Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 197«. 7 Skoðun Svfa: ÁRÁS SOVÉTMANNA Á NORRÆN NATO- LÖND MJÖG ÓLÍKLEG Arás Sovétríkjanna á norðlæg NATO lönd er ólikleg að sögn talsmanns sænska varnarmálaráðuneytisins í gær. Talsmaðurinn sagði að í raun gerði enginn ráð fyrir einangraðri árás Sovétmanna á þessu svæði. Ef til bardaga á norðurslóðum kæmi væri það sennilega sem áframhald af bardögum í Mið-Evrópu. En meðan Sovétrikin og Bandaríkin fylgja detentestefn- unni þá er árás Sovétríkjanna á NATO löndin. í Mið-Evrópu ólíkleg. Þó má geta þess að margar af kafbátastöðvum Sovétmanna eru staðsettar á norðurslóðum og ólíklegt er að Sovétmenn hætti á upphafsárás á svæði sem er svo hernaðarlega mikilvægt fyrir þá sjálfa. Þess má geta, að Svíar eru ekki í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sviar telja óliklegt að Sovétmenn ráðist á norðlæg NATO ríki í upphafi mikilvægra kafbátastöðva þeirra sjálfra í norðurhéruðum. hugsanlegs striðs, mia. vegna \X. S-Afríka: „Aðeins fyrír hvíta” — reynsla hvítrar konu sem dökknaði á hörund vegna sjúkdóms Hvít kona i Höfðaborg í S- Afríku, sem þjáist af heilabólg- um, sem gera það að verkum að hörund hennar verður stöðugt dekkra, hefur orðið mjög fyrir barðinu á kynþáttaaðskilnaðar- stefnu stjórnvalda. Konan er oft beðin að yfir- gefa strætisvagna sem ætlaðir eru eingöngu hvítu fólki og konan, frú Rita Hoefling, fær oft svipaða meðferð og svart þjónustufólk fær í S-Afríku. „Vinir mínir hafa yfirgefið mig,“ segir frú Hoefling, „hjónabandið fór i vaskinn og ég fæ ekki vinnu. Eg veit nú hvernig kynþáttaaðskilnaðar- stefnan er fyrir þá svörtu." Hörund Ritu byrjaði að dökkna fyrir þremur árum þeg- ar læknar greindu bólgur á heila hennar. Uppskurður til þess að fjarlægja bólgurnar var talinn of hættulegur vegna van- heilsu hennar. Kirtlar sem framleiða adrenal hafa verið fjarlægðir og hún hefur verið í geislun og tekur sterk meðul daglega, „en rpeðferðin á mér sem hörunds- dökkri manneskju er það versta af öllu saman,“ sagði frú Hoefling. Erlendar fréttár Carterígærkvöldi: Skattalækkun Carter Bandaríkjaforseti til- kynnti I gær að hann hefði lagt tillögur fyrir þingið um skatta- lækkun á þessu ári um 25 millj- arða Bandaríkjadollara. Skattaráðstafanirnar eru gerðar til þess að auka hagvöxt og fjölga atvinnutækifærum í einkarekstri. Skattalækkunin og nýjar tillögur Carters í orku- málum voru meginefni I árlegri ræðu fdrsetans um ástand í þjóðmálum, sem hann flutti í gærkvöldi. Þá sagði hann að nú væri einstakt tækifæri til friðar í Mið-austurlöndum, sem e.t.v. kæmi ekki aftur í náinni fram- tið og Bandaríkjastjórn legði mikla áherzlu á að sambandið milli samningsaðilanna héldist. Carter ítrekaði fyrri tillögur sínar í mannréttindamálum og kvaðst vonast eftir að Salt við- ræðurnar við Sovétmenn um takmörkun gereyðingarvopna yrðu árangursríkar og viðhéldu jafnvæginu á milli þjóðanna og öryggi bandarísku þjóðarinnar. AUGLÝSING UM INNLAUSN VERÐÍRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA í 2.FL. 1965 OG NÝJA ÚTGÁFU SPARISKÍRTEINA í 1.FL.1978 Lokagjalddagi verðtryggöra spariskírteina í 2.fl. 1965 er 20. jan. 1978 og bera skírteinin hvorki vexti né bæta við sig verðbótum frá þeim degi. Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hefur á grundvelli fjárlaga þessa árs ákveðið útgáfu á verðtryggðum spariskírteinum í 1.fl. 1978 að fjárhæð 1000 millj. kr. Athygli handhafa spariskírteina frá 1965 er vakin á þessari útgáfu með tilliti til kaupa á nýjum spariskírteinum, en sala þeirra hefst 14. febrúar n.k. Handhafar skírteina frá 1965getahins vegarfráog með 20. þ.m. afhent skírteini sín til Seðlabank- ans, Hafnarstræti 10, gegn kvittun, sem bankinn gefur út á nafn og nafnnúmer og staðfestir þar með rétt viðkomandi til að fá ný skírteini fyrir innlausnarandvirði hinna eldri skírteina. Bankar og sparisjóðir geta haft milligöngu um þessi skipti til 14. n.m. auk þess sem nýir kaupendur geta látið skrifa sig fyrir skírteinum hjá venjulegum umboðs- aðilum til sama tíma. Ei fyrirvari settur um að færa niður pantanir, ef eftirspurn fer fram úr_ væntanlegri útboðsfjárhæð. Kjör hinna nýju skírteina verða þau sömu og skírteina í 2.fl. 1977. Þau eru bundin fyrstu 5 árin. Meðaltalsvextir eru um 3,5% á ári, innlausnarverð skírteina tvöfaldast á lánstímanum, sem er 20 ár, en við það bætast verðbætur, sem miðast við þá vísitölu byggingarkostnaðar, sem tekur gildi 1. apríl 1978. 'ZAS*' 20.janúar 1978 SEÐLABANKI ISLANDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.