Dagblaðið - 17.03.1978, Side 19

Dagblaðið - 17.03.1978, Side 19
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978. 19 Hvað getum við verið þekkt fyrir að gefa? Þá er komið að þeim liðnum sem mestu hugarangri veldur oftast við fermingar, gjöfunum, Setningar eins og „ég veit ekkert hvað við getum gefið honum Sigga í fermingargjöf, frændi hans í hina ættina kevpti eitthvað svo voðalega dýrt,“ hevrast oft. Margir virðast oft leggja meira upp úr því að gjafirnar kosti eitthvað visst en að þær séu eitthvað sem fermingarbarnið langar til þess að eignast. Til eru þeir hlutir sem kalla má klassískar fermingargjafir. Þetta eru bækur (aðallega trúarlegar), rafmagnstæki, úr og skartgripir og húsgögn af minni gerðinni. A síðustu árum hafa síðan bætzt við hljómflutningstæki og það sem þeim he.vrir til,‘skífur og snældur. ÚR OG SKARTGRIPIR Ur er einhver sjálfsagðasti hlutur sem um getur til ferm- ingargjafa. Yfirleitt eru það for- eldrarnir sjálfir sem færa barni sínu það. Sífellt færist þó i vöxt að börnin eignist úrið fyrir ferminguna og aðrar gjafir séu því gefnar. Okkur fannst samt rétt að telja úrið með í þessum gjafalista okkar. Gott kvenúr kostar á milli 20 og 30 þúsund. Er þá átt við venjulegt úr. Handa stúlkum eru þau oftast látin duga þar sem þróunin í tölvuúrum er ekki komin eins langt á þeirra sviði og í karlmannsúrunum. En strákum eru oftar en ekki gefin tölvuúr og kosta þau þá 25-35 þúsund. Stúlkurnar fá mjög oft skart- gripi sem endast þeim út ævina í Verð á rafmagnsvekjaraklukk- um er mjög mismunandi. Fer það meðal annars eftir því hvort þær ganga fyrir rafhlöðu, eru settar í samband, eða hvort tveggja. Ódýr- ustu klukkurnar kosta tæp 4 þúsund en þær dýrustu eru vart undir tíu þúsundum. VIÐLEGUÚTBÚNAÐUR Fyrir þá unglinga sem duglegir eru að prfla upp um fjöll og firn- indi kemur góður viðleguútbún- aður eins og sending af himnum ofan. Og þó að unglingarnir fari ekki mikið í augnablikinu koma þeir tímar víst örugglega þegar svefnpoki, tjald og prímus koma sér vel. Svefnpokar eru mjög mis- jafnlega’ dýrir. Pokar úr svoköll- uðu^íolen, sem mikið eru keyptir handa fermingarkrökkum, kosta á milii 9 og 10 þúsund. Tjöldin eru hins vegar dýrari. Þannig kostar 4 manna tjald um 24 þúsund núna. Prímusar eru hins vegar á fremur viðráðanlegu verði. Þannig kosta góðir gas- prímusar á milli 3 og 4 þúsund. HÁVAÐAGJAFAR Popptízkan vill sitt og þá ekki síður á fermingardaginn en aðra daga. Margir foreldrar eru farnir að vinna það til að gefa börnum Sumir táninganna vilja ekkert fá nema peninga. fermingargjöf. Oftast eru gefnir hringir og hálsmen en armbönd sjaldnar. Fallegur hringur úr silfri kostar á milli 7 og 10 þúsund. Sé hins vegar keyptur gullhringur fer verðið upp í 15- 30 þúsund. Fallegt hálsmen kostar svona 14-15 þúsund. Strákum eru oft gefnir hringir úr gulli eða silfri í fermingargjaf- ir en fátt er annað keypt handa þeim af skarti. Silfurhringirnir kosta svona 10 þúsund en gullið 30-40 þúsund. RAFMAGNSTÆKI Þau rafmagnstæki sem börnum eru gefin í fermingargjafir eru oftast annaðhvort til hár- eða skeggsnyrtingar. Rafmagns- vekjaraklukkur eru nær eina undantekningin. Þegar undirrituð fermdist fengu nær allar fermingarstúlkur hárþurrku. Slíkt hefur minnkað verulega með tilkomu hárblásara og upphitaðra krullupinna eða járna. Hárþurrkur kosta núna um 14 þúsund. Blásararnir kosta aðeins minna, eða frá 12 þúsund- um. Krullujárn fást bæði með gufublæstri og án. Gufujárnin kosta 8-10 þúsund en þau gufu- lausu um 5 þúsund. Rafhitaðar rúllur fást í gjafapakkningum og kosta á milli 8 og 14 þúsund eftir fjölda þeirra. Strákarnir fá ennþá rakvélar í fermingargjafir þó fæstir hafi þeir skeggvöxt til baga. Eru slíkar gjafir þá miðaðar við lífstíð. Góð rafmagnsrakvél kostar núna á milli 15 og 20 þúsund. Það færist í vöxt að strákarnir fái líka hár- snyrtitæki en þó mun það fremur í jóla- og afmælisgjafir eftir að þeir komast aðeins af fermingar- aldri og þykir slíkt ekki eins kver.legt og þeim þótti þá. sínum hljómflutningstæki til þess eins að fá að vera f friði með sín eigin. En slfk tæki eru fremur dýr, margir myndu eflaust segja mjög dýr. Þannig kostar snældu- band með viðbyggðu útvarpi 76.600 krónur á einum stað hér í borg og svipað annars staðar. Ferðasegulbönd eru heldur ódýrari, kosta 48.200. Plötuspilari með magnara og tveim litlum hátölurum kostar 74.200. Er þá átt við mjög lítinn spilara og þeim mest þróuðu í músfkinni finnast þeir eflaust ómerkilegir. En hinum sem eru í þessu svona rétt Skartgripir fyrir lífstíð. að gamni sfnu finnst eflaust flott- heitin nóg. En eitthvað verður svo að leika á þessi dýru tæki. Plötur og snældur færast f vöxt f hlutfalli í fermingargjöfum. Meðal popp- skffa eða snælda kostar núna 4-5 þúsund. Skffur með sígildri tón- list eru hins vegar heldur ódýrari. Leiktæki sem tengja má við sjónvörp eru einnig talsvert keypt til þess að gleðja jafnt fermingarbörnin sem aðra unglinga með. Slfk tæki kosta rétt tæplega 27 þúsund. Strákunum eru frekar gefin tölvuúr en stelpum. BÆKUR Bækur þær sem börnum eru gefnar í fermingargjafir eru eins og áður sagði mest kristilegs eðlis. Skipar Biblian þar háan sess ásamt Passíusálmum séra Hall- gríms og venjulegum sálmabók- um. Til eru myndskreyttar út- gáfur bæði af Biblíu og Passfu- sálmum og er mikið keypt af þeim til fermingargjafa. Myndskreytt Biblfa kostar 4560 krónur. Hægt er að láta árita hana og er það misjafnlega dýrt eftir gerð leturs. Fremur er mælt með þvf að fólk láti ekki árita bæk- urnar þar sem alltaf getur komið fyrir að börnin fái fleiri en eina af hverri gerð og getur þá verið erfitt um skipti. Hins vegar má vel láta fylgja með innleggsnótu upp á áritunina. Myndskreytt út- gáfa af Passíusálmunum kostar 2880 en án mynda fást þeir á 1320. Ljóðasöfn og skáldverk þekktra íslenzkra höfunda eru einnig oft keypt handa fermingarbörnum. Verðið er mjög misjafnt á Ijóða- söfnunum eins og vænta mátti. Þó má telja að svona 5-7 þúsund krónur sé nálægt miðju. Nýjustu bækur snillinganna okkar kostar svipað og ódýru ljóðasöfnin, eða um 5 þúsund krónur. Orðabækur eru svo einn enn flokkur fermingarbóka. Þá eru helzt keyptar tslenzkar-enskar, enskar-íslenzkar, fslenzkar- danskar og danskar-íslenzkar bækur. Þar sem þetta eru vandað- ar bækur og nýendurútgefnar eru þær talsvert dýrari en skáldverk- in, kosta um 10 þúsund krónur. En slíkar bækur eiga eftir að vera mikið notaðar, sérlega þó af til- vonandi langskólafólki. MYNDAVÉLAR 0G ALBÚM Myndavélar eru æðsti draumur margra unglinga. En góðar, alvörumyndavélar eru mjög dýrar. Hins vegar má fá vasa- myndavélar og snöggmyndavélar fyrir nokkuð viðráðanlegt verð og má með góðum vilja ná alveg sæmilegum myndum á þær. Vasamyndavélarnar kosta núna á milli 7485 og 11.235 eftir gerðum. Snöggmyndavélar (Instamatik) kosta hins vegar frá 6145 til 13.675. Er þá miðað við vélarnar í gjafaumbúðum og fylg- ir þá ein filma og einn flasskubb- ur. Til þess að ekki fari illa um tilvonandi myndlistaverk þarf albúm (fslenzkulegra orð fannst ekki). Þau eru misjafnlega dýr eftir þvf hvort þau eru sjálflím- andi og hversu mikið er lagt f útlitið. Þegar albúmið er ætlað til gjafa er miðað við í verzlunum að það kosti í kringum 3 þúsund krónur. HÚSGÖGN í rauninni eru ekki nema fáir hlutir sem til greina kemur að gefa og kalla má húsgögn, einfald- lega verðsins vegna. Eru það aðal- iega skatthol og svefnbekkir sem keyptir eru handa fermingar- börnum, stundum stóll og borð í stíl við svefnbekkinn. Eins er ekki fráleitt að kaupa skrifborð eða stól við handa þeim sem eiga slfka hluti ekki fyrir. Skattholin sem keypt eru nær eingöngu handa fermingarstúlk- um eru í stórum dráttum öll eins. Þau eru þó misjafnlega dýr eftir því hvaða viður er notaður f þau. Ödýrast er tekkið og kosta skatt- hol í því 75.800. Séu skattholin hins vegar úr dýrasta viðnum palesander, er verðið komið upp í nærri hundrað þúsund. Góðir svefnbekkir kosta á milli 60 og 70 þúsund. Þó er hægt að fá þá allt niður f 35 þúsund en þá á kostnað bæði gæða og útlits, þá aðallega þess síðarnefnda. Sæmilegur hægindastóll f stfl sem táningar sækjast eftir kostar 28.500 og borð við ýmist 15.500 eða 28.500 eftir stærð. Skrifborð eru misjafnlega dýr eftir stærð þeirra og skúffufjölda. Þau minnstu kosta nærri þrjátíu þúsund en hin stærstu um 50 þúsund. Skrifborðsstólar kosta um 25 þúsund krónur. PENINGAR í ÝMSUM FORMUM Margir eru þeir unglingarnir sem þrá það heitast að fá ekki einn einasta hlut gefinn á ferm- ingardaginn en fá þess í stað peningana sem eytt hefur verið f að kaupa hlutinn. En margir eru hræddir við að gefa peninga, oftast vegna þess að þeir vita ekki hversu mikið þeir eiga að gefa. Er Rakvél, jafnvel þó skeggvöxtur sé ekki til baga. þá ágætt ráð að miða við þann hlut sem annars hefði verið keyptur og gefa peninga sem nægja myndu fyrir honum. Eins má miða við stærsta seðilinn á markaðnum og gefa hann einan sér. Skuldabréf rfkissjóðs hafa einnig verið lausn á þessum vanda. En þau fást ekki núna. Hins vegar eru til spariskírteini ríkissjóðs á 10 þúsund krónur. Skírteini þessi eru nokkurs konar sparisjóðsbækur, munurinn er sá að þau eru með lágum vöxtum en verðtryggð. Þessir 8 flokkar vara eru það sem fólk kaupir aðallega til ferm- ingargjafa. En ekki er þar með sagt að aðrir hlutir komi ekki til greina. Má þar til dæmis nefna fatnað. En hann er erfiðara að meta til verðs. Þannig er einnig með aðra þá hluti sem til greina koma. Þetta' verður því Iátið nægja að sinni. DS ÖftBCE EOETOfLE ENROUUefFAaií GRACE AU MANCHE AMCMBLF Imt roifsnQ towtnoMöte Itítidíe liiturte: duftfi ' aíwhtnlww fr*. IES LAMEU.ES en mit CONTROLfNT LA Ff.NEJWinp Rafhitaðar rúllur koma sér vel. i

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.