Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.01.1978, Qupperneq 23

Dagblaðið - 28.01.1978, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978. Utvarp Sjónvarp Útvarp í dag kl. 13.30: Vikan f ramundan Ólaf ur Gaukur: AIIIR ELSKULEGIR OG VIUUGIR” ,,Allir sem ég hef talað við hafa verið sérlega vingjarnlegir og elskulegir og verið allir af vilja gerðir til að tala við mig,“ sagði Ölafur Gaukur þegar hann var spurður að því hvernig væri að sjá um dagskrárkynningu fyrir útvarpið. Ólafur sér í dag eftir H Ólafur Gaukur. DB-mvnd Ragnar. hádegið um þáttinn Vikan fram- undan, sem orðinn er fastur liður á hverjum laugardegi í útvarp- inu. Þar er ævinlega kynnt dag- skrá næstu viku. „Formið er bundið og ég get ekki farið neitt mikið út fyrir það. Sú tónlist sem ég vel er svona af léttara taginu en ég vel hana ekki alla einn heldur læt ég viðmæl- endur mína iðulega velja sér lag. Með því móti komast fleiri sjónar- mið að. Ég hef nokkrum sinnum áður verið með þætti i útvarpinu en þá annars eðlis. Svo var ég blaða- maður hérna á árum áður í al- mennri blaðamennsku eins og það er kallað." — En hvað er að frétta af tón- listinni, Ölafur? „Ég hef nú lítið fengizt við hana í mörg ár síðan ég hætti að spila á Borginni. Ég er með svo- litla hljómsveit sem leikur í' einkasamkvæmum. Og svo förum við út á land á sumrin. Mestum vetrinum eyði ég við að kenna í Gítarskólanum. Það er satt bezt að segja mjög skemmtilegt,“ sagði Ólafur. Margir sakna hans áreiðanlega af Borginni þar sem hann var orðinn fastur liður f skemmtanahaldi borgarbúa. Én við þetta verður vist að sætta sig og unga kynslóðin nýtur góðs af starfskröftum Ólafs við kennsl- una. - DS Sjónvarp annað kvöld kl. 20.30: Póker SPILUNGIN í KRINGUM KANANN kúnstarinnar reglum. Sigmundur örn Arngrímsson leikur leigubílstjórann og Val- gerður Dan konu hans. Kana- kaftein af dönskum ættum, Jensen að nafni, leikur Róbert Arnfinnsson, og fylgikonu hans, reykvíska, Kristbjörg Kjeld. Aðrir leigubílstjórar eru i höndum Erlings Gíslasonar, Flosa ÓLafssonar og Jóns Hjartarsonar. Lísa Pálsdóttir, sem er nýlega út- skrifuð úr leiklistarsköla, leikur lausláta stelpu og Ragnheiður Arnardóttir sem ennþá er í leik- listarskólanum leikur símastúlku. Svo koma fyrir tvær skvísur í Kanastandi, þær leika Margrét Helga Jóhannsdóttir og Þórunn Pálsdóttir. Nokkur fleiri hlutverk eru en þau eru öll smærri. Póker er fyrsta leikrit Björns Bjarman. Hann hefur þó gefið út nokkrar smásögur og er- Póker unninn upp úr einni þeirra. Björn ætti aó geta skrifað um Kefla- víkurvöllinn af einhverju raun- sæi því hann var sjálfur leigubíl- stjóri í Keflavík um tíma auk þess sem hann starfaði sem lögfræð- ingur fyrir bandaríska herinn. Póker er að verulegu leyti tek- in i Keflavík og þar i kring. Auk þess eru ýmis atriði tekin hér og þar í Reykjavík, í Kópavogi og víðar. Ekkert er tekið inni í stúdíói. Þar sem takan fór fram i surnar var ekki völ á litatækjum og njótum við því Pókers eingöngu í svarthvítu. • DS —islenzkt sjónvarpsleikrit Ungur leigubílstjóri kemur utan af landi og sezt að í Keflavík. Honum fellur ekki starfið og sú spilling sem þrífst í kringum Ameríkanana. En af þeim hefur hann tekjur sínar svo það er ekki gott að vera neitt að steyta sig. Konan hans hvetur hann mjög til að skipta um starf. Þetta er í stórum dráttum sögu- þráðurinn í nýju íslenzku sjón- varpsleikriti sem sýnt verður ann- að kvöld að loknum fréttum. Björn Bjarman er höfundur verksins en Stefán Baldursson leikstjóri. Baldur Hrafnkell Jóns- son sá um að filma og Snorri Þórisson tók myndir. Oddur Gústafsson sá um að hljóðið væri rétt numið og þvi blandað eftir K Lísa Pálsdóttir förðuð fyrir eitt atriðið í Póker. Sjónvarp annað kvöld kl. 21.40: Röskir sveinar ída og Gústaf gifta sig Anna gat ekki í síðasta þætti gert upp við sig hverjum hún ætti að kenna krakka þann er hún gekk með. En Gústaf sleppur meö skrekkinn á síðustu stundu. Það var svo sem ekki við því að búast að framhaldsmyndaflokkur sem gerður er eftir sögu Vil- helms Moberg væri neitt leiðin- legur. En að hann væri svona skemmtilegur eins og Röskir sveinar eru var sannarlega óvænt ánægja. Þegar er búið að sýna tvo þætti af átta og sá þriðji er í kvöld. Við höfum kynnst Gústafi vinnumanni sem eftir fylliríi og hjásofelsi hjá fremur lauslátri stúlku slær húsbónda sinn niður. Slíkt var á þeim árum stærsti glæpur sem hægt var að hugsa sér og Gústaf flýr til skógar. Þar kynnist hann vinnustúlkunni ídu sem gefur honum mat að borða. Stuttu seinna gengur Gústaf í herinn og fær jörð til umráða. Sú lausláta, sem reyndar heitir Anna og er frá Neðribæ, kennir honum krakka og þau hyggja á hjónaband, ídu til mikilla von- brigða. Þegar allt kemur til alls á þó Gústaf ekki krakkann og sleppur með skrekkinn. í þættinum í kvöld giftast þau ída og fara að búa. En þá var ekki fremur en nú tekið út með sæld- inni að byrja búskap og margt mæðir á ungu hjónunum. Óskar Ingimarsson þýðir þætt- ina um röska sveina og ferst honum það vel úr hendi eins og við mátti’búast. Þeir eru í litum. DS. Útvarp LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir: Fréttir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 Vikan framundan. ólafur Gaukur kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.40 (slenzkt mál. Gunnlaugur Ingólfs- son cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.30 Handknattleikslýsing. Hermann Gunnarsson lýsir frá Randers f Dan- mörku sfðari hálfleik milli íslendinga og Dana í heimsmeistarakeppninni. 17.10 Enskukennsla (On We Go). Leiðbeinandi: Bjarni Gunnarsson. 17.40 Framhaldsleikrít bama og unglinga: ,,,Antilópusöngvarinn" 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Tveir a tali. Valgeir Sigurðsson ræðir við Skjöld Eiríksson skólastjóra frá Skjöldólfsstöðum. 20.00 A óperukvöldi: „Madama Butterfly" eftir Puccini. 21.10 „Ég kom til þess að syngja". Sigmar B. Hauksson ræðir við Sigurð A. Magnússon rithöfund um ferð hans til rómönsku Ameríku. bókmenntir og þjóðlíf álfunnar, einkum I Mexikó og Guatemala. Hjörtur Pálsson og Gunn- ar Stefánsson lesa úr íslenzkum þýðingum á verkum suðuramerískra skálda. 22.05 Úr dagbók Högna Jónmundar. Knútur R. Magnússon les úr bókinni „Holdið er veikt" eftir Harald Á. Sigurðsson. 22.20 Lestur Passíusálma (5). Sigurjón Leifsson stud. theol les. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. •23.50 Fréttir. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 29. JANUAR 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigur- geirsson vfgslubiskup flytur ritning- arorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Út- dráttur úr forustugr. dagbl. 8.35 Morguntónleikar. 9.30 Veiztu svarið? Jónas Jónasson stjórnar spurningaþætti. Dómari: ólafur Hansson. 10.10 Veðurfregnir. Fréttir. 10.30 Morguntónleikar Messa í Dómkirkjunni. Biskup lslands. herra Sigurbjörn Einarsson. messar á hálfrar aldar afmæli Slysa- varnafélags Islands. Séra Þórir Stephensen þjónar fyrir altari með biskupi. Organleikari: Ragnar Björns- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. Tónleikar. ‘13.30 Heimsmeistarakeppnin I handknatt- leik. Hermann Gunnarsson lýsirsíðari hálfleik milli íslendinga og Spánverja. 14.10 Um riddarasögur. Dr. Jónas Kristjánsson flytur annað erindi sitt. 14.50 Miðdegistónleikar. 16.00 Birgitte Grimstad syngur og leikur á gítar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Slysavamafólag íslands 50 ára. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Upp á líf og dauða" eftir Ragnar Þorsteinsson. Björg Arnadóttir les (4). 18.00 Harmónrkulög. John Molinari, Johnny Meyer, Svend Tollefsen og Walter Eriksson leika. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. '19.25 Flóttamenn frá Chile. Gylfi Páll Hersir, Ragnar Gunnarsson og Einar Hjörleifsson tóku saman þáttinn. Flytjandi ásamt þeim er Heiðbrá Jóns- dóttir. 20.00 Frá tónleikum Tónkórsins á Fljóts- dalshéraði vorið 1977. Stjórnandi Magnús Magnússon, undirleikari Paved Smid, einsöngvarar Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Sigursveinn Magnússon. 20.30 Útvarpssagan: „Sagan af Dafnis og Klói" eftir Longus. Friðrik Þórðarson sneri úr grísku. óskar Halldórsson les (5). 21.00 Islenzk einsöngslög 1900-1930, IV. þáttur. Nína Björk Elíasson fjallar um lög eftir Jón Laxdal. 21.25 „Heilbrigð sál í hraustum líkama"; fyrsti þáttur. Geir Vilhjálmsson sálfræðingur sér um þáttinn og ræðir við Skúla Johnsen borgarlækni og Ólaf Mixa heimilislækni um ýmsa þætti heilsugæzlu. 22.20 Sónata nr. 3 eftir Rudolf Straube. John Williams leikur á gítar, Rafael Puyana á sembal og Jordi Savall á vfólu da gamba. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Kvöldtónleikar. a. Inngangur, stef og tilbrigði fyrir óbó og hljómsveit op. 102 eftir Johann Nepomuk Hummel. Jacques Chambon leikur með kammersveit Jean-Francois Paillards. b. Tilbrigði um rokokó-stef fyrir selló og hljómsveit eftir Tsjafkovský. Gaspar Cassadó leikur meðProMusica hljómsveitinni f Vínarborg; Jonel Perlea stjórnar. c. Klassísk sinfónfa f D-dúr eftir Prokofjeff. Fflharmoníu- sveitin í New York leikur; Leonard Bernstein stjórnar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 16.30 iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.15 On We Go. Enskukennsla. 13. þátt- ur endursýndur. 18.30 Saltkrákan (L). Sænskur sjónvarpsmyndaflokkur. 4. þáttur. Þýðandi Hinrik Bjarnason (Nord- vision — Sænska sjónvarpið). 19.00 Enska knattspyman. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Gestaleikur (L). Spurningaleikur. Stjórnandi Ólafur Stephensen. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.10 Barnasýning í Fjölleikahúsi Billy Smarts (L). Þáttur frá fjölleika- sýningu. þar sem börn og dýr leika margvíslegar listir. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir (Evróvison —BBC). 22.05 Ótrygg er ögurstundin. (A Delicate Balance). Leikrit eftir Edward Albee. Leikstjóri Tony Richardson. Aðalhlut- verk Katharine Hepburn. Paul Scofield og Lee Remick. Leikurinn gerist á heimili efnaðra. miðaldra hjóna, Agnesar og Tobiasar. Drykkfelld systir Agnesár býr hjá þeim. Það fjölgar á heimilinu. þvf að vinafólk hjónanna sest að hjá þeim, svo og dóttir þeirra. Þýðandi Ileba Júlíusdóttir. Leikritið var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur veturinn 1973 74. 00.10 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 29. JANUAR 16.00 Húsbœndur og hjú (L). Breskur myndaflokkur. Glatt á hjalla. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 17.00 Kristsmenn (L). Breskur fræðslu- myndaflokkur. 6. þáttur. Prinsar og prelátar. A fimmtándu og sextándu öld voru margir kjörnir til páfa. sem reyndust gersamlega óhæfir f em- bætti. Einn var ákærður fyrir ólifnað f páfagarði. annar skipaði sjö frændur sfna kardinála og hinn þriðji fór f strtð við kristna nágranna. En um það leyti sem niðurlægingin var mest í Vatíkaninu. hófst hið glæsjlega endur- reisnartímabil f listum. Fram á sjón- arsviðið komu menn eins og Rafael Michelangelo og Leonardo da Vinci. Þýðandi Guðbjartur Gunnarsson. 18.00 Stundin okkar. (L að hl.). Umsjónar- maður Ásdfs Emilsdóttir. Kynnir á- samt henni Jóhanna Kristín Jóns- dóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 19.00 Skákfrnðsla (L). Leiðbeinandi Friðrik ólafsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Póker. Sjónvarpskvikm.vnd eftir Björn Bjarman. Frumsýning. Leik- stjóriStefán Baldursson. t.iikendurSig mundur örn Arngrímsson. Róbert Arnfinnsson. Valgerður Dan. Krist- björg Kjeld, o. fl. Kvikmyndun Baldur Hrafnkell Jónsson. Myndataka Snorri Þórisson. Hljóðupptaka og hljóð- setning Oddur Gústafsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. Póker fjallar um leigubifreiðarstjóra f Kefla- vfk. starf hans og einkalíf. Návist varnarliðsins á Miðnesheiði eykur tekjur hans. en honum gremst sú spilling. sem dvöl liðsins leiðir af sér. 21.40 Röskir svoinar (L). Sænskur sjónvarpsmyndaflokkur í átta þáttum. byggður á sögu eftir Vilhelm Moberg. 3. þáttur. Efni annars þáttar: Gústaf ge.rist svokallaður leiguhermaður og fær jarðarskika til ræktunar og hús út af fyrir sig. Bóndinn Elfas ber illan hug til hans eftir að hann var tekinn fram yfir son hans við ráðningu nýliða. Gústaf er hrifinn af ldu. vinnukonunni á bænum. en þegar Neðribæjar-Anna segir honum. að hún sé barnshafandi eftir hann, ákveður hann að giftast henni. Þau áform fá þó skjótan endi. þegar f Ijós kemur. að Eðvarð. sonur kirkju- varðarins. á barnið. Og nýjar vonir vakna hjá Idu. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.40 Dick Cavott rœðir vifi Robert Mitchum (L). Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 23.45 Að kvöldi dags. (L). Séra Skfrnir Garðarsson. sóknarprestur f Búðardal. flvtur hugvekju. 23.55 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.