Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1978. Sprengisandsleiðin I sjónvarpinu er stundum sýndur filmubútur úr ffysti- húsi. Hann er mjög stuttur þessi filmubútur og sýnir loðnufrystingu. Samt er þetta einhver merkasta pólitfska kvikmynd sem ég hefi séð um æfina, því hún speglar vanda okkar svo að segja allan. Myndin hefst á þvf að kona vigtar loðnuhrogn í kassa og tekur væna kúadillu í spaða upp úr einhverju íláti, svo þegar vigtin er nokkurnveginn rétt, tekur hún kassann af vigt- inni og setur hann á rúllu- rennu, en hann rennur samt illa og nemur staðar á miðri leið. Þar er falleg stúlka, sem hefur þann starfa að hjálpa öskjunni með loðnuhrognunum alla leið yfir að næstu konu, en fjarlægðin frá vigtarkonunni er líklega um þrír metrar. Þar tekur við loðnuöskjunni myndarleg, miðaldra kona og hennar verk er að jafna loðnu- hrognin i öskjuna og það gerir hún með fingrunum. Hrognin eru í köku og eftir hæfilegan tíma hefur henni tekist að fá hrognakökkinn í svipað form og askjan er og þá leggur hún öskjuna lokaða á lítinn vagn, sem hefur þá eiginleika að vilja fara eitthvað annað en þeir sem aka honum á undan sér, en það eru nú tveir ungir menn og filmunni lýkur svo þar sem þeir hverfa í áttina til frystiklefans. Vinnan gengur hægt, því þetta er vond aðstaða, og vegna þess að aðstaðan er vond, þá er nú ekki mikið upp úr þvf að hafa að frysta hrogn, eða loðnu. En þessi harmsaga úr sjón- varpinu er ekki bara þarna, hún er í raun og veru alstaðar í landinu. Hvar sem við berum niður.liggur manni við að segja, f borginni. Hlutirnir eru á vit- lausum stöðum, og allt verður svo örðugt og dýrt. REYKJAVÍKURHÖFN Gott dæmi um þetta er t.d. Reykjavíkurhöfn. Sum frysti- húsin þar standa á hafnar- bakkanum. Það er ekki vond hugmynd, það er að segja ef fiskinuVn væri landað í þau, skipin legðust undir húsvegg, einsog t>d. norður á Akureyri, þar sem\ Utgerðarfélag Akur- eyringa landar fiski úr skut- togurum sínum beint í geymslur. Nei, í Reykjavík er fiskinum landað í austurhöfn- inni, af því að hann á að fara til vinnslu í Vesturhöfninni. Síðan er fiskinum ekið um Skúlagötu og Tryggvagötu, einhverja örðugustu umferðargötu borgarinnari Þannig séð skiptir það því engu' máli, hvort frysti- húsin eru á'hafnarbakkanum, eða innvið Hlemm. Þorskurinn skal í bíltúr og hann skal taka langan og dýrmætan tfma. Sama er reyndar uppi á teningnum hvert sem litið er, þegar við íslendingar eigum í hlut. Á sama tfma og við erum búnir að reisa og búa sjúkrahús á hafnarbakkanum (Hafnar- búðir) þá er aðalloðnufabrikka þjóðarinnar i hafnleysu inn í Laugarnesi. Er kannski ætlunin að landa gamalmennum og sjúklingum beint í sjúkrahúsið á hafnar- bakkanum, eða er þetta bara tilviljun? En er þetta ekki dálítið einkennilegt, að fara Sprengisandsleiðina með fisk- inn, en reisa sfðan sjúkrahús á bryggjunum? Ég hef ekkert á móti því að hafa elliheimili við sjó. Gamlir menn kunna að meta ys og þys, en varla sjúklingar. Þess vegna á fiskurinn að fá sem mestan forgang við höfnina, en sjúklingarnir í rólegri hverfum. SEMENT MEÐ VIÐKOMU Á AKRANESI Gott dæmi um tvíverknaðinn og aukavinnuna er hin ein- kennilega aðferð, sem notuð er við að landsins. flytja sement til Sement er búið til á Akranesi, sem er gott, en sement er lfka flutt inn í stórum stíl. Það er nefnt sementsgjall. Það sement er í hörðum kökum og þvf er skipað á land uppi á Akranesi, þar sem það er malað í kvörn, unz það er orðið að dufti. í duftið má blanda gifsi. Þá er duftinu, sementinu, blásið um borð f skip, sem siglir með það til Reykjavíkur, því á Stór-Reykjavíkursvæðinu er mest notað af sementi. Og þá vaknar sú spurning, hvers- vegna kvörnin góða er ekki bara höfð í Reykjavik. Með því móti kæmumst við hjá þessari einkennilegu viðkomu hjá kvörninni góðu á Akranesi. En við slyppum við fleira. Það kostar sama að sigla með sementsgjall til Reykjavfkur og Akraness. Það sem sparast er uppskipunarkostnaður á sementsgjalli á Akranesi, út- skipun þaðan og flutningur til Reykjavfkur, og þegar þess er svo gætt, að flutt eru inn 30—50 þúsund tonn af sements- gjalli á ári, þá sjá nú flestir hvar kvörnin á að vera. Hún á að vera í Reykjavík, en ekki uppi á Skaga. Líka þarna er valin Sprengisandsleiðin. OLÍAN 0G DREIFING HENNAR Enn eitt dæmið er olían. Allri olíu er landað á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Fremur smá olíuskip koma frá útlönd- um, þvf stórskipum verður ekki lagt hér. Síðan er olíunni pumpað f land. Þaðan fer hún f Kjallarinn Jónas Guðmundsson lítil olfuskip, sem flytja hana vestur, norður og austur. Síðan þegar skipin hafa losað sigla þau tóm jafnlanga leið. Væri ekki ódýrara fyrir okkur að hafa aðra olíustöð t.d. í Eyjafirði og láta litlu olíuskipin fá annan farm fyrir norðan, þá gætu þau þrætt hafnir f báðum leiðum og þyrftu aldrei að sigla tóm? Já, og við gætum þá gert tvennt f leiðinni, lækkað verð á eldsneyti og sparað gjaldeyri. Olíustöðina getum við smíðað sjálf. A.m.k. eitt olfuskip sparaðist. BAKKABRÆDUR í FULLRI VINNU Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi og einkennileg vinnu- brögð á tslandi. Mörgu hefur þó verið sleppt, sem máli skiptir fyrir útgerðina, eins og til að mynda tenging vinnslustöðv- anna á Reykjanesi og í Árnes- sýslu með almenniiegum vegi og brú á ölfusárósa, sem kæmi á nánu sambandi við Vest- mannaeyjar. Því hefur líka verið sleppt hér, að þessi tegund af bakka- bræðravinnu er ekki í sögulegu samhengi við atvinnulíf og vörudreifingu fyrri alda. Þetta er ný uppfinning í land- inu. Ef við skoðum gömlu verzlunarhúsin, hús gömlu kaupmannanna, þá byggðu þeir vörugeymslur sínar og búðir á sjávarkambi. Þar komu þeir fyrir litlum bryggjum og vörurnar voru bornar beint f hús. Hífðar á loft. Sama var að segja um fiskhúsin. Menn reyndu að gera hlutina einfalda og hagkvæma f senn og þá borgaði þetta sig. í Reykjavík er töluverður áhugi á gömlum húsum. Húsa- friðun er ágæt, en væri ekki lfka rétt fyrir okkur að hyggja að hagsýni þeirra er reistu þessi hús, og reyna að meta hana á sama hátt og við metum húsin? Jónas Guðmundsson rithöfundur. Deilurum veiðitakmarkanir SKILNINGSLEYSI0G BLINDINGSLEIKUR Nokkur orð til útvegsmanna á Vestfjörðum, út af gagnrýni þeirra á afstöðu Utvegsmanna- félags Suðurnesja til veiðitak- markana. Það ber að harma það skilningsleysi og blindingsleik er Útvegsmannafélag Vest- fjarða auglýsir með orðsendingu þeirra. Við höfum setið aðalfund LlÚ og Fiskiþing með fulltrú- um Vestf jarða nú nýlega. Og nú loksins eru allir sem um fisk- verndunarmál fjalla einhuga um að gera þarf ráðstafanir til þess að koma þorskstofninum í viðunandi horf eins og fiski- fræðingar hafa bent á, svo að þjóðin öll geti lifað mannsæmandi lffi um ókomin ár. En til þess að svo geti orðið þarf ungfiskurinn að fá frið til að þroskast og hann þarf að fá frið til að ganga upp á grunnin til hrygningar. Suðurnesjamenn og raunar fleiri hér á SV-landi hafa tekið þátt í varúðaraðgerðum varðandi hrygningarstofninn, og í heild þorskstofninn við landið. Er þvf ótrúlegt að fulltrúar útvegsmanna á Vest- fjörðum hafi tekið þátt í þeim brigslyrðum er fram eru sett f þessari orðsendingu til útvegs- manna á Suðurnesjum. Rétt er að minna á að gefnu tilefni, að á Suðurnesjum voru Ifnubátar rúmlega 60 að tölu. Netabátar voru nokkru færrri. Þessi floti tók þátt í þeirri stöðvun sem Vestfirðingar barma sér yfir og segja að það hafi bitnað harðast á vestfirskri lfnuútgerð. Hvað meinið þið, góðu menn? Þið skuluð í rólegheitum kynna ykkur samþykkt LÍU 1977, er varðar þorskveiðar. Þar er komið inn á skyndilokun vegna smáfisks og tekið mark á Hafrannsóknastofnuninni á hverjum tíma. Ennfremur varðandi stöðvanir á skipaflotanum, þar sem gert er ráð fyrir að öll skip taki þátt i umræddri stöðvun. Já, öll skip, takið eftir þvf. Við samþykktum að hrygningarsvæði verði stækkuð og þeim fjölgað. Eftirlit verði aukið um borð f skipum og í landi og fleira og fleira. Þegar þið lesið reglugerð varðandi veiðar í þorskanet, 1. grein, þar sem segir: „Frá 1. janúar 1978 til 31. maf 1978 er bannað að stunda veiðar með þorskanet- um án sérstaks leyfis Sjávarút- vegsráðuneytisins." Það er ekki aðalmálið fyrir okkur á Suðurnesjum. Við lát- um sjávarútvegsráðuneytið eitt um það að brjóta landslög og ganga fram hjá þeim stofnun- um er það á að leita til i þessum málum, áður en ákvarðanir eru teknar. Við skulum sleppa 2. og 3. grein umræddrar reglugerðar en við lesum 4. grein þessarar reglugerðar. Þar segir: „Allar veíðar með þorskanetum skulu bannaðar f 10 daga á vetrarver- tíð, árið 1978, og auglýsir Sjávarútvegsráðuneytið með að minnsta kosti 7 daga fyrirvara, á hvaða tímabili bann þetta skuli gilda.“ Suðurnesjamenn lfta sömu augum og Vestfirðingar á bann þetta, það er að segja, að hlffa ofveiddum þorskstofni. En, við fellum okkur ekki við að bann þetta gildieinungisfyrirþorska- netaveiðar. Það kemur ekki fram ennþá, að til dæmis tog- skip taki þátt í þessari stöðvun, á sama tfma á vetrarvertíðinni. Ef um alvörufriðun er að ræða, á það að ganga jafnt yfir alla, það er að segja togara og báta. FRJÁLSLYNDUR RÁÐHERRA? Skiljið þið nú hverju við erum að mótmæla, góðir út- vegsmenn á Vestfjörðum? Ef ekki þá getum við ekki bjargað ykkur frá fljótfærnislegum aðgerðum, er miklu skipta í lýðræðisþjóðfélagi. Þess ber að minnast að fyrsta hrygningarsvæði fyrir þorsk- fisk hér við land var afmarkað á Selvogsbanka, sem nú nær Kjallarinn Þorsteinn Jóhannesson yfir um það bil 700 fermílur. Síðar voru afmörkuð hrygningarsvæði á Breiðafirði og Faxaflóa. Hvernig friðunarsvæði á öðrum stöðum umhverfis land- ið eru til komin, vitið þið manna bezt, þ.e. til að friða urigfiskinn. Okkur finnst nærri gengið bátaflotanum á SV-landi f umræddri reglugerð fyrir árið 1978. Þess er ekki gætt að uppistaðani vertíðaraflaá þessu svæði hefir fengist f net, þó línuútgerð sé stunduð fyrri hluta vertíðar, sem kemur til af þvf að bátasamsetningin á þessu svæði veitir ekki annan valkost, enda mun það koma f ljós áður en langt líður hve margir sækja um þessar veiðar. Þorskanet og lóðir hafa tiðkast hér frá upphafi. Það má sjá f heimildum eftir miðja 13. öld og hafa því verið notuð lengur en togveiðarfæri. Svo segja sumir menn að þorska- netin séu skaðvaldurinn í þorskstofninum. Eitt er vfst, að það var ekki fyrr en togveiðar innlendra sem erlendra komust í algleyming, að fiskur fór að minnka hér við land. Geta menn kynnt sér sögu þeirrar útgerðar, sfðan hún hófst. Það hefir ekki allt verið dans á rósum hjá öllum. Enda er langt síðan farið var að leita að þorski og öðrum fisktegundum. Hefir þetta verið leikara- skapur, ef svo mikið er til af þorski, sem látið er í veðri vaka af vissum aðilum. Það má segja að viss þróun sé og verði sjálfsögð og nauðsynleg varðandi atvinnu- uppbyggingu umhverfis landið, þar sem við höfum verið að berjast fyrir 200 mílna fisk- veiðilögsögu og sitjum svo til einir að henni nú. En hefir þessi þróun verið gerð með nægri forsjálni varðandi framtfðina? Og það misræmi er hefirgætt varðandi aflasamsetningu á vissum svæðum og þeim er hafa byggt afkomu sína á hinum minni bátum á vetrarvertíðinni til dæmis á SV-landi. Sjálfsagt er að virða afstöðu ykkar varðandi þingmann ykkar. Er vert að minnast þess að frjálsl.vndur maður getur orðið ráðherra, en alls ekki vist, að sami maður verði frjáls- lyndur ráðherra. Það má ekki gleymast að frelsi og lög eiga ætíð að vera samfara, að öðrum kosti fullnægja þau ekki kröfum skynseminnar. Frelsið getur aidrei verið skynsamlegt, nema því sé haldið fyrir innan hina helgu merkisteina laganna, og engin lög geta verið skynsamleg, nema þau séu byggð á hinni helgu undirstöðu frefsisins. Með von um góða samvinnu f framtíðinni. Þorsteinn Jóhannesson útvegsmaður, Garði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.