Dagblaðið - 02.02.1978, Síða 5

Dagblaðið - 02.02.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978. 5 N Bankafrumvarp Ólafskomið: Nokkuð hert á eftirliti Bankafrumvarp Ölafs Jóhannessonar viðskipta- og dómsmálaráðherra sá dagsins ljós í gær. Falla á frá þeirri stefnu að viðskiptabankarnir &ejn ríkið á sérhæfi sig í þjón- ustu við tilteknar atvinnu- greinar, eins og verið hefur hingað til og á það sérstaklega við um Búnaðarbankann og Ut- vegsbankann. Bankarnir eiga framvegis að veita alhliða og almenna bankaþjónustu öllum greinum atvinnuveganna. Ekki eru í frumvarpinu ákvæði um neina sameiningu ríkisbanka. Nokkuð á að herða á eftirliti. Lagt er til að auk þingkjörinna endurskoðenda skuli starfa að endurskoðun ríkisbankanna löggiltur endurskoðandi, sem ráðherra skipar. Honum er veitt heimild til að láta menn sem eru í þjónustu hans taka þátt í framkvæmd endur- skoðunar hjá viðkomandi banka. Þá eru fyrirmæli um að ^ið hvern ríkisviðskiptabanka skuli starfaendurskoðunardeild. sem annist innri endurskoðun. Ráðherra getur samkvæmt frumvarpinu hvenær sem er krafið bankaráð og bankastjórn um yfirlit yfir rekstur og hag bankans. Bankaráðin fá heimild til að ráða sér sér- stakan starfsmann, sem ekki hafi með höndum önnur störf í bankanum. Það mun svo fara eftir ákvörðun bankaráðanna hvaða aðstöðu slíkur starfsmaður fær til að fylgjast með starfsemi bankans. ANNT UM ORÐIÐ „BANKI“ Ætlunin er samkvæmt frum- varpinu að veita Seðlabanka, ríkisviðskiptabönkunum og við- skipabönkum í formi hluta- félaga einkarétt á orðinu „banki“. Nái þetta fram að ganga verða nokkrir aðilar sviptir rétti til að nota „banki“ í firma sinu, svo sem „Eigna- bankinn hf.“, „Hugmynda- bankinn" og „Verðbréfa- bankinn". Þó mun ætlunin að Blóðbankinn haldi nafni sínu. Stofna skal samstarfsnefnd Seðlabanka og ríkisviðskipta- bankanna. -HH. Páll „HAGSMUNIR EINSTAKUNGA OG ■Jnjali I ANNARRA UPP Á HUNDRUÐ MUJJÓNA” Páll Líndal, fyrrum borgarlög- maður, hefur óskað eftir því við Dagblaðið að það birti þá grein sem hér fer á eftir. í Morgunblaðinu í dag (1. febrúar) er frétt — smáfrétt að vísu, sem snertir mig per- sónulega. Sakir mikillar og góðrar „fréttaþjónustu" frá aðilum í borgarkerfinu hefur þetta mál orðið hið mesta skemmtiefni fyrir þá, sem „nær- ast á vöndum munnsöfnuði“, eru þeir víst nokkuð margir í þessu þjóðfélagi. t þessari frétt er töluvert dregið í land, miðað við það, sem áður þótti henta — stóryrðum sleppt. t Alþingisbókunum gömlu er stundum sagt frá þvi, að menn, sem teknir voru af lífi á Þing- völlum, hafi fyrir aftökuna „feng- ið góða iðran“. Ég veit ekki af hverju mér datt þetta í hug. Kannski sálfræðingur geti skýrt það út? En tilefni þess, að ég skrifa þessar línur er það, að þessi frétt er samstundis komin í Morgun- blaðið, en vandlega þagað um, að á þessum fundi átti einnig að liggja fyrir bréf frá mér um sama mál. Það fylgir hér með. Var því kannski stungið undir stól? Þegar ég var að lesa þetta um hálfníu leytið var hringt til mín af ónefndum manni og mér skýrt frá því, að fyrir meira en viku hafi borgarráði verið sent bréf, sem kunnir Reykvíkingar hafi ritað: í því bréfi hafi verið bornar þung- ar sakir á æðstu stjórn borg- arinnar eða vissa menn þar. Efnið fékk ég ekki að vita, en bréfið ætti að vera til i skjalasafninu í Austurstræti 16, ef venjulegum starfsreglum hefur verið fylgt. En hitt mun nokkuð öruggt að því hefur verið stungið undir stól og ekki lagt fram i borgarráði eftir að það kom. Eg er ritari borgarráðs á 800- 900 fundum þess að mig minnir og ég minnist þess ekki á þessari stundu — en þetta bréf er skrifað algerlega fyrirvaralaust — að slík vinnubrögð hafi tíðkast þá. Eftir mjög óljósum fréttum er hér um að ræða mál sem snertir hagmuni einstaklinga og annarra Páll Lindal, fyrrum borgarlög- maður. aðila upp á a.m.k. mörg hundruð milljónir. Ég vona vegna margra góðra vina minna í borgarkerfinu, að nú verði ekki endurtekinn sami leikurinn og gagnvart mér. Á þessu stigi verða engar upp- lýsingar um einstaklinga frá mér fengnar, þótt ég hafi heyrt nöfn. Slíkt væri algerlega ósæmilegt. Ég vona, að þetta séu ýkjur. 'Ymsir eru að fara í prófkjör og þá er einskis svifist. Það vitum við. En því geri ég þetta að umtalsefni að mér er óskiljanlegt, hvers vegna bréf áðurnefndra Reykvíkinga er ekki lagt fram. Það vantar skýringu. Borgarkerfið er ekki að ræða þetta mál við blöðin. Menn láta aftur gamminn geysa, þegar ég á i hlut. Það er mikiö álag fyrir einstakling og hans nánustu að liggja, mér liggur við að segja undir árásum í blöðum í l'A mánuð samfleytt eins og við höfum mátt þola. Ekki dettur mér annað í hug en mér hafi orðið á ótal afglöp í starfi hjá borginni sl. 28 ár. Ég skora á alla, sem unnið hafa með mér, að lýsa yfir opinberlega, að þeim hafi aldrei orðið á afglöp í starfi. Ég er hræddur um, að sá listi mundi varla fylla margar síð- ur í blaðinu! Eg held samt, að sú meðferð, sem ég hef mátt þola nálgist að vera einsdæmi, og „eru þó mörg dæmi úr forneskju?" Og núna síðast eru það ekki óábyrgir blaðamann“, þeir miklu s.vndaselir, sem eiga í hlut, heldur einhver úr hópi „hinna áb.vrgu", sem lætur sér dæma að draga undan frásögnina af bréfi mínu. Það er hins vegar best að spvrja „blaðafulltrúann", hver sem hann nú er, hvernig standi á því að hitt bréfið til borgarráðs hefur ekki fengið að sjá dagsins ljós. Á miðöldum var það ekki óalgengt að skora á menn til einvígis með því að kasta hanska framan í þá. Með frásögninni i Morgun- blaðinu í dag, með þvi að „ljúga með þögninni“, hefur einhver aðili tengdur æðstu stjórn borgar- innar, kastað hanskanum framan í mig. Eg ætla að taka á móti þessari einvígisáskorun. Það hlutu marg- ir skrámur, þegar slík átök áttu sér stað. Það kom jafnvel fyrir, að menn féllu í valinn. Reykjavík, 1. febrúar 1978. Páll Líndal. BRÉF PÁLS TIL BORGARRÁÐS 0G FJÓRAR SPURNINGAR TIL BORGARENDURSKOÐANDA Reykjavík, 31.1.1978. Til borgarráðs Reykjavíkur. Það var mánudaginn 12. des. sl„ sem ég var staddur á skrif- stofu Vatnsveitu Reykjavikur að Breiðhöfða 13 að beiðni vatns- veitustjóra til að undirbúa tillögu til borgarráðs um endurskoðun samnings um vatnssölu til Kópa-- vogs. Þegar ég er nýkominn þangað og verkið varla hafið, er hringt til mín frá borgarstjóra og ég beðinn að koma til viðtals. Ég sagði, hvar ég væri staddur og hvort nægilegt væri að ég kæmi kl. 16.00, en þegar þetta gerðist var klukkan eitthvað um 15.00. Kl. 16.00 ætlaði ég að fara að leggja síðustu hönd á undirbúning að málflutningi fyrir hæstarétti, sem fram skyldi fara daginn eftir, og átti von á bíl til að sækja mig um kl. 16.00. Borgarstjóri óskaði, að ég kæmi þegar í stað; sagði ég vatnsveitu- stjóra frá þessu, en hann taldi þetta mjög bagalegt, því að hann væri nefnilega að taka við störfum orkumálastjóra og þess vegna væri mjög áríðandi, að við gætum lokið þessu verki mjög fljótt. Fékk ég aðstoð hjá starfs- manni vatnsveitunnar til að komast niðureftir og var kominn á fund borgarstjóra um kl. 15.30. Þá sagði hann mér, að ég væri borinn alvarlegum sökum af borg- arendurskoðanda. Ætla ég ekki að rekja það samtal, sem var stutt. Borgarstjóri er ekki siður fær um það en ég, enda man ég naumast samtalið vegna fátsins, sem á mig kom. Ég taldi þó eðlilegt, þegar slík ásökun væri komin fram vegna starfs hjá borginni að fá lausn frá störfum. Ég bað um smá frest til að hugsa málið. Handskrifaði ég síðan við skrifborð mitt lausnar- beiðni og afhenti borgarstjóra. I óðagotinu láðist mér að setja inn orðin „um stundarsakir", en þeirrar glópsku verð ég sjálfur að gjalda, t.d. réttindamissis sem af slíku gæti leitt. Siðan fór ég beint heim, sagði konu minni frá samtali okkar, þóttu henni aðfarir síns bekkjar- bóður úr menntaskólanum nokkuð skörulegar, náði sam- bandi við hann í síma og gekk á hans fund milli kl. 16.30 og 17.00 að mig minnir. Hún varð þess þá vör, að herbergi mitt var fullt af einhverjum mönnum, sem hún þekkti ekki — bar ekki einu sinni kennsl á. Um samtal þeirra borg- arstjóra get ég að sjálfsögðu ekki borið. Þessi inngangur er nokkuð langur, en ég tel hann rrauðsyn- legan til skýringar á framhaldirúr. Borgarendurskoðandi virðist hafa tekið sér vald til þess að brjótast í skrifborð mitt, sem læst er (flestar skúffur). Hann bað mig ekki um lykla og ekkert var auðveldara en ná til mín á þeim tíma, sem hér um ræðir og ekki hefði staðið á afhendingu. Ég veit ekki álit borgarráðs eða stjórnar endur- skoðunardeildar á svona vinnu- brögðum, en ég hef rætt málið við nokkra lögfræðinga, sem kunna dálítið fyrir sér. Ætla ég ekki að rekja ummæli þeirra að svo stöddu. 1 framhaldi af athugun- 3. um mínum og fleiri, og áður en ég aðhefst frekar, vænti ég þess, að borgarráð láti mér í té svör borg- arendurskoðanda við nokkrum ákaflega einföldum spurningum. Þessi embættismaður, sem nýtur væntanlega fulls trausts borgar- stjóra, hlýtur að geta svairað fyrirvaralaust skriflega. Þá vildi ég og biðja um skriflegt álit borg- arráðs á þeim svörum. Það mun hafa í þjónustu sinni tíu til tuttugu lögfræðinga, svo að ekki ætti að þurfa að standa á svari frá því sjónarmiði. Á þessu stigi er aðeins spurt um mjög einfaldan þátt varðandi málsmeðferð. Erekari spurningar verða að bíða betriTfma, Spurningarnar eru þessar: 1. Á hvaða heimild byggir borg- arendurskoðandi rétt sinn til að fara í læstar hirslur, sem ekki aðeins geta geymt mikil verðmæti, heldur alls konar einkamál, bæði mín og annarra og ýmislegt sem er mér per- sónulega mikils virði? 2. Get ég fengið skrá um, hvað tekið var úr skrifborði mínu og hverjir voru viðstaddir þessa aðgerð? Var skrifborð mitt brotið upp eða hefur borgarendur- skoðandi eða einhverjir í kerfinu lykla að læstum hirslum mínum og t.d. skrif- borði borgarstjóra, borgar- ritara, borgarverkfræðings, peningaskápum borgargjald- kera o.s.frv.? 4. Telur borgarendurskoðandi sighafai blaðaviðtölum heimild til að sakfella mig eins og hann hefur ítrekað gert? Telur hann þetta falla undir „upplýsinga- skyldu stjórnvalda?” „Ég vænti þess, að borgarráð hraði afgreiðslu þessa máls. Um Ieið og ég lýk þessum orðum, þakka ég borgarráðs- mönnum frá 1949 og síðan sam- starf, sem yfirleitt hefur verið ánægjulegt og lærdómsrikt fyrir mig. Ég hafði vænst þess, að þess- um samskiptum lyki með skaplegri hætti en reynslan hefur orðið, en „örlögum sínum ræður enginn". Vegna fjarveru borgarráðs og borgarstjóra er þetta bréf sent slðar, en ég hefði ella gert. Með góðri kveðju. Páll Líndal. Móttekið 31. janúar 1978. Gústaf A. Ágústsson. ÞESSIBEDFORD-BÍLL ER TIL SÖUI, skemmdur eftirbruna. í ■ fm Tilboö óskast ísíma 13787 Viljum ráða STARFSKRAFT við pökkunarvélar frá kl. 11.30 til 14.00 alla virka daga. Umsóknir sendist Dagblaðinu merkt „Pökkunarvélar“ fyrir 2. febrúar. Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 — Sími 15105

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.