Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978. íþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sundmót Ægis Hið árlega sundmót Sundfélagsins Ægis verður haldið þriðjudaginn 31. janúar og miðvikudaginn 1. febrúar 1978. Dagskrá mótsins: Þriðjudagur 31 janúar kl. 19.30. 1500 m skriðsund kvenna (bikarsund). Tíma- lágmark 23:30. 1500 m skriðsund karla (bikarsund). Tíma- lágmark 22:30. Miðvikudagur 1. febrúar kl. 20.00 Keppt verður í eftirtöldum greinum og í þeirri röð er hér að neðan greinir: 1. 100 m flugsund kvenna. 2. 400 m skriðsund karla. 3. 200 m bringusund kvenna. 4. 50 m bringusund telpna f. 1966 og síðar. 5. 100 m bringusund karla. 6. 200 m fjórsund kvenna. 7. 400 m fjórsund karla. 8. 50 m skriðsund sveina f. 1966 og síðar. 9. 100 m baksund kvenna. 10. 200 m baksund karla (bikarsund). 11. 4x100 m skriðsund karla. 12. 4x100 m skriðsund kvenna. Einnig verður veittur bikar fyrir bezta afrek mótsins miðað við heimsmet í viðkom- andi grein. Bikar þessi var gefinn Ægi á sl. ári i tilefni af 50 ára afmæli félagsins, af SSl. 1 1500 m skriðsundi karla er keppt um bikar sem Jón Baldursson fyrrverandi formaður Ægis gaf. í 1500 m skriðsundi kvenna er keppt um silfurskál er SPEEDO umboðið gaf og í 200 m baksundi karla-er keppt um bikar sem Jón Ingimarsson fyrrverandi formaður Ægis gaf til minningar um Jón D. Jónsson. Upphitun hefst 60 mínútum fyrir auglýst- an tíma mótsins miðvikudaginn 1. fehrúar en kl. 18.50 þriðjudaginn 31. janúar. Ef undanrásir eru nauðsynlegar í þeim greinum sem mikil þátttaka verður í munu þær fara fram föstudaginn 27. janúar kl. 18.50. Þátttökutilkynningar eiga að berast til Guðmundar Harðarsonar Hörðalandi 20, R. sími 30022 í síðasta lagi laugardaginn 21. jan. íslandsmót unglinga íbadminton Unglingameistaramót tslands i hadminton verður haldið í iþróttahúsi TBR, Reykjavík, dagna 4.-5. febrúarnk.og hefst kl. 14.00 báða dagana. Keppt verður í einliðaleik, tviliðaleik og tvenndarleik í eftirtöldum flokkum: 16-18 ára piltar, slúlkur 14-16 ára drengir, telpur 12-14 ára sveinar, meyjar 12 ára og yngri hnokkar, tátur Aldur þátttakenda miðast við áramót. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til BSl Pósthólf 864. Re.vkjavík, fyrir 25. jan. nk. ásamt greiðslum fyrir þátttökugjaldi. Dregið íEvrópu- mótin í dag 1 dag verður dregið í Kvrópumótunum í knattsp.vrnu í Zúrieh í Sviss. Evrópubikar meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og UEFÁ-keppninni. í meistarakeppninni verða þessi lið í hatt- inum: Liverpool, England (Evrópumeistar- ar), FC Brugge, Belgíu, Ajax Amsterdam, Hollandi, Borussia Mönchengladbaeh, Vestur-Þýzkalandi, sem í fyrra tapaði i úr- slitum f.vrir Liverpool, Benfiea Lissabon, Portúgal, Juventus Torino, Italíu, Innsbruek, Austurríki, og Atletieo Madrid, Spáni. I keppni hikarhafa eru þessi lið eftir: Austria Vinarborg, Aústurríki, Anderleeht Brussel, Belgiu, Oporto, Portúgal, Dinamo Moskvu, Sovétrikjunum, Hadjuk Split, Júgó- slavíu, Real Betis Seville, Spáni, Vejle, I)an- mörku, og Twente Ensehede, Hollandi. Meðal liða, sem eftir eru í UEFA- keppninni, má nefna Eintraeht Frankfurt, V-Þýzkalandi, PSV Eindhoven, Hollandi, Aston Villa, Englandi, Grasshoppers, Sviss, Barcelona, Spáni og Bastia, Frakklandi, sem sigraði Torino, handhafa UEFA-bikarsins, í slðustu umferð. F.vrri leikirnir í mótunum verða leiknir 1. marz en þeir síðari 15. marz. Alvik tapaði í Júgóslavíu Júgóslavneska meistaraliðið í körfuknatt- leiknum Joguplastika sigraði sænska liðið Alvik 105-94 i undanúrslitum Evrópukeppn- innar i Split í gærkvöld. Það var rétt undir lokin, sem júgóslavneska liðinu tókst að tryggja sér sigur. Framan af hafði Alvik örugga forustu og staðan í hálfleik var 53-46 fyrir sænska liðið. Vilfan skoraði 30 stig fyrir Slavana og Zeljko Jerkov 28 stig en hjá Alvik voru Aström, 32 stig, og MacDonald, 30 stig, stigahæstir. Sex dagar í HM íDanmörku Hægt að koma Spánverjum í uppnám en þeir sovézku missa aldrei jafnvægið Island er i riðli með Dan- mörku, Sovétríkjunum og Spáni í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik, sem hefst í Danmörku fimmtudaginn 26. janúar. Fyrsti leikur íslands verður við Sovét- ríkin. Þessi lönd og handknatt- leiksmenn þeirra verða því mjög i sviðsljósinu hjá íslendingum, þegar að HM kemur. Hefur ísland einhverja möguleika gegn Sovét- ríkjunum? — eða getum við sigrað Dani og Spánverja? Lesendur minnast kannski draums, sem birtur var hér á opn- unni ekki alls fyrir löngu. Draumspakur maður, sem sára- lítið þekkir til sovézka liðsins, sá leik islands og Sovétríkjanna í draumi. Hann v'araði íslenzku leik- mennina við miklum risa í sovézka liðinu — risa, sem við höfum ekki séð og haft litlar fréttir af. Samkvæmt fréttum frá móti, sem nýlega var háð á Spáni, er slíkur risi í sovézka liðinu, Chernidnev, 2.03 metrar á hæð — leikmaður, sem erfitt er að hemja að minnsta kosti með þeim að- ferðum, sem Spánverjar reyndu á mótinu á Spáni að sögn Ebbe Traberg, blaðamanns hjá Infor- mation í Danmörku, sem fylgdist með leikjum á mótinu. Við skulum nú aðeins renna yfir það, sem Traberg hafði að segja um leiki þar — það er mót- herja íslands á HM, Sovétríkj- anna og Spánar. Traberg skrifar: — Leið Spán- verja í efsta flokk handknattleiks- þjóða heims hefur verið löng og erfið. Nokkur ár hafa farið í að byggja upp Iandslið af góðum styrkleika — en ennþá er hand- knattleikur þó ekki leikur áhorf- enda á Spáni. En forráðamenn- irnir láta ekkert tækifæri ónotað — og það var mikill áróður fyrir móti í Galicien í norðvesturhluta landsins, sem nýlega var háð. Þar gafst tækifæri til að líta á heims- meistara Rúmeníu — sovézku olympíumeistarana, og mótið hafði mikið gildi þar sem hinn íþróttir HALLUR SÍMONARSON þýðingarmikli úrslitaleikur móts- ins stóð milli Sovétríkjanna og Spánar. Spánverjum hefur farið mikið fram en eftir heldur litla sigra gegn lélegum liðum Frakka og Japana, var þó ekki búizt við miklu af þeim gegn risum Austur- Evrópu. Að vísu höfðu Spánverj- ar sigrað Rúmena í landsleik fyrir mótið — og þeir höfðu einnig sigrað Sovétríkin 24-22 á Karpater-mótinu í nóvember. En síðan hafa Rúmenía og Sovétríkin unnið að þvi, að leikmenn land- anna verði í toppformi á réttum tíma — á HM. Það þarf meiri hæfni en Spánverjar hafa yfir að ráða til að sigra þau nú. Sovétríkin sigruðu Spán 18-15 á mótinu i Galicien. Sigur þeirra var aldrei í hættu, þó svo langa leikkafla virtist leikurinn mjög í jafnvægi. Spánska liðið b.vggir fyrst og fremst á miklum keppnis- vilja — hraðhlaupum á varnar- vegg mótherjanna, sem gætu komið örvæntingu í leik Dana (og tslendingar eru undir sama hatt seldir, innskot), og tapaður knött- ur í sókn gegn Spáni þýðir nær undantekningarlaus mark hinum megin. En þeir sovézku áttu svar við þessu eins og þrjú mörk Kidjaev i lok fyrri hálfleiks báru með sér. Staðan í hálfleik var 12-7 fyrir Sovétríkin en tvívegis tókst Spán- verjum að minnka muninn í eitt mark, 14-15 og 15-16. Það var einkum vegna leiks Goyos, sem Hanni Wenzel komst upp fyrír ðnnu-Maríu — í stigakeppni heimsbikarsins en Lísa-María vann sinn f yrsta sigur í svigkeppni ,,Eg hugsa ekki enn mikið um að mér takist að sigra í keppninni um heimsbikarinn. Það eru svo margar aðrar hættulegar stúlkur í keppninni," sagðT Hanni Wenzel, hin 21 árs frábæra skíða- kona frá Liehtenstein eftir að hún náði forustu í stigakeppni heimsbikarsins í gær í Badga- stein í Vestur-Þýzkalandi. Hanni Wenzel varð þá í öðru sæti í svig- keppninni og komst við það upp fvrir Önnu Maríu Moser-Pröll, Austurríki. Lísa María Morerod, Sviss, var sigurvegari og sigraði þar með í sinni fyrstu svigkeppni á þessu keppnistímabili. Hún er nú hand- hafi heimsbikars kvenna. Hún er alls ekki örugg um, að henni takist að verja titil sinn og sagði eftir sigurinn i gær. ,.Það eru svo margar stúlkur sem geta sigrað mig i svigi og stórsvigi — og þar á ég einkum við þær Wenzel og Moser“. Keppnin í gær varð mikil vonbrigði fvrir austurrisku skíða- konurnar, aðeins tveim þeirra, Birgitte Habersatter og systur hennar, Sigrid Totshenig, tókst að ljúka við fvrri umferðina. Totsehni g varð í áttunda sæti. Tími þeirra beztu. 1. Moereord, Sviss 115.92 2. Wenzel, Lichtenst. 116.06 3. Pelen, Frakklandi, 116.38 4. Epple, V-Þýzkalandi, 117.23 5. Cooper, USA, 117.33 Franska stúlkan Pelen náði forustu í svigkeppni heims- bikarsins i gær. Hún hefur nú 40 stig. Hanni Wenzel er í öðru sæti með 35 stig. Lisa-María Morerod 25 stig. Fabienne Serrat, Frakklandi, er fjórða með 20 stig, Maria Epple hefur 12 stig og Lea Spelkner, Austurríki, 11 strig. Síðan koma Anna-Maria óg Christine Cooper með átta stig. I stigakeppni heimsbikarsins er Wenzel nú efst með 100 stig. Anna-María hefur 98 stig, Monika Kaserer, Austurríki, 64 stig og María-Theresa Nadig, Sviss, 63 stig. lítur út eins og villimaður, á lín- unni meðal risanna sovézku, og langskyttunnar Cecilio Alonso. En þeir sovézku, sem daginn áður höfðu sigrað heimsmeistara Rúmeniu 24-19, misstu þó aldrei tök á leiknum — yfirsýnina. Gassi stjórnaði spilinu — og með örum innáskiptingum, þar sem engan mun var hægt að greina á leik- mönnum, seig sovézka liðið framúr á ný. Leikurinn sýndi fram á, að ekki er hægt að stöðva hinn 2.03 metra háa, skapmikla Chernidnev með því að setja mann honum til höfuðs — eða stórskyttuna Illin. Að minnsta kosti ekki eins og Spánverjar reyndu. Hver leikmaður gullhaf- anna frá Montreal var hættulegri, leiknari og með betra úthald en mótherjar þeirra — og það verður einnig reyndin gegn Dönum. Greinilegt var þó, að sigurveg- ararnir notfærðu sér leikinn til tilrauna — til að fullkomna leik sinn. Klimov, sem þarna lék sinn ,170. landsleik, var aðeins með stutta kafla leiksins, og skot- maðurinn Maksimov kom aldrei inn á. Þá varði Tomin markið — og hann er snjall — í stað Ist- chenko, sem varið hafði sniildar- lega í leikjunum þremur á undan. Danir mega ekki telja sig allt of örugga með Spánverja, því þeir geta leikið hratt, nokkuð vel, og á árangursríkan hátt. Bakvið sig hafa þeir öruggan markvörð, Perramon. Langskyttur þeirra, hinir hávöxnu Cecelio Alonos og Fernando de Andres, eru hættu- legir hvaða vörn sem er — og oft kemur i Ijós mikil reynsla hjá þeim eldri í liðinu, Caseallana, Lopez Balcells og vinstri handar skotmannsins Uria. Spánverjar leika harða vörn en eiga til að gefa eftir, þegar mótherjarnir svara á sama hátt. Og þeir þjást af dómara-komplexum. Það kom vel fram í leiknum. Svisslendingur- inn Rikart, sem hafði átt í útistöð- um við þá sovézku í Lúbeck að því er sagt er, vildi gjarnan laga sam- komulagið. Hann dæmdi af tvö spönsk mörk — og dæmdi ekki upplögð vítaköst á sovézka liðið. Slíkir hlu'ir hefðu einnig sett leikreyndara lið en Spánverja úr jafnvægi. Úrslitaleikurinn var harður en alls ekki grófur. Oft vel leikínn. Sjö vítaköst voru dæmd — Spán- verjar fengu fjögur — og skorað úr öllum af miklu öryggi. Á eftir léku Rúmenar, sem urðu í öðru sæti í keppninni, við Spán. Það var mikill skemmti- leikur fyrir áhorfendur og ekki skoruð færri en 67 mörk. Japanir 26 þeirra. Markhæsti leikmaður- inn á mótinu varð Rúmeninn Birtalen með 39 — en næstur var> Japaninn Gamo með 37. Bezti leikmaður keppninnar var kjör- inn Japaninn Sato. Þar með lýkur grein Ebbe Tra- berg um mótið á Spáni. HALDIÐ TIL HMÍ DANMÖRKU íslenzka landsliðið i handknatt- leik hélt í morgun utan á heims- meistarakeppnina í Danmörku með viðkomu í Noregi. Lands- leikur verður við Norðmenn í Osló á sunnudag og leikið gegn úrvalsliði Oslóborgar á mánudag. A þriðjudag verður haldið til Arósa, þar sem fyrsti leikur fslands í HM verður við Sovét- ríkin á fimmtudag, 26. janúar. A DB-m.vnd Bjarnleifs, sem tekin var í gær, er landsliðs- hópurinn i fötunum fallegu, sem Karnabær saumaði. Fremsta röð frá vinstri: Skúli Stefánsson, nuddari, Björgvin Björgvinsson, Birgir Björnsson, formaður landsliðsnefndar, Janus Guð- laugsson og Bjarni Guðmunds- son. I 2. röð eru Júlíus Hafstein, gjaldkeri HSÍ, Þorlákur Kjartans- son, Gunnar Einarsson, Haukum, Þorbergur Aðalsteinsson, Kristján Sigmundsson, Arni Indriðason. 3. röð. Gunnar Einarsson, Göppingen, Karl Benediktsson, landsliðsnefnd. Gunnlaugur Hjálmarsson lands- liðsnefnd, Jón H. Karisson, fvrir- liði. Viggó Sigurðsson og Olafur Jónsson, stjórnarmaður HSÍ. í öftustu röðinni eru Geir Hallsteinsson, Kjartan Steinbach, framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Magnússon, Olafur Einarsson, Þorbjörn Guðmundsson og Axel Axelsson. Hollenzka HM-liðið í upplausn Hollendingar verða fyrir hverju áfallinu á fætur öðru í sambandi við leikmenn sína, sem skráðir hafa verið til þátttöku í heimsmeistarakeppnina í knatt- sp.vrnu. Johan Crijuff, mesti knattspyrnusnillingur heimsins, tilkynnti fyrir mörgum mánuðum, að hann mundi ekki keppa í Argentínu í sumar — og ekki hefur tekizt að fá hann til að breyta um skoðun. I gær tilkynntu tveir kunnir, hollenzkir landsliðsmenn að þeir myndu heldur ekki keppa í McQueen efstur á blaði hjá United — Dave Sexton neitar því að hafa keypt Gerry Francis ð er aleiörleea ranet að het?ar hann var stinri npn „or , ■■ •. . . . . „Það er algjörlega rangt að Manehester United hafi keypt Gerry Francis, fyrrum fyrirliða enska landsliðsins, frá QPR,“ sagði framkvæmdastjóri United, Dave Sexton, i opinberri tilk.vnn- ingu frá félaginu vegna þeirra skrifa, að Francis hafi gert samn- ing við United. „Gordon McQueen, skozki landsliðsmiðvörðurinn hjá Leeds, er efstur á blaði hjá okkur,“ sagði Sexton ennfremur, „og ef okkur tekst að fá hann getur komið til mála, að við ræðum einnig við Gerry Francis." Sexton varð mjög reiður, þegar Frank Sibley, framkvæmdastjóri QPR, tilkynnti eftir leik QPR og Norwich síðastliðinn laugardag, að Gerry Francis hefði leikið sinn síðasta leik fyrir QPR. Hann væri á förum til Manchester. Vitað er, að Sexton hefur alltaf haft mikinn áhuga á Francis og þegar hann var stjóri QPR var Francis aðalmaður hans og fyrir- liði enska landsliðsins. Hins vegar :er áreiðanlegt, að Sexton hefur orðið að beygja sig fyrir stjórn Manch. Utd. — þar sem Sir Matt Busby er í broddi fylkingar — því stjórnarmennirnir höfðu miklu meiri áhuga á að ná í Gordon McQueen. Vörnin hefur verið vandamál hjá Man! Utd. Þar hefur vantað hávaxinn varnar- mann með Martin Buchan og það hefur aðeins verið út af neyð, að félagið hefur- látið Brian Green- hoff leika stöðu miðvarðar. Þó hann hafi unnið sér sæti í enska landsliðinu sem slíkur er bezta staða hans framvörður. Þar hefur hann einnig leikið í enska lands- liðinu. Ef McQueen kemur í vörn United verður Brian Greenhoff færður fram og þá fer að verða lítið pláss fyrir Gerry Francis í liðinu. Gordon McQueen hefur ekki leikið með Leeds i siðustu leikj- um. Hann var dæmdur í sekt af félagsstjórninni fyrir að slá mark- vörð Leeds, David Harway, í bikarleiknum við Manc. City og fór þá fram á sölu. Leeds vill fá 500 þúsund sterlingspund fyrir McQueen — eða mun hærri upp- hæð en áður hefur verið greidd fyrir leikmann á Bretlandi. McQueen kostaði Leeds 30 þús- und sterlingspund, þegar hann var keyptur frá skozka liðinu St. Mirreniyrir fimm árum. Manch. Utd. og Leeds standa nú í samn- ingum — og þessi mikla upphæð ætti ekki að hræða þá í Man- chester. Félagið er mjög ríkt. í sambandi við Gerry Francis má geta þess, að kaupverð hans er talið 445 þúsund sterlingspund — eða fímm þúsund pundum meira en metverðið, sem Liverpool greiddi fyrir Kenny Dalglish til Celtic síðastliðið sumar. heimsmeistarakeppninni. Það eru tveir leikmenn PSV Eindhoven, efsta liðinu í 1. deild i Hollandi — markvörðurinn Jan van Beveren og Willy van der Ku.vlen. fram- vörður. Van Beveren, sem er 29 ára og hefur leikið 32 landsleiki fyrir Holland og van der Kuylen, 30 ára með 22 landsleiki, hafa tilkynnt hollenzka knattspyrnusam- bandinu ákvörðun sína. „Það er vegna persónulegra ástæðna," sögðu báðir í Eindhoven í gær en neituðu síðan algjörlega að ræða málið frekar. Fyrir nokkrum diigunt tilkynnti Rudy Geels, einn kunnasti leikmaður Hollands, hollenzka knattspyrnusam- bandinu að hann mundi ekki leika á HM. Þar verður HoIIand án fjögurra frábærra leikmanna á HM og hevrzt hefur að sá fimmti bætist fljótlega í hópinn. Það mun vera einn fremsti markvörður landsins — en nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp. Leeds leikur við Nottingham Forest Það verða stórleikir í undanúr- slitum enska deildahikarsins — fjögur af toppliðum ensku knatt- spyrnunnar munu keppa þar um sætin tvö í úrslitaleikinn á Wemble.v hver svo sem niðurstað- an verður úr leik Maneh. Cit.v og Arsenal í næstu viku. I gær var dregið í undanúrslitin og var niðurstaðan sú, að Leeds leikur við Everton, og Liverpool annað hvort við Manch. City eða Arsenal. Leikið er bæði heima og að heiman. Fyrri leíkirnir í und- anúrslitum verða í Leeds og Liverpool. í undanúrslitum í fyrra léku Bolton-Everton, QPR — Aston Villa, og Aston Villa sigraði svo í keppninni. Eftir jafntefli 0-0 á Wembley 16. marz 1-1 sigraði Villa Everton 3-2 eftir fram- lengingu á Old Trafford i Manchester. Það var þriðji sigur Aston Villa í deildahikarnum en fimm sinnum hefur félagið leikið þar til úrslita. Urslitaleikurinn í ár verður laugardaginn 18. marz á Wembley-leikvanginum í Lund- únum. Stefánsmót íSkálafelli Stefánsmót í svigi unglinga verður haldið í Skálafelli laugar- daginn 21. janúar og hefst kl. 12.00. Nafnakall verður kl. 11.00 Þetta er fyrsta skíðamót hér sunnanlands í velur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.