Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1978.
1
11
Fangi í tröllahöndum
Um Ijóðabók Hallbergs Hallmundssonar „Neikvæða”, AB, 78 bls.
Á vorum dögum býst hinn
almenni lesandi vart við öðru
en bölsýni af ljóðskáldum sam-
tímans og víst er að gangur
heimsins gefur ekki mörg til-
efni til fagnaðarerinda. En
samt er það óvenjuleg hrein-
skilni að nefna bók sína ein-
faldlega Neikvæða eins og Hall-
berg Hallmundsson gerir. Við
fyrstu sýn dettur manni helst i
hug að höfundur hljóti að vera
að spottast, — enginn fer að
nefna bók sína Sorg og sút til
dæmis. En það þarf ekki að
fletta mörgum síðum í ljóðabók
Hallbergs til að sjá að honum er
fúlasta alvara. Upphafsljóð
bókarinnar gefur tóninn, en
það segir frá sæfara sem siglir
heimsins höf með „stjörnur
himins að stefnumiði" og loks
ber hann að „lágri ey“ og síðan
segir: Þar brenndi hann skip
sitt / skreið undan sjóum / og
skrifaði í fjörunnar sand: /
NEI. Okkur er því í lófa lagið
að líta á ljóð Hallbergs sem
uppgjör víðföruls manns við
heimaland sitt, eyjuna tsland.
UPPGJÖR
EYJARSKEGGJANS
Jafnframt virðast mörg ljóð-
anna vera uppgjör höfundar
við sjálfan sig, sem eyjar-
skeggja og mann. í ljóði eins og
Póstkorti að heiman virðast
bæði þessi viðhorf fara saman.
Skáldið lýsir ómengaðri nátt-
úru og hlýlegum húsum annars
vegar og sálarlausu umhverfi
hins vegar og óhugnað sinn
skrifar það að hluta til á eigin
reikning: mín er ánauð sem ég
sjálfur kaus: / að byggja ey
steinvætta og stáls. fangi í
tröllahöndum / mín sjálfs.
Þessar tvær kenndir togast
síðan á það sem eftir er bókar-
innar — gleði skáldsins yfir
fegurð og afli náttúrunnar og
órói vegna þess andrúmslofts
sem rikir meðal þeirra sem
hana byggja, fólksins sem ber
„vonargrimur“ sem dylur „allt
nema óttann sem í augu þeirra
er skráður" (Við sama glugga).
Sá uggur verður síðan að trega-
blandinni vanmetakennd er
höfundur fjallar um glímu sfna
við skáldgyðjuna eða innblást-
urinn, og eftirsjá í ljóðum þeim
þar sem rifjaðar eru upp fornar
ástir og tilfinningar.
FESTULEGA
0G HÁVAÐALAUST
í Forlögum endar skáldið: Já
svipur þinn mun brátt byrgjast
sýn / mér brosa munu ei
framar augun þín / né hcnd
mín strjúka heimsins mýksta
vanga. Þessi hæga og festulega
hrynjandi er einkennandi fyrir
ljóð Hallbergs. Þar er hvergi
rasað um ráð fram og ákveðin
hugsanatengsl leidd til lykta
hægt og hávaðalaust. Helst er
það að Hallberg hemji um of
þær tilfinningar sem í honum
ólga. I Heimkomu segir: Enn
slökkvi ég þorsta minn / í þess-
um sama brunni / enn renni ég
fötu í botn / og ber að vörum /
þó að kryddslævð tunga / og
kverkar öðrum nautnum
brenndar / njóti vart lengur /
hinnar lostsáru kenndar. Hér
er skáldið e.t.v. að segja slíkt
hið sama, — að siðmenntun sú
og heimsmennska sem hann
hefur aflað sér hafi slævt þann
frumkraft sem hann eitt sinn
taldi sig búa yfir. Og e.t.v.
hefur málið sjálft átt sinn þátt i
þessari beislun. í meðförum
Hailbergs verður það oft ívið
hátíðlegt og „skáldlegt" og allt
að þvi forneskjulegt á köflum. I
þriðja og síðasta kafla bókar-
innar hverfur skáldið úr „sjálf-
inu“ og tjáir hug sinn með til-
vitnun í persónur sem standa
utan við það.
MEINHÆÐNI
0G BEISKJA
I Kynslóðabil? leikur það
hlutverk föðurins sem sér hug-
sjónir sonarins brostnar, eins
og hans eigin og i Kvöldfréttum
tekur skáldið á sig líki stofu-
hugsjónamannsins, sem grætur
'yfir þvi böli sem hann sér á
sjónvarpsskerminum, ofan i
koníaksglasið sitt. Ljóðið Ertur
inniheldur svo frekari athuga-
semdir, um miskunnarleysi
mannsins og þau kvæði sem
eftir eru eru þrungin mein-
hæðni og beiskju. „Skáldið“
lætur blekkjast, „Goðinn“ sefur
vært undir feldinum meðan
aðrir halda að hann ihugi
kristnitökuna og hinum fleygu
orðum spekingsins Descartes
„cogito ergo sum“ (ég hugsa,
þessvegna er ég) umturnar
Hallberg og gerir manninn að
hlægilegri tuskudúkku sem
stjórnast af strengjum fýsna og
girnda. Hér verður neikvæðan
bitrust og e.t.v. svo hávær að
hún nálgast það að vera hjá-
róma. Er það ekki einnig hlut-
verk skálda að benda á hald-
reipið og akkerið? Það má
skilja og virða þá lífsskoðun
sem fram kemur í ijóðum Hall-
bergs, einkarlega þar sem hún
sýnist grundvölluð á langri
reynslu og ötulli málrækt.
Engu að síður virðist mér sem
bölsýni hans eigi meira skylt
við persónulega örvæntingu
heldur en djúpa íhugun og á
því lesandinn erfiðara með að
gefa henni fullnaðarsamþykki
sitt, þótt ýmsir angar hennar
snerti hann við kviku.
Bók
menntir
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
I Dagblaðinu 2. janúar
skrifar Pétur Pétursson um hina
ógæfusömu unglinga er hlutu
harða dóma nú rétt fyrir jólin.
Kannski má segja að ekki þýddi
um að tala ef allir sætu við
sama borð réttarfarslega, en
þar virðist því miður hafa skort
mikið á bæði fyrr og síðar. Ég
minni á Gaulverjabæjarmálin,
sem voru í hápunkti um 1912 og
nokkur ár þar á eftir. Jónas
Jónsson, síðar ráðherra, skrif-
aði þá um þau mál margar
greinar í Tímann undir heitinu
„Filistear". I þessum greinum
lýsir hann hvernig ,,fínir“
menn plötuðu fjölmarga ágæta
bændur til að skrifa upp á
víxla, sem síðar settu marga
sæmilega stæða bændur á
höfuðið. Nefna mætti Stokks-
eyrarbrunamálin, sem urðu or-
sök þess að sá staður bar ekki
sitt barr lengi á eftir. Ég held,
að ég megi segja að litlir sem
Pétri þakkað
engir dómar hafi verið látnir
ganga yfir þann glæpalýð, sem
stóð að þessum málum.
Nútímadæmi um stórfellt
misrétti islenzks réttarfars ætti
ekki að þurfa að nefna, svo
augljóst sem þau blasa við öll-
um.
HVAÐ VELDUR?
Pétur vitnar réttilega í Biblí-
una. Hann talar líka um stóra
sök nútímaþjóðfélagsins í
ógæfu þessa unga fólks, og leyfi
ég mér að taka þetta úr grein-
inni orðrétt: „Lífskjör og ferill
sumra þessara ungmenna eru
þung ákæra á hendur því þjóð-
félagsformi, sem forsmáir heil-
brigt uppeldi og nytsöm störf
æskulýðs. Hampar Hallæris-
plani ómenningar, en reisir
ósannindum og sýndar-
mennsku háar hallir.“
Hvað er það helzt, sem hefur
stuðlað að því ófremdarástandi,
sem lýst er með réttu í grein-
inni? Ég nefni aðeins það, er ég
tel mikilvægast.
Ýmsir hámenntaðir uppeldis-
fræðingar, skáld, rithöfundar
og margir fleiri hafa um
margra ára skeið boðað nær'al-
gert stjórnleysi i uppeldi barna.
Börnin eiga að stjórna sér sjálf.
Þeim má ekki refsa, hvaða
óknytti sem þau verda sek um.
Hlýðni, reglusemi, hirðusemi,
tillit til annarra, sparsemi og
vinnusemi er allt talið úrelt og
gamaldags. Því er hampað
framan í yngri sem eldri, að
heiðarleg og þjóðlífs nauðsyn-
leg framleiðslustörf séu ein-
hver mesti bölvaldur lifsins.
Það er talað um „að púla skítn-
um í“, brauðstrit og vinnu-
þrælkun barna og fullorðinna.
Margt fleira mætti segja um
þennan svívirðilega og þjóð-
hættulega boðskap hinna ýmsu
ómenningarvita og mennta-
glópa, sem vilja koma þjóðinni
niður á hið lægsta lífsblindu-
plan, svo að hægara verði að
leiða hana að fúlum lindum
sósialismans að rússneskri
fyrirmynd.
Aróðri hinna ýmsu ómenn-
ingarvita gegn kristinni trú og
kirkjulegum athöfnum hefur
verið haldið uppi áratugum
saman, og ég held að ríkissjón-
varpið slái þar öll fyrri met með
tíðum Norðurlandakvikmynd-
um, þar sem prestar eru ætíð
hin mestu mannafhrök sem
hægt er að hugsa sér.
Kjarasamningar á siðasta ári
ollu að nokkru hinum mestu
kaupæðisjólum sem um getur
og ekki létu menn sig muna um
Kjallarinn
Ingjaldur
Tómasson
að kaupa áfengi í desember hér
í Reykjavík fyrir um 34 millj-
arðs. Drykkjuæðið á skemmti-
stöðum og víðar er viðbjóður.
Jafnvel menn, sem vilja kalla
sig góðborgara, slangra draf-
andi utan í friðsama vegfar-
endur á almannafæri.
Allur kostnaður við mál
hinna fyrrnefndu ógæfusömu
unglinga er orðinn gffurlegur.
Ég vil skora á yfirvöld dóms-
mála að láta reikna út allan
beinan kostnað af þessum
málum, allt frá því að morðin
voru framin og þar til fang-
arnir verða aftur frjálsir. Það
gæti kannski opnað augu þeirra
starblindu manna, sem telja að
ríkið græði á vínsölu. Þó er
þetta ekki nema örlítið brot af
þeim mikla kostnaði, slysum og
öllu hinu óútreiknanlega böli,
sem vínsalan veldur.
LÆRDÓMUR
Pétur vitnar með réttu í
Biblíuna. Ég vona, að hann og
aðrir forystumenn hinna opin-
beru, sem harðast beindu verk-
fallsrýtingnum að brjósti al-
þjóðar, fái svipaða hugljómun
og Páll og fari nú að vinna af
alhug að endurreisn þjóðarinn-
ar, í stað þess að ýta undir
eyðsluna og óreiðuna, sem aug-
ljósast birtist fyrir síðustu jól.
Kristur sagði: „Hús mitt átti að
vera bænahús, en þið hafið gert
það að ræningjabæli." Og hann
hratt um borðum víxlaranna og
rak allan kaupmennskulýðinn
út úr helgidóminum.
Afleiðingar síðustu verkfalla
eru nú að byrja að koma í ljós.
Fjölmargt starfsfólk frystihúsa
er búið að vera atvinnulaust
allt síðastliðið haust. Það er
lítið um það talað, en þegar
fáum opinberum starfsmönn-
um er sagt upp austur í Mýrdal,
geta fjölmiðlar vart vatni
haldið. Þó eru þessir menn á
fullu kaupi í eitt ár eftir upp-
sögn.
Stéttamismunur er stöðugt
að aukast hér á landi. Stöðva
þarf þá óheillaþróun. Vanda-
mál landbúnaðar og fleiri at-
vinnuvega eru að verða ískyggi-
leg, og ríkisófreskjan gleypir
aðra hverja krónu af tekjum
manna. Ég vona, að þeir for-
ystumenn launþega, sem hvað
harðast hafa barizt fyrir launa-
hækkunum í krónutölu, fari nú
að sjá, hversu fánýtur þessi
hrunadans er. Til dæmis er það
örugglega upplýst, að krónu-
töluhækkun árið 1977 er um
eða yfir 60 prósent, en kjarabót
er talin 8 prósent. Það er aug-
ljóst, að þessar kjarabætur
verða horfnar út í veður og
vind eftir stuttan tima. Búið er
að gera þjóðina að andlegu og
efnahagslegu viðundri. Það er
skellihlegið um öll nálæg lönd
að niðurlægingu íslenzks gjald-
eyris. Nei, á þessu græðir eng-
inn íslendingur, nema þá hinir
hæstlaunuðu, kaupsýslumenn
og braskarar.
Ég þakka Pétri fyrir hina
ágætu fyrrnefndu grein. Eg
vona, að hann og allir góðir
íslendingar vinni að því að sam-
eina þjóðina til átaka við hin
erfiðu vandamál, sem nú eru
öllum augljós. Ég vona, að
endurreisnar- og framfaraöflin
vinni sinn stærsta sigur í bar-
áttunni við hin miklu vandamál
okkar á því ári, sem nýbyrjað
er.
Ingjaldur Tómasson
verkamaður.