Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978. 5 Sex 13 ára hafa gefið 376 þúsund krónur — til íþróttahússins í Sandgerði „Það er von okkar að þessir peningar komi sér vel og við höfum þá sérstaklega í huga að sem allra fyrst verði hafin bygg- ing sundlaugar sem gæti orðið tilbúin um leið og íþróttahúsið," mælti Jóhanna Norðfjörð, 13 ára gömul stúlka úr Sandgerði, er hún afhenti Alfreð Alfreðssyni sveitarstjóra Miðneshrepps pen- inga að gjöf til byggingarsjóðs íþróttahússins í Sandgerði. Jóhanna, ásamt fimm öðrum unglingum í Sandgerði, hefur verið mjög drífandi og áhugasöm um byggingu íþróttahússins og hún afhenti nú 291.500 krónur. Unglingarnir sex eru við nám í 7. bekk Barnaskólans í Sandgerði. Þeir heita, auk Jóhönnu, Guð- mundur Pálsson, Fanney Frið- riksdóttir, Lúðvík Eggertsson, Jón Guðmundsson og Lilja Haf- steinsdóttir. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem sexmenningarnir hafa afhent fé til íþróttahússins í Sandgerði. í fyrra afhentu þau 85 þúsund krónur þannig að samtals hafa þau safnað fé að upphæð 376.500 krónur. En hvernig fara þau að? —Jú, þau gáfu út blað, Jólasnjó, en í fyrra seldu þau sælgæti. Mikið þrekvirki hjá þeim. Langt er nú komið með að steypa íþróttahúsið upp, raunar má segja að það sé rúmlega fokhelt en eftir er að steypa áhorfendasvæði, svo og baðaðstöðu. - H llalls. íþróttahúsið í Sandgerði — myndina tók emm í haust er unnið var við uppslátt SÍS LEITAR AÐ NÝJU 0LÍUSKIPI —Stapafellið, sem nú er 16 ára, komið á sölulista Stapafell, olíuskip skipa- deildar SlS, er nú á sölulista og forráðamenn skipadeildarinnar eru að ieita að nýju olíuflutn- ingaskipi í staðinn. „Það kostar nokkra leit að finna skip sem hentar til oiíu- flutning á 30-40 hafnir við strendur landsins þar sem rými og aðsigling er með ýmsum hætti,“ sagði Ömar Jóhannsson aðstoðarframkvæmdastjóri skipadeildar StS í samtali við DB. „Við höfum því enn ekki fundið skip sem kemur [ stað ^Stapafelis." Ómar sagði að Stapafellið, sem nú er 16 ára, ætti að fara í mikla og dýra klössun í febrúar. Skipaskipti væru tengd þeirri klössun. Hann kvað vissar skemmdir vera á Stapafellinu sem gera þyrfti við. Ómar taldi að nýtt skip gæti orðið nokkru stærra en Stapa- fellið sem er 895 tonn brúttó. Eftir gerð nýja skipsins væri hugsanlegt að fá 1200-2000 tonna skip í stað Stapafellsins. - ASt. Leiðin liggurá r r SK0UTS0LU Karlmannaskór Drengjaskör svartir—brúnir o.fl. Kuldaskór íkuldanum loðfóðraðir Skóverzlun Kvenskór Kventöfflur Kuldaskór úr leðri loðfóðraðir Péturs Andréssonar Laugavegi74 IITVARPSVIRKJA- MEISTARI LITSJONVARPSTÆKIN FRA GENERAL ELECTRIC HN0TUKASSI IN-LINE-MYNDLAMPI KALT EININGAKERFI SNERTIRASASKIPTING SPENNUSKYNJARI 26”m/fjarst, Staðgreiðsluafsláttur Sölustaöir TH. GARÐARSSON H/F Vatnagörðíini S Sími 86511 (2 línur) SJONVARPSVIRKINN Arnarbakka 2 Símar 71640-71745

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.