Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978. r í tilefni af smjörlækkun Guðmundur A. Finnbugason, Innri Njarðvík, sendi DB þessa vísu í tilefni af lækkuninni á smjiirverðinu. Minnkar fjallið feita fáum smjurs að neyta Ijúfir lýðnum veita lækkun mun það heita. 12 tonn af frakt bída flugs til Egilsstaða Gunnar Skarphéðinsson á Fá- skrúðsfirði hringdi: Mig langar til að biðja blaðið að komast að því hvort Flug- leiðir hafi flogið eitthvað til Egilsstaða síðan 28. desember. Eg veit að þetta finnst ein- hverjum skrýtin spurning en hún kemur til af því að ég hef kvittun upp á það að á Reykja- víkurflugvelli er búinn að liggja pakki til mín síðan þenn- an dag sem ég nefndi sem fara átti til Egilsstaða. Eg hringdi einu sinni og spurðist fyrir um pakkann og var mér þá sagt að hann væri ekki sá eini sem biði flugs því 12 tonn af farangri lægju úti á flugafgreiðslu. Nú er ekki það að völlurinn á Egilsstöðum hafi ekki verið ruddur því ég veit að þangað hefur verið farþegaflug. En af hverju skilja þeir fraktina eftir? Mér finnst líka að því mætti koma á framfæri hvort þetta er sú góða þjónusta sem Flugleiðir* eru alltaf að státa af. Gátu þeir ekki að minnsta kosti látið mann vita fyrirfram að maður fengi ekki pakkann sinn fyrr en eftir mánuð? Hjá vöruafgreiðslu Flugleiða fengust þær upplýsingar að rétt væri hjá Gunnari að 12 tonn af vörum biðu flugs til Egilsstaða. Það er hins vegar veðrið sem hamlað hefur flugi mjög. Ekki hefurveriðhægt að fljúga nema einn og einn dag og þá vinnst ekki upp nema farþegaflugið. Vöruafgreiðslan telur það ekki skyldu sína að láta menn vita um þessi mál enda taldi við- mælandi DB að það væri alls- endis ómögulegt því þá þyrfti að hringja á svo marga staði. Fyrir nokkru var frá því skýrt í DB að af Keflavíkurflug- velli mætti síma til Reykja- víkur fyrir litlar 10 krónur. Hið rétta í málinu mun vera, að þessara frlðinda munu aðeins yfirmenn hjá varnarliðinu njóta og þá jafnvel aðeins ef þeir síma úr sérstökum tækjum á Keflavíkurflugvelli. Venjulegur hermaður eða aðrir starfsmenn hersins þurfa að greiða 0,69 dollara fyrir viðtalsbilið, þegar til Reykja- víkur er hringt. MEGA BÆNDAKONUR EKKI VINNA ÚTIEINS 0G KONUR í KAUPSTÖDUM? — svartilbangsa Góðir lesendur. Ég ætla hér með að leiðrétta dálítið sem birtist í DB 27. desember sl. Bréfritari kallar sig ,bangsa“ og gæti það verið rétt- nefni því bangsar stíga víst ekki í vitið. Hann talar um að nú séu bændur búnir að búa til svikamyllu og búnir að koma því inn hjá verðlagningu land- búnaðarvara, að reiknað sé með heimilisvinnu bændakvenna. Gerir bréfritari sér ekki grein fyrir því að bændakonur vinna bæði úti og_inni yfirleitt allan ársins hring. Það kýs hver manneskja sinn lifnaðarhátt og ef ,,heimavinnandi“ konur, eins og hann orðar það, eru alger- lega peningalausar, af hverju fara þær ekki og fá sér vinnu? Eg get ekki séð að það sé neitt athugavert við það að húsmóðir vinni úti og þá fær hún borgað kaup, en ef bóndakonan gerir það sama og fær borguð laun þá verður allt brjálað. Hver er munurinn? Ég segi fyrir mig að þessi maður sem skrifar bréfið sé ferlega eigingjarn og án efa heldur hann að það sé verið að troða á honum að einhverju leyti. Eg vil nú biðja bréfritara að endurhugsa mál sitt án þess að hugsunin á bak við það sé að níða niður bændur og búa til lygasögur um þá. Það fer nú að /erða nóg komið af þessum fáránlegu, heimsku kjaftasög- um og eiginhagsmunasjálfs- nísku. Með þökk fyrir birtingu. Lára. Bændakonur vinna yfirleitt bæði úti og inni allan ársins hring og telur bréfritari það algjörlega sambærilegt við störf giftra kvenna í þéttbýli. Rétt er að taka fram að myndiner ekki tengd bréfinu að öðru leyti en hún sýnir. konu við heyskap. Æskilegt að tala við skatt- leiðbeinendur í einrúmi Skattgreiðandi í Kópavogi hringdi og vildi spyrjast fyrir hvort ekki væri fært að bæta þá aðstöðu sem starfsmönnum væri búin, þegar þeir aðstoðuðu skattgreiðendur við framtal sitt. Þessi aðstoð, sem væri til fyrirmyndar og kæmi sér mjög vel fyrir marga, væri nú veitt í einu herbergi þar sem tveir menn störfuðu. Sagði skattgreiðandi að mörgum þætti óþægilegt að ræða sín persónulegu fjármál nema undir fjögur augu. Væri því æskilegt að einn skatt- aðstoðarmaður væri í hverju herbergi. DB ræddi við Svein Þórðarson skatt- stjóra í Reykjanes- umdæmi. „Þessu er þannig háttað vegna lítils húsnæðis sem em- bættið hefur yfir að'ráða. Er það bæði um að ræða húsnæði í Hafnarfirði og Kópavogi. Og á ég ekki von á að úr þessu verði bætt á næstunni,“ sagði Sveinn Þórðarson. Hann taldieinnig að þar sem skattstarfsmennirnir, sem væru í Félagsheimili Kópavogs til að aðstoða við gerð framtala, væru í nokkuð stóru herbergi þyrfti þetta ekki að koma að sök. Ekki væri nauðsynlegt að tala svo hátt að aðrir en þeir sem málið varðaði heyrðu. Raddir lesenda Hringiðísíma 27022milli kl. 13ogl5 f y

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.