldur hliðarvasa á buxum. Svo hélt ég með hendinni um veskið. Síðan löbbumvið um götur, skoðum í búðir, kaupum smáhlut í búð og er mikið af fólki. Síðan ætlum við heim. engin lögregla var nálæg. Það verður þarna umferðartöf, flaut og fólk vill borga fyrir okkur í strætó en við gátum MANSTU EFTIR N0KKRUM SJÓNVARPSÞÆTTI SEM ÞÉR HEFUR FUNDIZT GÓÐUR 0G HEFUR VERIÐ SÝNDUR NÝLEGA? Reynir Svavarsson húsasmiður: Já, það er þá þessi nýi, brezki framhaldsþáttur, sem byrjaði á miðvikudaginn. Hann var ágætur og það eru oftast einhverjir góðir þættir I sjónvarpinu. Margrét Albertsdóttir, starfar hjá Hagkaup: Já, Húsbændur og hjú, það er ágætur þáttur en yfirleitt er sjónvarpið mjög lélegt. úrn Jónsson forstjóri: Dave Allen sá irski slær allt út og ég er mjög ánægður með þætti hans. Birgir Björgvinsson, starfar hjá Hildu ht: Já, það virðist vera að byrja ágætur, brezkur framhalds- þáttur. Jón Eysteinsson verkamaður: Já, Húsbændur og hjú er góður þáttur og ég horfi alltaf á hann. Eiríkur Bjarki Eysteinsson, Barnaskóla Keflavíkur: Gæfa og gjörvileiki var fínn þáttur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.